Morgunblaðið - 05.07.2000, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Fjölskylduhátíð á Hólum í Hjaltadal
Fjölmennt var í brekkunni þegar Hundur í
óskilum spilaði og skemmti.
Börn og full-
orðnir skemmtu
sér saman
Morgunblaðið/Klemenz Bjarki
Þessi ungi piltur fókk aðstoð við að kíkja í smásjá
hjá líffræðingunum. Vafalaust hefur hann orðið
margs fróðari um fæðu bleikjunnar.
FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ var haldin
á Hólum í Iíjaltadai síðastiiðinn
laugardag. Þrátt fyrir að sólin
hefði ekki látið sjá sig eftir veð-
urbh'ðu daganna á undan mætti
fólk með börnin sín og átti glað-
an dag við leiki, þrautir og
skemmtiatriði.
Meðal þess sem boðið var upp
á var svampakast. Sjálfboðalið-
ar voru óvenjuviljugir í að
stinga hausnum í gat á þar til
gerðu spjaldi á meðan þátttak-
endur reyndu að hitta andlit
sjálfboðaliðans með blautum
svampi. Einnig þreyttu menn
sig í þeirri þraut að kasta stíg-
vélum en þeir sem þreyttust á
þeim leikjum gátu stytt sér
stundir með því að bregða sér á
hestbak.
Líffræðingar sýndu áhugasöm-
um innviði bleikjunnar og gátu
menn m.a. skoðað fæðu bleikj-
unnar í smásjá. Fullorðnir og
börn tóku höndum saman í rat-
leik þar sem ekki reyndi aðeins
á ratvísi keppenda heldur þurftu
þeir einnig að svara ýmsum
spurningum á leiðinni og hnoða
saman einni vísu. f lok hátíðar-
innar skemmti svo gleðibandið
Hundur í óskilum við mikinn
fögnuð áheyrenda og sigurveg-
arar þrautanna voru að sjálf-
sögðu verðlaunaðir.
0 í\ f 0 0»\
wp P 9 |
Útsalan I ■
hefst á * 1
morgun
M. 10:00
0 l\ $ 0 0 *\
KrmgloHHÍ - Lciugavegi
Morgunblaðið/Kristján
Þessir ungu KA-menn taka þátt í Esso-móti félagsins sem hefst í dag en
þeir notuðu gærdaginn fyrir létta æfingu.
Tvö stór knattspyrnumót að hefjast
á Akureyri á vegum KA og Þórs
Ungir og „þungir“
knattspyrnumenn
mæta til leiks
TVÖ af stærri knattspyrnumótum
sumarsins, Esso-mót KA og Polla-
mót Þórs og Flugfélags Islands, fara
fram á Akureyri í þessari viku. Esso-
mót KA hefst í kvöld, miðvikudag, og
verður leikið fram á laugardag en
Pollamót Þórs fer fram á föstudag og
laugardag.
Þátttakendur á Esso-móti KA eru
leikmenn í 5. aldursflokki og verður
keppt í a-, b-, c- og d-liðum. AIls
senda 27 félög víðs vegar að af land-
inu lið til keppni en alls verða þátt-
tökuliðin 107 talsins og hafa aldrei
verið fleiri í 14 ára sögu mótsins.
Keppni á Esso-mótinu hefst strax að
lokinni setningu í kvöld en næstu
fjóra daga verða spilaðir rúmlega
400 leikir á 8 völlum á félagssvæði
KA. Mótsslit og verðlaunaafhending
verða svo á laugardagskvöld í KA-
heimilinu.
Pollamót Þórs og Flugfélags ís-
lands er fyrir allt annan aldursflokk
en mótið hjá KA. Á félagssvæði Þórs
við Hamar munu knattspyrnumenn
sem komnir eru af léttasta skeiði
takast á og að þessu sinni eru einnig
tvö kvennalið skráð til leiks, frá
Fylki og Þór. Annars vegar er keppt
í flokki polla 30 ára og eldri og svo lá-
varðadeild, þar sem þátttakendur 40
ára og eldri takast á.
