Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2000 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Mörg lið gera tilkall til meist aratitilsins „Mörg lið eiga mikið inni og meira býr í þeim en þau hafa sýnt til þessa. Það getur farið svo að við eigum í vændum eitt mest spennandi íslandsmót sem farið hefur fram þar sem það eru fleiri lið sem gera tilkall til 3ess að verða íslandsmeistarar en nokkru sinni áður,“ sagði Logi Olafsson knattspyrnuþjálfari þegar hann settist niður með Viði Sigurðssyni til að fara yfír stöðuna í deildinni og knattspyrnuna sem liðin hafa spilað til þessa - og velta því fyrir sér hvað við eigum í vændum á lokaspretti Islandsmótsins. Leiftursmaðurinn Sámai Joansen og Keflvíkingurinn Haraldur Guðmundsson stíga léttan dans í Olafsfirði, þar sem Leiftur fagnaði sigri, 4:2. Islandsmótið í knattspymu er ríf- lega hálfnað. Ellefta umferðin af átján í efstu deild verður leikin í kvöld og annað kvöld og línur á toppi og botni fara að skýrast betur. Margt hefur komið á óvart í sumar, Fylkir og Grindavík hafa slegið í gegn og eru jöfn og efst á toppi deild- arinnar á meðan mörg önnur lið hafa ekki staðið undir væntingum. Knatt- spyrnan í sumar hefur verið talsvert gagnrýnd, þjálfarar hafa legið undir ámæli fyrir of mikla áherslu á vam- arleik og hræðslu við að blása til sóknar. Mörkin hafa látið á sér standa í mörgum leikjum og em færri en mörg undanfarin ár. Logi Ólafsson segir að sú gagn- rýni sem sett hefur verið fram sé að sumu leyti ósanngjörn. „Þau ár sem stórmót fer fram, eins og lokakeppni Evrópumótsins í sum- ar, fer í gang þessi eilífa samanburð- arfræði. Menn horfa á stjömur í sjónvarpinu og búast síðan við því að sjá jafn góða leikmenn hér heima. Þetta er oft á tíðum ósanngjamt en ég held að við getum þó sagt að liðin hafi mörg hver ekki sýnt næstum því allt sem í þeim býr. Liðin sem urðu í þremur efstu sætum deildarinnar í fyrra hafa til dæmis ekki staðið und- ir væntingum í ár. Það sem er spenn- andi við síðari umferðina er hversu mörg lið það em sem eiga mikið inni og meira býr í en þau hafa sýnt til þessa. Þetta getur gert það að verk- um að mörg þessara liða rétti úr kútnum og spili betur í síðari um- ferðinni. Verði það niðurstaðan eig- um við í vændum eitt mest spenn- andi íslandsmót sem farið hefur fram, þar sem það em fleiri lið sem gera tilkall til þess að verða Islands- meistarar en nokkm sinni áður,“ sagði Logi. Hvernig stendur á því að svona mörg lið hafa spilað undir getu í fyrri umferðinni? „Það er geysileg pressa á þjálfur- um, leikmönnum og stjómum félag- anna um að ná árangri og afleiðingin af því finnst mér vera sú að menn em varkárari í leik sínum. Það er alltaf verið að leita að stóra sigrinum, verða íslandsmeistarar, komast í Evrópukeppni og framleiða leik- menn sem hægt ser að selja fyrir stórar upphæðir til að auðvelda reksturinn. Þegar að mótinu kemur spenna menn bogann hátt og þetta gæti verið ein af ástæðum þess að pressan er mikil. Leikmenn finna fyrir þessu og þjálfarinn finnur fyrir þessu og boðar varkárni. Ég talaði við Milan Stefán Jank- ovic, þjálfara Grindavíkur, fyrir leik- inn gegn Fram á dögunum. Hann kom með athyglisvert sjónarhorn því hann sagði að Islendingar spil- uðu betri fótbolta á vetuma en á sumrin. Á undirbúningstímabilinu væri ekki pressa á mönnum og þeir hugsuðu um að spila. Ég held að það sé mikið til í þessu og þetta er ein af ástæðum þess að við verðum að fjölga liðunum og lengja keppnis- tímabilið, byrja um mánaðamótin mars/apríl og spila íyrstu umferðim- ar innanhúss um leið og fleiri knatt- spymuhús rísa.