Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 29
28 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2000 29
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
DRÖG FJÁRMÁLAEFTIRLITS
Fjármálaeftirlitið hefur birt
drög að leiðbeiningum um
efni verklagsreglna fyrir
fjármálafyrirtæki en eins og
menn muna komu upp alvarlegar
spurningar um verklagsreglur
þessara fyrirtækja og fram-
kvæmd þeirra fyrir allmörgum
mánuðum. Er ástæða til að benda
á, að enn hefur ekki komið fram
opinberlega hver endanleg af-
greiðsla þeirra mála var, ef hún
liggur þá fyrir.
Tvennt vekur sérstaka athygli í
þessum drögum Fjármálaeftir-
litsins. Annars vegar að gerð er
tillaga um mjög stíf ákvæði varð-
andi eigin viðskipti starfsmanna
fjármálafyrirtækja. Þannig er
lagt til að sérstakan regluvörð
skuli tilnefna innan fyrirtækjanna
til þess að hafa eftirlit með og
tryggja, að verklagsreglum sé
framfylgt.
í frásögn Morgunblaðsins í gær
um þetta efni segir m.a.: „Eftirlit
regluvarðar lýtur ekki einvörð-
ungu að viðskiptum starfsmanna
heldur einnig að virkni svo-
nefndra kínamúra og viðskiptum
fyrirtækisins sjálfs að því er fram
kemur í drögunum. Segir enn-
fremur að mikilvægt sé að reglu-
vörður hafi yfirsýn yfir stöðutöku
fyrirtækisins sjálfs þannig að
hann geti lagt mat á, hvort við-
skipti starfsmanna með sömu
verðbréf séu tortryggileg. Reglu-
vörður hefur vald til að banna við-
skipti starfsmanna með ákveðin
verðbréf án skýringa eða tíma-
marka á banninu. Er ákvæðið
réttlætt með því að ástæða kunni
að vera til að banna viðskipti með
tiltekin verðbréf, t.d. vegna þess,
að fjármálafyrirtækið sjálft hafi
hagsmuna að gæta eða búi yfir
trúnaðarupplýsingum og við-
skipti starfsmanna því tortryggi-
leg á þeim tíma.“
Eins og sjá má er hér gerð til-
laga um stífar reglur og vinnu-
brögð og mótast sú afstaða Fjár-
málaeftirlits vafalaust af fenginni
reynslu.
Hins vegar er lagt til að starfs-
mönnum fjármálafyrirtækja verði
bannað að eiga viðskipti með
óskráð bréf. Eins og menn muna
snerust umræður um brot á verk-
lagsreglum banka og annarra
fjármálafyrirtækja á sínum tíma
ekki sízt um slík viðskipti. Um
þetta atriði segir í frásögn Morg-
unblaðsins í gær:
„Viðskipti starfsmanna með
óskráð bréf eru óheimil. Unnt er
að heimila undantekningu vegna
þátttöku í útboði þar sem stjórn
Verðbréfaþings hefur samþykkt
að hlutafélagið fái skráningu að
útboði loknu, að því er fram kem-
ur í leiðbeiningunum. Þá kemur
til greina að kveða á um undan-
þágur vegna eignarhalds á
óskráðum hlutabréfum í félögum,
sem engin virk viðskipti eru um
og ekki hafa fjárfestingar að
markmiði. Kveða þarf skýrt á um
slíkar undanþágur."
Það er tímabært að fast sé tekið
á þessum málum. Það verður fróð-
legt að fylgjast með viðbrögðum
fjármálafyrirtækjanna en þau
eiga sjálf mikið í húfi að vel takist
til. Trúverðugleiki þeirra er í veði.
Þess vegna verður að búast við
jákvæðum viðbrögðum.
Forystugreinar Morgunblaðsins
23. júlí 1940: „En hætt er við
að eftir því sem lesendum
Þjóðviljans fækkar og fylgis-
menn kommúnista, sem áður
voru, snúi fleiri baki við
hinni rússnesku „línu“, verði
það sjaldnar, sem íslensk
blöð telji það ómaksins vert
að minnast á nokkuð það,
sem í Þjóðviljanum stendur.
Því Þjóðviljinn er ekki
lengur íslenskt blað, þó hann
sje gefinn út á íslensku.
