Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Tapskák Kasparovs SKAK Frankfurt FUJITSU-SIEMENS MÓTIÐ 22.-25. júní 2000 FYRIR Fujitsu-Siemens skákmótið í Frankfurt hafði Garry Kasparov einungis tapað einni skák á þessu ári en það var fyrir Jeroen Piket á bik- armóti sem KasparovChess, vefset- ur Kasparovs, stóð fyrir í febrúar á Netinu. í sjöundu umferð Frank- furtrmótsins mætti hann ungverska stórmeistaranum Peter Leko og varð að bera sigur úr býtum til þess að eygja von um að ná Anand í kapp- hlaupinu um sigurinn á mótinu. Hins vegar sannaðist enn einu sinni að kapp er best með forsjá. Hvítt: Garry Kasparov Svart: Peter Leko Grunfelds-vörn l.d4 Itf6 2.Rf3 g6 3.c4 Bg7 4.Rc3 d5 5.Db3 dxc4 6.Dxc4 0-0 7.e4 a6 8.Db3 c5! 9.dxc5 Frumkvæði hvíts virðist lítið sem ekkert eftir þetta. 9. d5 var annar möguleiki. 9.. .Da5 10.Db6 Dxb6 ll.cxbö Rbd7 12.Be2 Ef hvítur hefði verið gírugur og viljað halda peðinu með 12.Be3 myndi svartur svara því vel með 12...Rg4. 12.. .Rxb6 13.Be3 Rbd7 14.Rd4 Rc5 15.f3 e5 16.Rc6! Skemmtilegur leikur sem tryggir hvítum smávægilegt frumkvæði. 16...bxc6 17.Bxc5 Hd8 18.Kf2 Be6 19.Hhdl Rd7 20.Be3 Bf8 21.Hd2 f5 22.Hadl Be7 23.g3 Kf7 24.b3 a5 25.Hc2 Rf6 26.Hxd8 Hxd8 27.exf5 gxf5 28.Ra4 Bd5 29.Bb6 Ha8 30.Bc5 Rd7 31.Bxe7 Kxe7 32.Ke3 Kd6 33.Bd3 Sjá stöðumynd II. Hvítum hefur ekki tekist að bæta stöðuna eftir 16. leik sinn og þar með er staðan einungis í jafnvægi. Að öllu jöfnu myndu keppendur láta gott heita innan skamms og sættast á skiptan hlut, en „skrímslið með þús- Stöðumynd II. und augun er ekki vant að sætta sig við annað sætið á skákmótum og leggur því allt undir! 33...Í4+! 34.gxf4 exf4+ 35.Kxf4?! Öruggara og betra var 35.KÍ2. Hvíti kóngurinn lendir nú í ógöng- 35...HÍ8+ 36.Kg5 Re5 37.Bxh7 Rxf3+ 38.Kh6 Hf4! 39.He2 Hh4+ 40.Kg7 Rxh2 41.Rc3 Rf3 42.Re4+ Kc7 43.RÍ6 Rd4 44.Rxd5+?! cxd5 45.Hd2 Kd6 46.Bd3? Re6+! 47.Kf6 Hf4+ og hvítur gafst upp þar sem eftir 48.Kg6 Hd4 er fokið í flest skjól sökum hótunarinnar 49.. .Rf4. Yfirburðasigur Andra Áss Andri Áss Grétarsson sigraði með yfirburðum á atkvöldi Taflfélagsins Hellis sem haldið var í Hellisheimil- inu í Mjódd á mánudagskvöld. Andri sigraði alla andstæðinga sína, sex að tölu. Röð efstu manna varð þessi: 1. Andri Ass Grétarsson 6 v. 2. -4. Páll Agnar Þórarinsson 4 v. 2.-4. Örn Ragnarsson 4 v. 2.-4. Magnús Kjærnested 4 v. o.s.frv. Þess má geta að Magnús býr nú í Helsinki í Finnlandi þar sem hann stundar tungumálakennslu. Hann dvelur hér á landi í júlí og hefur áhuga á að taka þátt í skákmótum meðan á dvölinni stendur. Það er því upplagt fyrir skákklúbba sem tefla í heimahúsum að hafa samband við Magnús fyrir mánaðamótin þar sem lítið verður um almenn skákmót hér á landi í júlí. Skákstjórar á atkvöldinu voru þeir Vigfús Ó. Vigfússon og Andri Áss Grétarsson. Næsta atkvöld verður haldið mánudaginn 14. ágúst. Daði Örn Jónsson Helgi Áss Grétarsson BRIBS Llmsjón Arnór G. Ilagnarsson Sumarbrids Úrslit síðustu kvölda í sumarbrids. Miðvikudagur 28.6. Miðlungur 108 Soffia Daníelsdóttir - Þórður Sigfússon 126 Gróa Guðnad. - Unnar Atli Guðmundss. 124 RagnaBriem-ÞórannaPálsdóttir 120 Ármann J. Lárusson - Friðrik Jónsson 117 Fimmtud. 29.6. Miðlungur 210 BaldurBjartmannss.-EggertBergss. 