Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 29
28 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000 29
STOPNAÐ 1913
Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
FRIDSAMLEG BYLTING í
STJÓRNMÁLUM MEXÍKÓ
SIGUR Vicente Fox í forsetakosn-
ingunum í Mexíkó boðar um-
byltingu í stjórnmálalífi lands-
ins, sem hefur verið í heljargreipum
Byltingarflokksins (PRI - Partido
Revolucionario Institucional) í rúma
sjö áratugi, eða allt frá árinu 1929.
Slík hafa tök PRI verið á stjórnmála-
kerfinu í landinu að margir eiga erfitt
með að átta sig á þeirri byltingu sem
átt hefur sér stað. Og það með frið-
samlegum hætti í því eldfima and-
rúmslofti, sem einkennt hefur stjórn-
málin í Mexíkó, einkum á fyrstu
áratugum aldarinnar, þegar landið
logaði í uppreisnum og borgarastyrj-
öldum.
Kjör Fox sem forseta á vegum Þjóð-
arátaksflokksins ( PAN - Partido de
Accion Nacional) er talinn mikill sigur
fyrir lýðræði í heiminum og þá sér-
staklega lýðræðisþróunina í Mexíkó.
Flokksræði hefur ríkt í landinu og
PRI hefur skýlt sér á bak við lýðræð-
isleg ytri tákn eins og kosningar, en
úrslit þeirra voru jafnan ráðin af
flokksbroddunum fyrirfram. Hvers
kyns spilling var einkennandi í stjórn-
málum, en þó kastaði fyrst tólfunum
síðustu tvo áratugina eða svo. Landið
hefur orðið fyrir miklum efnahagsleg-
um skakkaföllum undanfarin ár, sem
enn hefur aukið á gífurlegt misrétti og
fátækt. Vaxandi óánægju, ókyrrðar og
átaka hefur því gætt. Mikið skref var
tekið í lýðræðisátt árið 1997, þegar
Cardenas, frambjóðandi Lýðræðislega
byltingarflokksins (PRD - Partido de
la Revolucion Democratica), sigraði
með miklum yfirburðum í fyrstu borg-
arstjórakosningunum í Mexíkóborg.
Þau úrslit þóttu benda til þess að
brestir væru komnir í valdakerfi PRI.
í framhaldi af þeim úrslitum ákvað nú-
verandi forseti, Ernesto Zedillo, að
greiða fyrir lýðræðislegum kosningum
nú og hvikaði hann ekki frá þeirri
ákvörðun.
Stjórnmálasviðið í Mexíkó er ger-
ORÐOG
LEIÐTOGAR 186 ríkja komu saman
til ráðstefnu í Kaupmannahöfn
fyrir fimm árum þar sem þeir sam-
þykktu átak gegn fátækt, atvinnuleysi
og félagslegri útskúfun.
„Við höfum ekki náð þeim markmið-
um sem við settum okkur ... við höfum
ekki staðið við fyrirheit okkar og alls
ekki á tilsettum tíma. Það er hin dapur-
lega staðreynd. Við hefðum getað gert
betur - miklu betur,“ sagði Poul Nyrup
Rasmussen, forsætisráðherra Dana,
meðal annars í ræðu sinni er hann
ávarpaði aukaþing Sameinuðu þjóð-
anna í Genf, sem haldið var til að fjalla
um árangur af starfi ráðstefnunnar í
Kaupmannahöfn.
Það er dapurlegt til þess að vita að
enn sem komið er hafi þær skuldbind-
ingar sem gefnar voru fyrir fimm árum
ekki reynst neitt annað en orðin tóm,
en ekki er rétt að afskrifa hin góðu
áform með öllu, því niðurstaða auka-
þingsins í Genf var sú að stefnt skuli að
því að fækka þeim um helming fyrir ár-
ið 2015 sem búa við sára fátækt.
