Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913
TBL. 88. ÁRG.
SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Palestínumenn hafna málamyndasamningi í Camp David
Vilja ekki fresta við-
ræðum um Jerúsalem
Thurmont, Sameinuðu þjóðunum. Reuters.
PALESTÍNSKUR embættismaður
sagði í gær að ekkert væri hæft í
fréttum um að friðarviðræðum
ísraela og Palestínumanna í Camp
David í Bandaríkjunum kynni að
ljúka með málamyndasamningi án
þess að deilan um yfirráð í Jerúsa-
lem yrði leyst.
„Það næst enginn samningur án
þess að deilan um Jerúsalem verði
leyst. Við föllumst ekki á að fresta
viðræðum um lausn deilunnar,"
sagði embættismaður sem tengist
samninganefnd Palestínumanna.
Talsmaður Ehuds Baraks, for-
sætisráðherra ísraels, sagði að hann
hefði samþykkt tillögu Bandaríkja-
stjórnar um að tiltekin hverfi í Aust-
ur-Jerúsalem yrðu undir sameigin-
legum yfirráðum ísraela og Pal-
estínumanna en viðræðum um
Gömlu borgina yrði frestað um hríð.
Palestínumenn sögðu hins vegar að
Bandaríkjastjóm hefði ekki lagt
fram neina formlega tillögu um slíka
málamyndalausn.
Palestína fái fulla aðild að SÞ
Nasser al-Kidwa, fulltrúi Palest-
ínumanna hjá Sameinuðu þjóðunum,
lagði til í gær að Palestína fengi fulla
aðild að samtökunum óháð því hvort
Barak og Yasser Arafat, leiðtogi
Palestínumanna, næðu endanlegu
friðarsamkomulagi í Camp David.
Hann hvatti einnig til þess að Pal-
estínumenn fengju að taka fullan
þátt í leiðtogafundi allsherjarþings
Sameinuðu þjóðanna sem haldinn
verður 6.-8. september í tilefni af
árþúsundamótunum. Arafat hyggst
lýsa einhliða yfir stofnun sjálfstæðs
Palestínuríkis tæpri viku síðar ef
ekki nást friðarsamningar fyrir
þann tíma.
Talsmaður Bills Clintons Banda-
ríkjaforseta skýrði frá þvi að hann
hygðist flýta heimför sinni frá Jap-
an, þar sem hann situr leiðtogafund
átta helstu iðnríkja heims, til að
hefja milligöngu í friðarviðræðunum
að nýju. Israelskur embættismaður
í Bandaríkjunum sagði þetta sýna
að árangur hefði náðst í viðræðun-
um „á bak við tjöldin". Ráðgert er að
Clinton komi til Camp David í dag.
Leiðtogar iðnríkjanna átta fögn-
uðu þeirri ákvörðun Baraks og Ara-
fats að halda viðræðunum áfram og
sögðu hana til marks um hugrekki.
Félagar í
Falun Gong
handteknir
HUNDRUÐ félaga í andlegu hreyf-
ingunni Falun Gong efndu í gær til
métmæla á Torgi hins hinmeska
friðar í Peking í tiiefni þess að ár er
liðið fráþvíkínversk stjórnvöld
bönnuðu hreyfinguna. Lögreglan
var með mikinn viðbúnað á torginu
og var fþ'ót að fjarlægja fólkið. Lög-
reglumenn gengu í skrokk á nokkr-
um Falun Gong-mönnum og margir
voru fluttir í fangelsi. Hálftúna eft-
ir að mótmælin hófust var að
minnsta kosti tíu lögreglubflum ek-
ið af torginu og var hver þeirra
með 15-25 félaga í Falun Gong. Að
sögn kínverskra embættismanna
hafa um 200 manns verið hand-
teknir á degi hverjum síðustu vikur
í herferðinni gegn hreyfingunni.
Blair segir að ekki hafí verið dregið nóg úr skuldabyrði þróunarlanda
„Þurfum að gera
miklu meira“
Okinawa. Reuters.
TONY Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, sagði í gær að auðugustu ríki
heims hefðu ekki gert nóg til að draga
úr skuldabyrði fátækustu ríkjanna.