286 Haraldur Ingason - Unnar A Guðmss. 257 Gylfi Baldursson - Vigfús Pálsson 250 FriðjónVigfúss.-Sigtryggur Jónss. 230 HaliurSímonars.-SímonSímonars. 217 Föstudagur 30.6.Miðlungur 216 Norður/Suður GylfiBaldursson-KristinnKarlsson 245 Jón Þorvarðsson - Hrólfur Hjaltason 235 Alfreð Kristjánsdóttir - Friðrik Jónsson 234 Austur/Vcstur Sigurjón Harðarson - Gylfi Ólafsson 292 GuðlaugurSveinss.-MagnúsSverriss. 253 Haukur Ámas. - Guðm. Friðbjömss. 243 Eftir tvimenninginn var að venju spiluð sveitakeppni og lauk henni að þessu sinni með sætum sigri sveitar Hörpu Foldar Ingólfsdóttur (Vilhjálm- ur Sigurðsson jr., Valdimar Sveinsson og Leifur Aðalsteinsson). Gylfi Baldursson vann vikuverðlaun- in og hefur hann borið höfuð og herðar yfir aðra spilara í vikukeppnum sumarsins, unnið fjórar af fyrstu fimm verðlaunavikunum. Gylfi enn langefstur á bronsstigaskránni Topp 10 listinn í heildarstigum er svona núna: Gylfi Baldursson 389 Unnar Atli Guðmundsson 242 Baldur Bjartmarsson 225 Kristinn Karlsson 183 Steinberg Ríkarðsson 177 Jón Viðar Jónmundsson 162 Guðlaugur Bessason 140 Birkir Jónsson 127 Hrólfur Hjaltason 126 Vilhjálmur Sigurðsson jr. 116 Nýjustu úrslit úr sumarbrids má jafnan finna á síðu 326 í textavarpinu og öll úrslit eru auk þess skráð á íþróttasíðu mbl.is. ÍDAG VELVAKAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Röng forgangsröð ÞAÐ er sorglegt hvernig farið er með peninga skatt- greiðenda meðan ellilífeyr- isþegar og öryrkjar geta ekki lifað af þeim styrk sem þeir fá. Þá er hægt að sóa öllum þessum milljónum í til dæmis kristnihátíð. Aðstandendur hátíðarinnar þurfa auðvitað ekki að lifa af 70.000 krónum á mánuði en það eru því miður marg- ir sem þess þurfa. Margir hlakka til þess að deyja og sumir flýta fyrir því sjálfir. Dóra. Hverjum leiddist á kristnihátið á Þingvöllum? EKKI mér. Ekki konunni minni, bömum eða neinum sem ég veit af. í fáum orð- um sagt tókst þetta allt glimrandi vel. Dagskráin, fyrirkomulagið, aðstaðan og dýrðarblíðan spilaði allt í einum hljóm. Enginn þarf að naga sig í handarbökin fyrir að hafa skundað á Þingvöll. Ingi Bogi Bogason, Safamýri 37. Krístnihátíð og öryrkjar ÞETTA er skrifað á sunnu- dagskvöld að lokinni kristnihátíð og eftir fréttir útvarpsins. Þar kom fram að biskup væri ánægður, forsætisráðherrann ánæg- ður, forsetinn ánægður og þó þess væri ekki getið hafa flestir þingmennimir sjálf- sagt verið ánægðir lika. Eg held þó að öll þessi ánægja risti fremur gmnnt og þessir menn ættu alla vega að skammast sín eftir að hafa séð að þeir höfðu ekki þann stuðning hjá þjóðinni sem þeir yæntu! Eyðslu- klæmar! Ég er öryrki og einn þeirra sem ekki er ánægður! Ég á ekki greiðslukort og lifi á því sem ég hefi milli handanna hverju sinni. Þessi mánaða- mót bar upp á helgi, l.júlí á laugardegi og hvað gerist þá? Ekkert!! Jú, örorku- og ellilífeyrir ásamt launum opinberra starfsmanna berst ekki fyrr en á fyrsta virka degi eftir mánaða- mótin og þar sem þær tekjur em naumt skammt- aðar er orðið þröngt í búi í mánaðarlokin svo það ger- ist bara ekkert!! Allt kostar jú peninga í dag - jafnvel að fara á kristnihátíð þó búið sé að henda í hana 1.000.000.000 krónum (500 í kostnað og aðrar 500 til að grafa upp