Orð eru til alls fyrst - og það mark-
mið þjóðarleiðtoganna frá því fyrir
fimm árum, að skapa efnahagslegar,
breytt frá því sem var fyrir fáum ár-
um. Flokksræðið PRI er á hröðu und-
anhaldi og tveir aðrir flokkar hafa gert
sig gildandi. Erfitt er að staðsetja PRI
í litrófi stjórnmálanna, en flokkurinn
hefur að mörgu leyti fylgt íhaldssamri
efnahagsstefnu, en jafnframt staðið
fyrir þjóðnýtingu í atvinnulífinu.
Væntanlega mun starf hans í stjórna-
randstöðu móta og skerpa pólitískar
áherzlur hans í framtíðinni.
PAN-flokkur Fox forsetaefnis er
talinn hægrisinnaður en hefur þó lagt
áherzlu á frjálslyndi á ýmsum sviðum.
PRD-flokkurinn telst hins vegar til
vinstri.
Fyrstu viðbrögð fjármálamarkaðar-
ins við sigri Fox eru jákvæð og hækk-
uðu hlutabréf í mexíkóskum fyrirtækj-
um strax um 5%. Það sama má segja
um pólitísk viðbrögð í lýðræðisríkjun-
um. Vicente Fox er talinn miðjumaður
í stjórnmálum og hefur sjálfur sagt að
hann taki stefnumið Tonys Blair, jafn-
aðarmannaleiðtogans brezka, sér til
fyrirmyndar. „Verkefni okkar er að
koma á breytingum án haturs og
reiði,“ sagði Fox eftir kjör sitt og
skoraði á fólk að grípa ekki til hefnda-
raðgerða gegn fyrri valdhöfum.
Hann hefur lýst því sem meginverk-
efni að tryggja efnahagslegan stöðug-
leika og hefur lofað „nýju efnahags-
undri“ með 7% hagvexti, 2% verðbólgu
og 1,3 milljónum nýrra starfa. Þá
verður ráðist gegn spillingu, sem eink-
enndi valdatíma PRI, og eitt af höfuð-
verkefnum segir Fox verða bætt kjör
fátæklinga og réttlátari dreifing þjóð-
arauðsins.
Víst er að verkefni forsetaefnisins
er risavaxið. íbúarnir eru um 100
milljónir og meirihlutinn býr við sár-
ustu fátækt. Þótt Mexíkó sé tæknivætt
nútímaríki hefur lítið breyzt í þeim
efnum frá því þeir Pancho Villa og
Emilio Zapata fóru fyrir uppreisnar-
her öreigabændanna í upphafi aldar-
innar.
EFNDIR
menningarlegar og lagalegar forsend-
ur fyrir félagslegri þróun, er í fullu
gildi. En sú staða má ekki koma upp að
fyrirheit hinna ríku um að rétta hag
þeirra fátæku reynist ekkert annað en
innantóm loforð. Nú er tími til kominn
að játa verkin tala.
í þessum efnum skipta fjarlægðir
engu máli og við sem byggjum alls-
nægtahorn heimskringlunnar - norð-
urhvel jarðar - berum ríka ábyrgð á
því að dregið verði úr þeim mikla mun
lífsgæða sem jarðarbúar búa við.
Þörf fyrir aðstoð er misjöfn eftir
heimshlutum, en augljóslega þarf að
beina aðstoðinni til vanþróuðustu ríkja
heims, ekki síst í Afríku. Bresku hjálp-
arsamtökin Oxfam benda á í skýrslu að
til þess að takast á við fátækt dugi fá-
tækustu löndunum ekki aðeins aukinn
hagvöxtur, heldur vöxtur sem gagnist
öllum.
Hinar ríku þjóðir heims hafa
ákveðnar skyldur í þessum efnum ekki
sízt af siðferðilegum ástæðum. En
jafnvel þótt þær líti á málefni fátæku
þjóðanna út frá þröngum eigin hags-
munum er Ijóst að það er þeim í hag að
rétta fram hjálparhönd.
