Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 32
3£ SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA GUÐRÚN PÁLMADÓTTIR, Hlíðarvegi 1, Siglufirði, lést á sjúkrahúsi Siglufjarðar 12. júlí sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jón Pálmi Rögnvaldsson, Páll Ágúst Jónsson, Kolbrún Jónsdóttir, Viktor Jónsson, Guðrún R. Jónsdóttir, Steingrímur Jónsson, Harpa Gissurardóttir, Rögnvaldur Jónsson, Sigrún Ólafsdóttir, Leifur Jónsson, Svala Markúsdóttir, Viggó Pálmi Jónsson, Víbekka Arnardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÁRNI HERBERG KETILL SKÚLASON, Engimýri 6, Akureyri, lést laugardaginn 15. júlí. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánu- „ daginn 24. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á dvalarheimilið Hlíð eða líknarfélög. Laufey Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Veigar Árnason, Eva Ásmundsdóttir, Skúli Rúnar Árnason, Arna Jakobína Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t " Móðir okkar og tengdamóðir, GUÐRÚN ÁSGEIRSDÓTTIR frá Eiði í Hestfirði, lést á Sólvangi, Hafnarfirði, þriðjudaginn 11. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þórarinn Ingi Jónsson, Björg Hjartardóttir, Guðmundur Jónsson, Valgerður Magnúsdóttir, Ásgeir Jónsson, María Halldórsdóttir, Sigurður Jónsson, Bryndís Jónsdóttir, Ágúst Þorgeirsson, Valgeir Jónsson, Ingibjörg Jóhannesdóttir og fjölskyldur. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SIGRID AGNES KRISTINSSON bókasafnsfræðingur, Vesturbæ, Álftanesi, andaðist sunnudaginn 16. júlí. Jarðsungið verður frá Bessastaðarkirkju þriðjudaginn 25. júlí kl.13.30. Guðmundur Kr. Kristinsson, Einar Otti Guðmundsson, Sigríður R. Magnúsdóttir, Heiga Guðmundsdóttir, Kristinn Guðmundsson, Kristín Norðdahl, Guðmundur A. Guðmundsson, Sólveig Grétarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Minningarathöfn um ástkæra systur okkar og mágkonu, GUÐRÚNU KRISTÍNU SKÚLADÓTTUR WHITE, sem lést í Bandaríkjunum laugardaginn 1. júlí sl., verður í Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 25. júlí kl. 14.00. 3lóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vílja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag Islands. Sigurjón Skúlason, Elínborg Þorsteinsdóttir, Ingólfur Skúlason, Eiríkur Skúlason, Ólafur Th. Skúlason, Charita Enriguez, Valdís Skúladóttir, Pétur A. Pétursson, Kolbrún Skúladóttir, Steinþór Aðalsteinsson. ÁRNIHERBERG KETILL SKÚLASON + Árni Herberg Ketill Skúlason bifreiðavirkja- meistari fæddur 18. septembcr 1932. Hann lést á heimili sínu, Engimýri 6, Akureyri, 15. júlí síðastliðinn. For- eldrar: Skúli Þórð- arson skipasmiður ísafirði, f. 2.10. 1902, d. 8.2. 1996, Sigrún Finnbjörns- dóttir húsmóðir, f. 6.4. 1904, d. 8.3.1989. Systkini: Ágústa Skúladóttir býr á Sel- fossi, maki Kjartan Ólafsson, Svandís Skúladóttir býr í Kópa- vogi, maki Páll Theodórsson. Skúli Skúlason býr á ísafirði, maki María Jóakimsdóttir. Árni var yngstur systkina. Eftirlif- andi maki Árna, Laufey Pálína Þorsteinsdóttir, f. 18.6. 1933, foreldrar hennar voru Þorsteinn Halldórsson, sjómaður Akureyri, f. 24.2. 1886, d. 19.2. 1972, Rann- veig Jónsdóttir, húsmóðir, f. 13.11 1902, d. 15.2. 1994. Þeirra sonur, Þorsteinn Veigar Árna- son bifreiðavirkjameistari BSA verkstæði Akureyri, fæddur 24. janúar 1953, maki, 4.8. 1995, Eva Ásmundsdóttir, f. 15.12.1961. Fyrir á Þorsteinn, Bernharð Grétar Þorsteinsson, f. 14.4. 