Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000 9
FRÉTTIR
Innritun nýnema í framhaldsskóla nær lokið
MK vísar 120
Kópavogsbúum frá
MENNTASKÓLINN í Kópavogi
hefur neitað um 120 nemendum úr
Kópavogi um skólavist í haust.
Margrét Friðriksdóttir skólameist-
ari segir að til vandræða horfi með
framboð náms á framhaldsskóla-
stigi í Kópavogi og byggja þurfi
nýjan framhaldsskóla í bæjarfélag-
inu. Umsóknir um nám í fram-
haldsskóla fylgdu að mestu hefð-
bundnu sniði í ár en þó hafa ýmsar
breytingar orðið á spurn eftir námi
í einstökum skólum.
Margrét Friðriksdóttir segir
vandann mikinn og fyrirsjáanlegt
að hann fari vaxandi á næstu árum.
„Kópavogur hefur stækkað gríðar-
lega en framhaldsskólaplássum
hefur ekkert fjölgað. Við erum að
vísa frá Kópavogsbúum sem búa
hér allt í kringum skólann," segir
Margrét. Um 120 umsóknum um
skólavist frá nemendum í Kópavogi
var vísað frá en Margrét segir að
enn sé óvíst með skólavist fyrir
marga þeirra. „Aðsóknin að skólan-
um er gífurlega mikil og við gátum
ekki tekið inn nema hluta af þeim
nemendum sem sóttu um. Ég býst
við að Menntaskólinn í Kópavogi sé
sá skóli sem er í hvað erfiðastri
stöðu þetta árið,“ segir Margrét.
Fulltrúar Kópavogsbæjar munu á
næstunni funda með menntamála-
ráðuneytinu og leita leiða til úr-
bóta. Margrét segir að það leysi að
sjálfsögðu ekki vanda þeirra sem
hyggjast hefja nám í haust. Hún
segir að hluta vandans megi leysa
með því að byggja bóknámsstofur
við skólann en það hljóti að koma
að því að nýr framhaldsskóli verði
byggður í Kópavogi.
Heldur dregur úr aðsókn í MR
Ragnheiður Torfadóttir, rektor
Menntaskólans í Reykjavík, segir
að heldur hafi dregið úr aðsókn að
skólanum, fækkunin sé þó ekki
mikil og eigi sér eðlilegar skýring-
ar. „Það eru alltaf einhverjar sveifl-
ur í því hvaða nám ungu fólki þykir
eftirsóknarvert. Þessi skóli er
nokkuð sérhæfður en hann veitir
mjög góða undirstöðu fyrir
háskólanám í raunvísindum, s.s. í
stærðfræði og eðlisfræði, en einnig
í hugvísindum. Þetta er menntun
sem er staðgóð og nýtist mönnum í
hvaða háskólanámi sem þeir
stunda,“ segir Ragnheiður. „Það er
mjög eðlilegt að aðsókn sveiflist frá
ári til árs,“ segir Ragnheiður sem
telur enga ástæðu til að breyta
kennsluháttum í bili þótt lítillega
hafi dregið úr aðsókn. Ekki sé
langt síðan umsóknir voru miklu
fleiri en skólinn gat tekið við og
spurn nemenda eftir skólavist í MR
hafi verið breytileg í áranna rás.
Ragnheiður segir ásókn nemenda
úr nágrannasveitarfélögum í MR
hafa minnkað talsvert. „Eftir því
sem skólarnir í nágrenninu eldast
og eflast og fá betra húsnæði og
aðstöðu er eðlilegt að það sé ekki
þessi óskaplega mikla aðsókn sem
var,“ segir Ragnheiður. Næsta
haust hefja 225 nemendur nám í
skólanum í 9 bekkjardeildum en
það er svipað og síðustu ár. „Mér
finnst þetta góð tala,“ segir Ragn-
heiður. „Það er miklu notalegra og
auðveldara fyrir nemendur að
þurfa ekki að vera í alltof fjölmenn-
um árgangi."
Kvennaskólinn í Reykjavík
vísar niörgum frá
Kvennaskólinn í Reykjavík þarf
að vísa frá um 120 nemendum sem
er um helmingur þeirra sem sóttu
um. Oddný Hafberg aðstoðarskóla-
meistari segir aðsókn að Kvenna-
skólanum fara vaxandi og skólinn
sé við það að fyllast. „Við erum
með yfirstærð af bekkjum þótt við
reiknum með að einhverjir staðfesti
ekki skólavist," segir Oddný sem
býst við að nemendur verði um 520
á næsta ári. Oddný segir skólann í
raun ekki rúma nema 480 ef nóg
pláss eigi að vera fyrir alla. „Við
kennum hér í öllum skúmaskotum,"
segir Oddný. Hún telur ástæðuna
fyi-ir vinsældum skólans einkum
vera gott kennaralið en að hluti
skýringarinnar geti einnig verið sú
að nemendur vilji frekar vera í
bekkjakerfi en í fjölbrautaskóla.
200 fleiri umsóknir um
Iðnskólann í Hafnarfirði
Aðsókn í Iðnskólann í Hafnar-
firði er með mesta móti að sögn
Sveins Jóhannssonar aðstoðar-
skólameistara. Umsóknir á haust-
önn eru um 200 fleiri en í fyrra og
enn eru umsóknir að berast. Sveinn
telur nýtt húsnæði skipta miklu
máli en þegar það hafi verið tekið í
notkun hafi aðstaða nemenda og
kennara breyst mjög til batnaðar.
