Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Ástkær eiginmaöur minn, faðir, tengdafaðir og
afi,
MATTHÍAS INGIBERGSSON
apótekari,
Hrauntungu 5,
Kópavogi,
er lést 28. júní sl., verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 7. júlí
kl. 13.30.
Katla Magnúsdóttir,
Freyja M. Frisbæk, Bent Frisbæk,
Þór Matthíasson, Janet Matthíasson,
Edda Matthíasdóttir Swan, Edward Swan,
Sif Matthíasdóttir, Jörundur Svavarsson,
og barnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móöir, tengdamóöir
og amma,
ÁSDÍS ÓLAFSDÓTTIR,
Gullsmára 7,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum, Fossvogi, mánudaginn
26. júní.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Ingimundur Guðmundsson,
Ólafur Valgarð Ingimundarson, Ingibjörg Andrea Magnúsdóttir,
Ingi Guðmar Ingimundarson, Unnur Kjartansdóttir,
Svandís Ingimundardóttir,
Arnar Freyr Ingimundarson, Valrún Valgeirsdóttir,
Bryndís Ingimundardóttir, Helgi Kristjónsson
og barnabörn.
+
Ástkær eiginkona mín,
INGIBJÖRG ELÍSABET JÓHANNESDÓTTIR
frá Flateyri,
Úthlíð 35,
Hafnarfirði,
lést föstudaginn 30. júní á Landspítalanum,
Fossvogi.
Útförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda.
Helgi Sigurðsson.
+
Bróðir okkar,
GUNNAR ÞORSTEINSSON,
Vfðinesi,
lést á bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur,
Fossvogi, föstudaginn 16. júní sl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum starfsfólki Víðiness fyrir góða um-
önnun síðustu árin og einnig starfsfólki bráða-
móttöku.
Guð blessi ykkur öll.
Helga, Hólmfríður og Jódís Þorsteinsdætur
og systrabörn.
+
Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og
langamma,
ANDREA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Ásvallagötu 49,
andaðist á Vífilsstöðum mánudaginn 3. júlí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Aðstandendur.
+
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við and-
lát
GUÐRÚNAR HELGADÓTTUR
hjúkrunarkonu,
Reykjamörk 17,
Hveragerði.
Sérstakar þakkir eru til starfsfólks hjúkrunar-
heimilisins Ljósheima á Selfossi fyrir góða
umönnun.
Helgi Ársælsson, Steinunn Óskarsdóttir,
Guðfinna Ársælsdóttir, Zdenek Smidak,
barnabörn og barnabarnabarn.
+ Henny Arna
Hovgaard fædd-
ist í Lyngdal í Noregi
18. maí 1944. Hún
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
29. júní siðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Laurits
Skaret, f. 22.3. 1912,
d. 14.6. 1996, og Tor-
hild Skaret, f. 27.3.
1919. Systkini henn-
ar eru, Ivar Olav, f.
12.10. 1942, Tor-
Leif, f. 12.7. 1949, d.
13.12. 1990, Arvid, f.
25.10.1952.
Hinn 4. september árið 1976
giftist Henny eftirlifandi eigin-
manni sínum, Jakobi Nikulássyni,
f. 17.3. 1922 í Hovi í Færeyjum.
Þau eignuðust þrjú börn; tvibur-
ana Davíð og Óskar, f. 25.7. 1977
og dótturina Þórhildi, f. 16.1.
1980.
Utför Hennyar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Mér er ljúft að skrifa
nokkur orð um Henny
Hovgaard sem Drott-
inn kallaði heim til
dýrðar sinnar eftir
langvarandi veikindi.
Henny kom til íslands
frá Noregi 1974 og hóf
að vinna á Gesta- og
sjómannaheimili Hjálp-
ræðishersins. Þar
kynntist hún Jakobi
sem einnig vann þar og
felldu þau hugi saman.
