Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000 13
FRÉTTIR
Þróun iðgjalds í ábyrgðartryggingu á millistórum
bfl frá janúar 1998 hjá Sjóvá-Almennum
Iðgjöíd ökutækjatr'ygginga hjá Sjóvá-Almennum 1996 - 2000
Forsendur:
Upphæðir eru ársiðgjald á verðlagi
í júní 2000.
Vátryggingataki er 25 ára eða eldri,
búsettur á höfuðborgarsvæðinu
með hæsta bónus.
Ökutækið er nýr meðalstór einkabíll,
í áh.fl. 1B og 1C í kaskó
(t.d. Toyota Corolla).
Innifalið í ábyrgðartryggingunni er
iðgjald vegna slysatryggingar
ökumanns og eiganda
og framrúðutrygging.
1. janúar 1996 1. janúar1998 1. júní 2000 1-júlí 2000
Ábyrgðartrygging bóhus 70% j 47.866 Bónus75% L 45Q qqq Stofn afsl. 10% f Bónus75% k 4J QQQ Stofn afsl. 10% f ^ 1 Bónus 75% L cq oQft Stofnafsl. 10% f OOMD
Kaskótrygging Bónus 40% L q/\ /jon Sjálfsáb. 59.100 f OU.DÖU BÓnUS 50% L QQ J Qy| Sjálfsáb. 59.100 f ".1»^ Bónus50% L jq QQO Sjálfsáb. 63.600 f Bónus 50% L aa j aa Sjálfsáb. 63.000 f “-lOU
Samtals kr. 78.546 49.422 61.255 75.366
Iðgjaldið hækkar um
24.000 krónur
IÐGJÖLD Sjóvár-Almennra af lög-
boðnum ökutækjatryggingum eru
nú hærri en þau voru í ágúst 1996,
áður en FIB-tryggingar komu inn
á markaðinn hérlendis. I septem-
ber það ár buðu FÍB-tryggingar
um þriðjungi lægri iðgjöld af lög-
boðnum ökutækjatryggingum en
hin félögin og í kjölfar þess lækk-
uðu þau öll sín iðgjöld verulega.
I samanburði á iðgjöldum öku-
tækjatryggingar hjá Sjóvá-Al-
mennum kemur í ljós að miðað við
fast verðlag í júní sl. hefur ábyrgð-
artrygging fyrir millistóran bíl af
gerðinni Toyota Corolla hækkað
um 5.370 kr. frá 1. janúar 1996 til
3. júlí 2000. Hækkunin er enn meiri
ef borið er saman tímabilið 1. jan-
úar 1998 til 3. júlí 2000. Þá kemur í
ljós að það var ríflega 24.000 kr.
ódýrara að tryggja sama bíl fyrir
rúmum tveimur og hálfu ári.
Einar Sveinsson, forstjóri Sjó-
vár-Almennra, segir að búið sé að
gjörbreyta skaðabótalögum og
bótauppgjöri á þessum tíma sem
hafi leitt til hærri bótagreiðslna og
auk þess hafi verðlagsþróunin leitt
til hækkunar iðgjalda.
Einar segir að iðgjöldin hafi ver-
ið í sögulegu hámarki árið 1992 en
lækki strax árið 1993. Þau haldist
nokkuð óbreytt 1993-1995 en byrji
að lækka aftur 1996. Upp frá því
hafi iðgjöld verið hækkuð og veru-
leg hækkun hafi orðið í fyrra og
svo aftur núna.
Einar vísar þarna í könnun sem
unnin var fyrir Sjóvá-Almennar af
Talnakönnun hf., sem er grundvöll-
ur að mati á iðgjaldaþörf félagsins.
Þar kemur m.a. fram að miðað við
neysluverðsvísitölu hafi iðgjöld
lækkað mikið að raunvirði frá 1992
á sama tíma og vísitala neyslu hafi
hækkað um 20%. Iðgjöld hafi þó
reyndar hækkað um mitt ár 1999
og voru á síðasta ári 73% af því
sem þau voru árið 1992. Einar seg-
ir einnig að málið snúist ekki ein-
vörðungu um iðgjöld heldur verði
einnig að hafa í huga hvaða trygg-
ingavernd sé veitt.
Breytingar á skaðabótalögum
Axel Gíslason, forstjóri VÍS, seg-
ir að iðgjöldin hafi verið mjög svip-
uð milli tryggingafélaganna og það
dugi í raun að sýna tölur frá einu
félagi til að sýna þróunina almennt
í iðgjöldum. Axel segir að það sé
ekki áhugavert út frá sjónarmiði
félagsins að skoða hvort iðgjöld í
janúar 1996, áður en FÍB-trygg-
ingar komu inn á markaðinn, hafi
verið lægri en þau eru í dag. „Það
hefur svo margt annað breyst á
þessum tíma. Skaðabótalögunum
hefur tvisvar sinnum verið breytt
frá 1996. Umhverfið er allt annað.
