Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2000 11
? Yíra- Grjét-
Kálfafcll / alda
•" Kara- /g
tinúkaúg’
Innra-
Kálfafe
Sauðár-
stifla /
Hölknárveita
Seltjarnarnes
Álftanes
Sauða-
fell
Reykjavík£
mmuÆ
vogur
Sauða-
fells-
alda
lír§j|fipít
Rauðavatn
Elliðavatn
\ ííwÉBi .
\. .bnnSur
lergkvíslar
/ Kárahnjúkavirkjun
Stöövarhússvæöi
Mynd/Landsvirkjun
Stöðvarhús virkjunarinnar verður inni í fjallinu undir Teigsbjargi. Að því munu liggja 650-700 metra löng
aðkomugöng. Vatnið frá virkjuninni mun renna um 1,2 km göng og rúmlega 1 km skurð út í Jökulsá. Á
kortinu til vinstri er hægt að átta sig á stærð Hálslóns samanborið við Reykjavík og nágrenni.
Kárahnjúkavirkju
o vaðbrekl
itrU?’'1/ skriðu;
<. Ý/ klauatgr
f CÚ . Áalþjóö-
r\ _, suðurn: -
/ Tuincliialn ■ / . ' I,
áFjaÚsr
4'kódáfc
Álftadals-
w \
hndkar.
Sauöár-
(' Saúða-
?) fell
- Sauða-
/7 fe^s-
alda
Grjótár-
hnúkur
Snæfeíls-
SauOár-
hnúkur
Múla-
hraun
lido.sdalur;
Bergkvíslar Bj
Gcldinga-
fell
HnútaY
Kringilsárrana. Þá munu veitur úr
Fljótsdal, Gilsárvötnum/Bessa-
staðaá, af Hraunum og vegagerð
tengd þeim hafa áhrif á flokkinn al-
menn vemdarsvæði.
í matsskýrslu Náttúrufræðistofn-
unar kemur m.a. fram að stór hluti
þess lands sem fari undir Hálslón sé
á náttúruminjaskrá. Áhrifasvæði
lónsins, einkum vegna jarðvegsrofs
og áfoks, geti orðið mun stærra en
lónið sjálft.
Þá segir að undir Hálslón fari
mjög fjölbreytt land: Árdalur Jöklu,
með grunnu gljúfri milli leirhjalla
undir grónum brekkum og melum
ásamt neðsta hluta Kringilsár og
Sauðár vestari. Einnig jarðhita-
svæði í Lindum og við Sauðárfoss.
Land þetta sé að stórum hluta vel
gróið. Kringilsárrani og Háls á ör-
æfum séu mikilvæg beitar- og burð-
arsvæði hreindýra og Kringilsárrani
friðlýstur sem griðland þeirra. Lón-
ið muni takmarka eða hindra sam-
gang hreindýra milli Vesturöræfa
og Kringilsárrana. Þá er heiðar-
gæsavarp meðfram Jökulsá á þessu
svæði.
Náttúrufræðistofnun bendir einn-
ig á að stór hluti efsta fjöruborðs
Hálslóns sé gróðurlendi með all-
þykkum jarðvegi. Hætt sé við að
öldugangur á svo stóru lóni muni
mynda strandþrep og opið sár í jarð-
vegsþekjuna við efstu vatnsstöðu.
Jarðvegur næst rofinu þorni og
verði því hætt við uppblæstri þegar
hlýir og þurrir sunnanvindar standi
af jökli. Þá er talið líklegt að set-
myndun verði í lóninu og muni fínt
efni þekja hluta þess. Við lága vatns-
stöðu fyrri hluta sumars sé hætt við
að þetta efni þomi og dreifist með
vindum í þurrkatíð. Stærð hugsan-
legs áfokssvæðis sé óþekkt og þar
með þess svæðis sem kunni að
breytast í kjölfarið.
Breytingar á ám
Neðan við stíflurnar verða breyt-
ingar á rennsli og eðli ánna. Rennsli
Jökulsár á Dal mun minnka veru-
lega og mun hún verða að berg-
vatnsá neðan stíflu, nema þegar lón:
ið er fullt og vatn flæðir í yfirfall. í
skýrslu Náttúrufræðistofnunar er
nefnt að verði heimilað að hafa und-
irfall til að hleypa umframvatni úr
stíflunni verði útskolun á aur niður í
farveg árinnar með tilheyrandi leir-
foki. Minna vatnsmagn Jökulsár á
Dal mun einnig valda því að í neðsta
hluta árinnar, á aurum neðan Foss-
valla, muni áin líklega grafa sig nið-
ur og hætt sé við að grunnvatns-
staða breytist og mýrlendi með ánni
þorni þannig að í stað flæðilanda
gætu myndast þurrir melar.
Rennsli mun minnka í Jökulsá í
Fljótsdal, frá Eyjabökkum og niður
að Valþjófsstað.
I skýrslu Náttúrufræðistofnunar
segir að á landsvæðinu sem á að
leggja vatn til Hraunaveitu séu foss-
ir að vatnsborð í Lagarfljóti og
grunnvatnsstaða gæti hækkað og
votlendi aukist sums staðar með-
fram fljótinu. Grugg muni aukast og
ljóstillífun minnka í fljótinu vegna
verri birtuskilyrða.
