Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Tillaga Lands- virkjunar aö mats- áætlun vegna fyrirhugaörar Kára- hnjúkavirkjunar hefur veriö send Skipulagsstofnun. Náttúrufræöistofn- un hefur einniggert tillögur um rann- sóknir á áhrifum virkjunarinnar. Guðni Einarsson kynnti sér þessi gögn sem sýna um- fang og möguleg umhverfisáhrif virkj- unarinnar. Mynd/Landsvirkjun Frá Hálslóni eiga að liggja um 40 km löng jarðgöng sem flytja vatnið til stöðvarhússins undir Teigsbjargi. Lega ganganna er merkt inn á myndina. Gert er ráð fyrir að afl Kárahnj úkavirkj unar geti orðið allt að 750 MW með allt að 2.200 G1 miðlun. Virkjunin verður byggð í áföngum og er áaetl- að að afl hennar í fyrsta áfanga verði allt að 500 MW. Til samanburðar má geta þess að stærsta orkuver lands- ins, Búrfellsvirkjun, framleiðir 270 MW. Kárahnjúkavirkjun mun hafa víð- tæk umhverfisáhrif allt frá Vatna- jökli og til sjávar í Héraðsflóa. Ahrifasvæðið er yfir 2.000 km2 og nær til fjögurra sveitarfélaga, Aust- ur-Héraðs, Fellahrepps, Fljótsdals- hrepps og Norður-Héraðs. Ahrifin verða væntanlega mest efst og neðst á vatnasviðum ánna, það er á há- lendinu og við strönd Héraðsflóa. Vatn til Kárah nj úkavir kj u n ar mun koma frá Jökulsá á Dal og Jök- ulsá í Fljótsdal. Jökulsá á Dal verð- ur stifluð við Fremri-Kárahnjúk og myndað svonefnt Hálslón. Frá lón- inu verður vatninu veitt um 40 km löng aðrennslisgöng að stöðvarhús- inu sem verður neðanjarðar undir Teigsbjargi við mynni Norðurdals í Fljótsdal. Jökulsá í Fljótsdal verður stífluð skammt neðan við Eyjabakkafoss og vatni úr henni veitt um jarðgöng inn í aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkj- unar. Einnig verður vatni af Hraun- um veitt til Jökulsár í Fljótsdal með svonefndri Hraunaveitu. Þá á að veita vatni af svæðinu norðan Snæ- fells inn í aðrennslisgöngin líkt og vatni úr Gilsárdrögum á Fljótsdals- heiði. Lón samtals um 80 km2 Hálslón verður myndað með þremur stíflugörðum við Fremri Kárahnjúk. Syðst í Hafrahvamma- gljúfrum verður Kárahnjúkastífla, 185 til 190 metra há og 760 til 780 metra löng. Áætlað er að allt að níu milljónir rúmmetra af fyllingarefni þurfi í stífluna. Austurstífla í Desj- arárdalsdrögum verður 50-55 metra há og 850-900 metra löng. Sauðár- Afmörkun áhrifasvæðis Kárahnjú og áhrif fyrirhjugaðrar virkjunar / á vptn|rehnsli og eðli vatnsfalla avirkjunar Héraðsflói Skipting áhrifasvæðis Hálendishluti Farvegir Stöðvarmannvirki Strandbelti Norður- Hérað Áhrif á vatnsrennsli og eðli vatnsfalla ^Fella-'í ireppur Ár sem minnka Ár sem vaxa Aurar sem grafast Breytingar á strönd og ósasvæðum Herðu- breið Brúarjökull VATNAJOKULL Stöðvarhús Jarðgöng Opinn skurður Stífla Miðlunarlón Flutningur vatns 20 km dalsstífla, á mörkum Sauðár- og Laugavalladals, verður 30-35 metra há og 1.000 til 1.200 metra löng. Aætlað er að í þessar tvær stíflur þurfi allt að fjórar milljónir rúm- metra af fyllingarefni. Efnið í stífl- umar á að koma að mestu úr efnis- námum innan lónsstæðisins. Hálslón verður um 20 km langt, mun ná suður í Brúarjökul og hafa allt að 60 km2 vatnsborð í hæstu stöðu. í lægstu vatnsstöðu verðu lónið um 10 km2. Samkvæmt