Blaðið ber ekki íslenska
hagsmuni fyrir brjósti.
Stefna blaðsins er frá
Moskva. Þaðan taka for-
ráðamenn blaðsins við fyrir-
mælum um hvernig þeir eigi
að hugsa, hvernig að skrifa
og hvernig vinna verk sín í
þágu hins rússneska undir-
róðurs, sem Stalin vill að
hjer sje rekinn.“
23. júlí 1950: „Skálholt er í
rústum, Hólar í Hjaltadal
eru annexía. Þannig búa Is-
lendingar að biskupssetrum
sínum og andlegum höfuð-
bólum sínum í margar aldir.
A því hefur margsinni verið
vakin athygli hjer í blaðinu
og annarsstaðar að þetta er
óhæfa, sem er landi og þjóð
til vanvirðu. íslendingar
byggðu að vísu hús sín úr
torfi á liðnum tíma. Þess-
vegna hafa þau molnað fyrir
vindum og regni. En sagan
geymir frásögn og minningu
um það starf, sem unnið var
í íslenskum torfbæjum, með-
al alþýðunnar og á andlegum
höfuðsetrum þjóðarinnar.
Saga Skálholts í Biskups-
tungum og Hóla í Hjaltadal
er of ríkur þáttur í öllu lífi
íslensku þjóðarinnar til þess
að þessir staðir sjeu látnir
liggja í vanrækslu þó bisk-
upsstofurnar sjeu horfnar.
Um Hóla gegnir að vísu allt
öðru máli en Skálholt. Þar
eru reisulegar byggingar,
ein veglegasta kirkja lands-
ins, búnaðarskóli og
myndarlegur búskapur. En
dómkirkjan er annexía."
23. júlí 1970: „Togararnir
munu verða veruleg undir-
staða í íslenzkum sjávar-
útvegi um ókominn tíma. Af
þeim sökum er það mjög
mikilvægt, að við fylgjumst
með hinni öru framþróun,
sem á sér nú stað í gerð tog-
skipa. Við verðum að ráða
yfir fullkomnum togskipum
sem uppfylla nútímakröfur.
Um það verða hins vegar
lengi skiptar skoðanir, hvaða
rekstrarform eigi að hafa á
togaraútgerðinni. Útgerð í
höndum einkaaðila hefur
ævinlega reynzt farsælli en
rekstur bæjarútgerða. Á það
er svo að líta, að á hverjum
tíma verður að tryggja eðli-
lega endurnýjun togaraflot-
ans. Þá koma einnig til álita
byggðarsjónarmið og at-
vinnusjónarmið, sem knýja
þannig á um opinberan
rekstur. í þessum tilvikum
verður þeim markmiðum
ekki ávallt náð, sem æskilegt
er talið að keppa að, með
öðrum hætti.“
REYKJAVÍKURBRÉF
fundi leiðtoga átta helztu
iðnríkja heims, sem staðið
hefur í Japan síðustu daga,
hefur því verið heitið að
hraða aðgerðum til þess að
fella niður skuldir þróunar-
ríkjanna eða semja um
hagstæðari greiðslukjör
fyrir þau.
Krafan um niðurfellingu skulda þróunarríkj-
anna er orðin lykilatriði í baráttu fyrir bættum
hag fátækasta fólksins í heiminum. Krafan um að
ríkustu þjóðir heims geri mikið átak í því að rétta
hlut fátækustu þjóðanna er orðin svo hávær, að
fram hjá henni verður ekki litið lengur.
Þessi krafa kemur frá fólkinu, sem gengur um
götur á Vesturlöndum með kröfuspjöld um þetta
efni, sem mætir við fundarstaði leiðtoga ríku
þjóðanna til þess að minna þá á skyldur þeirra,
hún kemur fram hjá páfanum í Róm og hún kem-
ur fram hjá ýmsum leiðtogum ríku þjóðanna og
þá ekki sízt Tony Blair, forsætisráðherra Breta.
Það er skiljanlegt og eðlilegt að viðleitni til
þess að hjálpa fátækasta fólkinu sé að verða svo
almenn. Hinar ríku þjóðir, sem búa aðallega á
Vesturlöndum og í Suðaustur-Asíu geta ekki
lengur lokað augunum íyrir því hörmungar-
ástandi, sem ríkir hjá þróunarríkjunum og þá
ekki sízt í Afríku. Geri þær tilraun til þess að
horfa fram hjá þessum veruleika mun hann fyrr
eða síðar sækja þær heim með skelfilegum afleið-
ingum.
