Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 23. JÚLI2000 MORGUNBLAÐIÐ - Markmið fyrirtækjanna er aukin framleiðni og ágóði, en mannlegi þátturinn vill gleymast og það eykur vinnustreitu. Aukin harka á vinnumarkaði Vinnustreita er vaxandi vandamál í ✓ hinum vestræna heimi. Astæðan er annars vegar sú að í sérhæfðum störf- um fara kröfur um stöðuga þekking- aröflun og sífellt aðgengi að starfs- fólki vaxandi og menn óttast um starf sitt vegna samkeppninnar. Hins veg- ar aukast líkur á vinnustreitu við að vinna einhæf störf undir ströngu eft- irliti, miklum hraða og að geta haft lít- il áhrif á framkvæmd vinnunnar. Guð- björg Linda Rafnsdóttir, félags- fræðingur hjá Vinnueftirlitinu, sagði Hildi Friðriksdóttur frá þessu vax- andi áhyggjuefni í vinnuvernd. Morgunblaðið/Arnaldur Guðbjörg Linda Rafnsdóttir segir að stjórnendur geti skipulagt vinnu starfsmanna sinna með það í huga að draga úr vinnustreitu. INÝLEGRI skoðanakönnun meðal for- stjóra hundrað stærstu fyrirtækja Sví- þjóðar um hvað væri brýnast í málefn- um vinnuverndar kom í Ijós, að mikill meirihluti þeirra hafði áhyggjur af streitu starfsmanna. Ef litið er til Evrópu allrar kemur þessi nið- urstaða ef til vill ekki á óvart. Samkvæmt upp- lýsingum frá Evrópusambandinu (ESB) fer vinnustreita vaxandi og þjáist helmingur starfsmanna á ESB-svæðinu af óþægindum sem rekja má til streitu. I Danmörku er talið að þriðjungur allra starfsmanna eigi við óþægindi að stríða, sem rekja megi til félags- legra eða andlegra álagsþátta í vinnuumhverf- inu og í Svíþjóð hefur vinnustreita og andlegt og félagslegt álag starfsmanna aukist. A Islandi hefur vinnustreita fengið vaxandi athygli hjá Vinnueftirliti ríksins þótt tölfræði- legar upplýsingar liggi ekki fyrir um vinnum- arkaðinn í heild, en rannsóknir Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur, félagsfræðings hjá Vinnu- eftirlitinu, á störfum í þjónustuverum og fisk- vinnslu styðja þessar kenningar. Andlega erfíð störf fleiri Hlutfallslega hefur líkamlega erfíðum og hættulegum störfum fækkað hér á landi sem og í nágrannalöndum okkar en þeim störfum fjölgað sem reyna meira á andlegu og félags- legu þættina. Dæmi um þetta eru störf í heil- brigðis- og menntageiranum og þjónustustörf ýmiss konar. I raun má segja, að vinnumarkaðurinn hafi á undanförnum árum þróast í tvær áttir, ann- ars vegar yfir í tiltölulega ósérhæfð einhæf störf og hins vegar í sérhæfð krefjandi störf. Rannsóknir hafa sýnt, að of mikil andleg ein- hæfni kallar fram sams konar streituviðbrögð og þar sem of miklar kröfur eru gerðar. Af- leiðingamar verða þær sömu innan beggja hópanna ef ekkert er að gert, en einkennin eru ekki endilega öllum auðsæ. Þau geta birst í andlegum óþægindum eins og depurð, kvíða, síþreytu og svefnleysi eða í líkamlegum óþæg- indum eins og höfuðverk, bakverk og vöðva- bólgu. Samkeppnin um störfin Guðbjörg segir að erlendar faggreinar, sem fjalla um vinnustreitu, hnígi allar í sömu átt. Ánnars vegar sé vaxandi streita í faglega geir- anum vegna þess að kröfumar séu orðnar meiri um sífellt aðgengi. Atvinnurekendur út- vegi starfsmönnum farsíma og oft geri þeir kröfu um að hægt sé að ná til þeirra nánast hvar og hvenær sem er. „Hins vegar eykst menntunarstig og þekkingunni fleygir sífellt fram, þannig að það sem er jákvætt verður líka neikvætt. Það er gaman að vinna þar sem sífellt þarf að halda sér við og vinnan er engin lognmolla. Streitan er hins vegar sú, að haldi maður sér ekki við faglega og sé ekki alltaf til- búinn að rjúka í vinnuna, þá kemur einhver annar, kannski nýr og ferskur, og tekur starf- ið. Þrýstingurinn verður jafnvel enn meiri, þar sem fyrirtæki em á hlutabréfamarkaði því að lækki gengi hlutabréfanna fara menn að kvíða því að missa starfið. í heild gera fyrirtækin og starfsfólkið meiri kröfur en áður þekktist. í ófaglærða hópnum era menn víða famir að vinna einhæfari störf, einstaklingseftirlit er að aukast og meiri kröfur era gerðar um ná- kvæmni og aukinn hraða. Þessi störf era yfir- leitt illa launuð