Morgunblaðið - 05.07.2000, Side 19

Morgunblaðið - 05.07.2000, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Frá opnun réttarsög-usýningarinnar. Á myndinni eru f.v. Hjálmar Jóns- son, alþingismaður, Ágúst Þór Bragason, forseti bæjarstjórnar á Blönduósi, Jón ísberg, fyrrverandi sýslumaður á Blönduósi, Þórhildur fsberg, Skúli Þórðarson, bæjarstjóri á Blönduósi og Sólveig Pétursdótt- ir, dóms- og kirkjumálaráðherra. Réttarsögu- sýning opnuð á Blönduósi RÉTTARSÖGUSÝNING var ný- lega opnuð á Blönduósi og ávarpaði Sólveig Pétursdóttir dóms- og kirkjumálaráðherra gesti við það tækifæri. Sólveig kvað í ræðu sinni lands- menn vera betur meðvitaða um stað- bundna menningu sína og menning- arminjar nú en áður. Merkingar sögustaða sagði hún hafa batnað, góðar leiðsögubækur hafa verið gefnar út og hvers konar söfnum fjölgað. Þó segir hún að enn megi gera bet- ur svo þjóðinni verði gert kleift að kynnast landi sínu og byggðarlögum nánar, „t.d. mætti setja upp skilti við þjóðvegina í hveiju landnámi, þar sem getið yrði þeirra landnáms- manna, sem Landnáma segir frá og geta þess hvaðan þeir komu“. Ein röksemdin fyrir staðsetningu miðstöðvar réttarsögu og réttar- rannsókna á Blönduósi er sú að síð- asta aftakan á íslandi fór fram á Þrí- stöpum í Vatnsdalshólum í nágrenni Blönduóss. Aftakan fór fram í janú- armánuði árið 1830. Þar voru líflátin þau Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir fyrir morð á Natani Ketilssyni. „Sjálf tengist ég því máli á þann hátt að ég er afkomandi Nat- ans Ketilssonar, sem myrtur var ásamt öðrum manni og þá einnig skyld þeim sem aftökuna fram- kvæmdi með öxi, en það var sem kunnugt er Guðmundur Ketilsson bróðir Natans," sagði Sólveig. Sólveig kvað refsingar sem tíðkuð- ust fyrr á öldum harðúðugar og taldi ýmsar ástæður liggja þar að baki. „Hugarheimur manna var annar en nú er jafnt hér á landi sem erlendis. Hin kröppu kjör sem nánast allir landsmenn bjuggu við gerðu þá e.t.v. harðbrjósta. Lífið var stutt og harðúðugt," sagði Sólveig. „Refsing- ar voru ekki síst dæmdar öðrum til viðvörunar og ríkjandi skoðun var að verja yrði öryggi þegnanna með svo harðneskjulegum refsingum sem raun ber vitni.“ Að lokum bætti hún við: „Þótt margt geti vafalaust sætt gagnrýni í dómsmálaframkvæmd nútímans þá hygg ég að landsmenn séu mér sam- mála um að þar hafi orðið stórstígar breytingar tíl bóta.“ Utanríkisþj ónustan kynnt á Vestfjörðum HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra, mun opna ljósmyndasýn- ingu „Yfirlit yfir þróun íslenskrar utanríkisþjónustu" í Byggðasafni Vestfjarða á ísafirði í dag, mið- vikudaginn 5. júlí 2000. Hann mun jafnframt halda fyrirlestur um ut- anríkisþjónustuna og utanríkismál. Utanríkisráðherra mun einnig taka þátt í kynningu á starfsemi Viðskiptaþjónustu utanríkisráðu- neytisins á meðal fyrirtækja á ísa- firði og af Vestfjarðasvæðinu, í samvinnu við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. Kynningin verður haldin í Þróunarsetri Vestfjarða, Árnagötu 2-4 og hefst kl. 15:45. Ljósmyndasýningin er sett upp í tilefni af sextíu ára afmæli utan- ríkisþjónustunnar. Hún var fyrst opnuð í Þjóðarbókhlöðunni á af- mælisdegi utanríkisþjónustunnar 10. apríl og síðan á Ákureyri 29. maí síðastliðinn. Sýningin er opin alla daga kl. 10-17 og stendur frá 5. júlí til 5. ágúst næstkomandi. MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000 19 UTSALAN ...er í fullum gangi! Hjá Q7jönu Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 ^ ^ & lau. frá kl. 10-14. ___Kvenfataverslun, Garðatorgi 7, Garðabæ, sími 565 9996. YFIRDÝNUR MEÐ STILLANLEGU TIFANDI SEGULSVIÐI Þýsk gœðavara, byggð á tvíblindum vísindarannsóknum, þar scm staðfest cru góð óhrif segulsviðsmeðferðar á ýmsa sjúklingahópa með allt að 70% órangri. Þessi einfalda meðferð getur styrkt heilsuna á margvíslegan hátt m.a. aukið veilíðan og úthald, linað verki, örvað úthreinsun, styrkt bióðflæðið út í kalda limi, örvað upptöku bióðisins á súrefni, bætt svefninn og dregið úr þunglyndi. Með hjólp lítils tœkis er stillt á þó tíðni sem við á í hvert skipti sem þú œtlar að hvfla þig á dýnunni. Uppl. í síma 4834840, netpóstur: natthagi@centrum.is '3'».' w-: f*t§0 ÚTIYISTAR ss H ARKAÐUR viö Faxafon í Roykjavík fU*] 2sss 990 Vestur-lslendingar leita ættingja sinna hér heima. Sjá: www.kristur.net ICELANDAIR HÓTELS Reykjavfk • Keflavfk • Flúðir • Höfn • HéraÖ • Kirkjubæjarklaustur Allir krakkar sem gista hjá okkur fá gefins leikjabók Latabæjar OULLDROPiNN - ÓB bensfn í samvinnu við Gull 909 ""'I S lækkar verðið á bensíni jBlHr qIUíc um 9,09 kr/lítrann frá kl. 8.00 - 9.09 á morgun - fimmtudag. ódýrt bensín I Hlustaöu á Gull 909 og fylgstu vel með.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.