syndir fyrri al- da!!) Er ekki bara kominn tími á að segja ykkur öllum upp, þessu sparifataliði þarna fyrir sunnan!! Ég á alla vega erfitt með að styðja ykkur og ég held að svo sé um fleiri!! Ragnar Eirfksson, Sauð- árkróki 220145-7869. Eyjan hvíta ISLAND er svo heppið að vera eyland. Við sem njót- um þeirra forréttinda að fæðast í þessu landi eigum að virða vilja landvættanna þótt ósýnilegir séu og lítið í þeim heyrist vegna síbylju nútímans, hvort sem það er Guð vors lands, gengnar kynslóðir eða annars konar hulduöfl. Landið á að vera óskert og hreint af öllum þeim fjármálaöflum, innan- lands eða utan, sem hér vilja stíga niður fæti vegna tímabundinna hagsmuna. Guðrún Jacobsen. Er sólbaðsstofan hætt eða ekki? MIG langar að fá upplýs- ingar um það hvort Sólbað- stofan Árbæjarsól er hætt. Ég er nýbúinn að kaupa kort þar og er ekki einu sinni hálfnaður með það og svo þegar ég hringi og ætla að panta tíma þá kemur bara að þetta númer sé ótengt. Ég bara spyr, hvers konar ósvífni er þetta í garð viðskiptavina sem eru kannski ekki tilbúnir að gefa peningana sína í ein- hverja svona vitleysu? Ég hef til dæmis fullt annað og betra við mína peninga að gera en að kaupa mér ljósa- kort sem ég hef svo ekki tækifæri til að nota. Ég krefst þess að fá upplýsing- ar um þetta mál og ef sól- baðstofan er lokuð þá vil ég fá mitt kort endurgreitt og ég er þess fullviss að fleiri eru mér sammála. Óánægður viðskiptavinur. Tapað/fundid Landsmótsflís tapaðist LANDSMÓTSFLÍS tap- aðist á Landnemamóti Skáta í Viðey dagana 22.júm-26.júni sl. Peysan er merkt með nafni og heimilisfangi eiganda. I vösunum voru nýjar griffl- ur. Upplýsingar hjá Vil- borgu eða Sveini í síma 421- 5667. Gullkross tapaðist GULLKROSS tapaðist í Húsafellsskógi helgina l.-2.júh' sl. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 552- 5378. Dýrahald Sjö vikna læður fást gefins TVÆR svartar og hvitar sjö vikna læður fást gefins. Úpplýsingar í síma 565- 1946. SKAK limsjón Helgi Áss Grétarsson STAÐAN kom upp i úrshta- keppni hollensku deilda- keppninnar sem lauk í byrj- un júní. Rússneski stórmeistarinn Igor Glek (2554) sem eitt sinn hafði hátt í 2700 Elo- skákstig stýrði hvítu mönn- unum gegn þýska alþjóð- lega meistaranum Micha- el Hoffmann (2452). 33. Rxf7! Nýtir sér meist- aralega að sjöunda reita- röðin er óvarin 33.. .Hxc5 Enn verra var að þiggja riddarafórnina: 33...Kxf7 34. Hc7+ Kg8 35.Dh6 og hvitur mátar innan skamms. 34.Rxd8 Hxcl+ 35. Dxcl Hxd8 36.Dg5 og svartur gafst upp. Hvenær skiptirðu síðast um vatn, Margrét mín? Víkverji skrifar... EKKI er beint björgulegt að halda í sumarfrí í útlandinu og byrja á því að týna veskinu sínu. Það henti Víkverja á dögunum. Fór þó allt á besta veg en eins og nærri má geta er veskið lykilatriði í daglegu hfi og nútímamaðurinn er illa sleginn út af laginu ef hann hefur ekki veskið við höndina. Veskið góða hafði að sjálfsögðu að geyma allt sem menn hafa þar venju- lega, svo sem fjármuni, kort og skil- ríki en bót í máh var þó að Víkverji lumar á öðru veski og geymir þar hluta skilríkja og annað kort. Þar fyrir utan hafði konan slatta af fjár- munum í veski sínu og engin hætta á að það tapaðist. Veskið sem gloprað- ist hefði því ekki valdið