Borgarholtsskóli vinsæll
Umsóknum nýnema um skólavist
í Borgarholtsskóla fjölgaði um
hundrað frá í fyrra en alls hefja um
360 nýnemar þar nám í haust. Eyg-
ló Eyjólfsdóttir skólameistari segir
skólann í mikilli sókn. Margt komi
þar til, húsnæðið sé nýtt og rúm-
gott, kennaraliðið áhugasamt og
skólastarfið í sífelldri þróun. „Það
er mikill uppgangsandi hérna,“
segir Eygló. „Skólinn hefur verið
duglegur við að auglýsa sig og
skapa sér nafn og nemendur héðan
bera honum vel söguna." Um 700
nemendur verða í skólanum næsta
vetur en skólinn var upphaflega
byggður fyrir 1.000 nemendur.
Eygló segir hverfið sífellt vera að
stækka og því eðlilegt að nemend-
um fjölgi um leið.
Aldrei fleiri umsóknir
í Flensborg
Einar Birgir Steinþórsson, skóla-
meistari Flensborgarskóla í Hafn-
arfirði, segir skólann aldrei hafa
fengið fleiri umsóknir. „Við fengum
165 umsóknir frá nýnemum sem er
mesti fjöldi sem við höfum fengið
en jafnframt erum við að innrita úr
minnsta árgangi sem hefur verið
hér í Hafnarfirði mjög lengi,“ segii’
Einar sem er mjög ánægður með
aðsóknina. Einar þakkar þessa
auknu aðsókn m.a. tölvuvæðingu
skólans en í haust er gert ráð fyrir
að nemendur geti keypt fartölvur á
sérstöku tilboði og nýtt þær við
nám sitt í skólanum.
Lítill byr er víkingaskipið fslendingur lagði af stað
Hafís ennþá við Grænland
VÍKINGASKIPIÐ íslendingur
lagði af stað vestur um haf frá Ól-
afsvík um klukkan 6 í gærmorgun.
Hafði þá ferð skipsins tafist um
nokkra daga vegna hafíss á leiðinni
til Grænlands. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Veðurstofu Islands ætti
Islendingur að eiga greiða siglinga-
leið meðfram suðurjaðri ísbreið-
unnar en enn er mikill ís þar sem
ráðgert er að sigla að landi á Græn-
landi.
í samtali við Morgunblaðið í gær
sagði Stefán Geir Gunnai'sson,
skipverji á Islendingi, að h'tinn byr
væri að fá og því gengi nokkuð
hægt í upphafi ferðar. Sagðist Ste-
fán hafa litlar áhyggjur af hafísn-
um, enn gæti ræst úr í þeim málum
því líklegt væri að ísinn myndi
bráðna nokkuð á þeim 6-8 dögum
sem það mun taka að sigla að hon-
um. Mikil hreyfing væri á ísnum og
því mögulegt að sæta lagi til að sigla
í gegnum hann. Sagði Stefán engan
vafa leika á því að Islendingur næði
til Grænlands á tilsettum tíma.
Aætlað er að Islendingur taki
land á Grænlandi 15. júlí en dagana
15. til 17. júlí eru fyrirhuguð hátíða-
höld þar til að fagna landafunda-
afmæli Leifs heppna. Munu Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti Islands,
og Margrét Þórhildur Danadrottn-
ing verða þar á meðal 300 opinberra
hátíðargesta.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson.
Fálkaungi í hreiðri
Norður-Hérað. Morgunblaðið.
HANN var pattaralegur fálka-
unginn sem fréttaritari rakst á í
hreiðri sfnu á dögunum. Horfði
forvitnum augum á komumann
meðan móðirin, sem er ungur
fugl, sveimaði yfir og fylgdist
með en hafði ekki að öðru leyti
áhyggjur af heimsókninni.
Utsala — útsala
Utsalan byrjar á morgun
Barnakot
Kringlunni4-6sírm 588 1340
AUGUST SILK
✓
á Islandi
HeiCdsöCuvetð á 100% siC^i í dag,
SíðuHiúCa 35. 3. Aaeð, Í{C. 4r-7.
Peysasett, peysar, náttsett, sCoppar.
2 fyrir 1 til 28 júlí Gleraugnaverslunin Sjónarhóll Glæsibæ og Hafnarfirði II
Alexandertækni
fyrir alla
Fjárfestu í sjálfum þér
Einkatímar í Alexandertækni. Losað um
spennu í líkama. Bætir svefn og almennt
andlega líðan.
Leiðréttir slæma ávana og vekur líkamlega
meðvitund.
jónína Ólafsdóttir,
Lindargötu 44a,
simi 552 2175.
TEENO
Laugavegi 56, sími 552 2201
WJJl mfcðs
■J..U,,Li.l IHDUSTRY
Hefst f fyrramálið kl. 10.
Vönduð og falleg föt á börnin frá þekktum
framleiðendum á verulega lækkuðu verði.
Tunberlande E L L E
ENGiABÖRNÍN
Laugavegi 56, sími 552 2201
CotiminL
DIESEL