Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Morgunblaðið/Golli
Sunna Hlíf Friðriksdóttir 9 ára fékk marhnút á öngulinn hjá sér
og var þetta í fyrsta sinn sem hún veiddi fisk.
Morgunblaðið/Golli
Krakkamir notuðu flestir veiðarfæri sem útbúin voru á staðnum úr spýtum,
girni, sökkli og öngli.
Ungir veiðimenn
dorga í sólskini
Hafnarfjörður
MILLI400 og 450 börn á ald-
rinum sex til tólf ára söfnuð-
ust saman í sól og blíðu á
Flensborgarbryggju/
Óseyrarbryggju í gær þar
sem æskulýðs- og tóm-
stundaráð Hafnarfjarðar
stóð fyrir sinni árlegu dorg-
veiðikeppni. Börnin komu
ýmist sjálf með veiðistengur
eða fengu veiðarfæri sem út-
búin voru á staðnum úr spýt-
um, girni, sökkli og öngli.
Margir hinna ungu veiði-
manna voru að dorga í fyrsta
sinn en báru sig mjög fag-
mannlega að, þræddu beitu
upp á öngulinn, köstuðu út í
sjóinn og biðu einbeittir eftir
því að fiskur biti á hjá þeim.
Beitan var af ýmsu tagi,
sumir notuðu með rælyu cða
fiskbita, aðrir ánamaðka og
enn aðrir maisbaunir.
Krökkunum fannst skemmti-
legt að setja „fiskamat" á
færið sitt og bíða eftir að það
hreyfðist og sögðu þau að
það allra skemmtilegasta
væri svo að „veiða alvöru
fisk“.
Fiskamir sem bitu á hjá
krökkunum vom fjölbreytt-
ir. Sumir fengu skarkola eða
marhnút, aðrir ufsa og ein-
hveijir sögðust hafa séð
krossfiska, ála og fleiri
furðufiska.
Fagnaðar- og skelfingar-
óp þegar fiskarnir voru
dregnir á land
Hressustu viðbrögðin
vakti marhnúturinn þau
skipti sem hann beit á en
yngstu veiðimennirnir höfðu
fæstir séð slíkan fisk. Þeim
brá því mjög í brún þegar
þau drógu fenginn upp og
við blasti brúnn og kmmpað-
ur fiskur með galopinn munn
og útbreidda ugga. Það var
því mikið fjör á bryggjunni í
gær og heyrðust til skiptist
fagnaðar- og skelfingaróp
þegar fiskarnir vom dregnir
á land.
Dorgveiðimennimir sem
tóku þátt í gær vom margir
hveijir af leikjanámskeiðum
íHafnarfirði.
Með þeim vom leiðbein-
endur af leikjanámskeiðum
og einnig foreldrar og eldri
systkini sem aðstoðuðu þau
við að útbúa færin og við að
ná valdi á réttu handtök-
unum.
Margir að veiða fisk
í fyrsta sinn
Krakkamir sátu eða lágu
á maganum á bryggjunni og
rýndu stíft ofan í vatnið. Þau
sögðust vera að athuga hvort
þau sæju ekki eitthvað sem
þau gætu nælt í en oft „borð-
uðu fiskarnir bara beituna
án þess að festast á önglin-
um“ og þá urðu þau að draga
öngulinn upp og ná sér í
meiri beitu áður en hægt var
að halda áfram.
Margir voru að veiða fisk í
allra fyrsta sinn. Þeirra á
meðal var Sunna Hlíf Frið-
riksdóttir 9 ára sem veiddi
marhnút. Hún var með rækju
á önglinum og sagði hún að
Morgunblaðið/Golli
Sumir krakkanna lágu fram á bryggjubrúnina og rýndu ofan í vatnið til að athuga hvort
þeir sæju eitthvað sem þeir gætu nælt f með önglinum.
sér hefði brugðið pínub'tið
þegar hún sá færið hreyfast
og áttaði sig á því að það
hafði fiskur bitið á hjá sér.
