Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 151. TBL. 88. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Lýst yfír stofnun palestínsks ríkis 13. september? Israelar æfir og hóta einammm Jerúsalem, Gaza. AFP, AP. STJÓRNVÖLD í ísrael hafa brugðist mjög hart við þeirri yfirlýsingu PLO, Frelsisfylkingar Palestínu, frá í fyrrakvöld, að lýst verði yfir stofnun palestínsks ríkis 13. september nk. hvort sem endanlegir friðarsamning- ar liggja þá fyrir eða ekki. David Levy, utanríldsráðheiTa Israels, sagði, að einhliða sjálfstæðisyfirlýs- ing jafngilti því, að allt fdðarferlið væri úr sögunni. Levy sagði á þingfundi i gær, að einhliða sjálfstæðisyfirlýsing Palest- ínumanna þýddi, að friðarferlið heyrði sögunni til og Yossi Beilin, dómsmálaráðherra Israels, sagði, að þótt allur heimurinn viðurkenndi pal- Saudi-Arabía Fursta- dæmin fylgja í kjölfarið Abu Dabi, Dubai. AFP. SAMEINUÐU arabísku fursta- dæmin tilkynntu í gær að þau myndu fylgja dæmi Saudi-Arabíu og auka olíuframleiðslu sína í því skyni að lækka heimsmarkaðsverð á hrá- olíu. Tilkynning Saudi-Araba þar um á mánudag olli því að verð á olíu- fatinu fór niður fyrir 30 dollara á mörkuðum í London í gær. Markað- ir í Bandaríkjunum voru lokaðir vegna þjóðhátíðardagsins þar í landi, 4. júlí. Opinber fréttastofa Furstadæm- anna, WAM, hafði eftir olíumála- ráðherra landsins, Obeid bin Seif al- Nasseri, að Furstadæmin væru „reiðubúin til að auka framleiðsluna um það magn sem væri í samræmi við samkomulag er kynni að nást í kjölfar samráðs við olíumálaráð- herra aðildarríkja OPEC, Samtaka olíuútflutningsríkja“. Til að róa markaðinn Saudi-Arabar tilkynntu að þeir myndu auka framleiðslu sína um hálfa milljón fata á dag til að lækka verðið. Fréttaskýrendur segja að tilkynningin hafi fyrst og fremst miðað að því að róa markaðinn og verði einungis fylgt eftir innan vé- banda OPEC. Verð hefur haldist vel yfir 30 dollurum á fatið á mörkuðum í New York og London í kjölfar ákvörðunar OPEC í síðasta mánuði að auka framleiðslu um aðeins 708 þúsund föt á dag, en talið er að Bandaríkjamenn vilji að aukningin nemi um einni milljón fata. Venezúela, sem er þriðja stærsta olíuútflutningsríki heims, tilkynnti í gær að það muni ekki fylgja í fót- spor OPEC með aukna framleiðslu. ■ Kom öðrum/24 estínskt ríki, þá væri það einskis virði svo lengi sem ísraelar gerðu það ekki. Kvaðst hann ekki vilja hafa í hótunum en sagði þó, að séð yrði til þess að Pal- estínumenn fengju engan aðgang að umheiminum og þeim yrði bannað að fai-a á milli Vesturbakkans og Gaza. Lokar ekki á viðræður Saeb Erakat, einn samningamanna Palestínumanna, neitaði í gær, að samþykktin um sjálfstæðisyfirlýsing- una ógnaði friðarferlinu og sagði, að þvert á móti knúði hún á um raun- verulegar viðræður, einkum um ályktun Sameinuðu þjóðanna nr. 242 en í henni er skorað á Israela að af- VICENTE Fox, nýkjörinn forseti Mexíkó, sagðist í gær mundu nota mánuðina áður en hann tekur við embætti til að ferðast um landið og heimsækja erlend ríki í leit að bætt- um samskiptum og nýjum viðskipta- tækifærum fyrir Mexíkó. Fox var kjörinn forseti landsins nú um helgina en þá fóru einnig fram þingkosningar í landinu. Þegar um 93% atkvæða höfðu verið talin í gær hafði PAN, íhaldsflokkur Fox, hlotið 38,3% atkvæða í neðri deild þingsins og 38,4% í þeirri efri, en PRI-flokkurinn, sem setið hefur í ríkisstjórn sl. 71 ár, hafði hlotið 36,3% og 36,6% atkvæða. Stjórnmálaskýrendur í Mexíkó hafa nú þegar leitt líkum að því að henda allt það land, sem þeir tóku 1967. 