Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FOLKI FRETTUM Poppfárið TONLIST Geisladiskur SVONAER SUMARIÐ 2000 Svona er sumarið 2000. Lög eiga hljómsveitirnar Sálin hans Jóns míns, Skítamórall, Land og synir, Sóldögg, Greifarnir, írafár, A móti sól, Buttercup, Jargonbuster, Millj- ónamæringarnir, Sixties, MIR, 200.000 naglbítar og Port. Greif- amir njóta aðstoðar Brooklyn fæv í einu lagi og svo Einars Ágústs í öðru. Umsjón með útgáfu var í höndum Eiðs Amarssonar. 67,16 min. Skífan gefur út. ÞAÐ er gaman að vera áhugamað- ur um dægurtónlist um þessar mund- ir. Það hefur sýnt sig að popp er ekki algert „popp“ í augum fólks og rök- ræður um gildi listformsins hafa verið miklar undanfama daga. Skoðana- skipti eru sannarlega af hinu góða og opin og málefnaleg umræða um dæg- urtónlist ýtir undir framþróun henn- ar ásamt því að renna auknum stoð- um undir gildi hennar. Dægurtónlist er, hvort sem fólki líkar það eða ekki, menningarlegt fýrirbæri sem skiptir máli. Hitan hefur þó verið hvað mest í kringum þá tónlist sem í daglegu tali er nefnd popptónlist eða sveitaballa- tónlist hér á landi en fyrir stuttu kom út safndiskurinn „Svona er sumarið 2000“,sem hefur að geyma safn hljóðritana frá þess háttar sveitum ásamt lögum frá hljómsveitum sem vanalega eru ekki settar undir ball- hattinn. I .EIKFELAG ISLANDS loft 552. 3000 THRILLER sýnt af NFVÍ fös. 28/7 kl. 20.30 aukasýning 530 3030 BJÖRNINN — Hádegisleikhús með stnðningi Símans ÍDkIÁ m1®- 26/7 U. 12 IJ/llU fim. 27/7 kl. 12 fim. 3/8 kl. 12 þri. 15/8 kl. 12 ATH Aðeins þessar sýningar Miðasalan er opin frá kl. 12-18 I Loftkastalanum og frá kl. 11-17 f Iðnó. Á báðum stöðum er opið fram að sýningu sýningarkvöld og um helgar þegar sýning er. Miðar óskast sóttir f viðkomandi leikhús. (Loftkastalinn/lðnó). Ath. Úsóttar pantanir seldar 3 dögum fyrir sýningu. Heildarsvipur laganna er nokkuð rokkaðri og áleitnari en vera vill. Hljómsveitir eins og t.d. Sóldögg, Land og synir og Sálin hans Jóns míns eru orðnar ófeimnar við að taka tölvutæknina í þjónustu sína og skreyta lagasmíðar sínar með raf- vænum bylgjum. Arangurinn af þess- um tilraunum er góður þó tilrauna- mennskan ein og sér hafi að sjálfsögðu ekkert að segja ef lagið sjálft er ekki gott. Gamli stríðshesturinn, Sálin hans Jóns míns, ríður á vaðið og sýnir og sannar að hann á enn fullt erindi við eyru landsmanna. „Sól ég hef sögu að segja þér“ leynir dáh'tið á sér, virðist harla ómerkilegt í fyrstu en eflist svo með hverri hlustun og stendur að lok- um uppi sem sigurvegari, er sígild poppsmíð að hætti meistaranna. Sama verður ekki sagt um annað lag Sálarinnar á þessum diski, það er rammur uppfyllingarbragur af því þótt orkumikið sé. Skítamórall hefur löngum verið með helstu popp/ballsveitum landsins en framlag þeirra hér veldur von- brigðum. Mórallinn átti fína plötu á síðasta ári en eitthvað hikstar vélin hérna. „Ennþá“ er metnaðarlaus samhræringur af fyrri lögum Skíta- mórals, sviplaus skyndiframleiðsla sem virkar engan veginn þrátt fyrir hressilegan flutning. Seinna lag Skítamórals er af svipuðum „gæða- flokki", helst að góður söngur bjargi því sem bjargað verður. Einar Bárð- arson, sem semur fyrsta lagið í félagi við Gunnar Ólason Skítamóralsmann en