Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2000 11 ? Yíra- Grjét- Kálfafcll / alda •" Kara- /g tinúkaúg’ Innra- Kálfafe Sauðár- stifla / Hölknárveita Seltjarnarnes Álftanes Sauða- fell Reykjavík£ mmuÆ vogur Sauða- fells- alda lír§j|fipít Rauðavatn Elliðavatn \ ííwÉBi . \. .bnnSur lergkvíslar / Kárahnjúkavirkjun Stöövarhússvæöi Mynd/Landsvirkjun Stöðvarhús virkjunarinnar verður inni í fjallinu undir Teigsbjargi. Að því munu liggja 650-700 metra löng aðkomugöng. Vatnið frá virkjuninni mun renna um 1,2 km göng og rúmlega 1 km skurð út í Jökulsá. Á kortinu til vinstri er hægt að átta sig á stærð Hálslóns samanborið við Reykjavík og nágrenni. Kárahnjúkavirkju o vaðbrekl itrU?’'1/ skriðu; <. Ý/ klauatgr f CÚ . Áalþjóö- r\ _, suðurn: - / Tuincliialn ■ / . ' I, áFjaÚsr 4'kódáfc Álftadals- w \ hndkar. Sauöár- (' Saúða- ?) fell - Sauða- /7 fe^s- alda Grjótár- hnúkur Snæfeíls- SauOár- hnúkur Múla- hraun lido.sdalur; Bergkvíslar Bj Gcldinga- fell HnútaY Kringilsárrana. Þá munu veitur úr Fljótsdal, Gilsárvötnum/Bessa- staðaá, af Hraunum og vegagerð tengd þeim hafa áhrif á flokkinn al- menn vemdarsvæði. í matsskýrslu Náttúrufræðistofn- unar kemur m.a. fram að stór hluti þess lands sem fari undir Hálslón sé á náttúruminjaskrá. Áhrifasvæði lónsins, einkum vegna jarðvegsrofs og áfoks, geti orðið mun stærra en lónið sjálft. Þá segir að undir Hálslón fari mjög fjölbreytt land: Árdalur Jöklu, með grunnu gljúfri milli leirhjalla undir grónum brekkum og melum ásamt neðsta hluta Kringilsár og Sauðár vestari. Einnig jarðhita- svæði í Lindum og við Sauðárfoss. Land þetta sé að stórum hluta vel gróið. Kringilsárrani og Háls á ör- æfum séu mikilvæg beitar- og burð- arsvæði hreindýra og Kringilsárrani friðlýstur sem griðland þeirra. Lón- ið muni takmarka eða hindra sam- gang hreindýra milli Vesturöræfa og Kringilsárrana. Þá er heiðar- gæsavarp meðfram Jökulsá á þessu svæði. Náttúrufræðistofnun bendir einn- ig á að stór hluti efsta fjöruborðs Hálslóns sé gróðurlendi með all- þykkum jarðvegi. Hætt sé við að öldugangur á svo stóru lóni muni mynda strandþrep og opið sár í jarð- vegsþekjuna við efstu vatnsstöðu. Jarðvegur næst rofinu þorni og verði því hætt við uppblæstri þegar hlýir og þurrir sunnanvindar standi af jökli. Þá er talið líklegt að set- myndun verði í lóninu og muni fínt efni þekja hluta þess. Við lága vatns- stöðu fyrri hluta sumars sé hætt við að þetta efni þomi og dreifist með vindum í þurrkatíð. Stærð hugsan- legs áfokssvæðis sé óþekkt og þar með þess svæðis sem kunni að breytast í kjölfarið. Breytingar á ám Neðan við stíflurnar verða breyt- ingar á rennsli og eðli ánna. Rennsli Jökulsár á Dal mun minnka veru- lega og mun hún verða að berg- vatnsá neðan stíflu, nema þegar lón: ið er fullt og vatn flæðir í yfirfall. í skýrslu Náttúrufræðistofnunar er nefnt að verði heimilað að hafa und- irfall til að hleypa umframvatni úr stíflunni verði útskolun á aur niður í farveg árinnar með tilheyrandi leir- foki. Minna vatnsmagn Jökulsár á Dal mun einnig valda því að í neðsta hluta árinnar, á aurum neðan Foss- valla, muni áin líklega grafa sig nið- ur og hætt sé við að grunnvatns- staða breytist og mýrlendi með ánni þorni þannig að í stað flæðilanda gætu myndast þurrir melar. Rennsli mun minnka í Jökulsá í Fljótsdal, frá Eyjabökkum og niður að Valþjófsstað. I skýrslu Náttúrufræðistofnunar segir að á landsvæðinu sem á að leggja vatn til Hraunaveitu séu foss- ir að vatnsborð í Lagarfljóti og grunnvatnsstaða gæti hækkað og votlendi aukist sums staðar með- fram fljótinu. Grugg muni aukast og ljóstillífun