13. september nk. verða sjö ár liðin frá undirritun Óslóarsamkomulags- ins milli ísraela og Palestínumanna og í Sharm el-Sheikh-samkomulaginu frá því í september á síðasta ári var ákveðið að undirrita lokasamninginn á þessum degi. Mikið ber þó enn á milli og engar líkm- á sáttum í bráð. Amr Moussa, utanríkisráðherra Egyptalands, sagði í gær, að Egyptar yrðu meðal þeirra fyrstu til að viður- kenna sjálfstætt, palestínskt ríki en hann kvaðst þó enn vona, að samning- ar milli Israela og Palestínumanna gætu borið árangur. ■ samningahæfni Fox geri honum kleift að fara fyrir ríldsstjóm án þess að flokkur hans hafi þar sterkan þing- meirihluta og segja þeir hann rétt eins líklegan Vicente Fox yj a(5 sæ]ga fylgi sitt til PRI. „Fox er rétti forsetinn til að mæta þessari gerð þings af því að hann er ekld sérlega hugmyndafræði- lega sinnaður, kreddufastur né held- ur er hann rétttrúnaðarsinni,“ sagði Jeffrey Weldon stjómmálafræðingur við ITAM-háskólann í Mexíkó. Fox hefur lofað 7% hagvaxtaraukn- Siglt seglum þöndum BANDARÍKJAMENN héldu að venju þjdðhátíðardag sinn, 4. júlí, hátíðlegan í gær. Meðal þeirra dagskrárliða sem boðið var upp á í tilefni dagsins var eins konar skrúðfylking stórra seglskipa og -báta sem áhorfendur gátu fylgst með við höfnina í New York. Fleyin hér á myndinni voru meðal þátttakenda í siglingunni sem nefndist OpSail 2000. Skipin komu víðs vegar að úr heiminum til að taka þátt í siglingunni og er þar til að mynda japanska segl- skipið Kaiwo Maru, sem rís hæst í gegnum þokuna á þessari mynd. Þjóðhátíðardag sinn hafa Bandaríkjamenn haldið hátíðleg- an síðan árið 1776 er þeir lýstu yfir sjálfstæði og sögðu sig úr lögum við Breta. Fögnuðu þeir í ár þjóðhátíðardegi sínum í 224. skipti. ingu, umbótum í menntamálum, auk þess sem hann æskir bættra tengsla við erlend ríki. „Hagsmunir okkar eru stjómmálatengsl, það að nýta okkur reynslu annarra þjóða, og aðgangur og nálægð við markaði, fjárfesta og verslun,“ sagði Fox á fréttamanna- fundi í gær. Þá kynnti Fox einnig drög að baráttu gegn glæpum, spill- ingu og eiturlyfjaviðskiptum. Samráð um íjárlög Fox, sem tekur ásamt nýrri ríkis- stjóm Mexíkó við embætti í desem- ber, hefur sagst munu skipa stjóm sína á næstu tveimur mánuðum. Hann ítrekaði enn á ný í gær að hann hyggist bjóða þingmönnum PRI sæti í þeirri stjóm. Þá hefur hann rætt við Alvarleg- ur vatns- skortur í Israel Jerúsalem. AFP. LITIL sem engin úrkoma undan- farin ár hefur leitt til alvarlegs vatnsskorts í ísrael og vara sér- fræðingar við neyðarástandi, dragi Israelar ekki úr vatnsneyslu sinni eða flytji vatn inn í stómm stíl frá Tyrklandi. Galíleuvatn og tvær neðanjarðar- lindir, þar af önnur á svæði Palest- ínumanna, era taldar munu sjá ísra- elum fyrir nægu vatni út sumarið, en era samt 70-100 sentimetrum undir lágmarks yfirborðshæð skv. ísraelsku vatnsveitunni, Mekorot. Neðan þess marks getur vatnið orðið of salt til neyslu að sögn Mos- hes Friedmans, starfsmanns Mek- orot. Haldi þurrkatíðin áfram gæti svo farið að Israela skorti 130 millj- ónir rúmmetra vatns er kemur fram á næsta ár. „Við eigum á hættu að það skapist neyðarástand sem aldrei fyrr,“ sagði Friedman. Rætt við Tyrki Israelsk sendinefnd hefur undan- farnar vikur átt í samningaviðræð- um við Tyrki um innflutning á 50 milljónum rúmmetra vatns, og yrðu notuð til verksins olíuskip sem breytt yrði sérstaklega. Samkvæmt samningsuppkasti gætu vatnskaup ísraela í Tyrklandi alls numið 100 milljón rúmmetrum á ári. Friedman sagði þetta bráða- birgðaráðstöfun sem gripið væri til uns teknar yrðu í notkun hreinsi- stöðvar er ynnu neysluvatn úr sjó. Hann sagði samninga ekki endan- lega frágengna vegna þess hve hátt verð Tyrkir \dldu fá fyrir vatnið. Innflutt vatn kostar u.þ.b. 60-65 krónur lítrinn, en neysluvatn úr hreinsuðum sjó kostar á bilinu 35 til 50 krónur, samkvæmt Mekorot. Vatnsvandinn er ekki eingöngu tæknilegs eðlis, því að ísraelska þingið er undir miklum þrýstingi frá áhrifamiklum hagsmunaaðilum, s.s. samyrkjubúum og kaupfélagsbýl- um, en landbúnaðurinn nýtir 70% vatnsbóla í landinu. Emesto Zedillo, núverandi forseta landsins, og tilkynnti eftir fund þeirra að samstarf yrði um tillögu að fjárlög- um næsta árs, en þau verður Zedillo að senda þinginu áður en Fox tekur við embætti. Formaður PRI, Dulce Maria Sauri, sagði af sér í kjölfar kosningaósigurs- ins og er nú leitað nýs formanns. ■ Nýkjörinn/24 MORGUNBLAÐIÐ 5. JÚU 2000 AP Nýkjörinn forseti Mexíkó, Vicente Fox, kynnir stefnu sína Vill bætt samskipti við erlend ríki Mexíkóborg. AP, AFP, Reuters. "*■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.