Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Skundum á Þingvöll Og að öllu loknu þegar Ijóst er að allir ganga uppréttir og óhaltirfrá borði má kannski spyrja hverju var raunverulega verið að fagna? Kristnihátíðin tókst vel. Það er sam- dóma álit allra. Líka þeirra sem fannst hún kosta alltof mikið og jafnvel þeirra sem voru algjörlega á móti því að halda hana. Þeir sem fóru ekki á hátíðina voru almennt sammála um að hún hefði tekist vel. Þetta er sannarlega ánægjuleg niðurs- taða á máli sem stefndi í að verða hið vandræðalegasta þar sem ekki fannst nokkur maður í vikunni fyrir hátíðina sem vildi viðurkenna að hann gæti hugsað sér að fara. Veðurguðirnir (takið eftir fleirtölunni) komu þá til hjálpar og gáfu hinum kristna kollega sínum grænt ljós á gott veður svo bjarga mætti því sem bjargað yrði. Fyrir vikið streymdu nokkrar þúsundir manna á há- VIÐHORF Eftir Hávar Sigurjónsson tíðina á laug- ardeginum, og eftir að þeir höfðu sagt sínar farir býsna sléttar létu enn fleiri eftir sér að skreppa austur á sunnudeginum. Þrátt fyrir úrslitaleikinn. Þeir sem fóru á laugardegin- um voru þó tortryggnin upp- máluð. Tilbúnir að bregðast við af hörku ef eitthvað yrði til hindrunar eða tafa. Ein kona sneri við á miðjum Þingvallaveg- inum þegar hún lenti fyrir aftan bíl sem ók grunsamlega hægt. Brennt barn forðast eldinn og þessi kona sólbrann illa í bílnum sínum örlagadaginn mikla níutíu og fjögur. Umferðarskipulagið var reyndar til svo mikillar fyrir- myndar að langt fram eftir laug- ardeginum var engu líkara en ákveðið hefði verið að leyfa bara einn bíl í einu á leiðinni allri; hafa samt eina akrein fría fyrir lögreglu og sjúkrabíla og loka fyrir hringveginn beggja vegna Þingvalla. Forsvarsmenn hátíðarinnar höfðu ekki undan að éta ofan í sig áætlaðar aðsóknartölur alla vikuna. Skipulagið miðaðist við sjötíu þúsund manns. Þegar skoðanakannanir bentu eindreg- ið til þess að flestir gætu hugsað sér að gera eitthvað annað um helgina var talað um fimmtíu þúsund. Síðan 20 þúsund, svo tíu þúsund og þá gerðist kraftaverk- ið sem beðið var eftir; aðsóknin varð meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Og biskupinn kvaðst finna til með þeim sem ekki sáu sér fært að mæta, en hann sagðist reyndar aldrei hafa gert sér von- ir um meiri aðsókn en raun bar vitni og var því skemmtilega hissa á þeim fjölda sem sótti há- tíðina. Gaman fyrir hann. Kristnitakan sjálf var svo loks svipt sínum helgisagnarblæ og sett í dyrnar eins og hún var klædd. Landslýður var leiddur í allan sannleik um hvaða hrá- skinnsleikur lá þar að baki og hvert var raunverulegt innræti Ólafs helga. Vestfirska þing- manninum mæltist vel sem þakkaði heiðnum mönnum þá skynsemi að taka við kristinni trú og afstýra þannig upplausn og ófriði í landinu. En pólitíkus- arnir eru enn við sama hey- garðshornið nú þúsund árum síð- ar og snjallasta bragðið var auðvitað hvernig stjórnarflokk- arnir stungu upp í stjórnarand- stöðuna með því að fela sam- visku þjóðarinnar skipulag dagskrárinnar. Ögmundi Jónas- syni var því tregt tungu að hræra er hann vildi gagnrýna kristnihátíðina; hann sagði að vissulega kostaði þetta mikið, vissulega væri aðsóknin ekki eins og best væri á kosið en dag- skráin væri frábær og þeim til sóma sem stóðu að henni. Hann greiddi sem sagt Kristnitökuhá- tíð atkvæði sitt. Hann sem var þó manna líklegastur til að gagn- rýna bruðlið með nær einn millj- arð í kostnað og framkvæmdir vegna hátíðarinnar - gildir einu þótt sumt af því hafi komið af fjárveitingum annarra ríkis- stofnana. Ógmundur var býsna berskjaldaður og stóð einn þenn- an dag því samviska þjóðarinnar I umhverfis- og mannræktarmál- um var svo upptekin við að skipuleggja dagskrána að hún gat ekki staðið við hlið hans og býsnast yfir bruðlinu. Kærleiks- krókurinn og æskuvellirnir áttu hug hennar allan. Síðan réttu all- ir þingmenn upp hönd og sögðu já og amen þegar samþykkt var að verja hálfum milljarði til við- bótar í eitthvað