minnka í fljótinu vegna verri birtuskilyrða. Fyrirhugað er að dýpka Lagar- fljót utan Egilsstaða, taka nes og víkka þannig farveg fljótsins á nokkrum stöðum til að yfirborð þess hækki ekki. auðugs votlendis, mikils fuglalífs og selalátra í Jökulsá á Dal við Húsey. Tilflutningur á vatni muni hafa áhrif á núverandi ósasvæði og strönd Héraðsflóa. Talið er að áhrifin verði einkum rof við ströndina vegna minni framburðar og gæti eitthvað af grónu landi horfið. M.a. er talin þörf á að kanna áhrif minni aurburð- ar og breytinga á streymi fer- skvatns á lífriki sjávar í Héraðsflóa. Vinsun við umhverfismat í tillögu Landsvirkjunar að mats- áætlun kemur fram að við mat á um- hverfisáhrifum verði beitt svo- nefndri vinsun. Tilgangurinn með henni er að skilgreina helstu um- hverfisþætti sem talið er að sérfræð- ingar og almenningur telji mikil- væga svo hægt verði að lýsa líklegum áhrifum hinna fyrirhuguðu framkvæmda. Helstu umhverfis- áhrif sem hafa þarf í huga eru talin upp í tillögunni að matsáætlun. Þau eru: • Ahrif á jarðmyndanir, landslag og víðemi (landslagsheildir). • Ahrif á gróður og dýralíf á landi og í vatni. • Áhrif á rennslishætti vatns- falla. • Jarðvegsrof og aurburður. • Sjónræn áhrif. • Áhrif á útivist og ferða- mennsku. • Áhrif á sögulega og menning- arlega mikilvæga staði. • Áhrif á búskap, bithaga og aðra landnotkun. • Áhrif á loft og veðurfar. • Áhrif vegna titrings, hávaða eða umferðar. • Hættur. • Samfélagsleg og þjóðfélagsleg áhrif. I matsferlinum verður lagt mat á ofangreind umhverfisáhrif og lagðar til mótvægisaðgerðir og vöktunar- áætlun. Að mati Náttúrufræðistofnunar ber að leggja áherslu á að rannsaka þau svæði sem ætla má að verði fyr- ir mestum áhrifum af virkjuninni, þ.e. svæðum sem eyðileggjast eða breytast verulega. Einnig telur stofnunin nauðsynlegt að rannsaka vatnakerfi sem verða fyrir beinum og óbeinum áhrifum af virkjuninni. A það er bent að samfara fram- kvæmdum og í kjölfar þeirra muni mannaferðir aukast til mikilla muna á hálendi Austurlands sem valdi óhjákvæmilega meiri truflun á dýra- lífi. Þegar er hafin vinna við mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkj- unar og er unnið eftir nýjum lögum sem sett voru fyrr á þessu ári. Stefnt er að því að ljúka matsskýrsl- unni í mars á næsta ári. Hægt er að lesa tiilögu Landsvirkjunar að mats- áætlun og matsáætlun Náttúru- fræðistofnunar í heild sinni á heima- síðunni www.karahnukar.is. ar áberandi landslagseinkenni enda lækki land þarna hratt úr 700 metra hæð yfir sjávarmáli í 20 metra yfír sjávarmáli á aðeins 20 km kafla. Með tilkomu Hraunaveitu muni far- vegir verða þurrir mestan hluta árs- ins og margir fossar hverfa. Neðan virkjunarinnar mun vatns- magn aukast tvöfalt eða þrefalt í Jökulsá í Fljótsdal - Lagarfljóti. í skýrslu Náttúrufræðistofnunar seg- Strandrof við Héraðsflóa Jökulsámar tvær, á Dal og í Fljótsdal, renna báðar í Héraðsflóa. Árnar hafa með framburði sínum myndað 100 til 200 km2 sanda sem að hluta til eru vel grónir. Náttúru- fræðistofnun bendir á að umrætt svæði í Hróarstungu, Jökulsárhlíð og Hjaltastaðaþinghá sé nær allt á náttúruminjaskrá, einkum vegna nStífla Lón — “-—Cöng ... Veituskurður Ó7 Stöðvarhús a Skáli 100 m hæðarlínur H- y- s., Kárahnjúkastífla metrar ,----------------- 800 l - Veituleið frá Kárahnjúkum í Norðurdai -AA Desjaráf: C:ijrT-,/,taða- 'ariðjrstaáa; - lUU | rJalitr Haliir^-—"--\rlaliir -■ 600 500 400 300 200 100 0 Aðrennslisgöng, um 40 km löng Fallgöng Langsnið eftir fyrirhugaðri veituleið /ökulsá í i Fljótsdal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.