Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
„Þetta hefur verið
mitt ævistarf“
Sumartónleikar í Skálholtskirkju hefjast
um næstu helgi en að þessu sinni er haldið
upp á 25 ára afmæli þessarar stærstu
og elstu sumartónleikahátíðar landsins.
Margrét Sveinbjörnsdóttir heimsótti
Helgu Ingólfsdóttur semballeikara sem
verið hefur listrænn stjórnandi Sumar-
tónleikanna frá upphafí.
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Helga Ingólfsdóttir semballeikari er listrænn stjórnandi
Sumartónleika í Skálholtskirkju.
STRAX í upphafi var lagður
ákveðinn grunnur sem hef-
ur staðist síðan. Hann var
sá að tónlistarmenn skyldu
dvelja við æfíngar í Skálholti í fimm
vikur og um leið skyldu þeir verða
kirkjunni sem söfnuður og taka þátt í
helgihaldi og halda tónleika í
kirkjunni um helgar. Á tónleikum
skyldi kirkjan standa öllum opin, tón-
ieikar skyldu vera stuttir, efnisskráin
ein heild og aðgangur ókeypis," segir
Helga þegai’ hún er beðin að líta til
baka yfir aldarfjórðungssögu Sumar-
tónleika í Skálholtskirkju sem hafa
fyrir löngu áunnið sér sess í íslensku
tónlistarlífi.
„Mjög fljótlega varð meginstefið í
tónleikaskránum annars vegar
barokktónlist og hins vegar ný ís-
lensk tónlist. Svo virðist sem það
verði ákveðin tímamót á tíu ára fresti
í sögu þessa tónleikahalds. Eftir tíu
ára afmælið, sem var mikil barokk-
hátíð þar sem afmælis Baehs, Hánd-
els og Scarlattis var minnst, stofnuð-
um við Bachsveitina í Skálholti sem
er eina hljómsveitin hérlendis sem
spilar á hljóðfæri af þeirri gerð sem
leikið var á á barokktímanum. Um
svipað leyti urðu líka þau merku
tímamót að sönghópurinn Hljómeyki
kom til samstarfs við Sumartónleik-
ana og hefur svo verið æ síðan,“ segir
Helga.
Ósk um að gera Skálholt
að kirkjutónlistarsetri
„Þetta sama ár, 1986, eru Colleg-
ium Musicum, samtök um tónlistar-
starf í Skálholti, stofnuð og ég verð
fyrsti formaður samtakanna. Þetta
eru nokkurs konar regnhlífarsamtök
þeirra aðila sem vinna að tónlistar-
starfi á staðnum en á bak við blundar
ósk um að gera Skálholt að kirkju-
tónlistarsetri. Síðan líða aftur tíu ár
en um það leyti voru samþykkt ný lög
um Skálholtsskóla þar sem meðal
annars var kveðið á um að innan
veggja hans skyldi starfa kirkjutón-
listarsvið. Þetta var mikill sigur fyrir
okkar starf og eftir það breyttist
vettvangur Collegium Musicum
þannig að við fórum að leggja áherslu
á rannsóknir á íslenskum tónlista-
rarfi. Fljótlega urðu formannsskipti
og Kári Bjarnason, sérfræðingur á
handritadeild Landsbókasafns ís-
lands - Háskólabókasafns, tók við
formennsku og hefur síðustu ár stýrt
rannsóknum á tónlistararfinum. Við
höfum átt mjög góða samvinnu varð-
andi flutning á söngvum úr gömlum
handritum og þátttöku tónskálda í að
útsetja þennan arf og notfæra sér
hann sem uppistöðu í ný verk,“ held-
ur Helga áfram.
Sigurður Halldórsson flytur
allar sellósvítur Bachs
Afmælishátíðin hefst einmitt með
mikilli hátíðarhelgi í samvinnu við
Collegium Musicum þar sem fluttur
verður fjöldinn allur af söngvum
beint upp úr gömlum íslenskum tón-
listarhandritum. Einnig verða frum-
fluttar nýjar útsetningar sjö ungra
tónskálda á gömlum söngvum auk
þess sem haldið verður málþing um
íslenskan tónlistararf með þátttöku
erlendra og innlendra fræðimanna á
því sviði. Hátíðarerindið flytur Jón
Þórarinsson tónskáld.
