Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
GUNNHILDUR
SIGRÍÐUR
GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Hólkotsheimilinu eru fagrar eins
og útsýnið á Hólkoti.
Kæra vinkona. Að ferðalokum segi
ég: Hjartans þökk, vona að við hitt-
umst heil hinum megin.
í Guðs friði. Vertu sæl.
Hákon Jónsson,
Það var undarleg tilfínning sem ég
fann fyrir, þegar ég heyrði að Hidda
hefði loks fengið langþráða hvíld. I
allt vor hefur hún legið á Sjúkrahús-
inu á Húsavík og beðið þess að líf
hennar tæki enda. Með réttu er
reyndar ekki hægt að segja að hún
hafi beðið þess, því hún hefur barist
hatrammlega við illvígan sjúkdóm,
krabbameinið. Hún hefur sýnt meiri
kraft og dugnað en hægt er að reikna
með frá nokkurri manneskju. Það
hefur kvalið huga minn alla daga, hve
langan tíma hennar stríð hefur tekið.
Það var því sambland af sorg og létti
sem ég fann fyrir þegar hún andaðist
að kvöldi 26. júní.
Hún var einstakur persónuleiki,
svo ákveðin en samt blíð og góð. Hún
var svo fíngerð og alltaf falleg, þó svo
að hún væri þreytt og veik.
Hún hélt fullri reisn hvað sem á
bjátaði. Skapgerð hennar var sér-
stök. Hún var óhrædd við að láta
skoðanir sínar í ljós. Ef umræður
sköpuðust um fólk sem ekki var nær-
statt, var hún ófeimin við að segja að
hún kærði sig ekki um umræður af
því tagi. Mér er minnisstæð gullin
regla sem hún lagði mér eitt sinn:
„Hafðu aldrei neitt eftir neinum, fyrr
en þú hefur heyrt það frá þremur
áreiðanlegum stöðum." Hún kenndi
■
um, fluttist aftur á
bernskuslóðirnar, varð
Hólkotsheimilið eitt
þeirra heimila í Reykja-
dalnum, sem tóku mér
opnum örmum. Maður
varð strax umvafinn
ólýsanlegri hlýju, sem
ætíð fylgir því að vera í
návist góðs fólks. Eftir
stofnun Harmonikufé-
lags Þingeyinga og í
samvinnu við þau hjón
þar í félagsstarfi, ferða-
lögum og öðrum gleði-
stundum á vegum har-
monikufélagsins bast
ég þeim hjónum báðum vináttubönd-
um sem aldrei slitna.
Horfin er nú af sjónarsviðinu hús-
móðirin á býlinu fagra á hólnum, eft-
ir harða baráttu í mörg ár við
krabbamein. Þá baráttu háði hún af
slíkum hetjuskap og æðruleysi að fá-
títt er. Hennar er nú sárt saknað af
vinum og sveitungum.
Kæri Stebbi minn, þér og bömum
ykkar og fjölskyldum þeirra votta ég
samúð frá mér frá dýpstu hjartarót-
um. Þið hafið mikið misst en drengi-
lega reynt að létta síðustu stundim-
ar. Gamalt fólk ornar sér löngum við
gamlar minningar. Minningar mínar
+ Gunnhildur Sig-
ríður Guðmunds-
dóttir fæddist á Ak-
ureyri 13. maí 1936.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Húsavíkur 26.
júní siðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Einars-
staðakirkju í Reykja-
dal 4. júlí.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á rit-
stjóm blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðs-
ins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að
senda greinamar í símbréfí (569 1115) og í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send-
anda fylgi.
Hver sá, sem kemur
í Hólkot í Reykjadal á
sólbjörtum sumardegi,
verður hrifinn af hinu
fagra útsýni, sem þar blasir við. Eng-
um sem kynnst hefur fjölskyldunni
þar á bæ gleymast þau kynni.
Þegar ég, fyrir hartnær þrjátíu ár-
OSWALDS
sími 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÖLARHRINGINN
ADAl S I RÆTI 4B • 101 Rl YKJAVÍk j
5
! Í Wf :
D/ivít) Inger Ol/tfnr
l ’tj/inn stj. ('tfimirstj. Ut f/tr/trstj.
