Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2000 33
þurfti að halda. Hebbi lærði bifvéla-
virkjun, settíst að á Akureyri, en þar
bjó hann og starfaði síðan. Hann
kvæntist Laufeyju Þorsteinsdóttur
og þau eignuðust Þorstein og Skúla,
sem báðir búa á Akureyii. Síðustu ár
frænda míns reyndust nokkur þraut
svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Lauf-
ey veiktist alvaiiega fyrir mörgum ár-
um og hefur ekki náð heilsu. Um-
hyggja hans fyrir henni var einstök.
Minningamar eru margar þótt
langt hafí verið á milli okkar og atvik-
in hagað því svo að við sáumst of
sjaldan, eins og verða vill í þjóðfélagi
nútímans, þar sem maðuiinn gefur
sér of h'tinn tíma til leggja rækt við þá
þætti tilverunnar, sem skipta mestu. I
æsku átti ég brúðu, sem var mér afar
kær. Sú var í líki drengs og bar heitið
Hebbi í höfuðið á frænda. Þau Laufey
komu í heimsóknir suður á land og
þeim fylgdi glaðværð og léttleiki. Við
fjölskyldan fórum norður á Akureyii
1962. Ferðin var skemmtileg og
margt að sjá, enda meira mál að fara
þá en nú. Ari fyrr höfðu móður mín og
systkini hennar öll komið saman á
ísafírði. í minninguni var það eintóm
skemmtan. Rúmum áratug síðar vor-
um við frændumir veðurtepptir á Isa-
fírði eftfr sjötugsafmæli ömmu. Flest-
um þykir óyndislegt að komast ekki
leiðar sinnar á tifsettum tíma. En af
meðfæddri glaðværð og jafnaðargeði
tókst honum að gera biðina skemmti-
lega. Við vörðum kvöldunum til skrafs
um björtu hliðar lífsins, fórum meira
að segja í Ísafjarðarbíó og gönguferð-
ir. Kvörtunum um veður og færð var
tekið af spaugsemi og lífið varð létt-
bærara. Löngu síðar varð mér Ijóst
hve miklu skiptir að gera sér lífið auð-
veldara og finna sér ekki vandamál
heldur h'ta á óvæntar uppákomur,
sem viðfangsefni.
Síðustu árin hittumst við yfirleitt
árlega á ísafirði. í fyrra komu afkom-
endur afa og ömmu ásamt mökum
saman í Hagakotí í ísafjarðardjúpi.
Hann lét sig ekki vanta þótt veikindi
hijáðu. Glaðværðin var í fyrirrúmi.
Það var sérstakt ánægjuefni að hitt-
ast á Akureyri í liðnum janúar og ekki
sízt að Hebbi kom ásamt sonum sín-
um og tengdadóttur á þorrablót Vest-
firðinga á Akureyri. Þá varð mér til
happs að muna eftir atvikum úr lífi
ömmu, sem aldrei lét fyrir sér fara, en
kom hlutum samt til leiðar. Að lokinni
ræðu minni hafði ég áhyggjur af því
að honum mislíkaði túlkun mín af at-
vikum úr ævi móður sinnar. Það var
öðru nær. Hann sagði: „Amma þín
hefði orðið ánægð. Hún var svona.“
Næst þegar efni vantar til umfjöllun-
ar mun ég minnast Hebba, Áma
Skúlasonar, sem lét ekki mótlæti
buga sig.
Við Þórdís og bömin okkar sendum
Laufeyju, Þorsteini og Evu Jónínu,
Skúla og Jakobínu og bömum þeirra
okkar innilegustu samúðarkveðjur,
Melkorka frá Ástrah'u og undirritað-
ur frá Englandi og hin úr sumarleyfi.
Með Áma Skúlasyni er genginn góð-
ur drengur, sem lét gott af sér leiða.
Guð blessi minningu hans.
Ólafur Helgi Kjartansson.
Vorið 1952 vorum við hjónin búsett
í Skeijafirði í Reykjavík. Þá kom til
okkar ungur mágur minn, Ami
Skúlason, ásamt unnustu sinni, Lauf-
eyju Þorsteinsdóttur, en þau vom að
koma af vertíð í Vestmannaeyjum.
Þetta vom fyrstu kynni mín af þessu
unga myndarlega fólki. Þau hafa búið
allan sinn búskap á Akureyri en við
hér syðra og því hafa samverustundir
orðið stopulli en ella, en öll tengsl
mjög góð þrátt fyrir það.
Það var mjög ánægjulegt að hitta
hann og fjölskylduna á ættarmótinu í
Hagakotí í ísafjarðardjúpi fyrir réttu
ári, því það gat bmgðið til beggja
vona að hann yrði þar. Því miður gat
Laufey ekki verið þar vegna veikinda
sinna. Okkur var þetta öllum mjög
kærkomin samvemstund.
Hann hefur nú kvatt okkur, of
fljótt, en þar em önnur öfl sem
stjóma. Laufeyju, sonunum, tengda-
dætrum og barnabömum svo og öðr-
um ættingjum og vinum vottum við
fjölskyldan samúð og virðingu.
Þessa síglaða og káta manns, Ama
Skúlasonar, verður oft minnst þegar
fjölskyldan kemur saman. Þannig
skilur hann okkur eftir með ógleym-
anlegar minningar.
Ágústa og Kjartan T. Óiafsson.
YNGVI
KJARTANSSON
+ Yngvi Kjartans-
son fæddist á Ak-
ureyri 7. aprfl 1962.
