Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2000 47 Morgunblaðið/Ásdís Utangarðsmennirnir Pollockbræður, Danny til vinstri og Michael Dean með Bubba Morthens á milli sín. Köttur úti í mýri •• Það bykja tíðindi að Utanqarðsmenn, ein helsta hljómsveit íslenskrar rokksöqu, koma saman fil tónleika- halds ó næstu vikum. Arni Matthíasson hitti að móli þrjó Utanqarðsmenn sem söqðu honum að þeir væru loks að qera hljómsveitina upp eftir nítjón óra bið. Ein helsta hljómsveit íslenskrar rokksögu er Utangarðsmenn sem hrintu af stað rokkbylt- ingu fyrir tuttugu árum sem ekki sér fyrir end- ann á. Hljómsveitin varð á örskömmum tíma helsta hljómsveit landsins og söngvari hennar, Bubbi Morthens, vinsælasti rokktónlistarmað- urinn upp frá því. Utangai-ðsmenn hristu ræki- lega upp í íslensku tónlistarlífi þegar sveitin sendi frá sér sitt fyrsta lag, Rækjureggae, 1. október 1980 þar sem þeir lýstu yfir stríði við ríkjandi rokk- og popptónlistarhefð. Innan við ári síðar var hljómsveitin komin í þrot eftir gegndarlausa keyrslu og hætti nánast ófor- varandis. Á næstu vikum hyggjast Utangarðs- menn halda fimm tónleika til að ljúka ævintýr- inu almennilega, segja endanlegt bless. Fjölmargt óuppgert Þegar Utangarðsmenn ákváðu að hætta móðir eftir erfiða tónleikaferð um Skandinavíu og Danmörku síðsumars 1981 mátti skilja á mönnum að þeir hefðu ekki skilið í bróðemi og Bubbi Morthens tekur undir það nú, nítján ár- um síðar, að fjölmargt hafi verið óuppgert inn- an sveitarinnar þegar þeir félagar slitu sam- starfinu. Hann er kominn í spjall með þeim Pollock bræðrum Michael Dean og Daniel í til- efni af því að sveitin er komin saman aftur til að kveðja. „Það skildi enginn við Utangarðsmenn í reiði eða einhverjum tryllingi, en það er rétt að það var pirringur í mönnum,“ segir hann en Michael bætir við að hann þekki enga sem slit- ið hafi nánu samstarfi eða sambandi í góðu. „Þrátt fyrir yfirlýsingar um að allt sé í sátt og samlyndi er alltaf erfitt að slíta sambandi. Við vorum búnir að vinna svo náið saman nánast allan sólarhringinn í rúmt ár að það var erfitt að slíta því samstarfi." „Samstarfið byggðist líka á spennu,“ heldur Danny áfram, „það var mikill spennubolti í gangi og menn réðu ekki vel við hann.“ „Það var enginn tími til að styrkja vinasamband okkar, það fór allur tím- inn í að keyra hljómsveitina áfram,“ segir Michael, en grunnur hljómsveitarinnar var lagður þegar þem Bubba, Michael og Danny varð vel til vina sem samstarfsmenn í Kassa- gerðinni. Þeir segja að sá vinskapur hafi nán- ast farið halloka í togstreitu innan hljómsveit- arinnar en fljótlega eftir að Utangarðsmenn hættu saman voru þeir famir að spila saman aftur þó ekki stofnuðu þeir hljómsveit saman á ný. „Utangarðsmannapakkinn var óuppgerður eftir að við hættum en vinatengslin voru til staðar," segir Bubbi og Mikki bætir við að þeir hafi verið eins og systkini, oft að rífast og slást en samt vinir þegar á reyndi. Danny segir að spennan sem skapaðist inn- an sveitarinnar hafi keyrt hana áfram og Mikki bætir við að það hafi svo margt orsakað þá spennu, það var svo margt í gangi innan sveit- arinnar, sólóferill Bubba og ólíkar tónlistar- stefnur sem toguðust á og kölluðu á sífelldar málamiðlanir. „Það var gott að fara upp á svið og losna við þessa spennu, fá útrás sem gerði tónleikana eins villta og þeir voru,“ segir hann og bætir við að nú orðið geti þeir kallað spenn- una fram eftir þörfum, „við erum atvinnu- menn,“ segir hann og kímir, en skilji hana líka eftir á sviðinu. íslenski draumurinn Ekki er bara að þeir félagar komi saman í sumar til að halda nokkra kveðjutónleika því þeir tóku einnig upp lag fyrir myndina íslenski draumurinn samnefnt henni sem frumflutt