Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000 1 5
AKUREYRI
Göngu-
ferðir um
heimaland
Skútustaða
MÝVATNSSAFN og Náttúruvernd
ríkisins standa að gönguferðum um
heimaland Skútustaða í sumar og
hefur Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
umsjón með þeim.
Fyrsta ferðin verður kvöldrölt um
Borgir og Rófur (Skútustaðagíga)
föstudagskvöldið 7. júlí næstkom-
andi og hefst hún kl. 20. Mæting er
á Skútustaðahlaði, við kirkjuna og
Mývatnssafnið. Gangan tekur um
einn til einn og hálfan tíma. Laugar-
daginn 8. júlí verður gönguferð um
Skútustaðaengjar og tekur hún um
tvær og hálfa til þrjár klukkustund-
ir. Mæting í gönguna, sem hefst kl.
13.15, er við Skjólbrekku. Vatns-
heldir gönguskór eru sennilega
nauðsynlegir í þessa gönguferð. Að
kvöldi sama dags verður einnig boð-
ið upp á kvöldrölt um Borgir og Róf-
ur og er mæting á hlaði Skútustaða.
A sunnudeginum, 9. júlí, verður
boðið upp á tvær ferðir. Fyrst
gönguferð hringinn í kringum
Tjörn, en þá er genginn hringurinn í
kringum Stakhólstjörn, m.a. um
svokallaða Skútustaðagíga. Gangan
tekur um einn og hálfan til tvo tíma
og er mæting á Skútustaðahlaði, en
gangan hefst kl. 13.15. Kvöldrölt um
Borgir og Rófur er svo aftur á dag-
skrá kl. 18 sama dag og er mæting á
Skútustaðahlaði.
Ingólfur Ásgeir mun einnig bjóða
upp á skipulagðar gönguferðir um
verslunarmannahelgina og þá sjá
landverðir um gönguferðir um
hverja helgi og er unnt að kynna sér
þær hjá upplýsingamiðstöðinni í
Reykjahlíð, að því er fram kemur í
fréttatilkynningu.
Jónsmessu-
brenna
í Ólafs-
firði
ólafsfirði. Morgunblaðið
ÓLAFSFIRÐINGAR héldu glæsi-
lega Jónsmessubrennu á dögunum.
Þá var kveikt í miklum bálkesti sem
Ólafsfirðingar höfðu safnað saman,
m.a. kom mikið timbur úr höfninni
sem verið er að rífa.
Mörg hundruð inanns fóru í
skrúðgöngu frá íþróttamiðstöðinni
niður á sand þar sem brennan var
haldin. Jónsmessubrennan var
haldin í tengslum við Nikulásar-
mótið en fólk kom víða að til að
fylgja börnum sínum. Þessi kvöld-
stund var tignarleg og naut eldur-
inn sín vel þegar fór að rökkva. Kór
tók lagið og viðstaddir hlýddu á
hugfangnir. Aðrir fengu sér grill-
aðar pylsur sem Nikulásarfólkið
bauð gestum upp á.
DAGSKRÁ Listasumars á Akureyri er enn í
fullum gangi.
Skytturnar í sýningarsalnum í Deiglunni.
Sýningin er opin daglega kl. 14.00-18.00.
Sýningin „Leikur með línu og spor“. Mynd-
rænt samtal í Samlaginu. Sýningin er opin dag-
lega kl. 14.00-18.00 nema mánudaga og stendur
til 9. júlí.
Sýning Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar á
efri hæð í Ketilhúsinu. Opið daglega 14.00-18.00
nema mánudaga. Stendur til 16. júlí.
Sýning Tinnu Gunnarsdóttur „Snagar í for-
stofu Deiglunnar" stendur allt sumarið. Opið
daglega 14.00-18.00.
Föstudagur 30. júní kl.20:00 í Listasafninu á
Akureyri, opnun sumarsýningarinnar „Dyggð-
irnar sjö að fornu og nýju.“
Á Café Karolínu sýnir Guðrún Þórsdóttir
Dagskrá Lista-
sumars vikuna
5. júlí-12. júlí
verk sín og á Karólínu Restaurant sýnir Sig-
urður Árni Sigurðarson.
I Safnasafninu er sýning Valgerðar Guð-
laugsdóttur. Opið daglega 10.00-18.00. Aðgang-
ur 300 kr.
Heitur fimmtudagur í Deiglunni kl. 21.30 6.
júlí. Aðgangur ókeypis. Þóra Gréta og tríó
Andrésar Þórs koma fram.
Ljóðadagskrá um Heiðrek Guðmundsson og
Rósberg G. Snædal í Deiglunni 7. júlí kl. 20:30.
Aðgangur ókeypis.
Myndlistarsýning Guðrúnar Pálínu
Guðmundsdóttur opnar í Gallerí+ kl. 20 þann
7. júlí. Sýningin stendur til 16. júlí og er opið
daglega kl. 14.00-17.00.
Níels Hafstein opnar myndlistarsýningu í
Kompunni 8. júlí kl. 15. Sýningin er opin alla
daga nema sunnu- og mánudaga frá kl. 14.00-
17.00.
Joseph Kurhajec opnar sýningu í Ketilhúsinu
kl. 16 8. júlí.
200.000 naglbítar og gestir skemmta í Deigl-
unni 8. júlí kl. 22. Ókeypis aðgangur.
Sumartónleikar í Akureyrarkirkju kl. 17
þann 9. júlí. Gradualekór Langholtskirkju
undir stjórn Jóns Stefánssonar. Aðgangur
ókeypis.
útlit í sumar
örugglega gott
-
M œ*tF. j§...'MM
El
HEKLA
- íforystu á nýrri öld!
Generation Golf
Golf Variant