Blair sagði við fréttmenn, sem
fylgdust með leiðtogafundi átta
helstu iðnríkja heims í Japan, að hann
væri óánægður með hversu hægt
hefði miðað í að létta skuldabyrði þró-
unarlanda. „Við þurfum að gera
miklu meira, á því leikur ekki nokkur
vafi. En lengra viija ekki sum ríkj-
anna ganga.“
Lael Brainard, efnahagsráðgjafi
Bills Clintons Bandaríkjaforseta,
sagði að iðnveldin hefðu einsett sér að
flýta því að fella niður skuldir þróun-
arlanda. Hann sagði þó ekkert um
hvaða ákvarðanir hefðu verið teknar í
því sambandi á fundinum.
Leiðtogamir samþykktu í fyrra að
minnka skuldabyrði þróunarlanda
um 100 milljarða dala, andvirði 7.800
milljarða króna. Stefnt var að því að
24 lönd myndu njóta góðs af þessu
fyrir árslok en aðeins níu ríki hafa
fiillnægt skilyrðum sem sett voru fyr-
ir því að skuldimar yrðu felldar niður.
Leiðtogar iðnríkjanna lögðu í gær
áherslu á að þróunarlöndin þyrftu að
njóta góðs af upplýsingatækninni og
samþykktu að gera ráðstafanir til
þess að brúa gjána sem myndast hef-
ur á því sviði milli ríku og fátæku
landanna. Yoshiro Mori, forsætisráð-
herra Japans, lofaði að veita rúmlega
1.100 milljarða króna í að þjálfa sér-
fræðinga á sviði tölvutækni í þróunar-
löndunum næstu fimm árin.
Ann Pettifor, formaður breskrar
hreyfingar sem berst fyrir því að
skuldir þróunarlanda verði felldar
niður, sagði að slíkar aðgerðir dygðu
ekki. „Þegar fólk er hungrað getur
það ekki borðað tölvukökur,“ sagði
hún.
ÍM ÉIM
Aukin harka
á vinnumarkaði
5 26
PHARMACOER
EIGNARHALDS-
FÉLAG
Hamingjan
vex með
holdafarinu
KONUR í góðum holdum eru
hamingjusamari og njóta kyn-
lffsins betur en grannvaxnar
kynsystur þeirra. Það er
erfðafræðingurinn og Nóbels-
verðlaunahafinn dr. James
Watson, sem heldur þessu
fram, og ástæðan er sú að
hans sögn, að líkamsfitan örv-
ar framleiðslu endorfms, efn-
is, sem léttir mönnum lundina,
og einnig hormónsins MSH en
það ræður miklu um kynhvöt-
ina. Watson hóf rannsóknir
sínar er hann frétti af vísinda-
manni, sem sprautaði sig með
MSH og vann á sjálfum sér
átta og hálfs tíma langt krafta-
verk. Uppgötvaði hann, að
MSH tengist endorfíni og líka
leptíni, sem verður til í fitu-
ve§um. Sem sagt, því betur,
sem mönnum er í skinn komið,
því meira lepti'n og MSH.
„Nú lít ég allt öðrum augum
en áður á feitlagin hjón,“ segir
Watson, „ogþegar ég sé tvær
horrenglur haldast í hendur,
veit ég, að þar er nú ekki allt í
sómanum."
Watson segir, að á for-
sögulegum tíma hafi líf
mannsins snúist að mestu um
leit að mat. Þeir, sem vegnaði
vel, urðu feitir en hinir héldu
áfram að vera horaðir. Með
þróunina í huga sé því horað
fólk óánægjan holdi klædd.
Það leggi hins vegar harðar að
sér í vinnu en feitt fólk vegna
þess, að það er ófullnægt og í
eilífri leit að hamingjunni.
Þetta fólk verði vinnusjúkling-
ar en þeir þriflegu fari sér
hægar enda yfírleitt sælir í
sínu sinni. Watson segir, að
fyrirsætan Kate Moss sé lík-
lega frægasta horrengla í
heimi en á henni sé ávallt
sorgarsvipur. „Hver hefur
heyrt talað um hamingjusama
ofurfyrirsætu?" spyr hann og
telur ekki óhugsandi, að minni
glæpir í Bandarfkjunum
standi í beinu hlutfalli við bætt
holdafar landsmanna.