“ KR ekki í slæmri stöðu þrátt fyrir allt KR erlíklega með sterkasta liðið á pappirunum en hefur ekki verið sannfærandi og í mörgum leikjum svipur hjá sjón. Hver er skýringin á því? „KR-ingar hafa ekki leikið eins vel og þeir gerðu í fyrra. Þetta er í fyrsta skipti sem þeir lenda í því að fæstir lykilmenn liðsins eru undir stjóm þjálfara þess á undirbúningstímabil- inu þannig að hann gat lítið ráðið því í hvemig ástandi þeir væra. Ég lét hafa það eftir mér fyrir mótið að það gæti tekið þá nokkrar umferðir að stilla saman strengi sína og ná sér á strik á ný. Nú hafa þeir unnið þrjá leiki í röð, Stjömuna og síðan Birkir- kara tvívegis, og spurningin er hvort þetta sé það sem þeir þurftu til að komast í gang. En þrátt fyrir allt, þrátt fyrir að liðið hafi ekki spilað vel og leikmenn og þjálfari séu óánægðir með frammistöðuna era KR-ingar í þriðja sæti, einu stigi frá toppliðun- um. Það er ekki slæm staða þegar allt kemur til alls.“ Kröfur í Eyjum um breytta leikaðferð ÍBV er ekki eins sannfærandi og undanfarin ár og hefur gert mikið af jafnteflum. Eiga Eyjamenn ekki talsvert inni? „Eyjamenn, sem urðu í öðra sæti í fyrra, hafa ekki leikið eins vel og þeir gerðu þá. Það skal þó viðurkennt að þeir hafa spilað ágætlega á köflum en ekki verið heppnir upp við mark- ið. Þar munar mestu að markakóng- ur síðustu ára, Steingrímur Jóhann- esson, hefur ekki fundið leiðina í markið, hver svo sem ástæðan er fyrir því, hvort það er leikkerfið sem nú er spilað eftir eða eitthvað annað. Leikkerfi Bjama Jóhannssonar, 4- 3- 3, hefur lengi verið gagnrýnt í Vestmannaeyjum og það vora því uppi kröfur um breytingar í þeim efnum. Þeir hafa prófað að leika 4- 4- 2 í sumar en 4-3-3 virðist hafa hentað Steingrími betur á undan- förnum áram. Eyjamenn breyttu reyndar aftur yfir í það gegn Fylki á dögunum með góðum árangri. Mér finnst koma Tómasar Inga Tómas- sonar færa ÍBV ágætis styrk, hann hefur marga góða eiginleika sem hjálpa liðinu. Hann tekur vel á móti boltanum og heldur honum, og bíður þar til liðið kemur framar á völlinn. Eins hefur Momir Mileta styrkt liðið mikið. Það er því ekki ólíklegt að þeir komi öflugri til leiks í síðari hluta mótsins." intertoto-keppnin hefur truflað Leiftursmenn Hjá Leiftri gengur ekkert og erfið fallbarátta blasir við. Hafa Ólafsfírð- ingar burði til að rétta úr kútnum ? „Leiftur, sem varð í þriðja sæti í fyrra, er ekki svipur hjá sjón. Jens Martin Knudsen þjálfari boðaði að hann ætlaði að spila sóknarleik, en það hefur ekki skilað sér. Annað at- riði hefur traflað Ólafsfirðinga; þátt- taka í Intertoto-keppninni hefur áhrif á gang mála í Islandsmóti. Þó menn eigi leiki til góða hefur það allt- af slæm áhrif að sjá sjálfan sig neð- arlega á stigatöflunni. Leiftursmenn eiga leik inni og gætu komið sér í betri stöðu, en þeir hafa ekki leikið eins vel og í fyrra. Þeim hefur ekki tekist að mynda nægilega góða liðs- heild að þessu sinni þó leikmanna- hópur þeirra sé ágætlega skipaður og meira búi í liðinu en það hefur sýnt til þessa. Ég sá Ólafsfirðinga gegn Fram á dögunum og það var greinilegt að þeir mega ekki við því að vera án vamarmannanna sterku Hlyns Birgissonar og Steins Viðars Gunnarssonar. I tveimur síðustu leikjum hafa Leiftursmenn sýnt að þeir geta þjappað sér saman - þeir jöfnuðu tvisvar gegn Skagamönnum og lögðu Keflvíkinga að velli á sann- færandi hátt.