á seinna lagið sjálfur, hefur átt það til að semja fimagóð popplög en í þetta sinnið tekst honum engan veg- inn upp. Einar hittir naglann á höfuð- ið í grein sinni í Morgunblaðinu, laug- ardaginn 15. júh', er hann segir að það ISI.llNSkV OIM IIW ^l111 Sími 511 4200 rj /JjJ Gamanleikrit f leíkstjórn Siguróar Sigurjónssonar fim 10/8 kl. 20 lau 12/8 kl. 20 sun 13/8 kl. 20 mið 16/8 kl. 20 fim 17/8 kl. 20 Miðasölusími 551 1475 Miðasala opin frá kl. 13-19 mán-lau. og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanir frá kl. 10. Morgunblaðið/Sverrir „Land og synir hafa undanfarið verið óhræddir við að prófa nýja hluti og hafa uppskorið ríkulega af þeim til- raunum. Hreimur Heimisson er besti söngvari „senunnar" í dag og sjarminn stafar af hvcrjum söngtón," segir Arnar Eggert m.a. í dómnum um plötuna Svona er sumarið 2000. „að semja og flytja góða dægurtónlist er vandaverk og á fárra færi“. Ef Skímó eru Stones þá eru Land og synir Bítlamir og synd að þeir séu bara með eitt lag hér. Land og synir hafa undanfarið verið óhræddir við að prófa nýja hluti og hafa uppskorið ríkulega af þeim tilraunum. Hreimur Heimisson er besti söngvari „senunn- ar“ í dag og sjarminn stafar af hveij- um söngtón. Framlag þeirra hér er afar sannfærandi, gott og melódískt lag og óhætt að segja að Land og syn- ir beri höfuð og herðar yfir samheija sína. Sóldögg hafa undanfarin ár verið að að gefa út vönduð og vel gerð popp- lög, eftirminnilegt er t.d. hið afburða- góða „Friður" en samt er alltaf eins og herslumuninn vanti er kemur að stærri útgáfum. Lag þeirra hér er vel yfir meðallagi, með nettri tilvísun í Radiohead í blábyijun og það er von- andi að þeir nái þessum herslumun með komandi hausti er þeir gefa út nýja breiðskífu þar sem þeir hafa alla burði til að verða „stórsveit“. Greifamir risu upp við dogg fyrir nokkrum árum við mikinn fögnuð landsmanna. Þeir létu sér engan veg- inn nægja að setja upp sýningar til heiðurs fortíðarþránni heldur tóku þegar til við smellasmíði í gríð og erg. Hljómur laga þeirra hér er heldur meira „gamaldags“ og hefðbundnari en nýsveita sem sést ágætlega í lag- inu, „Eina nótt með þér“, enda er það endurunninn ellismellur af erlendum uppruna. Önnur lög þeirra hér eru hálfgerð dauðyfli og Greifamir ná nú ekki að gera miklar gloríur á þessari plötu. VINSÆLASTA LEIKSÝNING ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI: UeLLlsUÚ LV2V1 VUViVvV'U AUKASÝNINGAR í ÍSLENSKU ÓPERUNNI í ÁGÚST. Á morgun kl. 10.00 hefst sala á eftirfarandi sýningar: Fimmtudaginn 10/8 kl. 20.00 Laugardaginn 12/8 kl. 20.00 Sunnudaginn 13/8 kl. 20.00 Miðvikudaginn 16/8 kl. 20.00 Fimmtudaginn 17/8 kl. 20.00 MIÐASÖLUSÍMI 551-1475 Hljómsveitin írafár, sem er fremur ný af nálinni, á hér stórgott lag með þungum undirtón. Söngkonan stend- ur sig með prýði, syngur með kynæs- andi röddu „að hún vilji mig“ og Ira- fár lofar góðu. Það verður spennandi að fylgjast með þessari sveit á næstu mánuðum. Það er Htið kjöt á beinunum í fram- lagi Á móti sól, og Htið á seyði. Helst að maður taki eftir textanum sem er afspymuslakur en þess ber að geta að allflestir textamir á þessari plötu eru ekki upp á marga fiska. Það er svo sem ekkert við innihaldsrýran texta að athuga ef hann er skemmtilegur og þjónar sínum tilgangi. En maður verður óneitanlega þreyttur þegar þeir virðast flestir hver undan öðrum, fjalla nær allir á andlausan hátt um einhvem sem er að leita að einhveij- um öðrum, þráir hann og vill vera með honum í nótt. „Hvar er ég? Hér hjá þér, þú í nótt, förum hér, hver er ég, hér með þér o.s.frv." Maður getur nú ekki annað en glott út í annað er maður rennir augum yfir lagaheitin: „Ennþá“, „Hvort sem er“, „Hvar er ég?