1976, býr í Reykjavík, unnusta hans og barnsmóðir, Ég ætla að skrifa hér fáein orð um pabba minn, sem nú er fallinn frá eftir harða baráttu við sjúkdóm, sem var búinn að vera honum samferða í eitt og hálft ár en það var krabbamein. Það koma upp ýmsar minningar þeg- ar hugurinn fer aftur í támann og það er ekki gott að lýsa svona hógværum manni því hann var ekki að láta mikið fyrir sér fara þar sem hann fór um. Hann talaði oft um árin á ísafírði þegar hann var ungur eða innan við fermingu og þá að hann hafi verið á sjó á lítilli triilu með fötluðum manni og líka þegar hann var í sveit í Önund- arfirði og þá hafi hann flutt mjólkina á hestakerru til Flateyrar. En með þessu gátum við ímyndað okkur hvemig aðbúnaður var í þá daga, en hjá honum höfðu þetta verið góðir tímar. Það var oft farið til Skúla afa og Sigrúnar ömmu á ísafirði og þá bæði sjóleiðina og landleiðina. Ég man vel eftir þegar farið var með strandferða- skipinu Esju gömlu og komið við á nokkrum höfnum og man ég þá vel eftir að komið var við á Siglufirði og farið í smá heimsókn til fjölskyldu Mæju, konu Skúla, bróður pabba. Komið var síðan til ísafjarðar um kvöld eða nótt. Þó var oftast farið landleiðina og þá var ýmislegt sem kom upp á því vegimir vom frekar í sérflokki þama fyrir vestan. En það var í góðu lagi því pabbi gerði bara við það sem bilaði í þessum ferðum, jafn- vel ef hann kom að þar sem bíll hafði bilað. Hann stoppaði og bauð aðstoð sína og það fór þá oft þó nokkur stund í að aðstoða. Við bara biðum á meðan og svo var haldið áfram. Það var oft sem fara þurfti yfir ár og læki, sem gat gert það að verkum Lilja Bergsdóttir, f. 25. 10 1977, þeirra börn, Berglind Sara, f. 19.1 1997, Þorsteinn Örn, f. 19.8. 1999. Fyrir á Eva Reyni Svan Sveinbjörnsson, f. 7.2. 1984. Saman eiga þau Laufeyju Ástu Þorsteinsdótt- ur, f. 25.11 1990, Rannveigu Þor- steinsdóttur f. 20.5. 1993. Skúli Rúnar Árnason, fulltrúi hjá íslandspósti, Akureyri, f. 11.9. 1955, maki, 26.9 1976, Arna Jakobína Björnsdóttir, f. 7.10 1957, Jó- hann Björn Skúlason, f. 8.1 1979, býr í Reykjávík, unnusta, Soffía Santacroce, f. 26.12. 1979, Árni Skúlason, f. 4.2 1982. Árni var fæddur á Isafirði og ólst þar upp. Hann fór snemma að vinna og kom víða við, svo sem á Isafirði, Siglufirði og Vestmannaeyjum. Hann vann við sveitastörf, fór ungur til sjós, lauk vélnámi frá Iðnskólanum á ísafirði, lærði bifreiðavirkjun í Iðnskólanum á Akureyri. Annar stofnandi Skoda verkstæðis á Akureyri. Starfaði lengst af á Bifreiðaverkstæði Jóhannesar Kristjánssonar á Akureyri. Útför Árna fer fram frá Akur- eyrarkirkju á morgun og hefst athöfnin klukkan 13.30. að bremsur vom ekki góðar á eftir. Síðan kom hhð, sem þurfti að opna, og þá var byrjað að pumpa bremsumar til að geta stoppað. Þá var maður verulega spenntur og ekki um annað að gera en að halda sér fast, þetta slapp til. Það var mjög gaman á Isafirði og margar þessar ferðir eru enn í fersku minni. Það var ekki mikið sem þurfti að tala við pabba ef eitthvað var að hjá manni eftir að maður sjálfur eignaðist bíl því hann sagði bara: Komdu með bílinn og ég skal líta á hann - og síðan var þetta bara lagað, jafnvel þó að um stórtjón væri að ræða. Hjálpsemi hans var þannig að ef hann var spurður þá gat hann ekki sagt nei. Það var frekar að hann hugs- aði málið smástund og svo var bara farið í málið. Oft var hann líka að spyrja hvort ekki væri allt í lagi hjá okkur og hvort hann gæti eitthvað hjálpað. Áföll voru frekar mörg í þessari fjölskyldu af ýmsu tagi og voru frekar stór slys nokkrn- þar sem pabbi hafði oft þurft að vera til staðar sem traust- ur klettur. Veikindi mömmu eru það sem sýndi mest hve kærleiksríkur hann var og traustur maður. Hann sá um hana heima og lagaði húsið með tilliti til þess að hún var í hjólastól. Það var því verulega erfitt fyrir hann að þurfa að sjá á eftir henni á dvalarheimili eft- ir að hann var farinn að missa orku sjálfur. Þó fór hann á hverjum degi til hennar og lét ekki mikið á því bera að um veikindi hjá honum væri að ræða. Ef hann var spurður þá var allt í lagi hjáhonum. Ég sé það að þegar maður fer að skrifa svona þá er hægt að halda lengi + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýnt hafa okkur samúð og hlýju við fráfall og útför ÖGMUNDAR JÓNSSONAR járnsmíðameistara, Eiðismýri 30, Ingibjörg Sigurðardóttir, Hreiðar Ögmundsson, Katrín Gunnarsdóttir, Jón Ögmundsson, Anna Sigríður Indriðadóttir, Birgir Ögmundsson, Guðrún Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. áfram og segja frá ýmsu en það er best að hafa þetta ekki lengra og ég kveð með þökk fyrir allt. Hvíl í friði, pabbi minn. Þorsteinn V. Ámason og fjölskylda. Fyrir um tuttugu og fimm árum kynntist ég Áma sem varð þá tengda- faðir minn. Mér þótti hann nokkuð dulm- og fáorður, allt að því fáskipt- inn. En sá þó fljótt að í vinahópi þeirra hjóna Ama og Laufeyjar var hann hlýr og kíminn. Árni var trygg- lyndur sínum og bar umhyggju og velferð þeirra fyrir brjósti, gerði ekki kröfur til annarra fyrir hagsmunum sínum. Þessu kynntist ég og komu hans eiginleikar vel í ljós er við sátum saman í nokkra daga á sjúkrahúsi í Reykjavík er Laufey lá þar mjög veik og öðm því sem á eftir kom fyrir um þrettán árum. Veikindi Laufeyjar höfðu mikil áhrif og af hugrekki og reisn bragðust þau við þeim breyting- um og kom þá vel í ljós hve miklir kærleikar vora með þeim. Ami hætti fjótlega að vinna og hélt þeim Lauf- eyju heimili og annaðist hana með að- stoð heimahjúkranar. Helst vildu þau vera í friði með sitt og þiggja sem minnsta hjálp og ef svo bar undir að Ámi bað um aðstoð var þar eitthvað á ferðinni sem ekki mátti bíða. Ami var mjög natinn og heimakær við þeirra heimili og var jafnvígur í hvaða heim- ilisstörf sem var, hafði hann gaman af þvi að elda góðan mat og bar fram bestu steikur og kótelettur í raspi. „Eins og hjá afa“ segja strákamir mínir þegar pantaðar era kótelettur en þær verða aldrei eins og hjá afa. Ekld hefðu allir getað farið í sporin hans Áma og sýndi hann mikið þrek að geta þetta því ekki var heilsa hans heldur góð. Þegar kærleikur og vilji era til staðar þá virðist allt vera hægt. Hvemig getur maður tekið við fréttum um að vera haldinn ólækn- andi krabbameini? Ekkert annað hægt að gera en að reyna halda sjúk- dómnum niðri. Hver og einn velur þá leið sem er honum léttust. Mér fannst það valda Ama meiri áhyggjum að Laufey þurfi að fara á Dvalarheimilið Hlíð heldur en að takast á við sinn sjúkdóm. Þetta eina og hálfa ár var Ámi í stöðugri baráttu og valdi þá leið að vera bjartsýnn og bera sig vel, halda sem lengst í vonina, útilokaði hana ekki þrátt fyrir vondar fréttir. Undir niðri var Ami raunsær og vissi að hveiju stefndi en hann bar sína reisn allt til enda. Að vera í baráttu um lífsins gæði er hjóm eitt þegar maður fylgdist með baráttu Áma um líf sitt. Mikill er missir Laufeyjar sem nú lifir mann sinn, megi gæfa hennar að hafa átt Áma styrkja hana. Með þakklæti í huga kveðjum við föður, tengdaföður og afa. Ama Jakobúia Bjöms- dóttir og fjölskylda. Móðurbróðir minn Árni Herberg Ketill Skúlason er látinn eftir nokkurt stríð við krabbamein. Þá baráttu háði hann eins og annð sem hann tókst á við í lífínu, með æðruleysi að leiðar- ljósi og oftast með bros á vör. Hebbi, eins og hann var kallaður í æsku og af nánustu ættingjum alla tíð, var yngst- ur fjögurra bama Skúla Þórðarsonar og Sigrúnar Finnbjömsdóttur. Þau bjuggu nánast alla sína búskapartíð á ísafirði, en era bæði látin fyrir nokkra. Skúli var skipasmiður og Sigrún vann bæði á heimili og utan þess. Móðir mín Ágústa var elst, þá Svandís og Skúli, sem býr á Isafirði. Vafalaust var oft þröngt í búi, en öll komust systkinin vel til manns. Við frændsystkinin og systkinabömm, sem ekki áttum heima á Isafirði, dvöldum stundum öll hjá afa og ömmu á sumram fyrir nærri fjórum áratugum. Við lærðum þá að alltaf var rúm fyrir okkur eins og aðra þegar á Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netf- ang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.