Henni finnst mjög skemmti-
legt að dorga og ætlaði hún
endilega að reyna að veiða
fleiri fiska. Sigurvegarar
keppninnar vom Gísli Rúnar
Gíslason, sem fékk stærsta
fiskinn, kola sem vó 240
grömm, og Kjartan Helgi
Kjartansson sem fékk flesta
fiska eða fimm talsins. Erla
Rut Þorsteinsdóttir og Al-
exander Sigurðarson fengu
næstflesta fiska eða þijú
stykki hvort.
Lokað fyrir bflaum-
ferð á laugardögum
Midbær
HEIMILD hefur verið veitt
fyrir því að loka fyrir bíla-
umferð að hluta til í mið-
borg Reykjavíkur alla laug-
ardaga það sem eftir lifir
sumars. Á fundi sínum í gær
samþykkti borgarráð að til-
lögu miðborgarstjórnar að
veita heimild til að meina
bílaumferð um Laugaveg frá
Hlemmi, Bankastræti, Aust-
urstræti, hluta Skólavörð-
ustígs, Aðalstræti og Póst-
hússtræti alla laugardaga í
júlí og ágúst.
I bókun borgarráðs segir
meðal annars að þeim til-
mælum verði beint til lög-
reglustjórans í Reykjavík að
hann loki umræddum götum
í sumar á meðan tilraun
þessi standi yfir.
Frárennslismál í ólestri
Skólpið fer í opinn skurð
Mosfellsbær
ÍBÚAR neðstu húsa við
Dvergholt og Lágholt í Mos-
fellsbæ eru ósáttir vegna frá-
rennslismála við lóðir sínar en
allt frárennsli af neðri hæðum
húsanna, að undanskildu
klóaki, rennur út í opinn skurð
við lóðarmörkin.
Ólafur Sigurðsson, íbúi við
Dvergholt, segir að skurður-
inn sé slysagildra og böm geti
auðveldlega dottið ofan í hann.
„Þetta er eitt drullusvað en
grasið við skurðinn er orðið
hátt og böm geta lent þama
ofan í óséð,“ segir Ólafur.
Að sögn Ólafs hafa íbúar
lengi staðið í stappi við bæjar-
yfirvöld í Mosfellsbæ vegna
þessara mála en hann segir að
Framkvæmdir við Laug“-
ardalslaug samþykktar
Laugardalur
BORGARRÁÐ hefur sam-
þykkt að Birni Kr. Leifs-
syni, eiganda líkamsræktar-
stöðvarinnar World Class,
verði seldur byggingarrétt-
ur á lóð sunnan við Laugar-
dalslaug til byggingar
heilsuræktarstöðvar.
Greiðsla fyrir byggingarétt-
inn verður um 110 milljónir
króna, auk 39 milljóna
króna greiðslu fyrir afnot af
bílastæðum. Byggingarrétt-
urinn verður veittur með
skilyrðum um tegund og
umfang rekstrar. Séu þau
ekki uppfyllt er Reykjavík-
urborg heimilt að leysa
mannvirkin til sín á mats-
verði.
Gert er ráð fyrir að
heilsuræktarstöðin verði um
6850 fermetrar að stærð en
við hlið hennar mun rísa yf-
irbyggð sundlaug í eigu
Reykjavíkurborgar. Gert er
ráð fyrir að húsnæði sund-
laugarinnar verði um 4000
fermetrar og laugin sjálf
verði 25 sinnum 51 metri að
lengd, skiptanleg í 2 sinnum
25 metra.
Kostnaðaráætlun bygg-
ingardeildar borgarverk-
fræðings vegna fram-
kvæmdanna hljóðar upp á
870 milljónir króna.
eðlilegast væri að bærinn
kæmi írárennslismálum í samt
lag og legði stofnlögn bak við
húsin. „Ibúamir greiða hér
skatta, þar með talið holræsa-
gjald, og því ættu frárennslis-
mál að vera í höndum bæjar-
yfirvalda,“ segir Ólafur.