Tjónagrundvöllur er ekki sá sami
og það er ekki verið að tryggja það
sama,“ segir Axel. Hann segir að
umfang tryggingarinnar sé miklu
meira í dag en í upphafi árs 1996
og sömuleiðis verndin sem bíleig-
andinn er að kaupa. Axel segir að
þess verði ekki langt að bíða að
VIS tilkynni um breytingar á ið-
gjöldum ökutækjatrygginga.
Alþjóða-
ráðstefnan
„Faith in
the Future“
Bilatrygginga-
vísitala hækkaði
um 37 stig á
tveimur árum
VÍSITALA lögboðinnar ábyrgðar-
tryggingar ökutækja hækkaði að
meðaltali um 37 stig frá júní 1998
til júní 2000 og um 9,4 stig að með-
altali á sama tímabili fyrir húf-
tryggingar ökutækja, samkvæmt
upplýsingum frá Hagstofu íslands.
Viðbúið er að vísitalan hækki í júlí
vegna hækkunar á iðgjaldi bif-
reiðatrygginga en Sjóvá-Almennar
hafa þegar hækkað iðgjaldið um að
meðaltali 29% og búist er við
ákvörðunum um hækkanir hinna
félaganna á næstu dögum.
Vísitalan var sett í 100 í maí
1988 en það ár var löggjöf um lög-
boðnar ökutækjatryggingar breytt
og tekin upp sérstök trygging öku-
manns og eiganda sem gerð skyldi
upp samkvæmt ákvæðum skaða-
bótalaga. I nóvember 1992 hafði
hún hækkað í 161,7 stig fyrir
ábyrgðartryggingar og 125,5 stig
fyrir húftryggingar en á fyrri
hluta árs 1994 tekur hún að hækka
og stendur ábyrgðartryggingin í
173,9 stigum í mars 1994. í sept-
ember 1996 stóð vísitalan í 185,8
stigum og hafði ekki verið hærri
frá því hún var sett í maí 1988.
Innkoma FIB Tryggingar
í september 1996 buðu FÍB
Tryggingar í fyrsta sinn bílatrygg-
ingar hér á landi og voru iðgjöld
að meðaltali um þriðjungi lægri en
að meðaltali á markaðnum. Vá-
tryggingarfélag Islands tilkynnti
allt að 25% lækkun iðgjalda 27.
september sama ár og skömmu
síðar fylgdu hin tryggingafélögin á
eftir með miklar lækkanir. Vísitala
ábyrgðartryggingar féll í október
niður í 156,4 stig og hafði ekki ver-
ið lægri síðan í maí 1993 en þá
tóku gildi ný skaðabótalög sem
breyttu bótum frá því sem áður
var. Skaðabótalögunum var breytt
á ný 1996 og aftur árið 1999. í júní
1998 stóð vísitala ábyrgðartrygg-
ingar í 163 stigum en náði í júní
síðastliðnum 200 stiga markinu.
ALÞJÓÐARÁÐSTEFNAN „Faith
in the Future“ hefst í dag í Viðey.
Viðfangsefni ráðstefnunnar er leið-
sögn trúar og vísinda á nýni öld.
Ráðstefnan er haldin í tengslum við
kristnihátíð.
Tilgangur ráðstefnunnar er að
ræða samspil vísinda og trúar auk
þess sem leitað verður svara við
spumingum er varða trú á framtíð-
ina og trú i framtíðinni.
Ráðstefnan hefst með setningar-
athöfn í kvöld þar sem Davíð Odds-
son forsætisráðherra og Karl Sigur-
bjömsson biskup íslands flytja
ávörp.
José Ramos-Horta, þjóðarleiðtogi
Austur-Tímor og handhafi friðar-
verðlauna Nóbels, er meðal fýrirles-
ara ráðstefnunnar. Einnig koma þar
fram Thomas R. Odhiambo frá Ken-
ya, forseti Vísindaakademíu Afríku,
bandaríski trúarheimspekingurinn
Nacey Murphy og Thierry Gaudin,
formaður ráðgjafanefndar frönsku
ríkisstjórnarinnar svo og nokkrir
innlendir framsögumenn.
Höfuðstöðvar ráðstefnunnar
verða í Háskólabíói. Fyrirlestrar á
ráðstefnunni em opnir almenningi
gegn vægu gjaldi.
HÖRP^
.SILKIJ
Verð á lítra
HARPA MALNINGARVERSLUN,
BÆJARLIND 6, KÚPAVOGI.
Sími 544 4411
HARPA MÁLNINGARVERSLUN,
SKEIFUNNI 4, REYKJAVÍK.
Sími 568 7878
HARPA MÁLNINGARVERSLUN,
STÓRHÖFBA 44, REVKJAVÍK.
Sími 567 4400
HARPA mAlNINGARVERSLUN,
DROPANUM, KEFLAVÍK.
Sími 421 4790
MáLlliaftKIEISIIRIR
v i
? w »» % * ®
A UTIMALNINGU
Hörpusilki, miðað við 10 lítra dós og hvíta liti