Nýsköpunarsjóður námsmanna úthlutar styrkjum til 126 rannsóknarverkefna
Fj ölbr eytt
flóra
verkefna
Nýsköpunarsjóður námsmanna úthlutar
árlega styrkjum til háskólanema í þeim til-
gangi að þeir geti eytt sumrinu vlð að
vinna að metnaðarfullum og krefjandi
rannsóknarverkefnum. Valgarður Lyng-
dal Jónsson kynnti sér nokkur þeirra
verkefna sem í ár hlutu styrki frá sjóðnum.
.—-.
Morgunblaðið/Kristinn
Valtýr Stefánsson
Thors
Kolbrún Þ.
Pálsdóttir
Björgvin
Guðmundsson
Ólöf Helga
Þór
Þorvarður Tjörvi
Ólafsson
níu löndum með tækja-
búnað til Kosovo til að
aðstoða Flóttamanna-
stofnun Sameinuðu
þjóðanna við skráningu
flóttamanna. í því til-
felli fólst stuðningur
fyrirtækisins iyrst og
fremst í sérþekkingu
og vinnuframlagi
starfsmanna þess. Það
eru einmitt fjölbreytt-
ar leiðir af þessu tagi
sem verkefninu er
meðal annars ætlað að
kynna hér á Islandi þar
sem aðferðir hafa ef til
vill verið helst til ein-
hæfar til þessa.
AUNDANFÖRNUM ár-
um hefur Nýsköpunar-
sjóður námsmanna getið
sér gott orð íýrir vinnu
þeirra mörg hundruð námsmanna
sem starfað hafa á hans vegum sem
og fyrir niðurstöður verkefnanna
sem þeir hafa leyst af hendi.
Þetta árið hlutu 126 verkefni styrk
af 201 umsókn sem borist hafði
sjóðnum. I sumar starfa því alls um
150 námsmenn á vegum sjóðsins og
eru mörg verkefnanna unnin í sam-
starfi nemenda, íyrirtækja og há-
skólastofnana.
I verkefnunum sem unnið er að í
sumai’ að tilstuðlan sjóðsins kennir
ýmissa grasa, enda verkefnin mörg
og nemamir koma úr öllum deildum
háskólanáms. Þegar svo fjölbreytt
flóra verkefna er til staðar er erfitt
að velja nokkur úr til nánari kynn-
ingar enda skal það tekið fram að
þau verkefni sem hér eru kynnt fyrir
lesendum eru ekki valin vegna þess
að þau séu betri eða áhugaverðari en
önnur. Hins vegar má ef til vill sjá á
fjölbreytni þeirra sem hér eru kynnt,
hve víða hlýtur að vera við komið í
þeim 126 rannsóknarverkefnum sem
unnið er að í sumar.
Kostnaður og fjármögnun
bj örgunaraðgerða
Björgvin Guðmundsson er hag-
fræðinemi sem fékk styrk úr Ný-
sköpunarsjóði námsmanna til að
vinna í sumar að rannsókn á kostn-
aði af björgunaraðgerðum og leiðum
til fjármögnunar þeirra. Segir
Björgvin hugmyndina að verkeíhinu
hafa kviknað þegar hann heyrði
fréttir fluttar af björgunaraðgerðum
þar sem fullyrt var að björgunar-
starf hér á landi kostaði ekki neitt
þar sem það væri allt unnið í sjálf-
boðavinnu. „En eins og við vitum,“
segir Björgvin, „þá er ekkert tO sem
heitir ókeypis. Það er alltaf einhver
sem borgar brúsann og mig langaði
að kanna það tO hlítar, annars vegar
hver raunverulegur kostnaður við
björgunaraðgerðir er og hins vegar
hvaðan fjármagnið tO þeirra kemur.“
Björgvin segir að við rannsóknina
komi það honum tO góða hversu ná-
kvæm skráning er tO hjá þeim sem
að björgunarstarfi standa. Til séu
skýrslur um allar aðgerðir, hversu
viðamOdar þær voru, tækjabúnað
sem var notaður o.s.frv. Hins vegar
eru margir kostnaðarliðir sem afar
erfitt er að meta. Nefnir Björgvin
sem dæmi að sjálfboðaliðar við
björgunarstörf þurfa oft að fara úr
vinnu tO að sinna útköllum og þannig
myndist ákveðinn fómarkostnaður
sem ekki verði metinn í fjárhæðum á
einfaldan hátt.