og skortur er á starfsfólki, enda fá menn oft ekki umbun fyrir verk sín. Hér, eins og í nágrannalöndum okkar, hefur þróunin orðið sú að starfsmannaskorturinn er leystur með útlendingum og samskiptavanda- mál aukast vegna tungumálaerfiðleika. Þetta höfum við séð fyrir löngu í fiskvinnslunni og eram farin að sjá það sama í heilbrigðisgeir- anum. Einnig er áberandi, að fólk er farið að sýna fyrirtækjunum minni hollustu en áður og á það bæði við hér á landi og víðar. Áður réðu menn sig til starfa hjá fyrirtæki með langtím- aráðningu í huga og fannst að þeir hefðu skyldum að gegna við fyrirtækið, en nú er hver farinn að hugsa um sjálfan sig. Fyrir- tækin era einnig farin að sýna starfsmönnum minni hollustu með því að víkja mönnum frá og ráða í staðinn starfsfólk, sem þau telja að geri fyrirtækinu meira gagn. Harkan er því greinlega orðin meiri á vinnumarkaðnum." Ræður ekki við ástandið Fyrstu merkin um vinnustreitu birtast oft þannig að fólki finnst erfitt að mæta í vinnu, það fær jafnvel hnút í magann við tilhugsun- ina og getur orðið neikvætt gagnvart við- fangsefninu og vinnufélögunum sem leiðir oft til samskiptavandamála. Þetta getur síðan þróast út í líkamlega vanlíðan eða svefnleysi. Guðbjörg segir að samkvæmt hennar rann- sóknum sé sá hópur sem kvartar mest undan vanh'ðan ekki meira frá vinnu en aðrir, en auð- vitað geti vanlíðanin þróast yfir í sjúkdóma sé ekki bragðist við í tíma. „Það þarf ekki að ger- ast, en dæmi era til um slíkt eins og einstakl- ingar sem hafa verið áberandi í atvinnulífinu hér á landi hafa greint frá. Þá vakti einnig at- hygli þegar forsætisráðherra Noregs varð veikur og skýrði frá því að álagið hefði orðið of mikið og hann hefði brannið út í starfi.“ Hún segir að mörgum finnist sem vinnu- streita og kulnun séu orðin tískuorð, en hjá Vinnueftirlitinu verði menn varir við mikinn áhuga á fræðslu þessu tengda. Hún nefnir nokkrar starfsstéttir sem einkum era í áhættuhópi eins og umönnunargeirann og þá sem vinna mikið einir, hvort sem er faglega eða félagslega, eins og kennarar og féiags- ráðgjafar. Guðbjörg rekur hefðbundinn feril kulnunar í grófum dráttum og segir að í upphafi komi fólk fullt áhuga inn í hið nýja starf. „Það legg- ur kannski sál sína í starfið en svo er eitt og annað í ytra umhverfi sem veldur því að það nær ekki árangri. Þá byrja menn að efast um að þeir séu á réttum stað eða um sjálfa sig og kenna sér um að ekki gangi betur. Það kallar á vonbrigði og uppgjöf, sem getur orðið til þess að sumir skipta um starf. Það er hins vegar ekki endilega auðvelt. Rúmlega fimm- tugur lögregluþjónn hleypur ekki inn í hvaða starf sem er. Hann er ekki að leita að vinnu í leikskóla, fiskvinnslu eða öldranarþjónustu, þar sem veralegur skortur er á starfsfólki. Forstjóri á sama aldri sem vill skipta um starf lendir í svipuðum vandræðum, því gífur- leg ungdómsdýrkun hefur verið á vinnumar- kaði um tíma. Það veldur því að fólk sem hef- ur verið í þokkalega vel metnum störfum hoppar ekki auðveldlega úr einu starfi í ann- að.“ Stjórnunaraðferðir mikilvægar - Er hægt í nútímaþjóðfélagi að forðast neikvæða streitu? Má ekki ætla að ýmis streita utan vinnu haS bein áhrif á starfíð, þannig að ekki sé endilega hægt að kenna vinnuumhverfínu eða starfínu um vanlíðan- ina? „Þeir sem rannsakað hafa áhrif vinnuskipu- lags á líðan starfsmanna myndu segja, að klárlega væri hægt að hafa streituna innan eðlilegra marka. Tiltekið vinnuskipulag ýtir undir andlegt og félagslegt álag óháð vinnu- stöðum og þeim einstaklingum sem þar vinna, þannig að þetta snýst að stórum hluta um stjórnunaraðferðir og hvernig vinnan er skipulögð. Eg sé í rannsóknum mínum að það skiptir máli hvort við skipuleggjum vinnuna til dæmis þannig að hún verði of einhæf eða hvort starfsmenn hafa möguleika á því að vera á einhvem hátt sjálfráðir í starfi, hvort þeir fá umbun fyrir verk sín eða hvort þeir era eins og tannhjól í vél, þar sem þeir þurfa að sýna mikla nákvæmni og hraða og stöðugt er fylgst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.