Fyrirhugað er að dýpka Lagar-
fljót utan Egilsstaða, taka nes og
víkka þannig farveg fljótsins á
nokkrum stöðum til að yfirborð þess
hækki ekki.
auðugs votlendis, mikils fuglalífs og
selalátra í Jökulsá á Dal við Húsey.
Tilflutningur á vatni muni hafa áhrif
á núverandi ósasvæði og strönd
Héraðsflóa. Talið er að áhrifin verði
einkum rof við ströndina vegna
minni framburðar og gæti eitthvað
af grónu landi horfið. M.a. er talin
þörf á að kanna áhrif minni aurburð-
ar og breytinga á streymi fer-
skvatns á lífriki sjávar í Héraðsflóa.
Vinsun við umhverfismat
í tillögu Landsvirkjunar að mats-
áætlun kemur fram að við mat á um-
hverfisáhrifum verði beitt svo-
nefndri vinsun. Tilgangurinn með
henni er að skilgreina helstu um-
hverfisþætti sem talið er að sérfræð-
ingar og almenningur telji mikil-
væga svo hægt verði að lýsa
líklegum áhrifum hinna fyrirhuguðu
framkvæmda. Helstu umhverfis-
áhrif sem hafa þarf í huga eru talin
upp í tillögunni að matsáætlun. Þau
eru:
• Ahrif á jarðmyndanir, landslag
og víðemi (landslagsheildir).
• Ahrif á gróður og dýralíf á
landi og í vatni.
• Áhrif á rennslishætti vatns-
falla.
• Jarðvegsrof og aurburður.
• Sjónræn áhrif.
• Áhrif á útivist og ferða-
mennsku.
• Áhrif á sögulega og menning-
arlega mikilvæga staði.
• Áhrif á búskap, bithaga og
aðra landnotkun.
• Áhrif á loft og veðurfar.
• Áhrif vegna titrings, hávaða
eða umferðar.
• Hættur.
• Samfélagsleg og þjóðfélagsleg
áhrif.
I matsferlinum verður lagt mat á
ofangreind umhverfisáhrif og lagðar
til mótvægisaðgerðir og vöktunar-
áætlun.
Að mati Náttúrufræðistofnunar
ber að leggja áherslu á að rannsaka
þau svæði sem ætla má að verði fyr-
ir mestum áhrifum af virkjuninni,
þ.e. svæðum sem eyðileggjast eða
breytast verulega. Einnig telur
stofnunin nauðsynlegt að rannsaka
vatnakerfi sem verða fyrir beinum
og óbeinum áhrifum af virkjuninni.
A það er bent að samfara fram-
kvæmdum og í kjölfar þeirra muni
mannaferðir aukast til mikilla muna
á hálendi Austurlands sem valdi
óhjákvæmilega meiri truflun á dýra-
lífi.
Þegar er hafin vinna við mat á
umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkj-
unar og er unnið eftir nýjum lögum
sem sett voru fyrr á þessu ári.
Stefnt er að því að ljúka matsskýrsl-
unni í mars á næsta ári. Hægt er að
lesa tiilögu Landsvirkjunar að mats-
áætlun og matsáætlun Náttúru-
fræðistofnunar í heild sinni á heima-
síðunni www.karahnukar.is.
ar áberandi landslagseinkenni enda
lækki land þarna hratt úr 700 metra
hæð yfir sjávarmáli í 20 metra yfír
sjávarmáli á aðeins 20 km kafla.
Með tilkomu Hraunaveitu muni far-
vegir verða þurrir mestan hluta árs-
ins og margir fossar hverfa.
Neðan virkjunarinnar mun vatns-
magn aukast tvöfalt eða þrefalt í
Jökulsá í Fljótsdal - Lagarfljóti. í
skýrslu Náttúrufræðistofnunar seg-
Strandrof við Héraðsflóa
Jökulsámar tvær, á Dal og í
Fljótsdal, renna báðar í Héraðsflóa.
Árnar hafa með framburði sínum
myndað 100 til 200 km2 sanda sem
að hluta til eru vel grónir. Náttúru-
fræðistofnun bendir á að umrætt
svæði í Hróarstungu, Jökulsárhlíð
og Hjaltastaðaþinghá sé nær allt á
náttúruminjaskrá, einkum vegna
nStífla
Lón
— “-—Cöng
... Veituskurður
Ó7 Stöðvarhús
a Skáli
100 m hæðarlínur
H- y- s., Kárahnjúkastífla
metrar ,-----------------
800 l -
Veituleið frá Kárahnjúkum í Norðurdai
-AA Desjaráf: C:ijrT-,/,taða- 'ariðjrstaáa; -
lUU | rJalitr Haliir^-—"--\rlaliir -■
600
500
400
300
200
100
0
Aðrennslisgöng, um 40 km löng
Fallgöng
Langsnið eftir fyrirhugaðri veituleið
/ökulsá í
i Fljótsdal