ámóta óljóst og menningarlegar rannsóknir. Fjölmiðlarnir sneru svo skyndilega við blaðinu þegar ljóst var að sólin skein á hina vantrúuðu strax á laugardags- morgninum. Hinn neikvæði tónn sem hafði einkennt alla umræð- una, að ekki sé sagt háðskur, varð í einu vetfangi ofur jákvæð- ur; skundum á Þingvöll var boð- orð dagsins og enginn minntist einu orði á dylgjumar, efasemd- imar og vantrúna sem áður hafði borið uppi umfjöllunina um und- irbúning hátíðar hinna kristnu manna. Ásatrúarmenn og sér- trúarhópar höfðu unnið fjöl- miðlaslaginn vikurnar á undan með því að beina athyglinni að ómaklegri meðferð á sér. Kristnihátíðarnefnd hafði ekki undan að þvo hendur sínar af þeirri misgjörð að hefta trúar- hópana í Hestgjá og meina heið- ingjunum afnot af salernum helgina á undan. Auglýsinga- herferðin síðustu dagana fyrir hátíðina beindist heldur ekki að öðru en sannfæra almenning um hversu gaman yrði á Þingvöllum. Þetta yrði með öðrum orðum ekki trúarhátíð heldur skemmti- hátíð, útihátíð með trúarlegu ívafi: „Þótt þú sért skírður, fermdur og giftur en trúlaus að öðru leyti finnurðu örugglega eitthvað við þitt hæfi á Kristni- hátíðinni um helgina." Og að öllu loknu þegar ljóst er að allir ganga uppréttir og óhalt- ir frá borði má kannski spyrja hverju var raunverulega verið að fagna? Hvers var verið að minn- ast? Að íslendingar beygðu sig fyrir hótunum erlends yfirvalds og tóku upp nýjan trúarsið þvert ofan í vilja meirihluta þjóðarinn- ar? Að þeir gengu nútímanum á hönd að þeirra tíma skilningi? Að trúin var hreint aukaatriði í þeim pólitíska hráskinnsleik sem fór fram á Þingvöllum sumarið 1000? Á sama hátt og hún var aukaatriði í þeirri skemmtidag- skrá sem haldið var fram á Þing- völlum sumarið 2000. Er það kannski aðalatriðið? Kvikmynd um huliðs- heima á Islandi Morgunblaðið/Þorkell Frá vinstri: Mathieu Bompoint framleiðandi, Jean Michel Roux leik- stjóri, Thierry Teston aðstoðarmaður, Míreya Samper aðstoðarleik- stjóri, Jean Louis Vialard, stjórnandi kvikmyndatöku og Margaux Bon- homme aðstoðarkvikmyndatökumaður. UM ÞESSAR mundir eru franskir kvikmyndagerðarmenn staddir á íslandi við upptökur á heimildar- mynd. Myndin fjallar um dulræn fyrirbrigði og huliðsheima og er eingöngu tekin upp á íslandi. Hópurinn sem stendur að mynd- inni er skipaður Frökkum, en að- stoðarleikstjóri myndarinnar er ís- lenskur, Míreya Samper. Blaða- maður Morgunblaðsins fór og hitti nokkra úr hópnum þar sem þeir borðuðu hádegismat niðri í bæ. íslandsför vekur spurningar Á veitingahúsinu eru saman kom- in Míreya, aðstoðarleikstjóri mynd- arinnar, Jean Michel Roux leik- stjóri, Jean Louis Vialard sem stjórnar upptöku og framleiðandinn Mathieu Bompoint. Fyrsta spurn- ingin er hvort fólkið trúir á dulræn fyrirbrigði. „Þegar ég kom í fyrsta sinn til Islands fyrir tíu árum vökn- uðu spurningar hjá mér hvort dul- ræn fyrirbrigðu væru til, þar sem ég hitti svo margt fólk sem sagðist hafa orðið fyrir dulrænni reynslu," segir Roux, leikstjóri myndarinnar. „Það er afar furðulegt fyrir mann frá Frakklandi að heyra fólk tala um að það hafi séð álfa og dáið fólk eins og það sé sjálfsagt.“ Hinir taka undir. „Eftir að við byrjuðum að vinna með þessa mynd hafa vissu- lega vaknað spurningar sem ekki voru til staðar áður,“ segja þau. „Eg held að við höfum fengið það miklar sannanir nú að ég geti ekki efast um þetta,“ bætir Míreya við. í kjölfar Islandsfarar Roux fyrir tíu árum gerði hann stuttmynd fyrir þremur árum sem ber heitið „ELFLAND“, álfaland. „Þetta var stuttmynd sem fjallaði um álfa á Islandi. Sú mynd hefur aldrei verið sýnd á íslandi og okkur sem stöndum að myndinni þykir miður að Ríkissjónvarpið skuli ekki hafa sýnt þessari mynd þann áhuga sem hún verðskuldar," segir Míreya, en hún var einnig að- stoðarleikstjóri þeirrar myndar. Að meirihluta er það sama fólkið sem kemur að heimildarmyndinni nú og vann að ELFLAND. Bompoint, framleiðandinn, heldur áfram: „Þessi mynd hefur verið sýnd um alla