,Annar hápunktur á Sumartón-
leikunum er 250 ára ártíð Johanns
Sebastians Bachs og við munum af
því tilefni flytja fjölda verka hans.
Hæst ber þó að Sigurður Halldórs-
son flytur allar einleikssvítur Bachs
fyrir selló. Það er mikil þrekraun,"
segh’ Helga. Enn fremur mun bresk-
ur tónlistarhópur flytja Tónafóm
Bachs og Jörg Sondermann leikur á
orgel Fúgulistina auk þess sem
Bachsveitin í Skálholti mun flytja
konserta og kammerverk. Á dánar-
dægri Bachs 28. júlí verður síðan sér-
stök minningarstund um tónskáldið.
„Þetta verður mikil Bachhátíð enda
hafa verk hans gengið eins og rauður
þráður gegnum efnisskrá tónleik-
anna í 25 ár,“ segir hún.
Staðartónskáld í Skálholti þetta
sumarið eru þau Bára Grímsdóttir og
Hróðmar Ingi Sigurbjömsson en um
alllanga hríð hafa að jafnaði tvö tón-
skáld fengið það verkefni að fylla
heila dagskrá með verkum sínum og
hefur hluti þeirra ávallt verið frum-
fluttur. „Þessi heiðurstónskáld höf-
um við kallað „staðartónskáld“ Skál-
holts. Barokktónlistin hreif
almenning á sínum tíma en nútíma-
tónlistin á miklu eifiðara uppdráttar.
Hún á í erfiðleikum með að ná til al-
mennings og við viljum rétta hjálpar-
hönd og styðja tónskáldin,“ segir
Helga.
Sönghópurinn Hljómeyki frum-
flytur á laugardag söngverk eftir
Bám, samin við Maríuljóð og erfiljóð,
og eftir Hróðmar verður frumflutt
29. júlí Skálholtsmessa sem hann
samdi fyrir Caput-hópinn og þijá
einsöngvara.
Meðal margra góðra gesta sem
taka þátt í Sumartónleikunum að
þessu sinni nefnir Helga sérstaklega
og fagnar Manuelu Wiesler flautu-
leikara sem kemur frá Vín og með í
farteskinu hefui’ hún „einleiksverk
frá tuttugustu öld er fjalla um nátt-
úruna, fugla, stjörnur og sólina,“ eins
og það er orðað í tónleikaskrá.
„Manuela var á sínum tíma frum-
kvöðull með mér að Sumartónleikun-
um og við lékum saman í sjö ár. Eftir
að hún flutti frá íslandi hef ég boðið
henni árlega að koma og að leika á
tónleikunum en hún hefur ekki getað
komið í nokkur ár,“ segir Helga.
„Þetta hefur verið mitt ævistarf og
í rauninni hefur það verið eins konar
köllun. Það má spyrja „af hverju?“
Auðvitað er erfitt að gefa eitthvert
eitt svar en á okkar tímum, tímum
fjölmenningar og fjölmiðla, er flæðið
svo mikið að jafnvel það besta hrífst
með straumnum og drukknai’, svo ég
held að það sé óskaplega mikilvægt
að standa vörð um nokkra hátinda í
tónlistarsögunni. Og þar er barokk-
tímabilið tvímælalaust einn af
hátindunum. Þess vegna höfum við
flutt svo mikið af barokktónlist.
Þetta er langt tímabil, um tvö hundr-
uð ár, og það er enn verið að grafa
upp fjársjóði frá þessum tíma, verk
sem hafa lengi legið týnd eða
gleymd. Maður getur í rauninni
endalaust verið að frumflytja.