var á Netinu á fimmtudag. Þeir segjast hafa horft á myndina og samið lagið í framhaldi af því; Bubbi lagði til texta en þeir bræður Danny og Michael sömdu lagið. Þeir Danny og Michael segjast hafa samið lagið saman sama kvöld og þer sáu myndina en Bubbi segir að hann hafi ekki komið eins mikið að samningunni og hann hefði helst viljað vegna anna við ótalmargt. „Þetta sumar er búið að vera stífbókað hjá mér í tvö ár og ég gat því miður ekki verið eins mik- ið með í gerð þessa lags og áður fyrr þegar við vorum að vinna saman að lögum í Utangarðs- mönnum.“ Eins og fram kemur var lagið samið á einum degi og það var tekið upp á nánast sama hraða. Michael segir að vinnubrögð þeirra félaga séu mun skipulagðari núna og betri en áður fyrr og hann segir að það hafi reyndar komið sér skemmtilega á óvart hvað þeir voru góðir þeg- ar þeir komu saman og hvað allt gekk hratt og vel fyrir sig í hljóðverinu. „Þetta er líka tónlist sem ekki á að liggja yfir,“ segir Danny en Bubbi bætir við að nú orðið séu þeim allir vegir færir, „þegar maður er allsgáður“. Eftir að sveitin hætti hafa þeir allir fengist við tónlist, á ólíkum forsendum þó. Bubbi hefur haldið velli sem vinsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, sífellt að reyna fyrir sér á ólíkum sviðum tónlistar, Michael hefur haslað sér völl innan jaðarhreyfingar skálda vestan hafs með tónlist og ljóðum og Danny hefur fengist við tónlist á mörgum sviðum. Þeir segja að hugs- anlega eigi menn eftir að einblína um of á Ut- angarðsmenn og gleyma því að allir séu þeir með eigin feril í tónlist sem þeir hyggist halda áfram. Þeir leggja því áherslu á að Utangarðs- menn séu ekki að koma saman til að fara um landið á næstu árum, þetta sé ekkert Hljóma- eða Stuðmannadæmi. Vel pakkað prógramm Danny fór í gegnum lögin sem sveitin átti, 43 alls, og valdi úr 35 lög sem þeir félagar munu síðan smíða úr tónleikadagskrá. Þeir eru sam- mála um að lögin verði valin til að tónleika- dagskráin verði sem best en vissulega falli lög- in mönnum misjafnlega í geð innan sveitarinnar. „Það er auðvitað ljóst að sum lög henta betur til tónleikaspilamennsku en önn- ur,“ segir Bubbi. „Sum laganna henta betur fyrir plötu en spilamennsku á sviði, eins og til dæmis Blóðið er rautt. Það skipti mestu máli að mínu mati að keyra hratt og örugglega í gegnum prógrammið, hafa það vel pakkað." Þó lögin hafi almennt elst vel eru textamir sumir þesslegir að þeir eiga illa við í dag. Bubbi segist reyndar eiga eftir að læra alla textana upp á nýtt og bætir við að margir séu þeir ein- faldlega klikkaðir og eigi ekkert erindi við fólk í dag en aðrir séu aftur á móti í góðu lagi. „Póli- tískir textar lifa oft ekki nema það augnablik þegar þeir eru sungnir en aðrir textar eru fínir enn þann dag í dag. Ég gæti auðvitað endur- samið þá alla og gert þá miklu betri en partur af þessu öllu var hráleikinn i textunum og ég væri að spilla lögunum ef ég færi að eiga við textana." Nýtt íslenskt rokk Þeir félagar segjast hafa legið mikið yfir því hvaða hljómsveitir þeir hyggist fá til að spila með sér á tónleikunum í ferðinni og leggi áherslu á að fá ekki endilega þekktar hljóm- sveitir eða vinsælar til að spila heldur hljóm- sveitir sem séu að leika nýtt íslenskt rokk. Bubbi segir vera með sinn óskalista og efst á honum 200.000 naglbítar og Ensími. „Þessar hljómsveitir eru báðar mjög kraftmiklar þó þær minni ekkert endilega á Utangarðsmenn. Mér fannst til dæmis plata Ensíma ein af bestu plötum sem ég heyrði á síðasta ári, það ólgar svo mikill kraftur í þeirri sveit og frumlegheit. Plata 200.000 naglbíta sem kom út um daginn kom mér líka skemmtilega á óvart, ég átti ekki von á að hún yrði svo súrrealísk og með svo svakalega sterkum