Hann Iést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 6. júlí síð-
astliðinn og fór útför
hans fram frá Akur-
eyrarkirkju 14. júlí.
Hann sagði við þá: Sjá,
ég kem í skýjum,
og sólin brosti í tærum
augum hans.
Matthías
Johannessen)
Hvernig kveður maður náinn vin
sem deyr langt fyrir aldur fram?
Maður kveður hann ekki. Náinn vin-
ur er sá sem hefur haft áhrif á það
hver maður er og þess vegna er ná-
inn vinur eiginlega partur af manni
sjálfum og heldur því áfram að hafa
áhrif á mann. Þess vegna kveður
maður hann alls ekki. Aristóteles
sagði að náinn vinur væri annað
sjálf. Það var þá þetta sem hann var
að meina. Yngvi var svona vinur. Og
ekki síður eftir að hann var orðinn
mágur.
Þetta byrjaði í MA þar sem Yngvi
kom fyrst í ljós sem skáti sem vildi
hafa gluggann opinn.
Það uppátæki leist
manni ekki á og þar
með ekki á manninn -
að maður hélt. Vísast
öfgasinnaður útivistar-
maður sem bæri að
forðast. En samt urð-
um við vinir - sennilega
hefm- húmorinn passað
- og með því móti var
Yngvi strax búinn að
kenna manni lítilræði
um mann sjálfan og
maður sá að öfgarnar
voru ekki hans megin.
Þannig er vinrn- lika sá
sem lætur mann ekki komast upp
með kjaftæði.
Kannski er það rétt að Yngvi hafi
verið þrjóskur, en það er skapgerð-
areiginleiki sem er náskyldur öðr-
um, nefnilega kappsemi, og hún var
sannarlega einkenni á Yngva. Eftir
á að hyggja held ég að við höfum
alltaf verið í kapp á einn eða annan
hátt, þó kannski oftast í svolítið loft-
íimleikakenndum rökræðum. En
þetta var góð keppni sem maður
lærði af, og umfram allt var hún
skemmtileg og gerði meira varið í
lífið.
Kristján G. Amgrímsson.
Skilafrestur minn-
ingargreina
EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef
útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og
þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á fóstudag. í miðviku-
dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber-
ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein
eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er
ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til-
tekna skilafrests.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvem látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar em beðnir að hafa
skírnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era
nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.
Sumaropnun
Opið í sumar til
kl. 19 öll kvöld
Blómaskreytingar við öll tilefni
Blómastofa
Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
+
Ástkær móðir okkar, amma og systir,
GUÐRÍÐUR ÞÓRARINSDÓTTIR,
sem lést þriðjudaginn 18. júlí sl., verður
jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 26. júlí
kl. 13.30.
Elmar Þór Benediktsson,
Elín Harpa Jónsdóttir,
Unnur Regína Gunnarsdóttir,
og systkini hinnar látnu.
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi,
GUÐNIÞÓRÐARSON
gullsmíður,
til heimilis á Egilsgötu 22,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 25. júlí kl. 13.30.
Jónína Jónsdóttir,
Kristín Guðnadóttir, Einar Hermannsson,
Guðni Einarsson, Árni Einarsson.
+
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elsku-
legrar, móður okkar og tengdamóður,
SÓLVEIGAR ÓLAFSDÓTTUR,
frá Þinghól, Vestmannaeyjum,
síðast til heimilis
á dvalarheimilinu Hraunbúðum.
Fyrir hönd aðstandenda.
Margrét Andersdóttir, Kjartan Úlfarsson,
Birgit Andersdóttir, Ásmundur Jónsson,
Ólafía Andersdóttir Stöyva,
Inger Andersdóttir, Arnþór Flosi Þórðarson.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu, sem
sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við
andlát og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu, langömmu og systur,
HULDU PÁLSDÓTTUR
frá Þingholti,
Vestmannaeyjum,
síðast til heimilis í Engjaseli 70.
Birgir Þór Sverrisson, Kolbrún Eva Valtýsdóttir,
Ragnar Kristján Gunnlaugsson, Erla Baldursdóttir.
barnabörn, barnabarnabarn
og systkini frá Þingholti.
at
+
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför
föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og
langalangafa,
ÓLAFS JÓNSSONAR
fyrrum bónda
í Álfsnesi og á Oddhóli,
til heimilis í Lóurima 23,
Selfossi.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á
Sjúkrahúsi Suðurlands og öldrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi.
Rakel Ólafsdóttir, Ásgeir Magnússon,
Sigríður Edda Ólafsdóttir,
Gunnhildur Ólafsdóttir,
Sjöfn Ólafsdóttir, Jón Brynjólfsson,
Ólöf Ólafsdóttir, Ólafur Benediktsson,
Kjartan Örn Ólafsson, Anna Gísladóttir,
Jónína Ólafsdóttir, Þórður Jónsson,
Lára Ólafsdóttir, Sigurður Rúnarsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og langalangafabarn,
ifisdrykkjur í Veislusalnum
Sóltúni 3, Akógeshúsinu,
fyrir allt að300 manns.
EINNIG LETfTIR HADEGISMATUR
3RTU A EF
MEDKAFFI OG TERTU A EFTIR - SAMA VERÐ
® n®íínu/
VEISLAN
03
Glœsilegar veitingar frá Veislunni
tushirctrönd I2 «170SeH;ornomes »Simi:561 2031 »Fax:561 2008
Æk
VEITINGAELDHUS
www.veislan.is _ _
— og