Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 56
Drögum næst 11. júlí t5 HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Heimavörn Sími: 580 7000 MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ura 600-800 manns tóku þátt í hópreið Landssambands hestamannafélaga umhverfís Rauðavatn í gær. Fundur fram á nótt í Sleipnis- deilu SÁTTAFUNDUR í kjaradeilu Bfl- stjórafélagsins Sleipnis og Sam- taka atvinnulífsins, sem hófst klukkan 13.30 í gær, stóð enn í húsakynnum ríkissáttasemjara þegar Morgunblaðið fór í prentun í nótt. Þórir Einarsson ríkissáttasemj- ari sagði í samtali við Morgunblað- ið að fundurinn hefði staðið í einni lotu og haldið yrði áfram eitthvað frameftir. Aðspurður vildi hann engu spá um líkur á því að samn- ingar tækjust. „Það er ekki hægt að segja neitt til um það. Við erum að reyna að þoka þessu áfram,“ sagði Þórir og sagði að sér hefði hvorki aukist bjartsýni né svartsýni á lausn deilunnar frá því fundurinn hófst. Fram hefur komið að samningar hafi þegar náðst um önnur atriði deilunnar en launaliði og snúast viðræður nú um þá. Sleipnismenn hafa þegar gert samninga við þrettán fyrirtæki sem standa utan Samtaka atvinnulífsins. Verkfall Sleipnis hófst 8. júní og hefur því staðið í tæpan mánuð. Ekiðá hjólreiða- mann á Suðurgötu EKIÐ var á pilt á reiðhjóli klukkan tíu í gærkvöld á Suð- urgötu í Reykjavík. Drengur- inn, sem var ekki með hjálm, var fluttur á slysadeild, en meiðsl hans voru talin minni- háttar. Árekstur varð við Baróns- stíg í Reykjavík laust fyrir hálfellefu í gærkvöld. Lentu tvær bifreiðar saman, en öku- maður annarrar þeirra hafði ekki virt biðskyldu. Önnur bifreiðanna valt en engin slys urðu á fólki. Götum í ná- grenninu var lokað um tíma meðan á rannsókn slyssins stóð. Kviknaði í feiti í eldhúsi Við Hraunveg 3 í Njarðvík kviknaði í feiti í eldhúsi í gærkvöld. Ibúana sakaði ekki en skemmdir í íbúðinni, eink- um vegna sóts, voru taldar þó nokkrar. Að öðru leyti var nokkuð rólegt hjá lögreglu um allt land í gærkvöld. Landsmót hestamanna í fyrsta sinn í höfuð- borginni LANDSMÓT hestamanna var sett í gær í Víðidal í Reykjavík en þetta er í fyrsta skipti sem mótið er hald- ið í höfuðborginni. Áður en mótið var sett fóru um 600-800 manns í hópreið umhverfis Rauðavatn. Meðal þeirra sem fóru fyrir hópnum voru Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, ráðherrarnir Páll Pétursson, Guðni Ágústsson, Ámi Mathiesen, Sturla Böðvarsson og Siv Friðleifs- dóttir auk fulltrúa erlendra ríkja. Formleg setning landsmótsins fór síðan fram með ávörpum og helgi- stund um klukkan 17. I gær var undankeppni í tölti og í barnaflokki en í dag verður m.a. undankeppni í B-flokki gæðinga, hæfileikadómar 5-7 vetra hryssna og kl. 20 hefjast undanrásir í kapp- reiðum. ■ Landsmót hestamanna/40-41 ÞITT FE Maestro HVAR SEM ÞÚ ERT 36% hækkun á flugvélabensíni FLUGVÉLABENSÍN hækkaði í verði um 36% um mánaðamótin, úr 55 kr. í 75 kr. hver lítri. Að sögn Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs, hækkar flugsteinolía, sem vélar í millilandaflugi og áætl- unarflugi innanlands nota, ekkert í verði; aðeins er um að ræða hækk- un á flugvélabensíni, sem fyrst og fremst er sett á einkaflugvélar. Hjalti Geir Guðmundsson, formað- ur Félags íslenskra einkaflug- manna, segir