Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 16/7-22/7 ► AFKOMA ríkissjóðs er betri er áætlanir gerðu ráð fyrir. Heildartekjur ríkis- sjóðs voru 10,6 milljarðar umfram gjöld fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisendur- skoðun gerir ráð fyrir að afkoma ríkissjóðs batni um 3,5 milljarða á árinu. ► VERKFALLI Bif- reiðastjórafélagsins Sleipn- is hcfur verið frestað til 12. ágóst. Þetta varð að sam- komulagi á sáttafundi Sleipnis og Samtaka at- vinnulifsins sl. laugar- dagskvöld. ► RÉTT rúmlega hundrað farþegar Flugleiða biðu í rúman sólarhring eftir flugi félagsins frá Madrid á Spáni í fyrradag. Töfin varð vegna bilunar í leigu- vél á vegum félagsins. ► MANNBJÖRG varð er vélbáturinn Æskan SH-342 sökk um sex sjómflur suð- austur af Bjargtöngum á laugardaginn. Þremur skipverjum var bjargað úr sjónum auk sigmanns Landhelgisgæslunnar. Mannbjörg varð einnig þegar bátur sökk í Breiða- firði á föstudag. ► ROSTUNGUR dvelur nú í Papey, úti fyrir Hamars- firði. Ekki er vitað til að slík skepna hafi sést þar áð- ur. Talið er að þetta sé ungt dýr sem gæti verið veikt. ► ENGLAR alheimsins hlutu tvenn verðlaun á kvikmyndahátíð í Tékk- landi síðustu helgi. ► ÁTJÁN keppendur munu taka þátt í Ólympíu- leikunum í Sydney sem hefjast 15. september. Einn lést og fjölmargir slösuðust í rútuslysi RÚTA valt út af brúnni yfir Hólsselskíl, skammt undan Grímsstöðum á Fjöll- um, sl. sunnudag með þeim afleiðingum að einn lést og fjölmargir slösuðust. Um borð í rútunni voru 27 Þjóðverjar, 3 Austurríkismenn og íslenskur bílstjóri. Við rannsókn slyssins kom í ljós að hægra afturhjól lenti á brúarstöpli, með þeim afleiðingum að rútan lenti í ánni. Farþegar héldu flestir heim eins fljótt og auðið var. í kjölfar slyssins gagnrýndi stjóm Félags leiðsögu- manna harðlega áherslur í vegagerð. Erlendir aðilar íjár- festa í Landsbankanum FIRST Union National Bank, sjötti stærsti banki Bandaríkjanna, mim eignast 4,2% hlut í Landsbankanum. Hann verður stærsti einkahluthafi í bankanum. Rfldssjóður er hins vegar áfram langstærsti hluthafinn í bankan- um. Fyrir hlutaféð fær Landsbankinn 70% eignarhlut í breska bankanum The Heritable and General Investment Bank í London fyrir 2,3 milljarða króna. Ætlunin er að fjármagna kaupin með því að auka hlutafé Landsbankans um 340 milljónir króna. Mikil eftirspurn eftir hlutabréfum í deCODE VIÐSKIPTI hófust með hlutabréf í deCODE genetics Inc. á Nasdaq-hluta- bréfamarkaðnum á Wall Street á þriðjudag. Mikil eftirspum var eftir bréfimum sem hækkuðu um 40% frá útboðsgengi. Fjöldi hlutabréfa í félag- inu var 40 milljónir eftir útboð. Mark- aðsverð deCODE var tæpir 90 milljarð- ar í lok dags. Á miðvikudag hófust viðskipti á evrópska Easdaq-markaðn- um. Lítil velta var með bréfin á fyrsta degi. Ásakanir ganga á víxl í Camp David LEIÐTOGAR ísraels og Palestínu- manna héldu áfram friðarviðræðum í Camp David í Bandaríkjunum í gær en ólíklegt þótti að samkomulag næð- ist á næstunni. Sendinefndimar kenndu hvor annarri um þráteflið í viðræðunum á fimmtudag þegar Bill Clinton Bandaríkjaforseti fór frá Camp David til að sitja leiðtogafund sjö helstu iðnríkja heims og Rússlands í Japan. Tilkynnt var aðfaranótt fimmtudags að viðræðunum hefði ver- ið slitið en nokkrum klukkustundum síðar skýrði Clinton frá því að Ehud Barak, forsætisráðherra Israels, og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, hefðu ákveðið að halda við- ræðunum áfram undir stjórn Made- leine Albright, utanrfldsráðherra Bandaríkjanna. Barak sætti gagnrýni hægrimanna í ísrael á föstudag eftir að hafa sam- þykkt að tiltekin hverfi í Austur-Jerú- salem yrðu undir stjóm Palestínu- manna. Palestínumenn höfðu ekki samþykkt þessa hugmynd. Talsmaður Baraks kenndi Palestín- umönnum