Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Landvörður Eyjabakka
Norður-Héraði. Morgunblaðið.
DAGNÝ Indriðadóttir landvörður á Eyjabökkum er Þar rennur Jökulsá í Fljótsdal um utanverðar
ábúðarfull þar sem hún gengur eftir Snæfellshálsi Þóriseyjar og Eyjabakkarnir blasa við handan ár-
utan til og horfir yfir ríki sitt. innar.
Ljósmynd/Sturla Friðriksson
Jarðsig hefur orðið á norðurnesi eyjar-
innar, þar sem þessi röð af skvompum
hefur myndast.
30 ára gömul fjöruarfaplanta í Surtsey er orð-
in 3 metra löng og 1,5 metrar á breidd. Rauði
hluturinn fyrir framan plöntuna er vasahníf-
ur, 7 sentimetra langur.
Náttúrufræðingar við rannsóknir í Surtsey
Utbreiðsla gróð-
urs
SURTSEY og lífríki hennar eru
meðal þeirra náttúrufyrirbrigða ís-
lenskra sem náttúrufræðingar hafa
rannsakað með reglulegum hætti
undanfarin ár, enda þarf ekki mörg-
um orðum að fara um hve stórkost-
legt tækifæri það er að hafa getað
fylgst með þróun þessa landskika
allt frá því hann reis fyrst úr sæ. Það
er árviss viðburður að á hverju
sumri fari náttúrufræðingar til rann-
sókna í eynni og dagana 17. til 20. júlí
voru þrír líffræðingar, þeir Sturla
Friðriksson, Borgþór Magnússon og
Sigurður H. Magnússon við rann-
sóknir á lífríki eyjarinnar. Með þeim
í for var einnig vistfræðinemi frá
Aberystwyth háskólanum í Wales.
Sagði Sturla að einna merkilegast
hefði verið að þeir félagar hefðu að
þessu sinni ekki fundið neina nýja
háplöntutegund, en hingað til hafa
yfirleitt nokkrar nýjar tegundir
bæst við flóru eyjarinnar á hverju
eykst
sumri. Hins vegar fundust nú 47 af
þeim 65 tegundum háplantna sem
skráðar hafa verið sem landnemar í
eynni. Útbreiðsla gróðurs á eynni
eykst samt ört og sagði Sturla að
telja mætti að þarna væri komin all-
góð slægja af úteyjargrasi á stöku
blettum.
Varp í Surtsey tókst vel
Þessi gróður stafar að miklu leyti
af veru sílamáva sem teknir eru að
verpa á stóru svæði sunnanvert í
hrauni eyjarinnar. Eru þarna um
300 pör í varpi og virðist varpið hafa
tekist vel í sumar, því mikið var af
stálpuðum ungum. Fuglinn ber fræ
og áburð að svæðinu og því dafnar
þarna meiri gróður en annars staðar
á eynni. Líffræðingarnir fylgjast
mjög náið með útbreiðslu gróðurs á
Surtsey með því að mæla tíðni
plantna og þekju þeirra á föstum
reitum í dæmigerðum búsvæðum.
ört
Sagði Sturla þessar rannsóknir hafa
vakið mikla athygli vistfræðinga víða
um heim.
Auk mávanna eru þarna að stað-
aldri um 7 tegundir annarra fugla og
hefur orðið nokkur aukning í varpi
fyla, en þeir halda sig við gígbarm-
ana. Merkilegt má telja að grágæs
virðist venja komur sínar í stóra
gróðurblettinn fyrri hluta sumars og
hefur hún þar næga beit í grasa- og
skarfakálsbeðjunum. Er þetta nokk-
ur nýlunda, því hingað til hefur gæsa
aðeins orðið vart í eynni að hausti til.
Ummerki um jarðskjálfta
Náttúrufræðingarnir sögðu að all-
nokkuð jarðsig hefði orðið í eynni.
Skvompur hefðu myndast vestan-
vert á norðumesi eyjarinnar og
einnig vestan við hraungíginn. Telja
þeir sennilegt að þetta jarðrask hafi
orðið í Suðurlandsskjálftunum í
sumar.
Söguleg kennsluskáldsaga
Siglingar og
landafundir
Birna Sigurjónsdóttir
Sögulega skáldsagan:
Leifur Eiríksson - á
ferð með Leifi
heppna, er nýkomin út á
vegum Námsgagnastofn-
unar. Að sögn Birnu Sigur-
jónsdóttur ritstjóra er út-
gáfa þessi unnin í
samstarfi við grænlenska
útgáfufyrirtækið Atuakki-
orfik-undervisning. Þetta
er námsbók.
„Bókin er ætluð grunn-
skólanemum á aldrinum
tíu til tólf ára og textinn er
að sjálfsögðu miðaður við
þann aldurshóp," sagði
Birna.
- Hver skrifaði þessa
bók?
„Jóhanna Karlsdóttir
kennari í Grundarskóla á
Akranesi og Leif Aidt sem
var um árabil kennari á Græn-
landi en er nú á eftirlaunum í Dan-
mörku. Þau skrifuðu bókina í sam-
vinnu og er hún skrifuð bæði á
dönsku og íslensku þannig að höf-
undamir þýða texta hvor annars.
Danska útgáfan hefur síðan verið
þýdd á grænlensku.“
- Hvernig nálgast höfundar
söguefnið?
