Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000 39 MINNINGAR ÞÓRÐUR JÓNSSON + Þ<5rður Jónsson fæddist í Hrúta- tungu í Vestur- Húnavatnssýslu 15. maí 1940. Hann lést á Landspítalanum 25. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðar- kirkju 30. júní. Hér í fáum orðum langar mig að minnast vinar okkar og félaga Þórðar Jónssonar rafvirkjameistara. Það var um miðbik ald- arinnar sem senn er liðin að fjöl- skylda hans fluttist suður til Hafn- arfjarðar norðan úr Hrútafirði. Þar með hófust okkar kynni og síðar vinátta sem haldist hefur allar göt- ur síðan. Þegar góður vinur er allur renna að minningar eldri og yngri samverustunda sem er sjóður sem safnast hefur íyrir í áranna rás óeyðanlegur og til- búinn allar stundir bæði í vöku og draumi. Mér eru í fersku minni samverustundir okkar Þórðar á bökk- um Þverár, vangavelt- ur um lífið og tilver- una, trúmál, stjórnmál eða hvaðeina sem upp úr stóð og efst var á baugi í þjóðmálaum- ræðu líðandi stundar. Við Þórð var hægt og gott að ræða alla hluti, hann var um margt fróður, rökfastur og átti auðvelt með að koma skoðunum sínum í orð. Mér eru einnig í fersku minni heimsóknir okkar til Dan- merkur, Svíþjóðar og Englands. í þeim ferðum var mikið sungið og hlegið dátt að öllu mögulegu og ómögulegu. Þórður var gleðinnar maður á góðum stundum og vildi þá gjarnan hafa margt fólk og glatt í kringum sig. Þórður sótti sér konu, Halldóru Þorvarðardóttur, norður yfir heiði, dóttur Þorvarðar bónda á Söndum í Miðfirði og konu hans Kristínar og steig þar með mikið gæfuspor. Þórður og Dóra eignuðust tvö börn, Sigrúnu og Jón og eru barnabörnin nú orðin fjögur. í Þórði og Dóru höfum við hjónin átt góða vini um áratugi, notið gestrisni þeirra og heimsókna, sent þeim börnin okkar til lengri og skemmri dvalar og verður það aldrei nógsamlega þakkað. „Snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill,“ segir máltæk- ið og svo var um vin okkar Þórð. Hann byrjaði snemma að fikta og föndra með rafmagnsdót og ég man að við strákarnir litum til hans öf- undaraugum þegar hann geystist um á hjólinu sínu sem logaði í blikkandi seríum enda fór það svo að hann lærði rafvirkjun og vann við iðn sína til síðasta dags. Fyrst við húsalagnir í Hafnarfirði og víð- ar en þó lengst og mest við álverið í Straumsvík og þar átti hann marga af sínum mætustu vinum. Engum duldist sem til þekkti að Þórður var góður og vandaður fagmaður. Þórður og Dóra hófu búskap við Strandgötu í Hafnarfirði, höfðu þar stuttan stans þar til þau festu sér íbúð við Garðaveg og minnumst við þess hversu notalegt og gaman var að koma þangað og hvernig þessi litla íbúð gat rúmað allan þann fjölda sem þar var á stundum. Eftir nokkurra ára dvöl á Garðaveginum hófu þau byggingu á íbúðarhúsi í norðurbænum í samvinnu við vinnufélaga Þórðar og hans konu. Til þeirra í nýju íbúðina á Blóm- vanginum var eins og fyrr einkar þægilegt og gott að koma og við- gerningi hjá henni Dóru viðbrugðið eins og allir vita sem til þekkja. Manndómsárin eru ár erfiðis og svita, þau eru líka ár uppskerunnar og ár gleðinnar af uppskerunni og Þórður naut þeirra og gladdist með konu sinni og börnum. Svo var það fyrir hartnær fjórtán » árum að Þórður fékk alvarlegt hjartakast en sem betur fer fékkst á því veruleg bót drjúgan tíma. Þó hygg ég að fáir ef nokkrir hafi átt- að sig á hversu alvarlegur vágestur hafði hreiðrað um sig í brjósti hans, því stilling hans og æðruleysi gagn- vart sínum veikindum var slík að engu var líkara en að hann gengi alheill. Það er svo við þessar að- stæður að Þórður réðist í að byggja einbýlishús við Úthlíð og sýndist nú sitt hverjum um þá ráðagerð en upp fór húsið á skömmum tíma eig- endum þess til sóma. Nú er upprunnin kveðjustund og við óskum vini okkar velfarnaðar á nýjum vegi handan móðunnar miklu. Konu hans og börnum, vin- um og vandamönnum vottum við samúð okkar. Jósep og Anna í Varmadal. ATVINNUAUGLÝSINGAR Afgreiðslustarf Góð manneskja óskast í júlí og ágúst. Vinna með skóla í vetur kemur til greina. Upplýsingar í versluninni Islandia. Kringlunni. Fagafl ehf. byggingafélag Vantar smiði og verkamann Áratuga þjónusta í mannvirkjagerð. Fjölbreytt