um þráteflið í viðræðunum og sagði að þeir hefðu „ekki sýnt næg- an sveigjanleika til að ná samkomu- lagi“. Palestínumenn sögðu hins vegar að Israelar ættu sök á þráteflinu þar sem þeir neituðu að virða ályktanir Sameinuðu þjóðanna um að þeir létu öll hemumdu svæðin af hendi. Flóð í Svíþjóð ÖLLUM lestarferðum var aflýst í Sví- þjóð á fimmtudag og herinn settur í viðbragðsstöðu þegar vatnsföll í Mið- Svíþjóð breyttust í hættuleg stórfljót eftir margra vikna úrhelli. Fjöldi manna flúði heimili sín og tugir vega lokuðust vegna flóða og skriðufalla. ► RÚSSNESKI auð- kýfingurinn Borís Ber- ezovskí tilkynnti á mánu- dag að hann hygðist láta af þingmennsku í dúm- unni, neðri deild rússneska þingsins, til að mótmæla meintum einræðistilburð- um Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. ► ALÞJÓÐLEGU um- hverfisverndarsamtökin WWF sögðu á fimmtudag að þorskstofninn við Bret- land væri í útrýmingar- hættu vegna ofveiði, slæmrar fiskveiðistjórnun- ar, mengunar og loftslags- breytinga sem hefðu áhrif á nýliðunina. ► ÞJÓÐERNISSINNAR á Korsíku sögðust á fimmtu- dagskvöld hafa samþykkt nýtttilboð frönsku stjórn- arinnar um að veita eynni aukin sjálfstjórnarréttindi til að binda enda á tveggja áratuga skæruhernað á eynni. ► YFIRMAÐUR OPEC, samtaka oh'uútflutnings- ríkja, lýsti því yfir á mánu- dag að aðildarríki þcirra ættu að vera reiðubúin að auka framleiðslu sína um 500.000 föt á dag í lok mánaðarins haldi olíuverð- ið áfram að hækka. ► VLADIMÍR Pútín Rússlandsforseti sagði eft- ir fund með Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu, í Pyongyang á miðvikudag að N-Kóreustjórn hefði lofað að hætta smíði langdrægra eldflauga gegpi því skilyrði að rfkinu yrði veittur aðgangur að tæknibúnaði og þekkingu tengdri geimeldfiaugum. Blóthtís fínnst í Laxárdal Ljósmynd/Bjöm Amarsson Hópurinn við uppgröftinn. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur hefur unnið að merkum uppgreftri fornmenja skammt frá Höfn á Hornafirði í sumar. Gunnlaugur Árnason tók Bjarna tali og fræddist um upp- gröftinn. RÉTT fyrir aldamótin 1900 tóku bændur í Laxárdal í Austur-Skafta- fellssýslu eftir því að blásið hafði upp af mannabeinum og við rannsókn kom í ljós að þar var fornt kuml. I sumar hefur Bjarni F. Einarsson fomleifafræðingur staðið fyrir upp- greftri á staðnum ásamt sænskum starfsbræðmm sínum, þeim Daniel Lindblad og Leif Jonsson, sem einnig er beinafræðingur. Þar að auki hafa Svala Lárusdóttir og Bjöm G. Arnar- son, safnvörður Sýslusafns Austur- Skaftafellssýslu, ásamt vinnuskólan- um þar í bæ rétt þeim hjálparhönd. Að sögn Bjama er þetta merkur fundur og telur hann þá félaga hafa fundið blóthús á staðnum, en það er þá einungis annað sinnar tegundar sem fundist hefur á Norðurlöndum. Hitt húsið fannst í Svíþjóð á Borg í Austur-Gautlandi og að sögn Bjama er húsið hér á landi í mun betra ást- andi en það sem fannst í Svíþjóð. Danskur liðsforingi kannar kumlið En hvað kom til að Bjami tók til við að kanna kumlið svona löngu eftir að það fannst? „Árið 1902, stuttu eftir að kumlið fannst, kom hingað til lands danskur liðsforingi, Daniel Bruun að nafni, og grefur upp kuml- ið. Þetta kemur fram í árbók Fom- leifafélagsins árið 1903 og er kallað Hólmsfundurinn. Það kom svo til að fyrir fjómm ár- um hafði Sýslusafnið á Höfn sam- band við mig og óskaði eftir því að ég héldi námskeið í fomleifaskráningu," segir Bjami en hann lauk doktors- prófi í fornleifafræðum frá Gauta- borgarháskóla í Svíþjóð. „Námskeiðið stóð yfir í þrjá daga og seinasta daginn var það á dag- skránni að skoða þetta kuml, en þetta er eitt tveggja kumla í sýslunni. Það var erfitt að finna kumlið, sem var illa merkt. Kumlið var ekki friðlýst en þó hafði friðlýsingarhæl verið stungið niður við