Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000 49 FÓLK í FRÉTTUM „Strákamir semja lögin sjálfir og mér finnst það mjög gott hjá þeim því ég held að flestar svona hljómsveitir séu með fólk sem semur lögin fyrir þær,“ segir Oddný Þóra m.a. í dómnum. ERLENDAH Oddný Þóra Logadóttir, þrettán ára, fjallar um geisla- disk hljómsveitarinnar Al, Here We Come. ★★ Hermikrákur HVAÐ er Al? spyrja kannski ein- hverjir. Það er enn ein strákasveitin til viðbótar. í henni eru fjórir strákar (eins og í flestum þessum stráka- hljómsveitum), þeir Paul, Ben, Christian og Mark. Strákamir semja lögin sjálfir og mér finnst það mjög gott hjá þeim því ég held að flestar svona hljóm- sveitir séu með fólk sem semur lögin fyrir þær. Diskurinn Here We Come inni- heldur tólf lög, öll frekar fjörug danslög, en samt eitthvað af rólegum lögum líka. Þau lög sem eru róleg eru svolítið svipuð tónlistinni hjá Backstreet Boys eins og til dæmis lagið Everytime og Like a Rose. Hulstrið utan um diskinn er hvítt, rautt og blátt með höfuðmyndum af þeim öllum. Mér finnst það nú ekk- ert sérstaklega flott, ég hefði t.d. haft það í öðrum litum. Aftan á hulstrinu er mynd af strákunum að spila á hljóðfæri. Það er svo sem í lagi- Skemmtilegustu lögin á plötunni finnst mér vera Be the First to Be- lieve, Ready or Not, Everytime, I Still Belive og Hey You. Einnig eru lögin If Only og Like a Rose áhuga- verð. Be the First to Believe er fjörugt lag og það er mjög flott sungið, þetta lag er með mjög góðum takti og það er alveg hægt að segja að þetta sé danslag. Ready or not er einnig fjör- ugt lag með flottu viðlagi. Þetta lag er líka danslag. Everytime er rólegt lag með vönduðu undirspili, það er mjög gott að hlusta á þetta lag ef manni líður illa. I Still Belive er meðal rólegt lag sem er mjög flott sungið og með frá- bæru undirspili. Hey You er fjörugt danslag með skemmtilegu viðlagi. Lagið If Only er líka fjörugt og hressandi, maður getur ekki verið í vondu skapi ef maður hlustar á þetta lag. Like a Rose er rólegt lag með mjög fallegu undirspili, það er mjög róandi að hlusta á þetta lag. Leiðinlegustu lögin finnst mér vera Forever in Love, Summertime of Our Lives og Still Around. Lagið Forever in Love er rólegt lag og það sem gerir það leiðinlegt er að hluti lagsins er án undirspils en það væri ábyggilega mjög skemmti- legt ef það væri undirspil allt lagið. En annars er mjög frumlegt að gera þetta en það bar virkar ekki alveg þarna. Summertime of Our Live er fjör- ugt lag, mér finnst ekki góður taktur í því og mér finnst ég hafa heyrt það frá mörgum öðrum tónlistarmönn- um. Still Around er meðal fjörugt lag með leiðinlegu undirspili og takti. Lögin sem ég hef heyrt áður eru Ready or Not og Everytime en þetta eru tvö af lögunum á diskinum sem mér finnst skemmtilegust, kannski af því að ég hef heyrt þau oftar en hin en ég held samt að þetta séu bara lögin sem flestum finnast skemmti- legust. Eg held að þessi hljómsveit geti ekki náð neinum rosa vinsældum ef hún ætlar að halda áfram að herma eftir öðrum hljómsveitum. En ef hún fer að reyna að gefa út eitthvað nýtt og frumlegra þá verður örugglega mjög gaman að hlusta á hana í fram- tíðinni. Fornsala Fornleifs — aðeins á vefnum Netfang: antique@simnet.is Sími 551 9130, 692 3499 Veffang:www.simnet.is/antique UTSALAN HEFST í DAG 30—70% afsláttu Laugavegi 54, sími 552 5201 r , 'JÚÚU 1 '“yuiiíiiitj j j t Æ Aðalvinningurinn verður dreginn út föstudaginn r 7. júlí hjá Hvata og félögum á FM 95,7! Skráðu þig á mbl.is dagana 30. júní til 7. júlí og taktu þátt í laufiéttum netleik. Hver veit nema þú hafir heppnina með þér? Aðaivinningur: • Vandað Colt Oceane Breitling úr frá Leonard - ásamt miðum fyrir tvo á myndina The Skulls rjea/iazd Aðrir vinningar: • Skulls-derhúfur og -bolir • Miðar fyrir tvo á The Skuils Spennumyndin Leynifélagið The Skulls verður frum- sýnd 7. júlí næstkomandi og fjallar hún um metn- aðarfullan strák í framhaldsskóla seni boðið er að ganga í leynileg samtök innan skólans, The Skulls. Þegar inn er komið fara furðulegir atburðir að eiga sér stað. Með aðalhiutverk í myndinni fara Joshua Jackson úr Dawson’s Creek, Paul Walker úr Varsity Blues og Christopher McDonald úr The Faculty.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.