Björgunarstarf sprottið
af þörf fólksins
Björgvin segir einnig vera afar
áhugavert að líta tO þess, hvers
vegna björgunarstarfi sé háttað eins
og raunin er hér á landi. „Mér finnst
athyglisvert að skoða hvernig starf-
semi björgunarsveita hefur verið rif-
in áfram af sjálfboðaliðastarfi í gegn-
um árin. Áður en rfldð fór á nokkum
hátt að koma að björgunarstörfum
var þegar búin að myndast hefð fyrir
björgunarsveitum víða um land.
Þannig er starfsemi björgunarsveita
hér á landi íyrst og fremst sprottin
af þörf fólksins í landinu.“
Að sögn Björgvins er það ekki
ætlun hans að skoða einstakar að-
gerðir eða að benda á einhverja sem
hefðu átt að bera kostnaðinn af
þessu eða hinu útkallinu. „Það sem
vakir fyrii’ mér er að skoða hvemig
þetta hefur breyst síðustu tíu árin og
að bera saman kostnað frá einu ári til
annars. Umræðu á borð við þá,
hversu mikið kosti að leita að einni
rjúpnaskyttu, tel ég að menn eigi að
forðast.“
Einelti í skólum,
hugmyndir kennara
Ólöf Helga Þór er menntaður
kennari og námsráðgjafi en stundar
nú meistaranám í uppeldis- og
menntunaríræði við Háskóla ís-
lands. Áður var hún um tíma for-
stöðumaður Rauðakrosshússins sem
er neyðarathvarf fyrir böm og ung-
linga. Einelti er því nokkuð sem Ólöf
hefur kynnst frá mismunandi sjón-
arhomum og unnið með í mörg ár
enda segir hún að þegar tillaga að
rannsókn á hugmyndum kennara
um einelti kom frá Rannsóknastofn-
un uppeldis og menntamála (RUM)
hafi henni strax fundist mjög spenn-
andi að geta tekið þátt í slíkri vinnu.
Ræðir við kennarahópa
um einelti
Um þessar mundir er Ólöf að
ræða um einelti og ýmislegt því
tengt við hópa kennara sem hafa
boðiðsig fram tO þátttöku í verkefn-
inu. „I þessum hópviðtölum fáum við
vísbendingar um viðhorf og hug-
myndir kennara um einelti, orsakir
þess og afleiðingar og helstu úrræði.
Á þessum vísbendingum byggjum
við síðan spumingalistana sem send-
ir verða út til kennara þegar þeir
koma til starfa í skólunum í ágúst.“
Telur Ólöf að það að vinna spum-
ingalistann á þennan hátt sé mun
vænlegra til árangurs en að reyna að
þýða og staðfæra erlenda spuminga-
lista. Með þessu móti verði spum-
ingalistinn algerlega miðaður við ís-
lenskar aðstæðtu- og niðurstöður
rannsóknarinnar, sem birtar verða í
lokaskýrslu í haust, muni því vænt-
anlega nýtast íslenskum grunnskól-
um betur en ella.
Þátttaka atvinnulífsíns
í mannúðarmálum
Hagfræðineminn Þorvarður
Tjörvi Ólafsson vinnur í sumar að
verkefni sem ijallar um þátttöku at-
vinnulífsins í mannúðarmálum.