Nokkru síðar giftu þau
sig og stofnuðu heimih
sem var byggt á bjarg-
inu Kristi. Þar ríkti kærleikur og
friður, orð Guðs var í hávegum haft
og bænir voru beðnar.
Börnin lærðu snemma að lesa
bænir en slík iðja er gott veganesti
fyrir lífið. Henny var auðmjúk krist-
in kona sem í daglegu lífi sínu vitnaði
um frelsarann.
Fyrir mörgum árum greindist
Henny með illvígan sjúkdóm og
þurfti margoft að leggjast inn á
sjúkrahús, bæði hér heima og er-
lendis. Hún faldi Guði öll ráð sín og
treysti honum algjörlega. Eitt sinn
heimsótti ég hana á sjúkrahús í Nor-
egi þar sem hún lá mikið veik eftir
erfiða aðgerð. Hún brosti þegar hún
sá mig og sagðist aldrei vera ein því
Jesús væri alltaf hjá sér.
Henny vakti yfir velferð barna
sinna, lét sér annt um að þau mættu
læra það sem hugur þeirra beindist
til. Þau byrjuðu í tónlistarnámi ung
að árum og oftast fór Henny með
þeim og bar fyrir þau hljóðfærin til
að létta þeim sporin. Annar sonur
Hennyar sagði við mig eftir lát móð-
ur sinnar: „Hún var svo góð og mikil
mamma. Hún gat neitað sér um allt
fyrir okkur börnin.“
Nú er Henny sárt saknað af eigin-
manni og börnum, aldraðri móður
sem og öðrum ættingjum og vinum.
Við í Hjálpræðishernum söknum
hennar mikið. Hún var trú í starfi og
við þökkum Guði fyrir sem gaf okkur
hana. Við vitum að hún er hólpin, hef-
ur fullnað skeiðið og varðveitt trúna.
Megi góður Guð styrkja Jakob og
börnin sem hafa misst svo mikið.
Margoft þinn líkami lasburða var
en líf þitt hinn glöggasta vott um það bar
að þú vildir berjast sem best fyrir hann
hvers blóð fyrir okkur á Golgata rann.
(J.S.)
Blessuð sé minning þín. Við mæt-
umst á ný.
Imma og Óskar.
HENNYARNA
HOVGAARD
AÐALHEIÐUR
TRYGGVADÓTTIR
+ Aðalheiður
Tryggvadóttir
fæddist í Gufudal á
Barðaströnd 13.
febrúar 1911. Hún
lést á sjúkrahúsinu á
Isafirði 31. maí síð-
astliðinn og fór útför
hennar fram frá Isa-
fjarðarkirkju 10.
júní.
Hún amma okkar
var ein af hetjum síð-
ustu aldar, hún var ein
af þessum konum sem
aldrei gáfust upp hvað
sem gekk á. Það hafa að sjálfsögðu
fylgt því miklir erfiðleikar þegar hún
stóð nánast ein uppi með smábörn
þegar afi lenti í alvarlegu slysi sem
hann hlaut ævilanga örorku af. En
hún amma okkar gafst ekki upp, hún
og afi eignuðust fleiri börn og stofn-
uðu af miklum dugnaði eigin rekstur.
Ekki munum við eftir því að amma
minntist þessa tíma með biturð eða
hafi fundist mikið til sinna afreka
koma, heldur sá hún alltaf björtu
hliðamar á hverju sem
var og í hverjum
manni. Það var okkur
mjög gott veganesti út í
lífið að verða þeirrar
gæfu aðnjótandi að al-
ast upp í nábýli við þau
afa og ömmu á Ár-
bakka og höfum við
alltaf með stolti kynnt
okkur sem einar af Ar-
bakkaættinni. Hún
amma okkar taldi okk-
ur trú um að við gætum
allt sem við vildum því
við værum fallegar,
gáfaðar og góðar. Núna
seinni árin, eftir að við urðum full-
orðnar, var alltaf notalegt að hitta
ömmu því henni var mjög í mun að
hrósa og láta öllum í kringum sig líða
vel. Svipurinn hennar bjarti, hlýjan í
röddinni og umhyggjan sem hún
sýndi okkur alla tíð mun lifa með
okkur og gleymist ekki hvar sem við
erum og hvert sem við förum. Amma
sagði alltaf: þú lítur svo vel út núna,
eru þetta þínir synir, þeir eru svo fal-
legir eins og allir af okkar ætt.