Fulltrúar sjö helztu iðnríkja heims komu sam-
an í Köln í Þýzkalandi fyrir ári og þar var því lof-
að að skuldir fátækustu þjóðanna yrðu felldar
niður. Fyrirheitið var, að 100 milljarðar dollara í
skuldum 40 fátækustu ríkja heims yrðu felldar
niður. Clinton Bandaríkjaforseti taldi á þeim
tíma að um væri að ræða sögulegt skref í þá átt
að tryggja stöðugan hagvöxt hjá fátækustu ríkj-
unum.
Hins vegar hafa ríku þjóðimar sett ákveðin
skilyrði fyrir því, að skuldir verði felldar niður
hjá fátæku þjóðunum. Eitt af þeim skilyrðum, og
raunar það helzta, er að stjómendur fátæku ríkj-
anna verða að sýna fram á, að peningarnir sem
sparist renni raunverulega til fólks í viðkomandi
landi, en að þeir gangi ekki til þess að kosta
stríðsrekstur á hendur nágrönnum eða endi á
bankareikningum stjórnmálamanna og hershöfð-
ingja fátæku ríkjanna í Karabíska hafinu.
Þessi skilyrði em skiljanleg og eðlileg. Mörg-
um mundi þykja ver af stað farið en heima setið
ef niðurfelling skulda þriðja heimsins yrði til þess
eins að skapa fámenna ríka yfirstétt í þessum
löndum.
Fátæku þjóðunum hefur hins vegar gengið
misjafnlega að uppíylla þær kröfur, sem gerðar
em til skuldaniðurfellingar. í Köln var gert ráð
fyrir, að 24 fátæk ríki myndu uppfylla þessi skil-
yrði fyrir lok þessa árs. Nú er talið að þau verði
ekki nema 20 og sumir em reyndar þeirrar skoð-
unar, að þau verði ekki nema 15.
Meðal ríku þjóðanna em menn ekki á einu máli
um, hversu hart eigi að ganga eftir því, að fátæku
þjóðirnar uppfylli þessi skilyrði. Bretar líta svo á,
að þörfin fyrir niðurfellingu skulda sé svo brýn,
að horfa eigi fram hjá einhverjum þeirra skil-
yrða, sem sett hafa verið. Italir hafa stutt Breta í
þessari afstöðu m.a. vegna þess, að almennings-
álitið á Italíu hefur vaknað til vitundai- um stöðu
fátæku þjóðanna að þessu leyti, ekki sízt í kjölfar
þess, að páfinn lagði málstað fátæku þjóðanna lið.
Bandaríkjastjórn þarf hins vegar að sannfæra
þingið um réttmæti þess að fella niður skuldir og
í þeirri baráttu skiptir máli, að halda fast við áð-
urnefnd skilyrði. Talsmenn bandarískra stjórn-
valda hafna ásökunum um að þau fari sér hægt
eða að skilyrðin séu of ströng.
Þrír leiðtogar fátæku ríkjanna fóm til Japan til
þess að minna leiðtoga iðnríkjanna á loforð
þeirra og fylgja eftir kröfum um, að við þau yrði
staðið.
Skuldastaða þessara ríkja er mjög misjöfn.
Ríki á borð við Gíneu-Bissau skuldaði fyrir
tveimur ámm 500% af landsframleiðslu. Skuldir
nokkurra þessara ríkja nema um 300% af lands-
framleiðslu. Eitt fjölmennasta ríki heims, Indó-
nesía, skuldar nálægt 200% af landsframleiðslu
og meðaltalsskuldir skuldugustu og fátækustu
ríkjanna nema meira en 100% af landsfram-
leiðslu.
James Wolfensohn, aðalbankastjóri Alþjóða-
bankans, svarar gagnrýni á hægan framgang
þessa máls á þann veg, að það sé ekki nóg að fella
niður skuldir. Það verði að vera til staðar áætlun
um hvernig peningunum, sem verða til ráðstöf-
unar við skuldaniðurfellingu verði varið. Hann
bendir réttilega á, að þjóðir heims yrðu æfar, ef
peningarnir enduðu á bankai'eikningum fámenns
hóps í skattaparadísum á eyjum víða um heim.