“ Spurning hvernig Fyikir bregst við mótlæti Fylkir hefur fylgt eftir sigri í 1. deild oggóðri frammistöðu ívetur og vor. Geta Árbæingar farið alla leið ogslegist um titilinn? „Árangur Fylkismanna er mikill sigur fyrir strákana í liðinu, þá sem að því standa og þjálfarann, Bjama Jóhannsson. Þeir hafa leikið mjög vel og era þegar komnir með þann stigafjölda sem þeir hafa mest náð áður í þessari deild. Það eitt og sér er nýtt fyrir þá, þeir hafa þegar náð sín- um markmiðum og hafa endurskoð- að þau út frá því. Fylkisliðið er mjög skemmtilegt og vel leikandi og ég vil ekki taka undir þær raddir sem segja að þeir liggi í vöm og byggi sinn leik á skyndisóknum. Það era til ýmis afbrigði af slíku. I ellefu manna liði er engin ástæða til að hlífa ein- hverjum leikmönnum við því að sinna vamarleiknum. Hins vegar era mörg lið sem nota alla sína menn í vörn en sækja síðan á mörgum mönnum. Fylkismenn koma fram með býsna marga menn þegar þeir fá boltann. Þeir era með Kristin Tómasson fremstan og fyrir aftan hann á miðjunni liggja Gylfi Einars- son og Hrafnkell Helgason sem stinga sér veralega vel fram og koma honum til stuðnings. Þannig nýtast eiginleikar Kristins mjög vel, hann er mjög flinkur að taka við bolta og senda inn á svæðin fyrir aftan vöm- ina. Vængmennimir, Sævar Þór Gíslason og Theodór Öskarsson, era eldfljótir og Sverrir Sverrisson er þar fyrir aftan. Ekki má gleyma þvi að báðir bakverðirnir, Helgi Valur Daníelsson og Gunnar Þór Péturs- son, styðja vel við sóknarleikinn. Helgi Valur hefur komið mér þægi- lega á óvart, hann er virkilega góður leikmaður með fínar sendingar fram völlinn og hefur hirt þessa stöðu í liði Fylkis. Menn höfðu áhyggjur af vamarleik Fylkis, en Þórhallur Dan Jóhannsson hefur smollið inn í nýja stöðu - þá hafa Ómar Valdimarsson og Kjartan Sturluson, markvörður, verið traustir. Fyrir mót leit ég svo á að Fylkismenn gætu komið inn sem „spútnikar“ en spumingin var hvernig þeir myndu bregðast við mótlæti. Nú hafa þeir tapað sínum fyrsta leik, gegn ÍBV á heimavelli, þrátt fyrir að vera 11 gegn 10. Mót- lætið er komið, en ef þeir koma sterkir inn í næsta leik og sigra þá hef ég fulla trú á að þeir geti að minnsta kosti haft mikil áhrif á hvaða lið verður Islandsmeistari, þeir sjálfir eða einhverjir aðrir. Ég tel að þeir hafi alla burði til þess, miðað við hvemig þeir og önnur lið hafa spilað.“ Gott jafnvægi í liði Grindvíkinga Grindvíkingar hafa líka komið skemmtilega á óvart. Getaþeirhald- ið sínu striki ogfarið alla leið? „Það er ljóst að Grindvíkingar hafa tekið miklum framföram og eru betri en í fyrra. Þeir hafa ekki bara nýtt sér það að hin liðin séu lélegri. Sem betur fer, þeirra vegna, hafði ég rangt fyrir mér þegar ég spáði þeim fallbaráttu í vor. Þeir hafa leikið feikilega vel, Albert hefur verið góð- ur í markinu og þeir era mjög heppn- ir með útlendinga. Zoran Djurie er betri en Stevo Vorkapic sem þeir vora með í vörninni í fyrra. Aðrir í vörninni standa sína pligt mjög vel. En það era Djuric og Ólafur Örn Bjarnason sem hafa haft mest áhrif á breytt gengi liðsins. Ólafur Örn er virkilega sterkur leikmaður sem styrkir miðjuspilið mikið. Hann vinnur boltann vel, skilar honum vel frá sér, er góður spyrnumaður og er líka farinn að skora mörk. Ef vörnin er í vandræðum er hann kominn þangað. Sinisa Kekic, Scott Ramsey og Paul McShane hafa allir spilað vel. McShane var meðal efnilegri manna Glasgow Rangers á sínum tíma en er nú loks á þriðja ári í Grindavík að sýna hvað í honum býr. Kekic hefur verið einn besti leikmað- ur Islandsmótsins þó hann hafi verið óheppinn með leikbönn. Hann gæti kannski skorað meira en hann legg- ur mikið upp. Þá hefur ungur heima- piltur, Ray Jónsson, sem spilar hægra megin, komið verulega á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.