Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Tillaga Lands-
virkjunar aö mats-
áætlun vegna
fyrirhugaörar Kára-
hnjúkavirkjunar
hefur veriö send
Skipulagsstofnun.
Náttúrufræöistofn-
un hefur einniggert
tillögur um rann-
sóknir á áhrifum
virkjunarinnar.
Guðni Einarsson
kynnti sér þessi
gögn sem sýna um-
fang og möguleg
umhverfisáhrif virkj-
unarinnar.
Mynd/Landsvirkjun
Frá Hálslóni eiga að liggja um 40 km löng jarðgöng sem flytja vatnið til stöðvarhússins undir Teigsbjargi. Lega ganganna er merkt inn á myndina.
Gert er ráð fyrir að afl
Kárahnj úkavirkj unar
geti orðið allt að 750
MW með allt að 2.200
G1 miðlun. Virkjunin
verður byggð í áföngum og er áaetl-
að að afl hennar í fyrsta áfanga verði
allt að 500 MW. Til samanburðar má
geta þess að stærsta orkuver lands-
ins, Búrfellsvirkjun, framleiðir 270
MW.
Kárahnjúkavirkjun mun hafa víð-
tæk umhverfisáhrif allt frá Vatna-
jökli og til sjávar í Héraðsflóa.
Ahrifasvæðið er yfir 2.000 km2 og
nær til fjögurra sveitarfélaga, Aust-
ur-Héraðs, Fellahrepps, Fljótsdals-
hrepps og Norður-Héraðs. Ahrifin
verða væntanlega mest efst og neðst
á vatnasviðum ánna, það er á há-
lendinu og við strönd Héraðsflóa.
Vatn til Kárah nj úkavir kj u n ar
mun koma frá Jökulsá á Dal og Jök-
ulsá í Fljótsdal. Jökulsá á Dal verð-
ur stifluð við Fremri-Kárahnjúk og
myndað svonefnt Hálslón. Frá lón-
inu verður vatninu veitt um 40 km
löng aðrennslisgöng að stöðvarhús-
inu sem verður neðanjarðar undir
Teigsbjargi við mynni Norðurdals í
Fljótsdal.
Jökulsá í Fljótsdal verður stífluð
skammt neðan við Eyjabakkafoss og
vatni úr henni veitt um jarðgöng inn
í aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkj-
unar. Einnig verður vatni af Hraun-
um veitt til Jökulsár í Fljótsdal með
svonefndri Hraunaveitu. Þá á að
veita vatni af svæðinu norðan Snæ-
fells inn í aðrennslisgöngin líkt og
vatni úr Gilsárdrögum á Fljótsdals-
heiði.
Lón samtals um 80 km2
Hálslón verður myndað með
þremur stíflugörðum við Fremri
Kárahnjúk. Syðst í Hafrahvamma-
gljúfrum verður Kárahnjúkastífla,
185 til 190 metra há og 760 til 780
metra löng. Áætlað er að allt að níu
milljónir rúmmetra af fyllingarefni
þurfi í stífluna. Austurstífla í Desj-
arárdalsdrögum verður 50-55 metra
há og 850-900 metra löng. Sauðár-
Afmörkun áhrifasvæðis Kárahnjú
og áhrif fyrirhjugaðrar virkjunar /
á vptn|rehnsli og eðli vatnsfalla
avirkjunar
Héraðsflói
Skipting áhrifasvæðis
Hálendishluti
Farvegir
Stöðvarmannvirki
Strandbelti
Norður-
Hérað
Áhrif á vatnsrennsli
og eðli vatnsfalla
^Fella-'í
ireppur
Ár sem minnka
Ár sem vaxa
Aurar sem grafast
Breytingar á strönd
og ósasvæðum
Herðu-
breið
Brúarjökull
VATNAJOKULL
Stöðvarhús
Jarðgöng
Opinn skurður
Stífla
Miðlunarlón
Flutningur vatns
20 km
dalsstífla, á mörkum Sauðár- og
Laugavalladals, verður 30-35 metra
há og 1.000 til 1.200 metra löng.
Aætlað er að í þessar tvær stíflur
þurfi allt að fjórar milljónir rúm-
metra af fyllingarefni. Efnið í stífl-
umar á að koma að mestu úr efnis-
námum innan lónsstæðisins.