Aðgangur að Sumartónleikunum
hefur ávallt verið ókeypis og hefur
það raunar verið almenn regla við
Skálholtskirkju. Það er okkar hug-
sjón að laða fólk að góðri tónlist,
gamalli og nýrri. Margir eiga leið um
Skálholt. Við viljum bjóða alla vel-
komna og að aðgangseyrir verði fólki
ekki fjötur um fót. Eg þykist þess
fullviss að þessi stefna hefur borið
þann árangur að fjöldi fólks hefur
notið og lært að meta góða tónlist,
fólk sem átti leið um hlað Skálholts-
kirkju og fór á tónleikana af rælni!“
„Þjóðleg íslensk sönglist
ertilíþögninni“
Þegar litið er yfir 25 ára sögu Sum-
artónleika í Skálholtskirkju kemur í
ljós að frumflutt verk á tímabilinu
losa hundraðið svo ljóst er að þar hef-
ur verið lyft grettistaki. „Við höfum
fengið góða uppskeru, aðsóknin hef-
ur verið frábær og það er ekki gert
upp á milli barokktónlistar og nýrrar
tónlistar hvað hana snertir. Ég get
heldur ekki séð að það breytist neitt
á næstunni," heldur Helga áfram.
Hún vekur athygli á mikilvægi þess
að sinna hinni fornu söngmenningu
og að skrifuð sé íslensk tónlist með
því að vitna í orð skáldsins Stephans
G. Stephanssonar, sem hann ritaði í
bréfi frá Markerville 1. janúar árið
1912: „Þjóðleg íslensk sönglist er til í
þögninni. Hún liggur sofandi á ein-
hverju Hindar-fjalli, en á að vakna,
því hún er nauðsyn, því sem er þjóð.“
Þessi orð eru jafnframt einkunnar-
orð fyrstu tónleikahelgar sumarsins í
Skálholtskirkju.
Dagskrá Sumartónleika
í Skálholtskirkju 2000
SUMARTÓNLEIKAR í Skálholts-
kirkju fagna 25 ára afmæli í sumar
og af því tilefni verður tónlistarhátíð-
in með veglegra móti. Fyrsta helgi
hátíðarinnar hefst með samfelldri
dagskrá strax síðdegis á föstudag og
stendur til sunnudagskvölds 9. júlí
en alls verða tónleikar undir merkj-
um hátíðarinnar fimm helgar í júlí-
og ágústmánuði.
Fyrsta tónleikahelgin ber yfir-
skriftina Trú og tónlist í íslenskum
handritum og er haldin í samvinnu
við Collegium Musicum, samtök um
tónlistarstarf í Skálholti. Þar verða
flutt erindi um tónlistararfinn,
sungnir söngvar úr handritum og
frumflutt verk er byggja á hinu
foma tónefni eftir sjö tónskáld af
yngri kynslóðinni.
,Að öðru leyti er tónleikatími há-
tíðarinnar sá sami og verið hefur um
mörg ár, þ.e.a.s. á laugardögum kl.
15 og 17 og á sunnudögum kl. 15.
Erindi sem tengjast tónleikum verða
flutt í Skálholtsskóla kl. 14 á laugar-
dögum. Kl. 17 á sunnudögum verður
messa með þátttöku tónlistarmanna.
Tónlistarstund á undan messu hefst
kl. 16.40. í öllum messum verður
flutt stólvers við texta Hallgríms
Péturssonar, en Islendingar eiga
fjöldann allan af fomum sönghand-
ritum sem nú er verið að draga fram
í dagsljósið á vegum Collegium Mus-
icum,“ segir í fréttatilkynningu.
Fyrsta tónleikahelgi
7„ 8. og 9. júlí
Hátíðin verður sett í Skálholts-
kirkju á föstudag kl. 17 með ávörp-
um sr. Sigurðar Sigurðarsonar,
vígslubiskups í Skálholti, og Einars
Sigurðssonar landsbókavarðar. Dr.
Gisela Attinger, tónlistarfræðingur
við háskólann í Ósló, flytur erindi um
rannsóknir á nótum í íslenskum
skinnhandritum og Voces Thules
syngja brot úr Nikulásartíðum frá
15. öld.
Málþing um íslenskan tónlistararf
verður í Skálholtsskóla um kvöldið
og verður málþinginu fram haldið á
laugardagsmorgun. Sérstakir gestir
eru erlendir tónvísindamenn frá
Norðurlöndum er munu tala um
sameiginlegan tónlistararf þessara
þjóða fyrr á öldum og bera þróun
hans saman við það sem gerðist í
nágrannalöndum og hér á landi.