Vinnur hann verkefnið í samvinnu
við Rauða kross íslands, sem sér
honum m.a. fyrir vinnuaðstöðu og
efniskostnaði. Að sögn Þorvarðar
Tjörva er markmið verkefnisins fjór-
þætt. í fyrsta lagi er ætlunin að fá
heOdarsýn yfir framlög fyrirtækja á
íslandi til mannúðarmála, í öðm lagi
að bera framlög á íslandi saman við
nágrannalöndin, í þriðja lagi verður
athugað hvaða hag fyrirtæki hafi af
þátttöku í mannúðarstarfi og í fjórða
lagi er verkefnið leið tO að leita nýrra
fjáröflunarleiða fyrir mannúðarsam-
tök. Segir Þorvarður Tjöni að verk-
efnið byggi fyrst og fremst á þeirri
hugsun að bæði atvinnufyrirtæki og
mannúðarsamtök geti hagnast á
slflcri samvinnu um leið og mannúð-
arstarfið sjálft eflist.
Imyndin dýrmætasta
eignin
í því markaðssamfélagi sem ííkir í
dag skiptir sú ímynd sem fyrirtæki
skapa sér og þær hugmyndir sem
fólk hefur um fyrirtæki og vöru-
merki sífeUt meira máli. „Langverð-
mætustu eignir mannúðarsamtaka
eru þau gfldi sem samtökin standa
fyrir,“ segir Þorvarður Tjörvi. „Með
samstarfi við slík samtök tengja fyr-
irtækin nafn sitt við þessi gildi og
þannig er samstarfið góð leið fyrir
fyrirtækin tíl að bæta ímynd sína og
svara kröfum almennings um sið-
ferðislega ábyrgð." Þátttaka at-
vinnulífs í mannúðarstarfi getur ver-
ið með ýmsum hætti en ekki
endilega með beinum fjárhagslegum
stuðningi. Bendir Þorvai’ður Tjörvi á
það, að oft búi mannúðarsamtök og
fyrirtæki yfir þekkingu sem aðilar
geta þá nýtt sér hvor hjá öðrum. T0
dæmis má nefna þegar Microsoft
fyrirtækið sendi 35 staifsmenn frá
Áhrif lýsis á ónæmiskerfið
Valtýr Stefánsson Thors stundar
nám í læknisfræði við Háskóla Is-
lands. Hann vinnur nú annað sumar-
ið í röð við rannsókn á áhrifum lýsis á
ónæmiskerfið og einnig hefur hann
starfað við rannsóknina með námi
sínu í vetur. Að sögn Valtýs hefur
verið unnið að þessari rannsókn í
nokkur ár undir stjóm Ásgeirs Har-
aldssonar, prófessors í bamalækn-
ingum, og hafa margir fagjnenn
komið að rannsókninni eða einstök-
um þáttum hennar. Valtýr er eini
neminn sem tekur þátt í rannsókn-
inni í sumar og segii’ hann að það að
fá tældfæri tfl slíks, með stuðningi
Nýsköpunarsjóðs námsmanna, sé að
sjálfsögðu afar mOdlvægt og lær-
dómsríkt fyrir sig. Rannsóknin snýst
um það að ala mýs, annars vegar á
fæði sem bætt er með lýsi og hins
vegar á fæði sem bætt er með kom-
olíu. Síðan em mýsnar sýktar með
bakteríum og fylgst með hvemig
þeim reiðir af eftir það.
Lýsið virkar
eins og allir vita
„Við eram margoft búin að fá þá
niðurstöðu að mýsnar sem aldar era
á lýsi lifa mun betur en hinar, þannig
að það virðist ekki leika neinn vafi á
gagnsemi lýsisins," segir Valtýr. Það
sem rannsóknin snýst hins vegar um
í sumar er að reyna að kafa dýpra í
það hvemig lýsið virkar á ónæmis-
kerfið. Að sögn Valtýs er ónæmis-
kerfið geysilega flókið og því ekki
einfalt mál að staðsetja virkni lýsis-
ins nákvæmlega innan þess en engu
að síður era þeir sem að tflraununum
standa vongóðir um að geta sýnt
fram á fyrstu niðurstöður rannsókn-
anna með haustinu.
