Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2000 19 Reykholtshátíð í fjórða sinn Sígild tónlist í sögulegu umhverfí VERTAVO-strengjakvartettinn frá Norgi er meðal flytjenda á Reyk- holtshátíð, sem haldin verður dag- ana 28.-30. júlí. Hátíðin er nú haldin í fjórða sinn og segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, listrænn stjóm- andi hátíðarinn- ar, að henni hafi vaxið fiskur um hrygg ár frá ári. Markmið há- tíðarinnar er að bjóða upp á fyrsta flokks klassíska tónlist og hvetja til norrænnar menningarsamvinnu og í anda þess verður mikið um tónlistarviðburði í Reykholtskirkju sem bera yfir- skiiftina Sígild tónlist í sögulegu umhverfi. Norskur leikhópur tekur þátt í hátíðinni og sýnir söguleik undir berum himni. Ennfremur mun Reykholtskirkja formlega afhenda Snorrastofu húsnæði til notkunar að viðstöddum forseta íslands og norsku konungshjónunum. Hátíðin er ætíð haldin helgina fyr- ir verslunarmannahelgi og hefur síðustu ár verið mjög vel sótt. Hún hefst föstudagskvöldið 28. júlí með tónleikum Vertavo-strengjakvart- ettsins, en hann hefur unnið til fjöl- margra verðlauna og er af mörgum talinn einn besti kvartett Evrópu. „Þetta eru framúrskarandi tónlist- armenn," segir Steinunn Birna um stúlkurnar fjórar sem kvartettinn skipa. „Þær hafa einnig mjög óhefð- bundna framkomu og útgeislun sem lætur engan ósnortinn.“ Bryndís Halla Gylfadóttir selló- leikari mun veita kvartettinum liðs- inni á tónleikunum í kvintett eftir Schubert. „Það er eitt fallegasta verk Schuberts og það er óvenjulegt fyrir þær sakir að í því eru tvö selló,“ segir Steinunn Birna. Ríflega hundrað leikarar og tón- listarmenn frá Noregi munu á laug- ardeginum stíga á svið og flytja söguleik sem fjallar um átök heiðni og kristni í Noregi. Stefnt er að því að sýna verkið utan dyra í Snorra- garði og vonast menn til að veður- guðirnir verði þeim hliðhollir. Allir eru velkomnir á þessa sýningu og aðgangseyrir er enginn. Laugardaginn 29. júlí verður mik- ið um að vera á hátíðinni. Reykholts- kirkja mun formlega afhenda sjálf- seignarstofnuninni Snorrastofu hús- næði til notkunar og verða norsku konungshjónin viðstödd afhending- una auk forseta Islands. Við þá at- höfn verður frumflutt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson sem hann samdi af tilefni opnunarinnar og heimsókn Noregskonungs. „Þetta er mjög skemmtilegt verk við texta Snorra Sturlusonar sem fjallar um það hvernig koma eigi fram við kon- unga. Þetta er því mjög viðeigandi verk,“ segir Steinunn Birna hlæj- andi. A laugardagskvöldið verða tón- leikar Hönnu Dóru Sturludóttur sópransöngkonu og Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara. Þær munu meðal annars flytja nýjar útsetningar Árna Harðarsonar á kunnum íslenskum sönglögum. Tón- leikarnir eru haldnir fyrir boðsgesti en einnig verður hægt að nálgast miða við innganginn eða panta hjá Heimskringlu í Reykholti. Á sunnudagstónleikum Reyk- holtshátíðar koma þær Hanna Dóra og Steinunn Birna fram ásamt ís- lenskum kvartett. Þar verður fluttur ljóðaflokkur eftir Mendelssohn sem ekki hefur heyrst hér áður í þeim búningi. Verkið er umskrifað af þýskum manni, Aribert Reiman. Sunnudagurinn 30. júlí er jafnframt vígsludagur kirkjunnar. Hátíðar- messa verður haldin og Kári Bjarnason flytur fyrirlestur um ís- lensk nótnahandrit frá miðöldum. Norræn menningarsamvinna Steinunn Birna segir að hátíðin hafi ævinlega verið með norrænni yfirskrift. „Við veljum eina Norður- landaþjóðanna til að hafa í forgrunni hvert ár. Af því að það eru árþús- undamót brugðum við út af vanan- um og höfum bæði Noreg og ísland. Þessar þjóðir eru sögulega tengdar, enda vilja báðar eigna sér Snorra Sturluson. - Það er auðvitað engin spurning að hann er íslenskur," seg- ir Steinunn Birna. Steinunn Birna segir að framtíð- ardraumurinn sé að hafa einnig námskeið fyrir tónlistarmenn og nemendur á vegum hátíðarinnar auk hefðbundinnar dagskrár. „Þannig myndu þessir fínu kraftar sem við fáum á hátíðina nýtast til fullnustu." Steinunn Birna Ragnarsdóttir 0 H' M 1-2000 ounnudagur 23. júlí SiGLUFJÖRÐUR Þjóðlagahátíð Á lokadegi Þjóölagahátíðar hefst dag- skráin með fyrirlestrum í Siglufjarðar- kirkju og verður umfjöiiunarefnið kirkjutónlist - íslensk sálmalög í munnlegri geymd. Kl. 9.30 fjallarGísli Sigurðsson um munnlega geymd - hvernig og afhverju? Fyrirlestur Smára Ólasonarhefstkl. 