Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Graðhestur í stuði í Garðabæ:
Þetta er nú alveg eins henni að kenna Grána mín, hvað var hún að vilja með því
að vera að juða sér upp við rimlana, góða????
Varðeldur
á Laugar-
vatni
Morgunblaðið/Jóra
VEÐURBLÍÐA hefur
verið á landinu síðustu
daga og á Laugarvatni
nýttu menn veðrið til
hins ýtrasta og vöktu
frameftir við varðeld.
Þau Jakob, Friðrik og
Sonja sáu um að kveikja
bálið og virðist það hafa
tekist einkar vel.
HORNSOFAR
JE5
/ffll -kfflBUÁffl
Horn 1 t 2
SUÐURLANDSBRAUT 22 • SÍMI 553 7100 & 553 6011
Þjóðgaröurinn í Jökulsárgljúfrum
Fjölbreyttar
gönguleiðir
Sigþrúður Stella
Jóhannsdóttir
SUMAR gefst ferða-
mönnum tækifæri til
þess að fara um fjöl-
breyttar gönguleiðir í
þjóðgarðinum í Jökuls-
árgljúfrum. Sigþrúður
Stella Jóhannsdóttir er
þjóðgarðsvörður þar.
„Annars vegar getur
fólk gengið á eigin vegum
um margar gönguleiðir í
þjóðgarðinum hér í Jök-
ulsárgljúfrum eða farið í
fylgd með landverði um
svæðið," sagði Sigþrúður.
- Er margt að sjá í Jök-
ulsárgljúfrum ?
„Það er mjög margt að
sjá í Jökulsárgljúfrum,
þetta er fjölbreytt land-
svæði, vestan Jökulsár á
Fjöllum, sem nær frá Ás-
byrgi í norðri suður að
Dettifossi. Þekktustu
staðirnir eru Ásbyrgi sjálft og
Hljóðaklettar, Hólmatungur og
Dettifoss. Landslagið er fjöl-
breytt, Jökulsárgljúfur og foss-
arnir í Jökulsá á Fjöllum, Detti-
foss, Hafragilsfoss og Selfoss.
Þá eru Hljóðaklettar og svæðið
þar í kring þar sem eru gamlar
eldstöðvar sem liggja meðfram
Jökulsá. Hólmatungur er gróð-
urríkt svæði með fallegum skógi
og fallegum lækjum og upp-
sjjrettum sem renna út í Jökulsá.
Ásbyrgi er skjólsælt byrgi, þakið
birkiskógi. Það er vinsælasti við-
komustaður ferðamanna í þjóð-
garðinum í Jökulsárgljúfrum."
-Koma margir ferðamenn í
þjóðgarðinn?
„Já, það koma nokkuð margir
ferðamenn. Á hverju ári eru hér
á milli 14 og 16 þúsund gistinæt-
ur og daggestir eru á bilinu 40 til
60 þúsund.“
-Eru erlendir gestir þar í
meirihluta?
„Af þeim sem gista eru íslend-
ingar í meirihluta og eru þeir um
tveir þriðju af þeim sem koma í
þjóðgarðinn. Ég held að það sé
nokkuð almennt líka hvað varðar
daggesti, við höfum bara ekki
eins skýrar tölur um það.“
- Hafa miklar framkvæmdir
verið að undanförnu í þjóðgarð-
inum?
„Á hverju ári eru einhverjar
framkvæmdir varðandi stíga-
gerð og merkingar og bætta að-
stöðu fyrir ferðamenn. Hins veg-
ar vantar okkur fjármagn til
þess að ráðast í stórar fram-
kvæmdir sem nauðsynlegar eru.
Þar á ég við bætta salernisað-
stöðu og stærri framkvæmdir á
stígum. Síðan vantar einnig fé til
þess að bæta vegi þjóðgarðsins."
- Hvað er þetta stórt svæði?