„Menn hafa auðvitað tekið lýsi frá
því fyrir óralöngu og það vita allir að
lýsi er gott við kvefi og ýmsum öðr-
um kvfllum. En í raun veit enginn
hvers vegna það virkar svo vel sem
raun ber vitni,“ segir Valtýr. Hann
segir rannsóknina svo sem ekki eiga
eftir að bæta miklu við þekkingu al-
mennings á lýsinu, það viti hvort eð
er allir hversu hoflt það er. Hins veg-
ar er meiri þekking alltaf betri en
minni og það sem fyrst og fremst er
vonast eftir að komi út úr rannsókn-
inni er betri þekking á ónæmiskerfi
líkamans, hvemig það virkar og
hvemig gripið skuli inn í þegar það
er hætt að virka á eðlflegan hátt.
Hugmyndafræði
íslenskra leikskóla
Kolbrún Þ. Pálsdóttir, meistara-
nemi í uppeldis og menntunarfræði,
vinnur í sumar að könnun á hug-
myndafræði leikskóla á Islandi.
Leikskólar era, að hennar sögn,
menntunarstig sem ekki hefur verið
gefinn mikfll gaumur í rannsóknum
hér á landi. Verkefnið felst í því að
lagðir era spumingalistar fyrir
starfsfólk 57 leikskóla í Reykjavík og
á Norðurlandi vestra þar sem starfs-
menn era spurðir ýmissa spuminga
um leikskólastarfið og þá hug-
myndafræði sem að baki því liggur.
Segir Kolbrún að hennar bíði nú
mikið verk við að fara yfir spum-
ingalistana og vinna úr þeim upplýs-
ingum sem þar er að finna.
Allir starfsmenn spurðir
Könnunin nær til allra starfs-
manna leikskólanna, jafnt faglærðra
sem ófaglærðra, enda segir Kolbrún
að víða sé það að miklu leyti ófaglært
starfsfólk sem heldur starfsemi leik-
skólanna gangandi. Því sé ekki síður
áhugavert að heyra hvað það starfs-
fólk hefur að segja um stárfsemi og
stefnu leikskólanna sem það vinnur
á.
„í lokin langar mig síðan að skoða
niðurstöður könnunarinnar með
hliðsjón af nýrri aðalnámskrá leik-
skóla, leöcskólastefnu Félags ís-
lenskra leikskólakennara og helstu
kennslubókum í leikskólakennara-
námi,“ segir Kolbrún. „í þessum rit-
um er ákveðinn grannur að leik-
skólastarfi lagður og því athyglisvert
að bera það sem þar kemur fram
saman við veraleikann." Að sögn
Kolbrúnar era leikskólai’ á íslandi
æði margbreytflegir. Þeir starfa eft-
ir mismunandi hugmyndafræði og
áherslum og þær hugmyndir sem að
baki liggja birtast á mismunandi
hátt í starfi skólanna. Rannsókn
hennar miðar að því að koma saman
hefldarmynd af því eftir hvers konar
hugmyndafræði leikskólar á íslandi
starfa og hvemig sú hugmyndafræði
endurspeglast í daglegu staifi.
Fulltrúar íslensks vinnumarkaðar eru 1 grundvallar-
atriðum ósammála um framtíðarstefnu launamála
„Þegar búið að skerða
samkeppnisstöðu
íslensks atvinnulífs“
í áliti nefndar, sem
skipuð er fulltrúum
allra helstu hagsmuna-
samtaka á norskum
vinnumarkaði, kemur
fram að vegna alþjóða-
væðingar í efnahags-
málum verði Norð-
menn að fara varlega í
launahækkanir á næstu
árum. Trausti Hafliða-
son spurði Grétar
Þorsteinsson, forseta
*
Alþýðusambands Is-
lands, og Ara Edwald,
framkvæmdastj óra
Samtaka atvinnulífsins,
hvernig þessi mál snúi
að íslensku atvinnulífi.