Laugardagur 22. júlí
Afstaða
fátæku
þjóðanna
Það má kannski segja, að
það sé táknrænt fyrir að-
stöðumun þjóða heims,
að dagblaðið Internation-
al Herald Tribune telur,
að Japanir hafi varið 750
milljónum dollara eða um 60 milljörðum íslenzkra
króna til þess eins að undirbúa fund leiðtoga átta
helztu iðnríkja heims þar í landi. Sú tala segir
mikla sögu um það óhóf, sem ríku þjóðirnar leyfa
sér, ef þeim sýnist svo.
Obasjano, forseti Nígeríu, einn þeirra þriggja
leiðtoga fátæku ríkjanna, sem komu til Japan, að
því er virðist óboðnir, segir, að það sé ekki lengur
spurning um, hvað þurfi að gera, mönnum sé það
ljóst, heldur sé þetta spurning um, hvort pólitísk-
ur vilji sé fyrir því að fylgja þeim ákvörðunum
eftir. Obasjano sakar ríku þjóðimar um
skammsýni og segir, að peningarnir, sem gangi
til þess að greiða afborganir af skuldunum og
vexti komi í veg fyrir að fjármagn renni til heil-
brigðisþjónustu og til skólakerfisins.
Mbeki, forseti Suður-Afríku, bendir á, að aðrar
ráðstafanir þurfi einnig að gera til þess að koma
fátæku ríkjunum til hjálpar. í því sambandi skipti
erlendar fjárfestingar í Afríkuríkjum máli, svo og
að byltingin í upplýsingatækni og líftækni nái
einnig til þessara ríkja.
Einn af aðstoðarframkvæmdastjórum Samein-
uðu þjóðanna, Y.K. Amoako, skrifar athyglis-
verða grein um þetta málefni í International Her-
ald Tribune, í gær, fóstudag, þar sem hann segir,
að meirihluti Afríkjuríkja hafi á þessum áratug
hrint í framkvæmd umbótastefnu á mörgum svið-
um. Þau hafi einkavætt ríkisfyrirtæki, afnumið
höft í verðlagningu og gjaldeyrisviðskiptum og
beitt sér fyrir margvíslegum breytingum til bóta
í opinbera geiranum.
Hann bendir einnig á, að fleiri og fleiri Afríku-
ríki hafi tekið upp lýðræðislega stjómarhætti,
þar sem margir stjómmálaflokkar beijist um
völdin í lýðræðislegum kosningum, sjálfstæðir
fjölmiðlar séu að festa sig í sessi og margvísleg
félagasamtök, sem starfi á sjálfstæðum gmnd-
velli að þjóðfélagsumbótum.
Samt sem áður búi helmingur fólksins sunnan
Sahara við fátækt og um 20% þeirra búi á svæð-
um, þar sem hernaðarátök séu til staðar.
Ef hægt eigi að vera að draga úr fátækt um
helming á næstu 15 áram yrðu ríkin sunnan Sa-
hara að búa við 8% hagvöxt á ári næsta einn og
hálfan áratug.
Aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna telur, að ríku þjóðimar þurfi m.a. að grípa
til eftirfarandi aðgerða:
Fylgja eftir fyrri ákvörðunum um að fella niður
skuldir fátæku ríkjanna og í því sambandi að
milda þau skilyrði, sem sett hafa verið.
Veita Afríkuríkjunum aðstoð við að verða virk-
ari þátttakendur í alþjóðaviðskiptum, m.a. með
því að opna markaði sína fyrir framleiðsluvöram
frá Afríku, þar sem Afríkuþjóðh-nar hafi nokkurt
forskot vegna ódýrari framleiðslu, og þá ekki sízt
að opna þessa markaði fyrir landbúnaðarvöram.
Erum við Islendingar tilbúnir til þess?
Auka fjárhagslegan stuðning við fátæku ríkin.
Amoako bendir á að árið 1990 hafi stuðningur á
mann numið 32 Bandaríkjadölum en 1998 hafi
hann lækkað í 19 dollara. Hann segir að það sé
óafsakanlegt að á sama tíma og vonarglæta sjáist
í þessum ríkjum sé dregið úr stuðningi við þau.