melódíum í bland við hard- core rokk. Lítill fugl er með því betra sem ég hef heyrt lengi, algjör brilli. Það væri gaman að geta tekið fullt af hljómsveitum með en okk- ur finnst líka ástæða til að vekja athygli á hljómsveitum sem njóta ekki sömu vinsælda og Skítamórall og Land og synir. Þó verð ég að segja það að plata Lands og sona á síðasta ári kom mér á óvart og ég varð að endurskoða fyrra álit sem ég hafði á sveitinni þegar ég heyrði að þeir voru bara þrusugóðir þó þeir séu að spila á þessum sveitaballamarkaði." Ástandið var hræðilegt Þegar Utangarðsmenn komu fram á sínum tíma þótti þeim félögum sem ekki væri margt margvert að gerast í íslenskri tónlist. ,Ástand- ið var hræðilegt," segir Bubbi, „ömurlegt" seg- ir Danny og Michael segir að íslensk tónlist hafi verið andleg eyðimörk. Þeir segja að ástandið sé aftur á móti mun betra í dag og Bubbi tekur þannig fram að hanp sé ánægður með það sem sé á seyði í jaðartónlist. „Það er miklu meira af góðri rokktónlist til í dag en þegar við byrjuðum,“ segir Michael. „Það er mikið drasl í gangi eins og var á sínum tíma en það er líka góð íslensk rokktónlist sem vantaði þá.“ „Við getum nefnt í einum grænum fimm sveitir sem standa upp úr,“ segir Bubbi og tel- ur síðan upp: „Botnleðja, Ensími, 200.000 nagl- bítar, Mínus og Sigur Rós, frábærar hljóm- sveitir og fleiri mætti reyndar tína til. Svo er líka mikið af rusli en það þarf líka til, það er bara ákveðin prósenta sem verður góð,“ segir Bubbi og bætir við að það séu líka til góðar poppsveitir og nefnir sérstaklega Sálina, „en í henni fara saman einn besti lagasmiður sem Is- lendingar hafa eignast og þessi bijálæðislega góði söngvari sem Stefán Hilmarsson er.“ „Það eiga allir sinn tilverurétt og hægt að bera virð- ingu fyrir þeim þó ég kunni ekki að meta þá sjálfur," segir Michael. „Maður verður að læra að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum en ég er ekki viss hvað ég hefði sagt ef þú hefðir spurt mig fyrir tuttugu árum, þá var ég svo hrokafullur.“ „Það var hroki æskunnar," segir Bubbi með áherslu, „og án hans hefðum við aldrei farið á svið. Ef enginn hroki er þar sem æskan er er eitthvað að, viðkomandi í ólagi eða á sterkum lyfjum." Endanlegt bless „Það má segja að við séum að loka þessum Utangarðsmannapakka eins og menn,“ segir Bubbi; „nokkuð sem við réðum ekki við á sín- um tíma. Þetta er endanlegt bless og um leið viljum við gefa yngri kynslóðinni tækifæri á að sjá okkur tuttugu árum eftir að við hættum, gefa henni kost á að heyra tónlistina og um leið að það sem við vorum að gera skipti einhverju máli. Ég fer ekkert ofan af því að Utangarðs- menn eru eitt áhrifamesta band íslenskrar tónlistarsögu fyrir utan Hljóma. Ég staðhæfi það með fullri virðingu fyrir öllum öðrum böndum. Þegar Utangarðsmenn komu fram varð bylting í íslenskri tónlist og jafnvel meiri bylting en þegar bítlið kom hingað til lands á sínum tíma. Eg er á því að Utangarðsmenn hafi haft þau áhrif að íslensk rokktónlist varð til og þsið skilaði okkur því sem við njótum í dag. Án Utangarðsmanna hefði ekkert Kukl orðið til. Án Utangarðsmanna hefði enginn Tappi tíkarrass orðið til og engin Björk. Án Ut- angarðsmanna hefði enginn Einar Örn orðið til,“ segir Bubbi og Michael skýtur inn: „Þetta er satt, Einar Örn skírðist til rokksins í Utan- garðsmönnum. Hann var í Rock ’n’ Roll há- skóla hjá okkur. Þegar hann hætti í Utan- garðsmönnum vissi hann hvað hann átti ekki að gera,“ segir hann og skellir upp úr. „Þetta er enginn hroki,“ segir Bubbi, „og ég er ekki að segja að það sé okkur að þakka að þetta fólk sé hæfileikafólk, en við ruddum brautina og gerð- um þeim kleift að komast af stað.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.