OLÍKT norskum verka-
lýðsfélögum og vinnu-
veitendum eru fulltrúar
íslensks vinnumarkaðar
í grandvallaratriðum ósammála um
framtíðarstefnu launamála á Is-
landi samkvæmt samtali Morgun-
blaðsins við Grétar Þorsteinsson,
forseti ASÍ, og Ara Edwald, fram-
kvæmdastjóri SA.
í Morgunblaðinu í fyiTadag kem-
ur fram að svokölluð Holden-nefnd,
sem m.a. er skipuð fulltrúum
norskra verkalýðsfélaga og vinnu-
veitenda, aðstoðarseðlabanka-
stjóra landsins og sérfræðingi frá
hagstofunni, er á einu máli um að
ekki megi hækka laun jafn mikið á
næstu áram og undanfarin ár ef
takast á að halda uppi fullri atvinnu
og standast öðram þjóðum snún-
inginn í samkeppninni. Fulltrúar
norsks vinnumarkaðar era því sam-
mála um að launaveislu síðustu ára
sé lokið.
Engin launaveisla
„Ég hef auðvitað fyrirvara á því
að hægt sé að yfirfæra þetta ástand
í Noregi yfir á ísland,“ sagði Grét-
ar. „Ég held að það sé nokkuð ljóst
að almennt launafólk hér á landi líti
ekki svo á að hér hafi verið einhver
launaveisla að undaförnu.
Á síðustu áram hafa ekki verið
ýkja miklar launabreytingar hjá
Evrópusambandsi’íkjunum og ég
lít svo á að við höfum búið við þess-
ar aðstæður í aðalatriðum. Við
verðum auðvitað að taka tillit til
þessara aðstæðna en ég tel að það
hafi þegar verið gert að einhverju
leyti.“
Grétar sagði að samkeppnisað-
stæður snera ekki einungis að laun-
um heldm- að öllum framleiðslu-
kostnaði.
„Það kann auðvitað að vera að
það séu í vændum enn minni launa-
breytingar í Evrópusambandslönd-
unum en ég reikna með að það sé í
aðalatriðum byggt á einhverri spá.“
Staða norsks og íslensks
atvinnulífs keimlík
Ari sagði að sú staða sem norskt
atvinnulíf býr við sé keimlík stöðu
íslensks atvinnulífs. Hann sagði að
á síðustu árum hefðu laun þar hins
vegar hækkað minna en á Islandi.
„Það segii’ sig sjálft að það geng-
Morgunblaðið /Arnaldur
Vegavinna við Smárann.
Ari Grétar
Edwald Þorsteinsson
ur ekki til lengdar að laun í einu
landi hækki meira en almennt ger-
ist á meðal samkeppnislanda nema
til komi aukin framleiðni,“ sagði
Ari. „Annars er atvinnulíf tiltekinn-
ar þjóðar að verðleggja sig út af
markaðnum og það kemur því um
koll fyrr eða síðar. Það er þegar
búið að skerða samkeppnishæfni ís-
lensks atvinnulífs enda höfum við
miklar áhyggjur af samkeppnis-
stöðunni en hún er mjög viðkvæm
um þessar mundir og afkoma at-
vinnulífsins er líkleg til að verða
lakari á þessu ári en nokkur undan-
farin ái’.
Við höfum lagt áherslu á það í
kjarasamningum að gera langtíma-
samninga en með því eram við að
reyna að minnka árlegar launa-
breytingar og veita fyrirtækjunum
svigrúm til þess að mæta kostnað-
inum með aukinni framleiðni. Það
er enginn vafi á því að þetta er höf-
uðverkefni hagstjórnar á íslandi og
stærsta áhugamál aðOa vinnumark-
aðarins."
