Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska ES VERÐ Aö FINNA M. ÞAÖ ER EINFALT,1 LEI6 TIL A6 NJOTA f VAKNAÐUBARA Mf;R ER FULL ALVARA OS . PU 6ERIR B/RA SRÍN Ég heyri að bókin þúi IVE BEEN U)0NPERIN6 IF [TME TMREATENIN6 LETTER5J WORRY VOU... Ég var að velta fyrir mér hvort að „kyssa og kjafta frá” •^ireyfi aðeins við fólki. hótunarbréfin hafi einhver áhrif á þig? Bara þetta eina þar sem því er hótað að dallurinn minn verði sprengdur í loft upp. BREF TIL BLAÐSINS Rringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Um tap og gróða Frá Sigurði Ragnari: í GREIN í Morgunblaðinu 11. júM síðastliðinn undir yfirskriftinni „Menn byggja ekki nýtt fyrir gam- alt“ er fjallað um brunabótamat fast- eigna á Suðurlandi í tengslum við það tjón sem varð í jarðskjálftunum í júní. Þar er vitnað talsvert í Frey Jó- hannesson, matsstj óra Viðlagatrygg- ingar Islands. Af orðum hans má ráða, séu þau rétt eftir höfð, að Sunn- lendingar séu bara að græða nokkuð vel á öllu saman og fái „.. .undantekn- ingarlaust fyllilega viðunandi bætur fyrir hús sín og jafnvel bætur sem væru þó nokkuð hærri en markaðs- verð eignarinnar". Auk þess hafi „.. .mjög fáir tjónþolar haft samband við Viðlagatryggingu og lýst áhyggj- um af of lágu mati húseigna sinna.“. Nú fyllir móðir mín, sem komin er fast að sjötugu, þennan fríða flokk nýríkra Sunnlendinga og ætti því að mati Freys að vera yfir sig hamingju- söm yfir þessum happdrættisvinn- ingi sem jarðskjálftinn var sem eyði- lagði húsið hennar. Það er aðeins einn hængur á þessari röksemda- færslu. Húsið var ekki á markaði. Það finnst hvergi á nokkurri sölu- skrá. Það var heimili hennar og hún hafði hugsað sér að búa í því svo lengi sem henni entist aldur og heilsa. Nú er staðan sú að bætumar sem eru svo „fyllilega viðunandi" hrökkva líklega fyrir helmingi byggingarkostnaðar húss af sambærilegri stærð að mati fróðra manna. Nú er ekki langt um liðið en enn hefur mér ekki tekist að finna nokkurt hús yfirleitt sem væri hægt að koma í fokhelt ástand fyrir þessa „fyllilega viðunandi" upphæð, hvað þá íbúðarhæft. Hvað varðar yf- irskrift greinarinnar sem vitnað er til hér í upphafi er það vissulega rétt að menn byggja ekki nýtt fyrir gamalt. En menn byggja heldur ekki gamalt, er það? Jafnvel þótt fyndist hæfilega léleg steypa og siðlaus verktaki til að byggja hús af sömu vanefnum og menn gerðu í vöruskortinum á stríðs- árunum síðari er ég ansi hræddur um að byggingarfulltrúinn hér á staðn- um yrði ekki hrifinn. Ástæða þess við höfum ekki verið að teppa símalín- umar til Viðlagatryggingar íslands er sú að enn er fjöldi húsa á svæðinu sem urðu fyrir skemmdum óskoðað- ur og okkur hefur fundist eins og fleimm að starfsmenn stofnunarinn- ar hefðu hugsanlega eitthvað þarfara að gera en að svara í síma hinni sí- gildu setningu: „Ég get því miður ekkert sagt á þessu stigi málsins.“ Viðlagatrygging er eina tryggingin sem fólki stendur til boða gagnvart náttúmhamfömm. Auðvitað er bamalegt að treysta opinbemm aðil- um fyrir heimili sínu en það hafa nú samt margir gert sem þurfa að hafa svo mikið fyrir lífinu að lítill tími eða orka er aflögu til að argast í opinber- um stofnunum. Hefðir þú sem lest þessa grein getað svarað því fyrir- varalaust fyrir mánuði hvert bmna- bótamatið er á húsinu þínu? Kannski, kannski ekki. Ég held þó að það hefði vafist fyrir ansi mörgum. Mér er fullkunnugt um að Viðlagatrygging starfar eftir lögum og bótaupphæðir ráðast ekki af geðþótta starfsmanna hennar, Freys Jóhannessonar eða annarra og hvarflar ekki að mér eitt andartak að kenna þeim um hvemig málum er háttað eða gera nokkrar athugasemdir við störf þeirra eða framkomu. Hins vegar sámar mér að gefið skuli í skyn að móðir mín og sá fjöldi sveitunga minna og vina sem misst hafa heimili sín geti ekki tekið við þeim bótum, sem þau þó fá von- andi um síðir, með góðri samvisku. SIGURÐUR RAGNAR, garðinum við Hólavang4, Hellu. „Eg geri allt rétt“ Frá Baldri Hafstað: ÞESSA DAGANA er mikið talað um hækkun bílatrygginga. Ástæða hækkunarinnar er sögð sú að árekstmm sé alltaf að fjölga vegna aukinnar umferðar og vaxandi fjölda bíla á götunum á höfuðborg- arsvæðinu (og jafnvel annars stað- ar). Þetta er eflaust hárrétt. Óánægðir greiðendur skrifa í blöð- in og vilja finna „heildstæðar lausnir" (sbr. Mbl. 13.7). Þessar „heildstæðu lausnir“ em sagðar vera aukin löggæsla og meiri og flóknari gatnagerð. En er ekki til ódýrari lausn? Væri ekki hægt að fækka bílum á götunum? Samstarfsmenn mínir við Kenn- araháskólann gáfu mér reiðhjól þegar ég varð fimmtugur fyrir tveimur árum. Ég gaf þá Löduna mína og fór að hjóla til vinnu. Mér líður ágætlega. Það er auðvitað ekki nauðsynlegt að gefa bílinn sinn eins og ég gerði. En þeir sem eiga tvo bíla gætu gefið annan. Það má líka einfaldlega láta bílinn (bíl- ana) standa utan við húsið sitt og taka fram hjólið til að komast í vinnuna. Ávinningurinn yrði m.a. þessi: 1. Betri heilsa, minni yfirvigt. 2. Betra loft í borginni og ná- grenni hennar. 3. Minni bílaumferð og færri slys (og þar með lækkandi tryggingar) 4. Minnkandi útgjöld heimilanna. 5. Hjaðnandi verðbólga. Nú hvet ég forsvarsmenn trygg- ingafélaga til að hjóla til vinnu frá og með morgundeginum (þeir sem búa fjarri vinnustað gætu tekið strætisvagna). Þannig færu þeir á undan fjöld- anum með góðu fordæmi. Þeir fengju kannski mynd af sér í blöð- um eins og hjólreiðamennirnir Árni Bergmann og Þórarinn Eld- járn. Og ef fjöldinn tekur við sér gæti þetta orðið heimsfrétt: „ís- lendingar leysa efnahags- og heilsufarsvandann með því að gefa bílana sína. Kennari og forstjórar tryggingafélaga riðu á vaðið. Kennari átti hugmyndina.“ Að lokum skora ég á alla hjól- reiðamenn (Arni Bergmann með- talinn) að nota hjálma. Ég geri það alltaf. BALDUR HAFSTAÐ, kennari KHÍ. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.