Efla Sameinuðu þjóðimar til þess að þær geti
veitt fátæku þjóðunum meiri aðstoð. Mikill fjár-
hagsvandi samtakanna komi í veg fyrir, að þau
geti verið nægilega virk á þessu sviði.
Á tímum, þegar 23 milljónir Afríkubúa séu að
deyja úr alnæmi þurfi að hjálpa þessum þjóðum
til þess að takast á við þennan hryllilega vanda.
Loks bendir Amoako á, að ríku þjóðirnar eigi
að hjálpa Afríkuþjóðunum við að taka stórt stökk
inn í upplýsingaöldina.
Stundum er talað um, að
hinar ríku þjóðir Vestur-
landa hafi ekki lengur
neinn málstað til þess að
berjast fyrir. Þær hafi náð svo langt í uppbygg-
ingu velferðarríkja, að lengra verði ekki komizt.
Hugsjónir og draumar hafi rætzt. Nýjar hugsjón-
ir og draumar hafi ekki fæðst. Það er nokkuð til í
þessu. Lok kalda stríðsins eiga einnig þátt í því,
að mikil og ónotuð orka er til staðar, sem áður fór
í að berjast fyrir lýðræði og frelsi gegn ásókn ein-
ræðisaflanna í austri.
Það er hins vegar verðugur málstaður að berj-
ast fyrir, að taka upp baráttu fyrir bættum hag
fátækasta fólksins í heiminum. Það er barátta
fyrir hugsjónum, sem getur líka veitt þjóðum
Vesturlanda þá lífsfyllingu, sem þær skortir í
vaxandi mæli.
Sú barátta verður ekki bara háð af hugsjóna-
Verðugnr
málstaður
-
1' - ;
Morgunblaðið/RAX
Námaskarð í Mývatnssveit.
ástæðum heldur líka af eigingirni. í kosninga-
baráttunni fyrir forsetakosningamar 1992 veifaði
Clinton, Bandaríkjaforseti, bók, sem þá hafði
vakið mikla athygli vestan hafs og nefnist, Amer-
ica: What went wrong?“.
Þar er því m.a. lýst hvað efnamunur hafi aukizt
stórlega í Bandaríkjunum á nokkrum árum og
hvemig það hafi gerzt. Að sumu leyti eru það lýs-
ingar á því, sem gerzt hefur hér á Islandi í þeim
efnum á þessum áratug.
I bókinni er því lýst hvernig hinir ofurríku
Bandaríkjamenn hafi búið um sig á lokuðum og
afgirtum svæðum. Inn á þau verði ekki komizt
nema í gegnum hlið, þar sem vopnaðir verðir
stöðvi hvern og einn. Með þessum hætti vilji hinir
ofurríku koma í veg fyrir, að lýðurinn sæki þá
heim.
Þessi lýsing, sem lýsir ákveðnum veraleika í
Bandaríkjunum, getur átt eftir að verða að veru-
leika fyrir ríkar þjóðir Vesturlanda og Suðaust-
ur-Asíu gagnvart fátæku þjóðunum ef ekkert
verður að gert.
Ef ekki verður breyting á þeim gífurlega efna-
mun sem er á heimsbyggðinni milli ríkra og fá-
tækra kemur að því að fátæku þjóðirnar geri
áhlaup á borgarhliðin og geri hinum ríku lífið
óbærilegt, ekki bara á þann hátt að götur stór-
borga Vesturlanda fyllist af fátæku fólki, heldur
og ekki síður vegna þess, að sjúkdómsfaraldrar
sem geisa um Afríku breiðist út til Evrópu og
Bandaríkjanna. Þær upplýsingar, sem fram
komu á ráðstefnunni í Suður-Afríku fyrir
skömmu um alnæmi, útbreiðslu sjúkdómsins í Af-
ríku og óhugnanlegar afleiðingar hans hafa vakið
athygli og óhug um allan heim.
Þess vegna er það ekki bara af hugsjónaástæð-
um, heldur líka vegna eiginhagsmuna, sem ríku
þjóðirnar eiga að gera stórátak í því að rétta hlut
fátæku þjóðanna.
