Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000 1 5 AKUREYRI Göngu- ferðir um heimaland Skútustaða MÝVATNSSAFN og Náttúruvernd ríkisins standa að gönguferðum um heimaland Skútustaða í sumar og hefur Ingólfur Ásgeir Jóhannesson umsjón með þeim. Fyrsta ferðin verður kvöldrölt um Borgir og Rófur (Skútustaðagíga) föstudagskvöldið 7. júlí næstkom- andi og hefst hún kl. 20. Mæting er á Skútustaðahlaði, við kirkjuna og Mývatnssafnið. Gangan tekur um einn til einn og hálfan tíma. Laugar- daginn 8. júlí verður gönguferð um Skútustaðaengjar og tekur hún um tvær og hálfa til þrjár klukkustund- ir. Mæting í gönguna, sem hefst kl. 13.15, er við Skjólbrekku. Vatns- heldir gönguskór eru sennilega nauðsynlegir í þessa gönguferð. Að kvöldi sama dags verður einnig boð- ið upp á kvöldrölt um Borgir og Róf- ur og er mæting á hlaði Skútustaða. A sunnudeginum, 9. júlí, verður boðið upp á tvær ferðir. Fyrst gönguferð hringinn í kringum Tjörn, en þá er genginn hringurinn í kringum Stakhólstjörn, m.a. um svokallaða Skútustaðagíga. Gangan tekur um einn og hálfan til tvo tíma og er mæting á Skútustaðahlaði, en gangan hefst kl. 13.15. Kvöldrölt um Borgir og Rófur er svo aftur á dag- skrá kl. 18 sama dag og er mæting á Skútustaðahlaði. Ingólfur Ásgeir mun einnig bjóða upp á skipulagðar gönguferðir um verslunarmannahelgina og þá sjá landverðir um gönguferðir um hverja helgi og er unnt að kynna sér þær hjá upplýsingamiðstöðinni í Reykjahlíð, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Jónsmessu- brenna í Ólafs- firði ólafsfirði. Morgunblaðið ÓLAFSFIRÐINGAR héldu glæsi- lega Jónsmessubrennu á dögunum. Þá var kveikt í miklum bálkesti sem Ólafsfirðingar höfðu safnað saman, m.a. kom mikið timbur úr höfninni sem verið er að rífa. Mörg hundruð inanns fóru í skrúðgöngu frá íþróttamiðstöðinni niður á sand þar sem brennan var haldin. Jónsmessubrennan var haldin í tengslum við Nikulásar- mótið en fólk kom víða að til að fylgja börnum sínum. Þessi kvöld- stund var tignarleg og naut eldur- inn sín vel þegar fór að rökkva. Kór tók lagið og viðstaddir hlýddu á hugfangnir. Aðrir fengu sér grill- aðar pylsur sem Nikulásarfólkið bauð gestum upp á. DAGSKRÁ Listasumars á Akureyri er enn í fullum gangi. Skytturnar í sýningarsalnum í Deiglunni. Sýningin er opin daglega kl. 14.00-18.00. Sýningin „Leikur með línu og spor“. Mynd- rænt samtal í Samlaginu. Sýningin er opin dag- lega kl. 14.00-18.00 nema mánudaga og stendur til 9. júlí. Sýning Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar á efri hæð í Ketilhúsinu. Opið daglega 14.00-18.00 nema mánudaga. Stendur til 16. júlí. Sýning Tinnu Gunnarsdóttur „Snagar í for- stofu Deiglunnar" stendur allt sumarið. Opið daglega 14.00-18.00. Föstudagur 30. júní kl.20:00 í Listasafninu á Akureyri, opnun sumarsýningarinnar „Dyggð- irnar sjö að fornu og nýju.“ Á Café Karolínu sýnir Guðrún Þórsdóttir Dagskrá Lista- sumars vikuna 5. júlí-12. júlí verk sín og á Karólínu Restaurant sýnir Sig- urður Árni Sigurðarson. I Safnasafninu er sýning Valgerðar Guð- laugsdóttur. Opið daglega 10.00-18.00. Aðgang- ur 300 kr. Heitur fimmtudagur í Deiglunni kl. 21.30 6. júlí. Aðgangur ókeypis. Þóra Gréta og tríó Andrésar Þórs koma fram. Ljóðadagskrá um Heiðrek Guðmundsson og Rósberg G. Snædal í Deiglunni 7. júlí kl. 20:30. Aðgangur ókeypis. Myndlistarsýning Guðrúnar Pálínu Guðmundsdóttur opnar í Gallerí+ kl. 20 þann 7. júlí. Sýningin stendur til 16. júlí og er opið daglega kl. 14.00-17.00. Níels Hafstein opnar myndlistarsýningu í Kompunni 8. júlí kl. 15. Sýningin er opin alla daga nema sunnu- og mánudaga frá kl. 14.00- 17.00. Joseph Kurhajec opnar sýningu í Ketilhúsinu kl. 16 8. júlí. 200.000 naglbítar og gestir skemmta í Deigl- unni 8. júlí kl. 22. Ókeypis aðgangur. Sumartónleikar í Akureyrarkirkju kl. 17 þann 9. júlí. Gradualekór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar. Aðgangur ókeypis. útlit í sumar örugglega gott - M œ*tF. j§...'MM El HEKLA - íforystu á nýrri öld! Generation Golf Golf Variant
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.