Evrópu, meðal annars allsstað- ar á Norðurlöndunum nema á Is- landi þrátt fyrir að hún hafi verið tekin hér upp. Það er mjög skrýtið." Vítt sjónarhorn Vinnuheiti heimildarmyndarinn- ar sem nú er í vinnslu er „Investi- gation into The Invisible World“ eða „Könnun huliðsheima" á ís- lensku. Myndin er eingöngu tekin upp á íslandi og allt talað mál er á íslensku. „Það er bara rætt við ís- lendinga í myndinni,“ útskýrir Mír- eya. „Fólkið segir frá reynslu sinni á móðurmálinu, en þegar myndin verður sýnd erlendis verða annað hvort hafðir textaborðar eða frá- sögn yfir myndinni á öðru tungu- máli. Það fer líklegast eftir því í hvaða landi myndin er sýnd hverju sinni.“ En hvaða fólk er rætt við í myndinni og frá hverju segir það? „Við reynum að taka á málefninu í víðu samhengi," svarar Míreya og Roux heldur áfram: „Að stærstum hluta er þetta skyggnt fólk, miðlar og venjulegt fólk sem hefur orðið fyrir dulrænni reynslu. En svo er líka talað við fólk sem hefur enga dulræna reynslu til að deila með áhorfandanum, en getur komið með annað sjónarhorn.“ Míreya útskýrir nánar: „í myndinni koma til dæmis fram sagnfræðingar sem hafa rannsakað þessi mál en h'ka fólk sem alls ekki trúir á dulræn fyrir- brigði. Svo er það Vegagerðin, við ræðum við fólk sem vinnur þar. Þó að Vegagerðin sem slík trúi ekki á álfa þarf fyrirtækið oft að taka tillit til þessara hluta og fólksins sem trúir á þá.“ Myndin verður væntanlega til- búin í mars á næsta ári og verður þá sýnd fljótlega eftir það í íslenskum kvikmyndahúsum. Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju HÁDEGISTÓNLEIKARNIR í Hallgrímskirkju halda áfram fimmtudaginn 6. júlí kl. 12. Þá koma fram þau Þórunn Guðmunds- dóttir sópransöngkona og Kjartan Sigurjónsson organisti. Á efnisskránni eru nokkur sálma- lög eftir Bach og sálmar og vers við lög íslensku tónskáldanna Karls O. Runólfssonar, Sigurðar Þórðarson- ar, Þórarins Jónssonar og Jóns Leifs. Auk þess leikur Kjartan sálmaforleik eftir Bach og Pass- acaglíu í d-moll eftir Buxtehude. Þórunn Guðmundsdóttir lauk einleikaraprófi á flautu og burtfar- arprófi í söng frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík. Eftir það stundaði hún framhaldsnám í söng í Banda- ríkjunum og lauk doktorsprófi frá Indiana-háskóla í Bloomington. Eftir að Þórunn kom heim frá námi hefur hún stundað margvísleg tónlistarstörf. Hún hefur komið víða fram sem einsöngvari, m.a. með Kammersveit Reykjavíkur og í konsertuppfærslu á Örfeo eftir Monteverdi. Þá hefur hún sungið einsöng með ýmsum kórum og haldið fjölda einsöngstónleika. Einnig hefur hún sungið inn á geisladiska, m.a. geisladisk með einsöngslögum Jóns Leifs og Karls O. Runólfssonar. Þórunn starfar sem söngkennari við Tónlistarskól- ann í Hafnarfirði. Kjartan Sigurjónsson nam orgel- leik hjá dr. Páli Isólfssyni á árunum 1958-66 og hefur gegnt organleik- arastöðum víða um land á fjórða Morgunblaðið/Jím Smart Kjartan Sigurjónsson organisti og Þórunn Guð- mundsdóttir sópransöngkona koma fram á tón- leikum í Hallgrímskirkju. áratug. Hann hefur haldið fjölda kvölds við orgeltónleika hér heima og erlend- fimmtudaga is. 1987-97 var hann organisti í ágústloka. Seljakirkju í Reykjavík en er nú krónur. organisti Digranes- kirkju auk þess að vera formaður Fé- lags íslenskra org- anleikara. Síðar á þessu ári kemur út geisladiskur með leik Kjartans. Laugardaginn 8. júlí mun finnski organistinn Hákan Wikman leika á há- degistónleikunum. Hákan Wikman er organisti Vantaa- kirkjunnar í Hels- inki auk þess sem hann kennir orgel- leik við Síbelíus- arakademíuna þar í borg. Á efnisskrá hans eru þrjár tokkötur: Tokkata í d-moll BuxWV 155 eftir Buxtehude, Tokkata og fúga í F-dúr BWV 540 eftir Johann Seb- astian Bach og Tokkata, samin ár- ið 1977 af finnska tónskáldinu Mauri Wiitala (f. 1947). Hádegistónleik- arnir eru haldnir á vegum Sumar- orgelið og eru alla og laugardaga kl. 12 til Aðgangseyrir er 500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.