„Þjóðgarðurinn er að flatar-
máli 120 ferkílómetrar. Göngu-
leiðir liggja meðfram gljúfrum
Jökulsár á Fjöllum allt frá Ás-
byrgi suður að Dettifossi og er
vel aðgengilegt að komast að
gljúfrunum fótgangandi. Bfla-
stæði eru við helstu áningastað-
ina, Ásbyrgi, Hljóða-
kletta, Hólmatungur
og Dettifoss. Fólk
þarf hins vegar að
ganga nokkra vega-
lengd að Dettifossi
eða um fimmtán mín-
útna gang. Styttra er að ganga
að fossinum austan Jökulsár á
Fjöllum."
- Hvað getur þú sagt mér um
hinar ýmsu gönguleiðir á svæð-
inu?
„Frá öllum helstu áningastöð-
um í þjóðgarðinum liggja bæði
skemmri og lengri gönguleiðir
og síðan er tveggja daga gangur
frá Ásbyrgi og suður að Detti-
► Sigþrúður Stella Jóhannsdótt-
ir fæddist 20. júní 1966 á Húsa-
vík. Hún lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri
1986 og BS-prófi í líffræði frá
Háskóla fslands 1992. Hún hefur
starfað sem þjóðgarðsvörður í
þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfr-
um frá 1994. Hún er gift Aðal-
steini Erni Snæþórssyni kcnnara
og eiga þau tvo syni.
fossi. Þá getur fólk gist á tjald-
stæðinu í Ásbyrgi annars vegar
og í Vesturdal hins vegar. Ef við
ræðum svo um gönguleiðirnar
enn frekar þá er hægt að velja á
milli gönguferðar meðfram
gljúfrum Jökulsár og svo aðrar
leiðir fjær gljúfrunum.“
- Veitið þið fólki leiðbeiningai•
um gönguleiðirnar?
„Já, við segjum því hvað er að
sjá á hverri leið og einnig förum
við í skipulagðar gönguferðir
með gesti. Við erum með sér-
staka dagskrá þar sem við förum
í gönguferðir með fólk. Dagskrá-
in er í jpldi frá 16. júní til 20.
ágúst. I boði eru bæði stuttar
ferðir, um það bil klukkustund,
um Ásbyrgi eða Hljóðakletta og
lengri gönguferðir, sem taka
tvær til fjórar klukkustundir.
Þetta er ókeypis þjónusta."
-Hvað er þetta garnall þjóð-
garður?
„Þjóðgarðurinn var stofnaður
1973, þá hafði undirbúningur
undir stofnun hans staðið yfir í
nokkurn tíma. Tilgangur friðlýs-
ingarinnar var að vernda gljúfur
Jökulsár á Fjöllum og svæðið
þar í kring.“
- Er þetta merkilegt svæði frá
náttúrunnar hendi?
„Já, þetta er einstakt svæði,
gljúfur Jökulsár á Fjöllum eru
mjög sérstök frá náttúrunnar
hendi, náttúruperla, fyrst og
fremst af því hvernig þau eru
mynduð, en þau mynduðust í
hamfarahlaupum. Landslags-
gerðir eru hér mjög fjölbreyttar
og skemmtilegt samspil er á
milli gróðurs, dýralífs
og landslags. Mikil
náttúrufegurð er hér
og það er kannski það
sem fólk laðast mest
að.“
- Eru margir sem
vinna í þjóðgarðinum ?
„Það eru ellefu starfsmenn yf-
ir sumartímann, hlutverk þeirra
er þríþætt, í fyrsta lagi er um-
sjón með tjaldstæðum, í öðru
lagi er eftirlit með svæðinu og
viðhald og framkvæmdir með
göngustígum og mannvirkjum, í
þriðja lagi erum við með fræðslu
og upplýsingagjöf fyrir ferða-
menn eins og áður kom fram.“
Gljúfur
Jökulsár
á Fjöllum
náttúruperla