Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000 MORGUNB LAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Helgi Kristjánsson Þúsundir fylgdust með dagskrá Færeyskra daga í Ólafsvík Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Meðal skemmtiatriða á laugardeginum var söngvakeppni barna. Frábærir Færeyskir dagar Ólafsvík - Færeyskir dagar voru haldnir um helgina í Ólafsvík og nú í þriðja sinn. Er skemmst frá því að segja að allt túkst vel. Á (jórða þúsund gesta komu á fær- eysku dagana og var framkoma þeirra og umgengni til mikillar fyrirmyndar. Dagskráin hófst strax á fimmtudag og var mjög viðamikil og stóð allt til síð- degis á sunnudag. Voru dagskráratriðin bæði úti og innandyra. Alla dagana var veðrið eins og best verður á kosið; logn, sólskin og góður hiti. Til dæmis um þátttöku fólks í hinum ýmsu dagskrárliðum má nefna að mörg hundruð manns tóku þátt i dunandi bryggjuballi á föstudagskvöld þar sem hljómsveitin Pétur og postularnir léku fyrir dansinum. Þá var einnig flugeldasýn- ing um miðnættið. Á laugardeginum var mikil skemmtidag- skrá sem byijaði á því að undirritað var vinabæjarsamkomulag milli Snæfellsbæjar og Vestmanna í Færeyjum. Þúsundir fylgd- ust með skemmtidagskránni sem m.a. inni- hélt söngkeppni barna, færeyska dansa og grinistann Helgu Brögu. Á laugar- dagskvöldið var svo stórdansleikur í fé- lagsheimilinu Klifí. Þar lék færeyska hljómsveitin „Twilight" fyrir dansi. Var hátt á áttunda hundrað manns á þessum dansleik. Skemmtu sér allir vel við bestu aðstæður enda er félagsheimilið á Klifi eitt glæsilegasta félagsheimilið á landinu og eftirsótt til skemmtanahalds. Laugardagskvöldið og aðfaranótt sunnu- dagsins verða mörgum minnisstæð. Veður- bh'ðan var slík að með fádæmum var. Það var ekki nóg með að stórdansleikur væri á Klifi því einnig var götudansleikur í Stekkjaholti og víðar var dansað í vornóttinni þar sem sól- in undi sér aðeins lítillar hvfldar um mið- nættið. Engin afskipti þurfti lögreglan að hafa af fólkinu, hvorki því sem var akandi né hinum sem röltu um í blíðunni þessa nótt. Það er mat lögreglunnar að framkoma fólks hafi verið til mikillar fyrirmyndar. Færeyskum dögum lauk si'ðdegis á sunnu- dag með helgistund f Ólafsvíkurkirkju. Sr. Heri Joensen frá Færeyjum annaðist hana ásamt Nönnu Þórðardóttur organista. Galtastaðir fram í Hróarstungu Karl Jónsson bóndi og staðar- haldari á Galtastöðum fram hugar að amboðum í skemm- unni. Gömlum bæ haldið við til sýnis Norður-Héraði - Gamli bærinn á Galtastöðum fram í Hróarstungu er í eigu Þjóðminjasafnsins og er honum haldið við sem sýnishorni af húsa- kynnum alþýðu til sveita fyrir öld eða svo. Það var búið í bænum til 1962, bærinn var síðan gerður upp á síðasta áratug og hefur verið til sýnis síðan og nokkuð er um að fólk komi og heimsæki bæinn og skoði hann, að sögn Karls Jónssonar,bónda ogstað- arhaldara á Galtastöðum fram. Bærinn samanstendur af bað- stofu, portbyggðri, frá 1883, framan við baðstofuenda portbyggðum bæj- ardyrum og skemmu. Bak við þessi hús er búr og hlóðaeldhús, áfast er síðan fjós og hlaða sem innangengt er í. Þessi bær þótti ágætt sýnishorn Morgunblaðið/Sigurður Aðalstónsson. Karl Jónsson bóndi á Galta- stöðum fram og Ingibjörg Sigurðardóttir á Hrafna- björgum við skemmudyr gamla bæjarins á Galtastöð- um fram. af smærri bæjum á síðari hluta 19- aldar. Bæjardyrnar og skemman munu töluvert eldri en baðstofan. Vörubílaæki Norður-Héraði - Það er ekki oft sem vöru- bflar eru fluttir til á öðrum vörubfl en þegar það gerist er það æði verklegt á að horfa. Ármann Hall- dórsson þurfti að bregða sér bæjarleið með báða vörubflana sína og þá er ekki margt til ráða þegar aðeins einn bflsíjóri er fyrir hcndi. Morgunblaðið/Sigurður Aðaisteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.