„Bókin hefst þegar Eiríkur fað-
ir Leifs heppna er ungur drengur
og flyst til Islands með föður sín-
um Þorvaldi Ásvaldssyni. Hver
kafli byrjar með beinni tilvitnun í
fomsögumar, sem em tenging á
milli skáldsögunnar og fom-
sagnanna. Síðan segir frá land-
náminu á íslandi og fljótlega víkur
sögunni til Leifs, sem fæðist á Eir-
íksstöðum í Haukadal. Segir svo
frá atburðunum sem leiða tU þess
að Eiríkur verður gerður útlægur
og flytur til Grænlands. Leifur er
þá ungur drengur og fylgir fóður
sínum til Grænlands eins og faðir
hans hafði fylgt sínum föður til ís-
lands. Á Grænlandi vex Leifur
upp en þegar hann hittir Bjarna
Herjólfsson fær hann áhuga á að
kanna fjarlæg lönd með honum.
Frá þessu greinir bókin og það
era í henni góðar lýsingar á lífs-
háttum og daglegu lífi, svo og
ýmsum atburðum frá þessum
tíma. Bókin er ríkulega mynd-
skreytt af danskri myndlistar;
konu sem heitir Jette Jörgensen. í
henni era stórar, litríkar vatns-
litamyndir og svo skýringarmynd-
ir sem sýna verkfæri, áhöld, vopn
og fleira. Markmiðið er að vekja
áhuga nemenda á þessum tíma í
sögunni, bæði daglegu lífi, sigling-
um, landafundum og fleira í for-
tíðinni."
- Hvers vegna var sú leið valin
aðgera skáldsögu úr þessu efni?
„í aðalnámskrá grunnskóla er
ákvæði þar sem segir: „nemendur
kunni deili á siglingum norrænna
manna til Grænlands og Amer-
íku.“ Einnig er í námskránni lögð
áhersla á að skyggnast inn í fjöl-
breytni mannlífs víða um heim og
að nemendur „lifi sig inn í“ söguna
með því að fylgja einstaklingum
og kynnast hinum ýmsu tímabil-
um sögunnar útfrá sjónarhorni
einstaklingsins. Persónusagan
hefur fengið hlutverk í
sögukennslunni. Fyrir-
hugað er að vinnubók
komi út í tengslum við
þessa námsbók og auk
þess námsefni á vef,
þar sem era höfundar
Fríða S. Haraldsdóttir,
Jóhanna Karlsdóttir og Margrét
Sólmundardóttir. Á vefnum verð-
ur meira fræðsluefni til þess að
dýpka skilning á efni bókarinnar."
-Er þetta í fyrsta skipti sem
þessi leið er valin í námsbóka-
gerð?
„Ég veit ekki betur en svo sé.
► Birna Sigurjónsdóttir fædd-
ist 17. september 1946 í
Reykjavík. Hún lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1966 og kennara-
prófi frá Kennaraháskóla ís-
lands 1978. Meistaraprófi í
uppeldis- og menntunarfræði
frá Kennaraháskóla íslands
lauk hún í febrúar 2000. Hún
starfaði sem kennari við Snæ-
landsskóla í Kópavogi og sem
aðstoðarskólastjóri þar um
árabil. Nú er hún ritstjóri í
samfélagsgreinum hjá Náms-
gagnastofnun. Birna er gift
Jóni Ólafssyni kennara og inn-
anhúsarkitekt eiga þau samtals
sex börn.
Verkefnið er þannig tilkomið að
Davið Oddsson og Jonatan Motz-
feldt fengu þá hugmynd að gefa út
námsefni fyrir grannskólanem-
endur um víkingatímann og landa-
fundina. Þessari hugmynd var síð-
an vísað til Námsgagnastofnunar
þar sem ákveðið var í samvinnu
við höfunda verksins að gera sögu-
lega skáldsögu úr efniviðnum."
- Parf ekki að kafa töluvert ofan
í lýsingar í fornsögum og aðrar
heimildir til þess að skáldsaga
nýtist sem kennslubók?
„Jú, höfundarnir hafa lagt sig
mjög fram um kynna sér fomsög-
urnar og allt það sem snertir og
tengist þessu tímabili, bæði lesið
sér til og leitað ráðgjafar fræði-
manna. Það eru ótal smáatriði
sem taka þarf tillit til og stundum
er erfitt að skera úr um hvað rétt
er samkvæmt heimildum, fræði-
menn greinir á um suma hluti,
sem dæmi má nefna að menn eru
ekki á eitt sáttir um hvað dægur
merkir, hvort þar var um að ræða
12 stundir eða 24 stundir. Þegar
síðan segir að menn hafi verið sjö
dægur að sigla frá Noregi til Is-
lands, þá skiptir máli hvort menn
vora sjö sólarhringa eða þrjá og
hálfan á þeirri leið. Margt fleira
slíkt mætti nefna en ég verð að
segja að þetta hefur gert vinnuna
skemmtilegri. Óhætt er að segja
að mjög góð samvinna var á milli
höfunda og ritstjóra við
gerð þessa verks. Þá
skiptir máli að mynd-
efni sé sem næst því
sem vitað er um tíma-
bilið sem verið er að
fjallaum.“
- Eru fleiri svona
verk fyrirhuguð?
„Ekki kannski beinlínis af þessu
tagi, en það er verið að gefa út nýtt
námsefni í sögu á unglingastigi,
þar sem er farin svipuð leið, þ.e.
persónusagan er notuð og nem-
endur eiga svo að leita sér heim-
ilda um tímabilið.
Persónu-
sagan hefur
fengið hlut-
verk í sögu-
kennslunni