Morgunblaðið - 05.07.2000, Side 18

Morgunblaðið - 05.07.2000, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000 MORGUNB LAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Helgi Kristjánsson Þúsundir fylgdust með dagskrá Færeyskra daga í Ólafsvík Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Meðal skemmtiatriða á laugardeginum var söngvakeppni barna. Frábærir Færeyskir dagar Ólafsvík - Færeyskir dagar voru haldnir um helgina í Ólafsvík og nú í þriðja sinn. Er skemmst frá því að segja að allt túkst vel. Á (jórða þúsund gesta komu á fær- eysku dagana og var framkoma þeirra og umgengni til mikillar fyrirmyndar. Dagskráin hófst strax á fimmtudag og var mjög viðamikil og stóð allt til síð- degis á sunnudag. Voru dagskráratriðin bæði úti og innandyra. Alla dagana var veðrið eins og best verður á kosið; logn, sólskin og góður hiti. Til dæmis um þátttöku fólks í hinum ýmsu dagskrárliðum má nefna að mörg hundruð manns tóku þátt i dunandi bryggjuballi á föstudagskvöld þar sem hljómsveitin Pétur og postularnir léku fyrir dansinum. Þá var einnig flugeldasýn- ing um miðnættið. Á laugardeginum var mikil skemmtidag- skrá sem byijaði á því að undirritað var vinabæjarsamkomulag milli Snæfellsbæjar og Vestmanna í Færeyjum. Þúsundir fylgd- ust með skemmtidagskránni sem m.a. inni- hélt söngkeppni barna, færeyska dansa og grinistann Helgu Brögu. Á laugar- dagskvöldið var svo stórdansleikur í fé- lagsheimilinu Klifí. Þar lék færeyska hljómsveitin „Twilight" fyrir dansi. Var hátt á áttunda hundrað manns á þessum dansleik. Skemmtu sér allir vel við bestu aðstæður enda er félagsheimilið á Klifi eitt glæsilegasta félagsheimilið á landinu og eftirsótt til skemmtanahalds. Laugardagskvöldið og aðfaranótt sunnu- dagsins verða mörgum minnisstæð. Veður- bh'ðan var slík að með fádæmum var. Það var ekki nóg með að stórdansleikur væri á Klifi því einnig var götudansleikur í Stekkjaholti og víðar var dansað í vornóttinni þar sem sól- in undi sér aðeins lítillar hvfldar um mið- nættið. Engin afskipti þurfti lögreglan að hafa af fólkinu, hvorki því sem var akandi né hinum sem röltu um í blíðunni þessa nótt. Það er mat lögreglunnar að framkoma fólks hafi verið til mikillar fyrirmyndar. Færeyskum dögum lauk si'ðdegis á sunnu- dag með helgistund f Ólafsvíkurkirkju. Sr. Heri Joensen frá Færeyjum annaðist hana ásamt Nönnu Þórðardóttur organista. Galtastaðir fram í Hróarstungu Karl Jónsson bóndi og staðar- haldari á Galtastöðum fram hugar að amboðum í skemm- unni. Gömlum bæ haldið við til sýnis Norður-Héraði - Gamli bærinn á Galtastöðum fram í Hróarstungu er í eigu Þjóðminjasafnsins og er honum haldið við sem sýnishorni af húsa- kynnum alþýðu til sveita fyrir öld eða svo. Það var búið í bænum til 1962, bærinn var síðan gerður upp á síðasta áratug og hefur verið til sýnis síðan og nokkuð er um að fólk komi og heimsæki bæinn og skoði hann, að sögn Karls Jónssonar,bónda ogstað- arhaldara á Galtastöðum fram. Bærinn samanstendur af bað- stofu, portbyggðri, frá 1883, framan við baðstofuenda portbyggðum bæj- ardyrum og skemmu. Bak við þessi hús er búr og hlóðaeldhús, áfast er síðan fjós og hlaða sem innangengt er í. Þessi bær þótti ágætt sýnishorn Morgunblaðið/Sigurður Aðalstónsson. Karl Jónsson bóndi á Galta- stöðum fram og Ingibjörg Sigurðardóttir á Hrafna- björgum við skemmudyr gamla bæjarins á Galtastöð- um fram. af smærri bæjum á síðari hluta 19- aldar. Bæjardyrnar og skemman munu töluvert eldri en baðstofan. Vörubílaæki Norður-Héraði - Það er ekki oft sem vöru- bflar eru fluttir til á öðrum vörubfl en þegar það gerist er það æði verklegt á að horfa. Ármann Hall- dórsson þurfti að bregða sér bæjarleið með báða vörubflana sína og þá er ekki margt til ráða þegar aðeins einn bflsíjóri er fyrir hcndi. Morgunblaðið/Sigurður Aðaisteinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.