Kl. 14 á laugardag hefst hátíðar-
dagskrá í Skálholtskirkju með
ávörpum og tónlist. Jón Þórarinsson
tónskáld flytur erindi og frumfluttar
verðar útsetningar á söngvum úr
nótnahandritum eftir Hildigunni
Rúnarsdóttur, Elínu Gunnlaugsdótt-
ur og Misti Þorkelsdóttur. Flytjend-
ur eru sönghópurinn Gríma og Mar-
grét Bóasdóttir sópran. Einnig
syngja Voces Thules úr elstu skinn-
handritum.
Kl. 17 á laugardag flytur sönghóp-
urinn Hljómeyki, undir stjóm Bern-
harðs Wilkinsonar, verk eftir Báru
Grímsdóttur staðartónskáld. Kvöld-
söngur verður kl. 21.30 en þá syngur
Kammerkór Suðurlands undir
stjóm Hilmars Amar Agnarssonar
úr sönghandritum.
Á sunnudag verða morguntíðir í
höndum ísleifsreglunnar kl. 9. Söng-
hópurinn Gríma ásamt Margréti
Bóasdóttur syngur morgunsöng kl.
9.30. Kl. 15 verða frumfluttar útsetn-
ingar á nótnahandritum eftir sex ís-
lensk tónskáld: Hildigunni Rúnars-
dóttur, Þórð Magnússon, Elínu
Gunnlaugsdóttur, Jón Guðmunds-
son, Misti Þorkelsdóttur og Stein-
grím Rohloff. Flytjendur era söng-
hópurinn Gríma, Margrét
Bóasdóttir og strengjakvintett. Kl.
16.40 syngur Kammerkór Suður-
lands söngva úr handritum og hátíð-
armessa með þátttöku kórsins og ís-
leifsreglunnar verður kl. 17.
Onnur tdnleikahelgi
15. og 16. júlí
Tónlist Johanns Sebastians Bachs
á 250 ára ártíð hans. Mark Levy
gömbuleikari flytur fyrirlestur um
Tónafórn Bachs.
Tónafómin verður flutt af Katy
Bircher á flautu, Kati Debretzeni á
fiðlu, Mark Levy á gömbu, Carole
Cerasi á sembal og James Johnstone
á orgel. Sigurður Halldórsson selló-
leikari flytur svítur nr. I, II og VI
fyrir barokkselló eftir Bach.
Þriðja tónleikahelgi
28., 29. og 30.júlí
Föstudaginn 28. júlí verður sér-
stök kvöldstund tileinkuð dánar-
dægri Bachs. Sr. Guðmundur Óli Ól-
afsson flytur nokkur orð í minningu
tónskáldsins. Sr. Kristján Valur Ing-
ólfsson flytur erindið „Gamalt vín á
nýjum belgjum". Fornir textar og
nýr söngur. Þá framflytur kammer-
hópurinn Caput ásamt söngvuranum
Mörtu G. Halldórsdóttur, Finni
Bjarnasyni og Benedikt Ingólfssyni
Skálholtsmessu eftir Hróðmar Inga
Sigurbjörnsson staðartónskáld. Sig-
urður Halldórsson flytur svítur nr.
III, IV og V fyrir barokkselló.
Fjórða tónleikahelgi
5., 6. og 7. ágúst
Jaap Schröder fiðluleikari flytur
erindið „Tónlist Bachs; Brauð lífs-
ins“. Bachsveitin í Skálholti leikur
konserta og kammerverk eftir
Johann Sebastian Bach og Antonio
Vivaldi. Jörg Sondermann leikur
Fúgulistina (Kunst der Fuge) eftir
Bach.
Fimmta tónleikahelgi
12. og 13. ágúst
Pétur Pétursson, prófessor og
rektor Skálholtsskóla, flytur erindið
„Sálmar og bænir - sérkenni trúar-
lífs íslendinga“. Hópurinn Barock
Solisten frá Bbnn flytur blásaratón-
list frá barokktíma. Manuela Wies-
ler flautuleikari flytur einleiksverk
frá tuttugustu öld.
Aðgangur ókeypis
Aðgangur að öllum tónleikum og
fyrirlestram er ókeypis og boðið er
upp á barnagæslu meðan á tónleik-
um stendur. Hægt er að kaupa veit-
ingar í Skálholtsskóla á milli tón-
leika. Tónleikar standa í u.þ.b.
klukkustund og era allir velkomnir.