LÍKKISTUVINNUSTOIA
EYVINDAR ÁRNASONAR
þeim sem umgengust hana, að bera
virðingu fyrir öðrum, hvar í þjóðfé-
lagsstiganum sem þeir stóðu.
Aðferðir hennar við að ala upp
unga fólkið voru öðruvísi en hjá öðr-
um þeim sem ég þekki. Aldrei minn-
ist ég þess að hún hækkaði róminn.
Hún sýndi ungdómnum virðingu og
hún var endurgoldin af hálfu barn-
anna til hennar. Við systkinin sóttum
mikið í að komast í Hólkot, þar leið
okkur svo vel.
Það er mikill missir fyrir þá sem
áttu Hiddu að, nú þegar hún er horf-
in úr okkar heimi. Mér finnst samt
gott að vita til þess að nú líður henni
vel. Guðmundur sonur hennar, sem
lést fyrir aldur fram fyrir fáeinum
árum, tekur án efa á móti henni og
leiðir hana um hinar nýju slóðir.
Fyrir hönd systkinanna á Baug-
hóli 15, vil ég þakka fyrir að hafa
hlotið þá gæfu að kynnast þeim hjón-
um í Hólkoti, Hiddu, Stebba og öllum
þeirra bömum. Það hefur verið aðdá-
unarvert að fylgjast með samheldni
þessarar ástríku fjölskyldu í öllum
þeim veikindum sem á hafa herjað á
undanfornum árum. Elsku Stebbi,
Alla, Tóti, Olga, Stefán og Gunna, við
hugsum til ykkar á erfíðri stundu og
biðjum þess að framtíðin megi verða
fjölskyldum ykkar gæfurík og björt.
Hulda Ragnheiður Árnadóttir.
Hvað getur maður sagt á stundu
sem þessari? Amma er farin, loksins
fékk hún að hvflast. Þó að ég viti að
nú sé hún laus við allar þjáningar þá
er þetta samt svo sárt, allt svo tómt
og skrýtið.
Amma var sú frábærasta og yndis-
legasta mannvera sem ég hef á æv-
inni kynnst. Dugnaðurinn og vilja-
styrkurinn sem ein manneskja gat
búið yfir. Hún kunni ekki að gefast
upp. Hún var alltaf eitthvað að gera
og allt það sem hún hefur kennt mér
er ómetanlegt. Ég gleymi því aldrei
þegar hún kenndi mér fyrst að
pijóna og allar fallegu bænirnar sem
hún kenndi mér. Allar ferðimar í
beijamóinn og kaupfélagið og þegar
við fórum niður í skógargirðingu til
að tína köngla. Best af öllu var þegar
hún klæddi mig upp í kuldagallann
sinn og húfuna sína svo ég leit út al-
veg eins og hún og sendi mig út á
gönguskíði til að stríða konunni á
næsta bæ, því að amma átti að vera
rúmliggjandi.
Það var alltaf stutt í húmorinn hjá
ömmu og jafnvel undir það síðasta
varð hún að fylgjast með öllu.
Ég gæti sennilega skrifað heila
bók um afrek hennar og hversu ynd-
isleg manneskja hún var en ég ætla
samt að stoppa hér.
Ég mun alltaf elska þig, amma mín
og ég sakna þín mikið, eiginlega allt
of mikið. Þín,
Bergrún Lilja.
Hvert líf á sér upphaf og endi.
Elsku Hidda mín, nú hefur þú yfir-
gefið þessa jarðvist eftir hetjulega
baráttu og ert laus við allar þjáning-
ar, ég efa ekki að það hefur verið vel
tekið á móti þér.
Ég gleymi aldrei ferðunum austur
í Hólkot, það var alltaf tekið vel á
móti manni og maður var alltaf vel-
kominn. Það var oft margt um mann-
inn í Hólkoti og þó svo að það mynd-
aðist röð við matar eða kaffiborðið
var alltaf nóg pláss því þröngt mega
jú sáttir sitja. Þetta voru yndislegir
tímar sem gleymast aldrei, hvort
sem það voru hlýlegar móttökur,
ferðirnar í beijamóinn og í búið í
skúrnum og auðvitað öll prakka-
rastrikin.