vinna. Sími 894 1454. ^mmmmmmmmmmm—mmm—mmmmmmmmmé „Au pair" í Frakklandi Óska eftirað ráða „au pair" til íslenskrarfjöl- skyidu í Norður Frakklandi. Barngóð, með bíl- prófog reyklaus. Möguleikar á frönskunámi. Allar frekari upplýsingar gefur Linda, sími 567 2102 eða GSM 897 2682. Aðstoð á tannlæknastofu Óskum eftir að ráða aðstoð á tannlæknastofu nál. Hlemmi. Þarf að vera stundvís, reglusöm og áreiðanlega. Um er að ræða 100% starf. Umsókn berist til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „T - 9843" fyrir 12. júlí. augl@mbl.is FERÐIR / FEROALÖG Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands Sumarferðin verður farin miðvikudaginn 12. júlí. Mæting í Umferðamiðstöðinni kl. 9.00 og lagt af stað kl. 9.30. Verð kr. 3.500,- Sjúkravinir, upplýsingar og skráning í síma 568 8188 kl. 8-16. Félagsmálanefnd. TIL SÖLU EVRÓPA BILASALA Mercedes Benz 300 4 Madic Eðaleintak Mercedes Benz 4 Madic, ekinn aðeins 64 þús. km frá upphafi. Bíllinn er sjálfskiptur og vel búinn. Útlit bílsins innan sem utan er óaðfinn- anlegt, hann er á nýjum dekkjum og nýjum álfelgum. Bílnum fylgir þjónustubók, ástands- skoðun og eigandaferill frá upphafi. Bíllinn verður til sýnis og sölu í sýningarsal okkar nokkra næstu daga. Sjón er sögu ríkari. Verð kr. 2650.000,- Tilboðsverð kr. 2.090.000,- www.evropa.is I I I I I Sóltún 16 F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er boðið til kaups og/eða niðurrifs Sóltún 16. Um er að ræða timburhús, byggt í þremur áföngum, og eru tveir síðustu áfangarnir byggðir með brottflutning í huga. Húsin eru seld til brottflutnings án lóðar. Stærð elsta áfangans er um 154 m2. Stærð annars áfanga, sem er byggður 1988, er um 128 m2 og þriðji áfangi, sem er byggður 1990, er um 100 m2. Annar pg þriðji áfangi er á bitum á steyptum súlum.í húsinu eru ýmis hreinlætistæki, lampar og innréttingar í nothæfu ástandi. Aðstæður, ástand og nánari útlistun húsanna kynna kaup- endur sér á staðnum. Kaupandi aftengir húsin veitukerfum borgarinnará lögbundinn hátt og skilar grunni húsanna lausum við drasl, en ekki er nauðsynlegt að fjarlægja steyptar und- irstöður. Þá skal kaupandi uppfylla kröfur bygg- ingareglugerðar. Húsin skal fjarlægja innan 20 daga frá samþykki verðtilboðs. Allar uppslýsingar um húsin veitir Bygginga- deild borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 5. hæð, sími 563 2390. Tilboðum skal skila til Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 3,101 R, eigi síðar en kl: 16:00, 12. júlí 2000. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3-101 Reykajvík - Sími 570 5800 - Fax 562 2616 www.reykjavik.is/innkaupastofnun - Netfang: isr@rtius.rvk.is I I I Landsbyggðin Til sölu nýendurbyggt verslunarhús á Raufar- höfn, ca 300 fm. Einnig 80 fm skrifstofuhúsnæði og 100 fm íbúð. Þá eru til sölu tvö einbýlishús á Raufarhöfn, annað að mestu fullendurbyggt en hitt tilb. undir tréverk. Frekari upplýsingar í síma 891 8359. Trjáplöntusala Bjarkarholti 1, Mosfellsbæ (við hliðina á verslun 11/11) Aspir, reynitré, birki, fura, greni, bakkaplöntur o.fl. með góðum afslætti. Sími 566 6187. BÁTAR SKIP Til sölu Nýbygging í Kína Stálskip væntanlegt seint á þessu ári. Skipið útbúið til dragnótaveiða. L. 21,4 m. Br. 6,40 m. Jóhanna ár 206 Stálskip byggt í Hollandi 1960. Aðalvél Caterpillar. Skipið útbúið til veiða með dragnót og botnvörpu. Brynjólfur ár 3 Stálskip byggt í Noregi 1962, útbúið til veiða með dragnót og netum L. 38,8 m. Br. 7,0 m. Guðjón Ve 7 Stálskip byggt í Noregi 1961, útbúið til veiða með dragnót og netum L. 39,6 m. Br. 6,8 m. Rúna Re 150 Álskip byggt í Noregi 1988, útbúið til veiða með drag- nót og netum. L. 20,4 m. Br. 5,5 m. Sæfari ár 117 Stálskip byggt í Póllandi 1988 útbúið til veiða með botnvörpu og netum. L. 25,9 m. Br. 6,0 m. Hafnarberg Re 404 Eikarskip byggt í Þýzkalandi 1959, útbúiðtil veiða með botnvörpu og netum. L. 24,6 m. Br. 22,3 m. Ásrún Re 277 Eikarbátur byggður á Akureyri 1975, útbúinn til veiða með línu og netum. L 16,4 m. Br. 4,3 m. Gunnar I. Hafsteinsson, hdl., Magnús Helgi Árnason, hdl., Hafnarhvoli Reykjavík, sími 552 3340 - fax 562 3373 r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.