að hækkunin þýði að flugtími einkaflugvéla verði 600- 1.000 krónum dýrari en áður. „Mér finnst þetta alveg hræði- legt,“ sagði Hjalti Geir í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að áhrifin af hækkuninni yrðu mest hjá leiguflugfélögum og flugskól- um, sem þegar hefðu gefið út verð- skrár fyrir sumarið, sem ekki væri hægt að breyta í kjölfar hækkunar- innar. Um áhrifin á rekstur einka- flugvéla sagði hann að meðalflugvél eyddi 30-50 lítrum á klukkutíma þannig að flugtíminn hækkaði um 600-1.000 krónur vegna hækkunar- innar. Hjalti Geir sagði að einka- flugmenn væru nú að kanna stöðu sína í kjölfar hækkunarinnar, með- al annars væru til skoðunar mögu- leikar á að flytja flugvélabensín inn til landsins milliliðalaust. Kristinn Björnsson segir að þótt hækkunin nú sé umtalsverð beri að hafa í huga að þetta eldsneyti hafi ekki hækkað í mjög langan tíma og ekkert á þessu ári. Verðbreytingar hafi því engan veginn verið í takt við hinar öru hækkanir á bensíni og annars konar eldsneyti. „Verð á þessari tegund eldsneytis er hins vegar ekkert úr tengslum við þró- unina,“ segir hann. Gunnar E. Kvaran, upplýsinga- fulltrúi Skeljungs, sagði að hækk- unin nú ætti sér þær skýringar, að nýlega hefði verið tekinn inn fyrsti farmurinn af flugvélabensíni á þessu ári og hefði hann verið 76% dýrari í innkaupsverði en sá sem fyrir var. Að auki hefði 4% hækkun dollarans frá því síðasti farmur var keyptur inn haft áhrif til hækkun- ar. Hann sagði að verð á lítra hækk- aði úr 55 kr. í 75 kr. til þeirra, sem ekki hefðu sérstaka samninga um kaup á flugvélabensíni. Framleiða á gerilsneyddan eggjamassa hér á landi Til skoðunar að innlenda varan fái tollvernd TIL athugunar er nú í landbúnaðar- ráðuneytinu að veita innlendri fram- leiðslu á gerilsneyddum eggjamassa tollvernd. A.m.k. eitt eggjabú áform- ar að hefja framleiðslu á þessari vöru, sem ekki hefur verið framleidd hér á landi til þessa. Er í lægri tollflokki Gerilsneyddur eggjamassi er mest notaður í framleiðslu á majónesi en einnig er markaður fyrir vöruna í bakaríumj við sælgætisframleiðslu og víðar. Ógerilsneyddur eggjamassi hefur lengi verið framleiddur hér á landi en til að gerilsneyða vöruna þarf sérstakan tækjabúnað. Guðmundur Sigþórsson, skrif- stofustjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu, sagði að gerilsneyddur eggja- massi hefði ekki verið til hér á landi og þess vegna hefði innfluttur eggja- massi verið fluttur inn á lægri inn- flutningsgjöldum. Varan væri aðal- lega notuð við majónesgerð og hún hefði vissa tollavemd gagnvart inn- fluttu majónesi. Tollverndin fælist í því að innlenda hráefnið sem færi í framleiðsluna væri á „innanlands- verði". Verið væri að skoða hvort innlend framleiðsla á gerilsneyddum eggjamassa ætti að njóta tollvemd- ar. Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Nesbús, sagði að fyrirtækið væri búið að flytja vélar til landsins til framleiðslu á gerilsneyddum eggja- massa og áformað væri að hefja framleiðslu í ágúst eða september. Fyrirtækið væri í samvinnu við danskan framleiðanda. Björn sagði að mikill innflutningur hefði verið á eggjavörum til landsins og eðlilegt að innlendir framleiðendur reyndu að fara inn á þennan markað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.