Dýrt að lagfæra
frárennslið
Ólafur segir að bæjaryfir-
völd vísi ábyrgðinni á íbúa
húsanna. „Þeir vilja að íbúar
komi sér upp dælubrunnum
fyrir framan húsin sem dæli
vatninu upp í götu. Mér finnst,
einsog mörgum hér, það ekki í
verkahring okkar íbúanna að
leysa vandamál bæjarins.
Þetta er líka kostnaðarsamt,
bæði kosta dælumar sitt og
eins hefur verið gengið frá lóð-
um við þessi hús og í mörgum
tilfellum búið að steypa eða
hellulœgja fyrir framan þau,“
segir Olafur.
Ólafur segir ástæðuna fyrir
frárennslisvandamálinu vera
þá að í mörgum tilfellum liggi
húsin of lágt. Hann segir að
þau hafi á sínum tíma verið
lækkuð frá upphaflegum
teikningum og þá hafi verið
ákveðið að leiða frárennslið
aftur úr lóðunum. Nú vilji
bærinn hins vegar að þetta
verði lagfært en vilji samt sem
áður engan þátt taka í fram-
kvæmdum og kostnaði.
Lagnir lagðar í óleyfí
Ásbjöm Þorvarðarson,
byggingarfulltrúi í Mosfells-
bæ, segir bæinn ekki skuld-
bundinn til þess að taka við
frárennsli neðan við þessi hús.
„Þegar húsin vora samþykkt á
sínum tíma var einungis gert
ráð fyrir stofnlögn í götunum
sjálfum. Lagnir í húsunum
vora hannaðar með tilliti til
þess og ekki gert ráð fyrir frá-
rennslislögnum frá neðri hæð-
um,“ segir Ásbjöm.
Hann segir að síðar hafi
lagnir verið lagðar í óleyfi út
fyrir lóðarmörk einhvema
húsa. „Allar framkvæmdir í
þessum húsum sem kalla á
skólpviðtöku þama fyrir neð-
an era gerðar án leyfis bæjar-
ins. Þar af leiðandi geram við
þá kröfu að húseigendur skili
þessu skólpi í tengistúta í göt-
unni,“ segir Ásbjöm. Hann
segir að sterkur granur liggi á
að um óæskilegt írárennsli sé
að ræða í einhveijum tilfellum.
Þess vegna hafi bæjaiyfirvöld
krafist þess að þessum málum
verði komið í rétt horf.
Ásgeir segir að nýir eigend-
ur að íbúðunum telji sig sumir
hafa keypt köttinn í sekknum
og það sé sjónarmið út af fyrir
sig en vandamálið verði ekki
leyst með nýrri stofnlögn.
„Þessi lagnaleið yrði á mjög
erfiðu svæði. Það má eiginlega
segja að svæðið sé nánast
botnlaust þar sem gífurlega
djúpt er á fast land. Uppsetn-
ing dælubúnaðar við húsin er
mun ódýrari kostur og eðli-
legra að vandamáiið verði
leyst á þann hátt,“ segir Ás-
geir.
Þjónustuhús í Nauthólsvfk
Tilboði Völund-
arverks tekið
MORGUNBLAÐIÐ sagði
frá því í gær að Reykja-
víkurborg hafi gengið til
samninga við Völundar-
verk ehf. um byggingu
þjónustuhúss við Naut-
hólsvík eftir að öllum til-
boðum í framkvæmdina
hafði verið hafnað. Völ-
undarverk var lægstbjóð-
andi og hljóðaði tilboð
þess upp á 109,1 milljón
króna. Tilboðið hefur nú
verið lækkað í rúmar 99
milljónir og hefur stjórn
Innkaupastofnunar lagt
til við borgarráð að til-
boðinu verði tekið.