+
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma,
INGUNN PÉTURSDÓTTIR
frá Seyðisfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ mánudaginn 3. júlí.
Jaröarförin fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 7. júlí kl. 13.30.
Gylfi Gunnarsson, Sólborg Sumarliðadóttir,
Ingunn Gylfadóttir, Tómas Hermannsson,
Sara Gylfadóttir
Sævar Þór Gylfason, Sigríður Ólafsdóttir
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður og vinar,
MARGRÉTAR HARALDSDÓTTUR,
Krummahólum 8,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir viljum við senda starfsfólki
Landspítalans.
Björn Sigurðsson,
Kristín Dís Sigurðardóttir,
Haraldur Brynjar Sigurðsson,
Þórunn Elfa Ævarsdóttir,
Sigurður Frímann Björnsson.
Amma sá til þess að fjölskyldan
héldi vel saman og hittist oft, það eru
því frábærar minningar sem við eig-
um frá ferðalögum stórfjölskyldunn-
ar í Reykjanes sem var okkar sólar-
strönd. Þar var synt, dansað og
skemmt sér. Því amma vildi alltaf að
það væri dansað og eflaust vill hún
að við dönsum í dag. Einnig var alltaf
sungið „Hvað er svo glatt“.
Kurteisi og höfðingleg framkoma
var henni í blóð borin. Hún mat kosti
samferðamanna sinna, lastaði aldrei
nokkurn mann og leiddi hjá sér hvat-
vísi og ónærgætni annarra. Hún var
fróð og vel gefin og kunni skil á ótrú-
legustu fræðum. Hún var einfaldlega
einstök manneskja sem öllum þótti
vænt um.
Við vitum að afi var hjá henni síð-
ustu dagana og tók á móti henni hin-
um megin þegar hún kvaddi okkur
og við vitum líka hvernig umhorfs er
í þeirra paradís á himnum.
I kvöldroða kyrrð þið sitjið
og kúrist upp við hvort annað.
Og rifjið upp stundir, þið vitíð
um oÚcur öll og hvort annað.
Það er engin leið til þess að gera
fulla grein fyrir þakklæti okkar til
ömmu fyrir allt sem hún og afi hafa
gert fyrir okkur á lífsleiðinni og sam-
vistir við þau hafa haft ómetanleg
áhrif á okkur.
Guð blessi minningu Aðalheiðar
Tryggvadóttur.
Bjarnveig Brynja
og Aðalheiður Anna
Guðmundsdætur.
Elsku Alla amma er dáin. Amma á
Árbakka sem alltaf var svo gott að
koma til. Árhakki hafði alltaf sér-
stakan ljóma yfir sér og á ég margar
góðar minningar þaðan. Þar átti
amma hlýlegt og fallegt heimili sem
hún og Siggi afi höfðu byggt upp
saman. Hún amma Alla var sérstak-
lega vönduð og vel gerð. Hún átti
mikinn fjölda vina og kunningja og
var hvarvetna aufúsugestur. Hún
skipti aldrei skapi og var umhyggju-
söm við ættingja og vini. Út í lífið fór
ég með það veganesti frá ömmu að
ég gæti allt, væri falleg, gáfuð og
góð. Það er ómetanlegt að hafa feng-
ið að kynnast ömmu og hennar já-
kvæðu lífsskoðunum.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
Iífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibj.Sig.)
Blessuð sé minning Aðalheiðar
Tryggvadóttur.
Hildur Halla
Jónsdóttir.