Með sama hætti og Marshallaðstoð Banda-
ríkjamanna eftir stríð vai'ð til þess að skapa nýja
markaði í Evrópu fyrir bandarískar framleiðslu-
vörur mun bættur efnahagur þróunarríkjanna
verða til þess að opna nýja markaði fyrir fram-
leiðsluvörur Vesturlanda og Asíuríkjanna og
auka enn á velmegun þeirra. En þá þurfa ríku
þjóðimar m.a. að hafa þá víðsýni til að bera að
opna markaði sína fyrir framleiðsluvöram
þróunarríkjanna. Það er fátækragildra, sem búin
er til af manna völdum, að koma í veg fyrir að
þessar þjóðh geti hjálpað sér sjálfar með því að
útiloka þær frá ríkustu mörkuðum heims.
Það er engin fórn að fella niður skuldir fátæku
þjóðanna. Það er verið að búa í haginn fyrir fram-
tíðina.
■■■■■^■■H Fyrir skömmu var frá því
Þáttur okkar skýrt að rfkisstjómin
Tclfmrlincrn hefðl tekið ákvörðun um
ISieilUllIga að veita ákveðnum fjár-
munum til þess að greiða fyrir niðurfellingu
skulda fátæku þjóðanna. Því ber að fagna. Við Is-
lendingar eigum að taka fullan þátt í því verkefni,
þótt fámenni okkar sé slíkt að upphæðin sé ekki
há miðað við það, sem stórþjóðirnar leggja af
mörkum. Hins vegar getur sú upphæð sem við
leggjum fram skipt nokkra máli fyrir fátæku rík-
in. Hún getur verið nokkuð há á mælikvarða
sumra þefrra a.m.k.
Við getum hins vegar gert margt fleira en
leggja fram peninga. Það er alveg ljóst, að
menntun og þekking okkar er slík að við getum
lagt mikið af mörkum í baráttu fátæku þjóðanna
fyrir bættum hag. Og það ánægjulega er, að ung-
ir Islendingar hafa sýnt mikinn áhuga á því að
fara til starfa í þróunarríkjunum.
íslenzkir trúboðar hafa lengi verið framkvöðl-
ar á því sviði og dvalið langdvölum með fátækum
þjóðum og ekki bara unnið að kristniboði heldur
að almennum framföram á þeim svæðum, sem
þeir hafa komið við sögu.
Ungt fólk á vegum Rauða Krossins hefur víða
lagt hönd á plóginn í þróunarlöndunum svo og
þefr, sem starfað hafa á vegum þróunaraðstoðar
og utanríkisráðuneytisins.
íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki hafa haslað sér
völl víða um heim, m.a. í Afríku. Uppbygging at-
vinnustarfsemi í þessum löndum er að sjálfsögðu
þáttur í því að bæta hag þessara þjóða. Með því
að taka þátt í atvinnurekstri í þessum löndum
færam við með okkur þekkingu og reynslu, sem
kemur þessum þjóðum til góða.
Það er ástæða til að efla alla þessa starfsemi.
Flestir íslendingar verða fyrst og fremst varir
við vandamál fátæku ríkjanna, þegar hjálpar-
stofnanir bæði á vegum kfrkjunnar, Rauða
Krossins, ýmissa trúfélaga og annara efna til
fjársafnana til stuðnings fólki á svæðum, þar sem
sérstakar hörmungar hafa steðjað að.
Það er jafnframt tímabært að við leitumst við
að miðla þeini þekkingu sem við höfum í upp-
byggingu bæði heilbrigðiskerfis og menntakerfis
til fátæku þjóðanna og leggja okkar af mörkum
með þeim hætti.
Islenzka þjóðin er komin á það stig í fram-
farasókn sinni að hún getur snúið sér að því að
hjálpa öðrum við að ná þeim árangri, sem við sjálf
höfum náð á rúmri öld.
„Það má kannski
segja, að það sé
táknrænt fyrir að-
stöðumun þjóða
heims, að dagblaðið
International Her-
ald Tribune telur,
að Japanir hafí var-
ið 750 milljónum
dollara eða um 60
milljörðum ís-
lenzkra króna til
þess eins að undir-
búa fúnd leiðtoga
átta helztu iðnríkja
heims þar í landi. Sú
tala segir mikla
sögu um það óhóf,
sem ríku þjóðirnar
leyfa sér, ef þeim
sýnist svo.“
+