Hálslón verður um 20 km langt,
mun ná suður í Brúarjökul og hafa
allt að 60 km2 vatnsborð í hæstu
stöðu. í lægstu vatnsstöðu verðu
lónið um 10 km2. Samkvæmt mats-
skýrslu Náttúrufræðistofnunar er
gert ráð fyrir að vatnsborðssveiflur í
lóninu verði allt að 75 metrar. Lægst
verður vatnsstaðan í júní en lónið
mun fyllast í ágúst til september.
Aðrennslisgöngin frá Hálslóni að
stöðvarhúsinu verða að mestu heil-
bomð, um 40 km löng og 7,2 metrar
í þvermál. Fallgöngin að stöðvar-
húsinu verða um 400 metra löng og
fimm til sex metrar í þvermál. Við
munna aðkomuganga þarf að koma
fyrir 2,5 til 3 milljónum rúmmetra af
bergmulningi. Ætlunin er að ganga
þannig frá efnishaugum að þeir falli
sem best inn í landslagið.
Auk Hálslóns er gert ráð fyrir að
stífla tíu vatnsföll á fimmtán stöðum
og mynda um tíu misstór lón, hið
stærsta þeirra um átta km2 við Fola-
vatn. Þessar veitur eru Hrauna-
veita, Jökulsárveita, Hafursárveita,
Bessastaðaárveita og veita norðan
Snæfells.
Hraunaveita nær austur að Ham-
arsá. Byggja þarf samtals um tólf
km langar stíflur og veitugöng til að
safna vatni úr Hamarsá, Sultar-
ranaá, Fellsá, Ytri-Sauðá, Innri-
Sauðá, Grjótá og Kelduá að lóni við
Jökulsá í Fljótsdal.
Jökulsárveita verður við Hrak-
strönd, nokkru neðan við Eyja-
bakkafoss, og verður gerð með um
eins km langri og 40 metra háni
stíflu í farvegi Jökulsár í Fljótsdal.
Vatni úr Jökulsárveitu verður
veitt um ellefu km löng göng að
tengingu við meginaðrennslisgöngin
í Fljótsdalsheiði.
Með Hafursárveitu verður Haf-
ursá veitt í Jökulsá í Fljótsdal.
Bessastaðaárveita felst í því að stífla
Bessastaðaá rétt neðan við Gilsár-
vötn og veita henni um vötnin og
stuttan skurð að inntaki í
aðrennslisgöng virkjunarinnar. Með
veitu norðan Snæfells verður vatni
úr Grjótá og Hölkná veitt til Laug-
arár með stíflum og skurðum. Frá
Laugará verður vatninu veitt inn í
veitugöng Jökulsárveitu milli Þræla-
háls og Sauðafells.
Stöðvarhús virkjunarinnar verður
neðanjarðar við mynni Norðurdals í
Fljótsdal. Að húsinu munu liggja
650-700 metra löng aðkomugöng.
Gert er ráð fyrir 1,2 til 1,3 km löng-
um frárennslisgöngum út úr fjalls-
hlíðinni og 1 til 1,2 km löngum frá-
rennslisskurði út í farveg Jökulsár í
Fljótsdal.
Fleiri kostir athugaðir
Athugaðir verða tveir aðrir kostir
til samanburðar við þá tilhögun sem
hér hefur verið lýst. Þeir fela í sér
að Jökulsá á Dal og Jökulsá í Fljóts-
dal verði virkjaðar hvor í sínu lagi.
Orkugeta allra þessara kosta verður
sambærileg.
Útfærsla, sem nefnist tilhögun 2 í
tillögu LV að matsáætlun, felst í
gerð Kárahnjúkavirkjunar, án veitu
frá Jökulsá í Fljótsdal, og Fljóts-
dalsvirkjun með Eyjabakkamiðlun
og Hraunaveitu.
Það sem kallast tilhögun 3 felst í
að Jökulsá á Dal verði virkjuð á fjór-
um stöðum í eigin farvegi. Efst verði
Hafrahvammavirkjun, þá Grundar-
virkjun, svo Arnórsstaðavirkjun og
neðst Hrólfsstaðavirkjun. Jafníramt
verði Jökulsá í Fljótsdal virkjuð eins
og lýst er í tilhögun 2. Loks er svo-
nefndur núllkostur sem felst í því að
ekki verði virkjað við Kárahnjúka.
Friðlýst svæði undir vatn
Verði virkjað eftir þeim hug-
myndum sem nú eru á teikniborðinu
verða breytingar á verndarsvæðum,
ekki síst á Eyjabakkasvæðinu.
Stækkun Hálslóns er á kostnað
friðlýstra svæða, meðal annars í