“, „Vertu hjá mér“, „Með þér“, „Eins ogþú ert“, „Öll sem eitt“. Minn- ir óþyrmilega á móðurmálsæfingar úr grunnskóla. Það er helst að Sálin sé með texta sem rista aðeins dýpra. Buttercup koma hvað mest á óvart með hreint út sagt frábærri lagasmíð. Þeir hafa greinilega hlýtt ráðum mín- um um síðustu jól og teldð sig hressi- lega saman í andHtinu. Enda er allt annað líf að heyra þá nú. Stórgóð söngkona hefur bæst í hópinn og lag þeirra hér, „Endalausar nætur“, er dramatískt og mikilfenglegt lag með góðu og afar grípandi viðlagi. Eina sem hægt er að kvarta yfir hér er söngur Vals Heiðars Sævarssonar, hann hef ég aldrei skilið og mun seint skilja af hveiju maðurinn er látinn syngja. Hér er diskurinn hálfnaður og þá fer fljótlega að halla undan fæti, það er greinilegt að ákveðið hefur verið að spila strax út öllum trompunum, skilj- anlega kannski. Jargonbuster eiga til að mynda lítt eftirminniiegt innlegg, klént og klisjukennt lag sem er illa sungið í þokkabót. Einnig eiga Millj- ónamæringarnir fremur fátæklegt lag, „Lotta“ er miður hrifandi iðnað- armambó og ekki finnst mér Bjami Ara sérstaklega sannfærandi sem suðrænn stuðbolti. Hin vafasama sveit Sixties er hér á rokkbuxunum og brýtur ládeyðuna upp, sleppur ágætlega frá sínu með laginu „Ekki snúavið“. I enda disksins er svo hrúgað þremur „bastörðum" sem eru greini- lega að mati skipuleggjenda þessa safns á skjön við restina. Það hefði þó farið betur á því að blanda þessu sam- an við hina flytjendurna, það er svolít- ið kindarlegt þegar diskurinn breytir svona skyndilega um gír. Hljómsveit- in MIR á þarna rokkað nýbylgjulag sem er að mörgu leyti vel heppnað, sérstaklega er ábúðarfullt falsettu- innskot skemmtilegt. 200.000 naglbít- ar er ein besta popp/rokkhljómsveit landsins í dag og eiga hér lagið „Stopp nr. 7“ sem tekið er af plötu þeirra „Vögguvísur fyrir skuggaprins". Fyr- irtaks lag en þó eru mörg lög önnur á áðumefndri plötu sem taka því langt fram hvað gæði varðar. Port ljúka svo disknum með ágætu lagi og spilar hljómsveitin metnaðaríuUt popprokk í anda nýgræðinganna í Trompet. Hér er sem sagt að finna, eins og gengur og gerist með allflestar útgáf- ur á tónlist, hvaða geira sem hún kann að tilheyra, góð lög sem ganga upp og síðan önnur sem gera það ekki. Ná- kvæmlega svona er popptónlistin sumarið 2000. Arnar Eggert Thoroddsen m FiiLLiu re: Sýnt í Tjarnarbíói Sýningar hefjast kl. 20.30 Miðapantanir í síma 561 0280 Miðasala er opin í Tjarnarbíói, Tjarnargötu, frá kl. 12-18. Miðinn gildir sem 2 fyrir 1 á Argentínu steikhús. 2. sýn. í kvöld, sun. 23. júlí, örfá sæti laus. 3. sýn. fös. 28. júlí 4. sýn. lau. 29. júlí 5. sýn. fös. 11. ágúst 6. sýn. lau. 12. ágúst Ath. Ósóttar pantanir seldar 2 dögum fyrir sýningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.