Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2000 25 Áfrviar meið- yrða- máli KJARTAN Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í bankaráði Landsbankans, hefur áfrýjað meið- yrðamáli sínu gegn Sigurði G. Guð- jónssyni hrl. til Hæstaréttar. „Mér fannst að það væru full lögfræðileg rök til að áfrýja málinu og fá niðurstöðu Hæstaréttar um það. Mér finnst málið þannig vaxið að það sé full ástæða til að leita all- ra þeirra úrræða sem réttarkerflð býður upp á,“ sagði Kjartan í sam- tali við Morgunblaðið. Kjartan Gunnarsson höfðaði mál gegn Sigurði G. Guðjónssyni í kjölfar blaðagreinar þess síðar- nefnda sem birtist í Degi 31. ágúst 1999. Þar hélt Sigurður því fram að Kjartan, sem formaður banka- ráðs Landsbankans, hefði beitt sér gegn því að Landsbankinn ætti í viðskiptum við Islenska útvarps- félagið því hann væri því mótfall- inn að bankinn ætti í viðskiptum við félag sem Jón Ólafsson ætti að- ild að. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Sigurð af kröfum Kjartans í maí sl. en Kjartan fór fram á að tvenn ummæli Sigurðar yrðu dæmd dauð og ómerk og sér yrðu greiddar 600 þúsund krónur í miskabætur. Dómurinn taldi að þótt ummæli Sigurðar væru sett fram af vissu smekkleysi og fælu í sér aðdróttanir um málsatvik sem ekki höfðu verið staðreynd þættu þau ekki þess eðlis að bæri að ómerkja þau í því samhengi sem þau voru sett fram í. Riðlakeppni pollamóts KSÍ fyrir Vesturland og Vestfirði Grundarfjörður - Riðlakeppni pollamóts (9-10 ára) KSÍ fyrir Vesturland og Vestfirði, en þeir keppa í A-riðli, var haldið í Grundarfirði um daginn. Þau lið sem kepptu voru ÍA sem sendi tvö lið, a og b, Skalla- grímur Borgarnesi var líka með tvö lið en hin liðin, Grund- arfjörður, Bolungarvík og ísa- fjörður, voru hvert með eitt lið. Sigurvegari a-liða var ÍA og b-liða einnig. Grundfirðingar voru í öðru sæti a-liða. Sigur- vegaramir ÍA komast einir áfram þegar keppt verður með- al bestu liðanna. Veðrið var frekar leiðinlegt, sunnanátt og rigning, en drengirnir létu það ekki á sig fá heldur lögðu mikið á sig og stóðu sigallirvel. Grundfirðingar höfðu um- sjón með mótinu og mótsstjóri var Amar Guðlaugsson. Jeppa hvolfdi við árekstur LITLUM jeppa hvolfdi í fyrra- kvöld á Akureyri eftir árekstur við fólksbíl. Báðir ökumenn sluppu með skrámur. Jeppinn, sem er af gerðinni Suzuki Sidekick, var á leið suður Glerárgötu þegar fólks- bifreiðin ók í veg fyrir hann. Areksturinn varð á mótum Glerár- götu og Grænugötu. Við árekstur- inn hvolfdi jeppanum. Báðir bílarnir vom óökufærir eftir áreksturinn og vom þeir dregnir af slysstað með kranabíl. Viðvörun frá forvarnardeild lögreglunnar Mikið um innbrot í bfla UNDANFARIÐ hefur verið all- mikið um innbrot í bíla á höfuð- borgarsvæðinu. Þetta hefur gerst víða um borgina og ekki verið bundið við einstök hverfi en hefur oft orðið á stórum bifreiðastæðum þar sem er lítil umferð. Nær alltaf hefur einhverju verið stolið úr bif- reiðunum, oft hljómtækjum, sem gjarnan hefur í för með sér skemmdir á bifreiðunum. Hitt vekur sérstaka athygli að í um 70 % af þessum innbrotum hefur ver- ið stolið lausum varningi sem skil- inn hefur verið eftir í bifreiðunum. Oft eru þetta töskur með ýmisleg- um verðmætum varningi en einnig er stolið farsímum, dýrum verk- færum og jafnvel fartölvum. I tilkynningu frá forvarnardeild lögreglu segir að þetta gefi tilefni til að minna fólk enn einu sinni á það að skilja ekki verðmæta hluti eftir í bílum sínum. Sjáanlegur varningur í bfl sé ekkert annað en tilboð og freisting fyrir þjófa. „Það er nógu slæmt að verða fyrir því að brotist er inn í bílinn með því tjóni sem slíku fylgir þótt menn séu ekki beinlínis að hvetja til þess með því að hafa sjáanlegan varning í bílnum. Sumir telja sig örugga með því að setja farsímann eða veskið í hanskahólfið og vissu- lega er það betra en að þessir hlut- ir liggi sýnilegir í bílsætinu. En, ef brotist er inn í bílinn þá er hanska- hólfið fyrsti staðurinn sem þjófur- inn skoðar. Það er alltaf öruggast að taka dýrmæta hluti úr bflnum. Það er líka rétt að muna eftir því að ekki er sama hvar bílnum er lagt. Svæði þar sem lítil umferð fólks er, dimm skot og húsasund, þar sem hægt er að brjótast inn í bílinn án þess að fólk sjái, eru slæmir geymslustaðir bifreiða. Þegar menn skilja við sig dýra eða dýrmæta hluti er alltaf rétt að íhuga hvort geymslustaðurinn sé sá heppilegasti og öruggasti!" seg- ir í tilkynningu lögreglunnar. Verðsamanburduf í flu^stöðvum fiUUU fmmkwæmd í janúor 1999 Vr.rökönmin framkvæmd íjanúor febrúar 2000 á áfangi, tóbaki, uilgKti, gjafavðra, únm, (atnaAi o| matvöru. 110% 100% 90% 80% 70% 60% Leifsstöð Kastrup Hamburg 110% 100% 90% 80% 70% 60% Leifsstöð Schiphol Heathrow ísland vann! Skv. verðsamanburði PricewaterhouseCoopers kom Flugstöð Leifs Eiríkssonar best út - annað árið í röð. Tvö ár í röð hefur Flugstöð Leifs Eiríkssonar komið betur út en flugstöðvar annars staðar f Evrópu í verðkönnunum á vegum PricewaterhouseCoopers. í samanburði við Schiphol og Heathrow var Leifsstöð með hagstæðasta vöruverðið í 56% tilfella og í samanburði við Kastrup og Hamborg var Leifsstöð með hagstæðasta verðið í 88% tilfella. Leitaðu þvf ekki langt yfir skammt, heldur gefðu þér tíma og gerðu góð kaup í þægilegu umhverfi í Leifsstöð. FLUGSTÓÐ LEIFS EIRlKSSONAR -gefdu þér tfma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.