Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAEIÐ Dýraglens EGHEFEKKISEb HANNJÓA UM TÍMA >. JÓI SKRÍPA- KALL Grettir GoneWiththeWind 111 Rhett had toadmit he mi55ed Scarlett. Á hverfanda hveli III. Rhett varð að viðurkenna að hann saknaði Scarlett. „Nú veit ég hvað ég geri,„ sagði hann. „Ég kaupi hvolp handa henni.“ BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Frá Árna Helgasyni: ÉG var að lesa í Mbl. þriðjudagspist- il lögreglunnar í Reykjavík. Fyrir- sögnin er: „Mikill erill, en engin al- varleg slys.“ En skýrslan gekk að mestu út á „partí“ í Nauthólsvík, föstudagskvöldið 23. júní sl. Það sem mér fannst athyglisverðast við þessa skýrslu lögreglunnar var eftirfar- andi: „Nokkru síðar var strandpartí hafið fyrir alvöru og fjölskyldu- skemmtun lokið. Ölvun var orðin nokkur meðal ungmenna og bjór á allra vörum. Fjöldi var áætlaður um 2.500-3.000 manns á svæðinu. Innan um mannfjöldann mátti sjá böm ein síns liðs ofan í 5-6 ára aldur og ferm- ingarbörn á fylliríi eftir strandlengj- unni og innan um þvældust svo kunningjar lögreglu úr fíkniefna- heiminum. Um kl. 22 var fólk að yfir- gefa staðinn og jafnmargir að koma þangað. Nokkuð var um ölvun en að- allega bjór sem var sjáanlegur. Aldur á fólkinu var frá fermingu og til þrítugs eða svo.“ Þessi „írétt“ lét lítið yfir sér í blað- inu, en hún sýnir að það var bjórinn, þessi saklausi drykkur eins og einn alþingismaður orðaði það þegar hann greiddi atkvæði með lögleið- ingu hans, sem þarna trónaði og lög- reglan þurfti að hafa afskipti af unga fólkinu. Ég hefi oft bent á það í skrif- um mínum, hver óheillaspor voru stigin á Alþingi þegar bjórinn var lögleiddur á því, þótt bæði læknar og forystumenn unglinga og barna vör- uðu við afleiðingunum. Já og svo blessuð fermingarbörnin, nýbúin að staðfesta heit sín um að fylgja Kristi og hans fyrirmælum. En „það læra bömin sem fyrir þeim er haft,“ segir máltækið og er þetta ekki einmitt það sem svo ótal- margir foreldrar hafa fyrir börnun- um og em þeirra talandi tákn? Og verður svo ekki Alþingi og kvenþjóð- in þar til þess að koma þessum áfengisvanda inn í allar matvömbúð- ir í landinu? Það er alltaf verið að tala um áfengisvandann hér í þessu blessaða landi og allt það sem víman hefir leitt af sér til bölvunar jafnt ungum sem öldnum. En er þessi vandi ekki það sem fólkið vill og veit- ir honum ósvikið brautargengi? Vissulega, því það væri h'till vandi að þurrka þetta ástand út úr þjóðfélag- inu ef fólkið sjálft vildi. En eins og þar stendur: „það góða sem ég vil, það geri ég ekki“. Fólkið veit það og fer ekki í grafgötur með að áfengið er mesti bölvaldur þjóðarinnar. Hve mörg banaslys hafa af því hlotist, fyrir utan allt annað? Það er alitaf talað um frelsi og aldrei minnst á takmörk þess. Einnig er nú talað um að það þurfi að kenna fólki að um- gangast áfengi. En hefir þetta ekki verið reynt um aldirnar? Ég hefi einnig alltaf bent á það skaðræði sem opinberir aðilar gera með því að hafa áfengisveitingar svo að segja við hvert tækifæri sem gefst og er þetta að mínum dómi sá „brennivínsskóli“ sem þessir aðilar bjóða upp á og í þessum veislum er þessum vímuefn- um óspart haldið að gestum og jafn- an spurt: Má ekki bjóða þér meira og hvað skyldu þeir margir sem í þess- um veislum hafa drukkið fyrsta staupið og síðan ekki beðið þess bæt- ur, og hversu mörg líf hafa ekki verið eyðilögð á eftir? Það er verið að tala um „vínmenn- ingu“. Ég hefi aldrei séð hana, aðeins vínið og þá ómenningu sem því fylg- ir. Við eyðum milljörðum í afleiðing- ar áfengisdrykkjunnar. Væri ekki farsælla að nota þá til annars? Bind- indi borgar sig best. Það hefir lífið kennt mér og þeim sem hafa þá brautu gengið. Fólk þarf ekkert á eiturefnum að halda, sem aðeins gera það vitlausara og heilsulausara en eftir því sem bindindismönnum fjölgar eykst hamingja lands og þjóðar. ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. Bull úr „Pizzahöll" Frá Stefáni Snævarr: NÝLEGA rak ég augun í auglýs- ingu frá fyrirbæri sem kallar sig „Pizza“-höllin. Slot þetta býður upp á „coke“ sem væntanlega er borið fram „soke“ og fer beint ofan í kok- ið. Með „sokinu“ geta menn snætt eina „brauðstangir" (!!!). Orðrétt segir í auglýsingunni: „Stór brauðstangir og önnur af sömu stærð“ (skyldu hallarbyggjar segja „réttu mér brauðstangirina"?). Freistandi er að telja þetta tölvu- villu, að höfundur hafi ætlað að tala um brauðstangir í fleirtölu en gleymt að breyta „brauðstangir“ í „brauðstöng“. En ég er ekki viss, málið er að hallarbúar eru haldnir beygingarfælni af verri gerðinni. Með réttu lagi ætti fyrirbærið að heita „Pizzuhöllin", ekki „Pizzahöll- in“, því eignarfallið af „pitsa“ er auðvitað „pitsu“. Til að bæta gráu ofan á svart eru heimilisföng hall- arinnar höfð í nefnifalli í auglýsing- unni. Þau eiga náttúrulega að vera í þágufalli, það á að segja „Pizzuhöll- in, Reykjavíkurvegi 62“, ekki „Pizzahöllin, Reykjavíkurvegur 62“. Auglýsingin virðist á einhvern hátt tengd Ríkisútvarpinu sem ætti að sjá sóma sinn í að láta draga hana til baka. Morgunblaðið á að hafna svona auglýsingum, málunn- endur ættu að sniðganga (bojkotta) hallarnefnuna þangað til pitsugreif- arnir sjá að sér og læra almennilega íslensku. Hallarbullið verður ekki þolað. STEFÁN SNÆVARR, Lillehammer, Noregi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.