Alls eru um 60 lið skráð til leiks að
þessu sinni, sem er svipaður fjöldi og
undanfarin ár, en mótið er nú haldið í
12. sinn. Grillveisla verður við Ham-
ar á föstudagskvöld en lokahóf og
verðlaunaafhending fer fram í
íþróttahöllinni á laugardagskvöld.
Á þriðja þúsund gestir í bæinn
Á báðum mótum er leikið í 7
manna liðum en gera má ráð fyrir að
10 til 12 leikmenn skipi hvert lið. Því
má ætla að á annað þúsund ungii'
knattspyrnumenn muni sprikla á fé-
lagssvæði KA næstu daga og um 700
„þungir“ knattspyrnumenn á félags-
svæði Þórs. Ekki má gleyma mök-
um, foreldrum og öllum þeim böm-
um sem knattspyrnuköppunum
tengjast. Það má því gera ráð fyrir
að alls muni á þriðja þúsund gestir
heimsækja Akureyri í tengslum við
þessi tvö knattspyrnumót.
Krabbameins-
félagið með
fræðslufund
KRABBAMEINSFÉLAG Akureyr-
ar og nágrennis stendur fyrir
fræðslu um tóbak og vímuefni fyrir
um 400 ungmenni í vinnuskólanum
og unglingavinnunni á Akureyri,
Dalvík og Ólafsfirði. Stendur þetta
yfir dagana 5.-7. júlí. Fyrirlesarar
eru Guðjón Bergmann tóbaksvam-
arráðgjafí og Hilda Jana Gísladóttir,
ráðgjafi hjá Kompaníinu á Akureyri.
Fræðslan fer fram í íþróttahúsinu
á Þelamörk og verður krökkunum
einnig boðið í sund í Þelamerkur-
laug. Krakkarnir fá frí frá hefðbund-
inni vinnu dagana sem fræðslan fer
fram en mæta þess í stað með flokks-
stjóram í íþróttahúsið á Þelamörk.
Verkefnið er styrkt af Áfengis- og
vímuvarnamefnd Akureyrarbæjar
og er unnið í samvinnu við Kompaní-
ið á Akureyri og umhverfísdeildina.
------UM------
Þjónustunám-
skeið hjá Miðbæj-
arsamtökunum
MIÐBÆJARSAMTÖKIN standa
fyrir þjónustunámskeiði fyrir starfs-
fólk í verslun og þjónustu og nefnist
það Fólkið í framlínunni. Námskeið-
in verða tvö, það fyrra í kvöld og það
seinna á morgun, fimmtudaginn 6.
júlí. Bæði námskeiðin verða haldin í
Fiðlarasalnum að Skipagötu 14, 4.
hæð, og hefjast kl. 18:30. Leiðbein-
andi á námskeiðinu er Tómas Guð-
mundsson.
A námskeiðinu verður farið yfír
mikilvægustu þætti þess við að veita
góða þjónustu. Einnig verður fjallað
um „erfiða“ viðskiptavini, kvartanir
og hvað það kostar að missa við-
skiptavini. Þátttökugjald fyrir aðild-
arfélaga í Miðbæjarsamtökunum er
3.000 krónur en 5.000 krónur fyrir
aðra. Innifalin í þátttökugjaldi era
námskeiðsgögn og kaffiveitingar.
Þátttöku skal tilkynna til Samúels
Björnssonar, s: 461-3850, Karls
Jónssonar, s: 462-7755, eða Ingþórs
Ásgeirssonar, s: 461-5050.
-------------------
Ferð til
Grímseyjar
FERÐAFÉLAG Akureyrar stendur
fyrir dagsferð til Grímseyjar laugar-
daginn 8. júlí. Siglt verður með Sæ-
fara og gengið um eyjuna með leið-
sögn. Siglingin tekur um þrjá tíma
hvora leið og reiknað er með því að
koma til baka um kvöldmatarleytið.
Sama dag verður gengið á Trölla-
fjall í Glerárdal og er brottför kl. 9.
Dagana 14.-18. júlí verður farið
um suðurfirði Austfjarða. Gengnar
verða dagsferðir út frá Stöðvarfirði.
Skrifstofa Ferðafélagsins er opin
alla virka daga frá kl. 16 til 19.