kumlið, sem var orðinn grautfúinn, og því fundum við það að lokum,“ segir Bjami, en honum þótti líklegt að fornbær væri á næstu grös- um við kumlið. Fornbærinn fundinn Seinna um sumarið kom í ljós að Bjami hafði haft rétt fyrir sér, en hann og félagar hans fundu fom- bæinn í mynni Laxárdals, 250 metr- um frá kumlinu. „ Það var ákveðið að láta prufugrafa á staðnum til þess að fá staðfestingu á því hvort ekki væri örugglega um fornbæ að ræða. Þegar það var staðfest og árið eftir fengum við fjárveitingu til þess að rannsaka svæðið betur, bæði fombæinn og kumlið. í ár fengum við svo frekara fjármagn frá Alþingi, Hornafjarðar- bæ og Sparisjóði Hornafjarðar til þess að halda áfram rannsóknum," segir Bjami og heldur áfram: „í fyrstu þegar við fórum að grafa við kumlið fundum við einskonar niður- gröft sem við vissum ekki hvað var í fyrstu. í fyrra komumst við svo að því að þama var jarðhýsi sem notað var sem blóthús," segir Bjarni. „I húsinu fundum við mikið eld- stæði og þar fundum við húsdýrabein af kindum, kúm, hestum og svínum og hænsnfuglum. Einnig fundum við fjalhögg úr hvalbeini sem notað var sem skurðarborð, ásamt miklu af soðsteini, en algengt var að þeir væru hitaðir og settir í keröld með töngum. Þessi keröld vom notuð til þess að sjóða vatn og mat. Þessum steinum hefúr svo verið dreift um hólinn sem bæði kumlið og blóthúsið era í. Lík- legt er að soðsteinarnir hafi verið tákn um eldinn, en eldurinn hefur alltaf skipt miklu máli í öllum trúar- brögðum.“ Endurtekning einkennir trúarathafnir Að sögn Bjama var það aðallega nálægðin við kumlið sem gaf það til kynna að um blóthús væri að ræða. „Landnámsmenn byggðu sína bæi þannig að í kringum bæjarstæðið röðuðust niður gripahús og önnur hús sem í þurfti eitthvað að sækja daglega. Kumlið er í 250 metra fjar- lægð frá bæjarstæðinu. Fimm metr- um frá kumlinu er svo jarðhýsið. Þessi staðsetning og nálægðin við kumlið gefa það til kynna að um blót- hús er að ræða,“ segir Bjami og bæt- ir við: „Einnig er það ljóst að fólk hef- ur matast þama á hólnum, dreift soðsteinum þar og kveikt elda. Þetta hefur verið endurtekið um tíma, jafn- vel eftir að jarðhýsið hefur hranið. Þetta gefur til kynna að þarna hefur verið blótað, en sífelld endurtekning einkennir flestar trúarathafnir," seg- ir Bjami, en að hans sögn fannst líka þó nokkuð af gjalli og hrájámi við húsið og á hólnum, en hrájárn er nýs- míðað járn, beint úr ofninum. „Jámsmíðar tengjast mjög heiðn- um siðum,“ segir Bjami. „Það að smíða úr járni var nánast guðlegt, en gjall er úrgangurinn eða raddinn sem bai-inn er úr óhreinu jámi. Við blóthúsið sem fannst í Svíþjóð var líka mikið af gjalli að finna, en aðeins þessi tvö hús hafa fundist sem tengj- ast trúarbrögðum víkinganna." Menjarnar eldri en þúsund ára Bjami segir þær menjar sem fund- ist hafa á staðnum rúmlega þúsund ára gamlar. „Við sendum viðarkol úr birki til Bandaríkjanna í geislakol- greiningu, en þær niðurstöður eru ekki nógu stöðugar,“ segir Bjami- „En ég get þó aldursgreint menjarn- ar. Eldfjallagjóska á staðnum gefur það til kynna að þama hafi verið byggð eftir 871.“ En hverjar era þessar menjar sem Bjami hefur verið að finna? „Við höf- um fundið kambsbrot og beinnálar, kljásteina sem settir vora í vefstaði, perlur, snældusnúð og jámpinna sem við vitum ekki enn hvemig vora not- aðir. Þetta era allt mjög hversdags- legir gripir, en annars var ekld að vænta,“ sagði Bjami í lokin og heldur áfram uppgreftrinum. Skáldsaga Hallgríms Helgasonar á bakvið hina vinsælu kvikmynd, loksins aftur fáanleg í nýrri kiljuútgáfu. 31 Reykjavík SKÁlUSAliA fFU* HAllGHlM lltlOASON Mát og mennlngl malogmennlng.lsl Laugavegi 18 • Sfmi 515 2500 • Síðumúla 7 • Siml 510 2500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.