mats- skýrslu Náttúrufræðistofnunar er gert ráð fyrir að vatnsborðssveiflur í lóninu verði allt að 75 metrar. Lægst verður vatnsstaðan í júní en lónið mun fyllast í ágúst til september. Aðrennslisgöngin frá Hálslóni að stöðvarhúsinu verða að mestu heil- bomð, um 40 km löng og 7,2 metrar í þvermál. Fallgöngin að stöðvar- húsinu verða um 400 metra löng og fimm til sex metrar í þvermál. Við munna aðkomuganga þarf að koma fyrir 2,5 til 3 milljónum rúmmetra af bergmulningi. Ætlunin er að ganga þannig frá efnishaugum að þeir falli sem best inn í landslagið. Auk Hálslóns er gert ráð fyrir að stífla tíu vatnsföll á fimmtán stöðum og mynda um tíu misstór lón, hið stærsta þeirra um átta km2 við Fola- vatn. Þessar veitur eru Hrauna- veita, Jökulsárveita, Hafursárveita, Bessastaðaárveita og veita norðan Snæfells. Hraunaveita nær austur að Ham- arsá. Byggja þarf samtals um tólf km langar stíflur og veitugöng til að safna vatni úr Hamarsá, Sultar- ranaá, Fellsá, Ytri-Sauðá, Innri- Sauðá, Grjótá og Kelduá að lóni við Jökulsá í Fljótsdal. Jökulsárveita verður við Hrak- strönd, nokkru neðan við Eyja- bakkafoss, og verður gerð með um eins km langri og 40 metra háni stíflu í farvegi Jökulsár í Fljótsdal. Vatni úr Jökulsárveitu verður veitt um ellefu km löng göng að tengingu við meginaðrennslisgöngin í Fljótsdalsheiði. Með Hafursárveitu verður Haf- ursá veitt í Jökulsá í Fljótsdal. Bessastaðaárveita felst í því að stífla Bessastaðaá rétt neðan við Gilsár- vötn og veita henni um vötnin og stuttan skurð að inntaki í aðrennslisgöng virkjunarinnar. Með veitu norðan Snæfells verður vatni úr Grjótá og Hölkná veitt til Laug- arár með stíflum og skurðum. Frá Laugará verður vatninu veitt inn í veitugöng Jökulsárveitu milli Þræla- háls og Sauðafells. Stöðvarhús virkjunarinnar verður neðanjarðar við mynni Norðurdals í Fljótsdal. Að húsinu munu liggja 650-700 metra löng aðkomugöng. Gert er ráð fyrir 1,2 til 1,3 km löng- um frárennslisgöngum út úr fjalls- hlíðinni og 1 til 1,2 km löngum frá- rennslisskurði út í farveg Jökulsár í Fljótsdal. Fleiri kostir athugaðir Athugaðir verða tveir aðrir kostir til samanburðar við þá tilhögun sem hér hefur verið lýst. Þeir fela í sér að Jökulsá á Dal og Jökulsá í Fljóts- dal verði virkjaðar hvor í sínu lagi. Orkugeta allra þessara kosta verður sambærileg. Útfærsla, sem nefnist tilhögun 2 í tillögu LV að matsáætlun, felst í gerð Kárahnjúkavirkjunar, án veitu frá Jökulsá í Fljótsdal, og Fljóts- dalsvirkjun með Eyjabakkamiðlun og Hraunaveitu. Það sem kallast tilhögun 3 felst í að Jökulsá á Dal verði virkjuð á fjór- um stöðum í eigin farvegi. Efst verði Hafrahvammavirkjun, þá Grundar- virkjun, svo Arnórsstaðavirkjun og neðst Hrólfsstaðavirkjun. Jafníramt verði Jökulsá í Fljótsdal virkjuð eins og lýst er í tilhögun 2. Loks er svo- nefndur núllkostur sem felst í því að ekki verði virkjað við Kárahnjúka. Friðlýst svæði undir vatn Verði virkjað eftir þeim hug- myndum sem nú eru á teikniborðinu verða breytingar á verndarsvæðum, ekki síst á Eyjabakkasvæðinu. Stækkun Hálslóns er á kostnað friðlýstra svæða, meðal annars í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.