Eftir að ég varð fullorðin fækkaði
ferðunum í Hólkot en samt kom ég
alltaf annað slagið með fjölskyldu
mína og var ævinlega tekið vel á móti
okkur.
Síðastliðið sumar var ég með börn-
in mín í útilegu ásamt mágkonu
minni og bömum hennar og ákváð-
um við að renna við í Hólkoti og það
var eins og við manninn mælt, allir
voru drifnir inn í kaffi og kökur. Þá
spurði ég Hiddu hvemig heilsan væri
og hún svaraði um hæl að það þýddi
ekkert að velta sér upp úr því, maður
tæki því sem að höndum bæri.
Elsku Hidda ég vil þakka þér fyrir
allt.
Elsku Stebbi, Alla, Tóti, Stebbi,
Olga, Gunna og allir ástvinir ykkar.
Ég bið þann sem lífið gaf að hugga
ykkur og styrkja á sorgarstund.
Kveðja,
Sigurlín Birgisdóttir
og fjölskylda.
ATVINNUAUGLYSINGAR
Fiæðslumiðstöð
Re^^gavíkur
Laus störf í grunn-
skólum Reykjavíkur
skólaárið 2000-2001
Kennarar
Langholtsskóli, sími 553 3188.
Almenn kennsla í 1. bekk, 1/1 staða.
Almenn kennsla í 2. bekk, 2/3 staða.
Almenn kennsla á miðstigi.
Tónmennt, 1/2 - 2/3 staða.
Upplýsingar gefa skólastjóri og aðstoðarskóla-
stjóri. Umsóknarfrestur er til 2. ágúst nk.
Umsóknir ber að senda í skólann.
Laun skv. kjarasamningum kennarafélaganna viö Launanefnd sveitar-
félaga.
Nánari upplýsingar um laus störf og grunnskóla
Reykjavíkur er að finna á netinu undir job.is
Önnur störf
Langholtsskóli, sími 553 3188.
Skrifstofustjóri, 75 - 100% starf.
Upplýsingar gefa skólastjóri og aðstoðarskóla-
stjóri. Umsóknir ber að senda í skólana.
Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttar-
félög.
Nánari upplýsingar um laus störf og grunnskóla
Reykjavíkur er að finna á netinu undir job.is
• Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavfk, • Sími: (+354) 535 5000
• Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: ftnr@rvk.is
JMsrðttnhlafrifr
Starff I markaðsdeild
Morgunblaðið leitar að kröftugum starfsmanni í markaðsdeild,
einhverjum sem hefur gaman af að vera í lifandi umhverfi og takast
á við ný verkefni. Leitað er að reyklausum einstaklingi sem getur
hafið störf sem allra fyrst.
Starfssvið:
• Umsjón með markpóstsútsendingum og
auglýsingabirtingum.
• Samskipti við þjónustuaðila.
• Skipulagning einstakra viöburða og
heimsókna.
• Móttaka auglýsinga- og styrktarbeiðna.
• Samantektir og skýrslugerðir ásamt tilfallandi
aðstoð sem þarf í markaösdeild.
Hjá Morgunblaðinu starfa rúmlega 350
starfsmenn. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins
eru í Kringlunni 1 í Reykjavík en einnig er
Hæfni:
• Stúdentspróf.
• Góð mannleg samskipti.
• Skipulagshæfileikar.
• Sjálfstæð vinnubrögð.
• Góð íslensku- og enskukunnátta.
• Kunnátta í Word, Excel, Power Point ofl.
• Hæfni til að læra hratt.
Nánari upplýsingar um starfið gefur
markaðsstjóri, Margrét Kr. Sigurðardóttir,
margret@mbl.is eða starfsmannahald á virkum
dögum kl. 9-16.
Umsóknum skai skila til starfsmannahalds
Morgunblaðsins fyrir 10. júlí nk. Faríð er með
umsóknir sem trúnaðarmál.
starfrækt skrifstofa í Katipvangsstræti 1
á Akureyri. Árvakur hf. er útgefandi
Morgunblaðsins.
upplýsingar er aö flnna á mbl.is/upplýsingar