10. Hann fjallar um gömul íslensk sálmalög sem sungin voru íkirkjum og heima- húsum fram á 20. öld, varðveitt í munnlegri geymd. Undirbúningur fyrir þjóðlagamessu sem hefst í Siglu- fjarðarkirkju kl. 11. Prestur er Bragi J. Ingibergsson. Dagskrá á Ráðhústorgi og Drafnarplani hefst kl. 14. Þarverð- ur opin dagskrá áhugahópa til kl. 17. *: m k ** l'--. 11 ' v.'-’- ■ •|i M! nemhpr* *■ Faríð verður ígöngu- og skoðunar- ferð um Heiðmörk í dag. hvernig hann þrífst, hvaða tegundir vaxa best og hvernig dýra- og fuglalífi erháttað í skóginum. Boðið verður upp á rútuferð frá Mörkinni 6, húsi Ferðafélags íslands, kl. 13:00. Sam- starfsaðilar eru, auk Menningarborg- arinnar, Skógræktarfélag íslands og Ferðafélag íslands. www.heidmork.is. HEIÐMORK KL. 13:30 Skógur í sumarbúningi / tilefni af 50 ára afmæli Heiðmerkur verður farið ígöngu- og skoðunarferð um svæðið. Gengið verðurum skóg- inn, hann skoðaður með tilliti til HALLGRÍMSKIRKJA KL 20:00 Sumarkvöld við orgellð Organistinn Andrzej Bialko frá Kraká er gestur þessa Sumarkvölds. www. hallgrimskirkja. is. ww. reykja- vik2000.is, wap.olis.is. Nýjar bækur • TVÆR nýjar smábækur eru komnar út: Reykjavík er ljós- myndabók með völdum litmyndum frá Reykjavík nútímans. Mynda- textar eru eftir Eggert Jónasson. Hestamenn hefur að geyma spak- mæli 27 landskunnra hestamanna sem lýsa viðhorfi sínu til hesta og hestamennsku. Myndir eru í bók- inni af flestum þessara hestamanna ásamt gæðingum þeirra. Utgefandi er Steinegg. Textar bókanna eru þremur tungumálum, íslensku, ensku og þýsku og annað- ist Orðabankinn þýðinguna. Stærð bókanna er 7x10 cm. Þær eru 60 bls., litprentaðar í Odda. Bókband er að mestu unnið í höndum. Verð hvorrar bókar er 790 kr. ----------------- Rit • MANNLÍF og saga fyrir vest- an, 7. hefti, er komið út. Er þetta ritröð sem fjallar um mannlíf fyrr og nú á svæðinu frá Bjargtöngum að Djúpi. Meðal efnis er viðtal við Sigurjón G. Jónasson bónda á Lok- inhömrum, um kristnihald á norð- urströnd Arnarfjarðar á fyrri hluta tuttugustu aldar. Fjallað er um kennimenn sem komu við sögu og starfsaðstæður þeirra. Fjallað um Jón í „loftinu" sem var sérstakur hleðslumaður í Dýrafirði. Greinin Skútuöldin á Vestfjörðum er eftir Helga Pálsson frá Haukadal. Þar er skútulífinu lýst. Gunnar S. Hvammdal skrifar um Hermann Wendel ljósmyndara, Jón Strand- berg um Proppé-bræður og Ingi S. Jónsson lýsir því er háttsettur enskur sjóliðsforingi var jarðsettur að Söndum 1899. Bjarni Hákonar- son skrifar um Hagakirkju að fornu og nýju. Viðtal er við Guð- mund Sören Magnússon um menn og málefni í Keldudal og fjallað um verkalýðsforingjann Sigurð E. Breiðfjörð og Vestfirskar sagnir fyrr og nú eru á sínum stað. Útgefandi er Vestfírska forlagið. Ritstjóri er Hallgrímur Sveinsson. Heftið er 80 bls. með fjölda mynda. Prentun: Grafík hf. Verð: 1.200 kr. Fjölskyldan saman Börn og unglingar vilja vera meira með foreldrum sínum en flestir halda. „Loftskipið“ er skemmtilegt verkefni fýrir alla fjölskylduna. Verkefnið felst í því að skrá samverustundir fjölskyldunnar í sérstaka dagbók sem fæst hjá ungmennafélögum og á sundstöðum um land allt. Þær fjölskyldur sem ná flestum samverustundum komast í pott og geta unnið veglega vinninga. Verkefnlð hefst 23. júlí oq stendur tll 10. september. Vt-rti1 meðc^ vr»v unarhátíð S.júlí kl.16 Sunnudaginn 23. júlí kl. 16:00 verður haldin á hátíðarsvæðinu við Garðaskóla glæsileg opnunarhátíð á vegum Ungmennafélags fslands, ísland án eiturlyfja og Stjörnunnar í Garðabæ. Á hátíðinni verður eitthvað fyrir alla. Forsetl íslands, Ólafur Rasnar Qrimsson, vemdarl verkefnlslns, flytur ávarp Hljómsveltln Jagúar Ásta Hrafnhlldur úr Stundlnnl okkar Hestar Mlnlgotf Rlsa leiktaekl frá Skemmtllegt Qrillvelsla með öllu tilheyrandi í boðl Pepsl Flmlelkahópurlnn Tromp Og margt, margt fleira Mætum öll á hátíðarsvæðið við Garðaskóla* kl. 16:00 og skemmtum okkur með fjölskyldunni. Um kvöldið verður frítt inn á leik Stjörnunnar og ÍBV fyrir böm 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. ‘Dagskráin veröur færð inn í íþróttahúsið Ásgarð ef þurfa þykir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.