í Noregi er lagt tO að launa-
myndun verði samræmd og að sér-
stök nefnd skipuð fulltrúum helstu
hagsmunasamtaka komi sér saman
um ávkeðinn efnahagslegan ramma
sem miða skuli við þegar til samn-
ingaviðræðna á vinnumarkaði kem-
ur.
Norska líkanið
miðstýrðara
Grétar sagði að þessi leið hefði að
sumu leyti verið farin hér á landi.
,Alþýðusambandið hefur talið
æskilegt að rekin sé hæfilega sam-
ræmd launastefna í landinu," sagði
Grétar. „Stefna sem lýtur að því að
ná verðbólgunni veralega niður og
koma henni í einhverjar tölur sem
eru í takt við það sem gerist í kring-
um okkur. Eitt af því mikilvægasta
fyrii’ launafólk er að tryggja mjög
lága verðbólgu.“
Ari sagði að það launaákvarðana-
módel sem hefði þróast í Noregi
virtist vera töluvert miðstýrðara en
það sem notast hefði
verið við hérlendis.
„Ég sé ekki fyrir
mér að þeir verði okk-
ur fyrirmynd hvað
þetta yarðar,“ sagði
Ari. „Ég held að hér
þróist þetta frekar
þannig að aðilar rói í
sömu átt vegna sam-
eiginlegs skOnings á
viðfangsefninu án
þess að því sé slegið
upp í einhverja mið-
stýrða nefnd sem tek-
ur heildarákvarðan-
ir.“
Holden-nefndin vOl
enn fremur að launa-
hækkunarramminn verði gerður
trúverðugri með því að taka inn í
hann launahækkanir tfl forstjóra og
annarra stjómenda og sagði Grétar
að það væri á sinn hátt rökrétt og
að þetta ætti að eiga við um alla
hópa á vinnumarkaði hvaða nafni
sem þeir nefndust.
„Við þekkjum það að stjórnendur
sumir hverjir era með margfalt
hæri’i tekjur en aðrir starfsmenn í
fyrirtækjunum og ef það era eðlileg
rök fyrir því þá ætti það auðvitað
ekki að vera neitt leyndarmál."
Ari sagði að þeir kjarasamningar
sem verið væri að gera hér á landi
væru lágmarkslaunasamningar og
að þeir bönnuðu engu fyrirtæki að
greiða hærri laun en um semdist.
Hann sagði enn fremur að launa-
munur hér á landi væri mjög lítill
miðað við í öðram löndum og jafnvel
minni en í Noregi. Þá sagðist hann
ekki alveg átta sig á því hvernig
Norðmenn hygðust nálgast þetta
þegar einkafyrirtæki ættu í hlut.
Laun hjá hinu opinbera hafa
hækkað meira á fslandi
í áliti norsku nefndarinnar segir
einnig að laun háskólamenntaðs
fólks hjá hinu opinbera hafi hækkað
minna en í einkageiranum og að
ráða verði bót á því þar sem munur
af því tagi grafi undan góðri sátt á
vinnumarkaði.
Ari sagði að á Islandi væri þess-
um málum þveröfugt farið, þ.e. að á
íslandi hefðu laun í opinbera geir-
anum hækkað mun meira en á hin-
um almenna markaði og að það
skapaði ýmis vandamál því að við
samningaborðið virtist óhjákvæmi-
legt að alls kyns samanburður
gegndi stóra hlutverki.
Grétar sagði að á síðasta samn-
ingstímabfli, þ.e. eftir samningana í
byrjun árs 1997, hefðu ýmsir hópar
á vinnumarkaði hérlendis náð fram
umtalsvert meiri hækkunum en
samið hefði verið um á almennum
vinnumarkaði og að það væri eitt-
hvað sem kallaði á árekstra.