neinum heimsendi eða snöggum ferðalokum. Víkverji var með öðrum orðum að koma til gestgjafa sinna í Hollandi og eins og íslendinga er siður burð- aðist hann inn með föggur sínar og þær ekki alllitlar enda nokkur saman á ferð. Ofan á allt saman hélt hann á léttri yfirhöfn sinni með veskinu um- rædda í fanginu ásamt öðrum pinkl- um og töskum. Stuttu eftir komuna var ákveðið að halda út á ný, meðal annars til að afla matar á heimilið. Þegar komið var í verslun greip Víkverji í tómt en beindi því til konu sinnar hvort hún ætti ekki hollenskan aur eins og ekk- ert væri eðlilegra enda oftast sá háttur hafður á að það okkar borgar sem hefur aura tiltæka. Það þurfti með öðrum orðum ekki að vekja at- hygli konunnar á veskishverfinu strax og ekki heldur samferðafólks- ins - það hefði bara valdið óþægileg- um spumingum og kannski hálf- gerðu uppþoti. xxx ERTU ekki með veskið?“ var spurt. „Nei, það hlýtur að vera úti í bíl eða í töskunni í íbúðinni,“ svaraði Víkverji hinn rólegasti. Þannig lét hann að minnsta kosti en það var nú öðru nær enað hann væri rólegur því reiðin og svekkelsið ólg- uðu innra með Víkverja fyrir klaufa- skapinn. Hann var sem sagt nokkuð sannfærður um að veskið hefði runn- ið úr vasa hans á bflastæði en ekki inni á gólfí hjá gestgjöfunum. (Eins og maður viti ekki hvað verður af hlutunum!) En nú var ljóst að loka yrði kortareikningnum og talsverður slatti af dönskum krónum og þýsk- um mörkum var tapaður. Eitthvað annað var líka í veskinu eins og kvitt- anir, félagsskírteini í Ferðafélaginu, Blóðbankaskírteini en það var minna merkilegt og mátti missa sín. Segir nú ekki af ferðum Víkverja fyrr en komið er til baka. Húsráð- endur og aðkomumenn halda úr bfln- um og inn í anddyri og bíða eftir lyft- unum. Þá tekur annar húsráðenda eftir miða á póstkassanum þar sem nafn Víkverja stendur skýrum stöf- um og hann er beðinn að hafa sam- band við íbúð 207. Vissi Víkverji óð- ara að þar var bargvætturin komin, heiðarleg sál sem fundið hafði veskið og vildi umfram allt koma því til eigandans. Eftir að hafa skilað góss- inu inn í íbúð var haldið til íbúðar 207 og fundarlaun höfð meðferðis, svo viss var Víkverji um að verkið væri nú að koma í leitirnar. Sem var og raunin. Finnandinn hafði haft fyrir því að hringja til Islands eftir upp- lýsingum úr veskinu og fá þar stað- fest að Víkverji væri í útlandinu og brá því á þetta snilldarráð með skila- boðin. Afsakaði hann að hafa þurft að róta í þessari persónulegu eign Víkverja til að hafa uppi á vinnu- staðnum. Dróst hann á með semingi að þiggja fundarlaunin. „Geymdu bara ekki svona mikla peninga í veskinu,“ sagði hann af stakri um- hyggju. X X x AÐ eru sem sagt ennþá til heið- arlegar sálir og trúlega bæði í Nijmegen í Hollandi, heima fyrir og reyndar mun víðar. Af því hefur Vík- verji margfalda reynslu því honum hefur verið sérlega lagið að gleyma hinu og þessu hér og þar. En alltaf skila þessir hlutir sér aftur. Þannig hefur Víkverji fengið með skilum myndavél sem gleymdist í rútu í er- lendri stórborg, skjalatösku í banka í Reykjavík, myndavél í flugvél er- lendis, plötupoka á matstað í Kaup- mannahöfn... Ætli þetta sé ekki orðið nóg?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.