Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2000 HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ I DAG Dómkirkjan í Skálholti, vígð 21. júli' 1963. Skálholt hið helga í dag er Skálholtshátíð. Af því tilefni vitnar Stefán Friðbjarnarson í orð 7 7 Asgeirs forseta Asgeirssonar við vígslu Skálholtskirkju árið 1963: Örlagaþráður í þjóðarsögunni er knýttur á ný og endurvígður. í DAG er Skálholtshátíð. Skálholt má muna dagana tvenna -reyndar þrenna. Vegur staðarins hófst með fyrsta íslenzka biskupnum, Isleifí Gizurarsyni (1055). Faðir hans var Gizur hvíti, sem fór með Síðu-Halli fyrir kristnum mönnum á Alþingi árið 1000 þegar kristni var Iögtekin á Lögbergi við Öx- ará. Gizur ísleifsson, sonur ísleifs biskups og sonarsoriur Gizurar hvíta, gaf föðurleifð sína, Skálholt, til biskupsseturs. Hann kvað svo á, að þar skyldi biskup sitja með- an kristni væri í landinu. Gizur var annar í röð Skálholtsbiskupa en fyrsti stólsbiskupinn. Hann kom á tíund á Alþingi árið 1096. Hún treysti fjárhagsgrundvöll kirkjunnar. Og tryggði fjármuni til hjálpar fátækum. Félagsleg að- stoð er ekki ný af nál í Islands sögu. I tíð Isleifs biskups varð Skál- holt fræða- og skólasetur. Par var rekinn latínuskóli, sem hafði að meginverkefni að búa prestsefni undir ævistarfið. Isleifur var fyrsti fslendingurinn - eða einn af þeim fyrstu - sem sótti formlegt skólanám erlendis (í Herford í Vestfalen í Þýzkalandi). Ari fróði segir að margir hafí selt honum „sonu sína til læringar og létu vígja til presta“. Öld eftir öld vóru biskupsstólarnir sómi, sverð og skjöldur íslenzkrar sögu og menn- ingar. Skálholt var höfuðstaður kristni og mennta í landinu (ásamt Hól- um í Hjaltadal frá 1106) til ársins 1785 - eða í rúm 730 ár. Með kon- ungsúrskurði það ár var ákveðið að flytja biskupsstól og latínu- skóla til Reykjavíkur. Sú ákvörð- un leiddi til tveggja alda niður- lægingar þessa forna fræða- og trúarseturs. Svo lítill varð vegur þess að ekki þótti við hæfí að þjóðhöfðingi hefði auga á staðn- um. Þórhallur biskup Bjarnason skrifar snemma 20. öldinni: „Sví- virðing foreyðslunnar er svo mikil á hinum forna stóli, að því varð að afstýra, að konungur kæmi þang- að í austurför..." Sigurður prestur i Hraungerði Pálsson (vígslubiskup í Skálholti 1966-83) flutti merkt erindi á prestastefnu árið 1943, sem þjóð- arathygli vakti, um endurreisn Skálholts. Sigurbjörn biskup Ein- arsson skar síðan upp herör um endurreisn Skálholts, m.a. í tíma- ritinu Víðförla, er hann gaf út. Um þá baráttu og farsælar lyktir hennar má lesa í bók Sigurðar A. Magnússonar: Sigurbjörn biskup - ævi og starf (Setberg 1988). Ómetanlegur stuðningur við þetta þarfa málefni barst víða að, m.a. frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Þar kom að Alþingi ákvað að af- henda Þjóðkirkju íslands Skál- holtsstað með gögnum og gæðum. Ný, fögur og glæsileg Skálholts- kirkja var vígð 21. júlí 1963. Sig- urbjörn biskup Einarsson segir í ræðu á 20 ára vígsluafmæli, 20. júlí 1983: „Þegar Bjarni Bene- diktsson fyrir hönd ríkisstjórnar íslands aíhenti Þjóðkirkjunni musterið nýja ásamt Skálholtsstað sagði hann, að þetta væri gert af opinberri hálfu í þakkar skyni fyr- ir „ómetanlegan þátt kirkjunnar í mótun íslenzkrar menningar og þróun hennar á hverju sem hefði gengii)“. Og forsetinn, herra Ás- geir Ásgeirsson, sagði: „Móðu- harðindum Skálholtsstaðar er af- létt, slitinn örlagaþráður knýttur á ný og endurvígður. Vér hugsum nú ekki síður með fögnuði til þeirrar sögu, sem framundan er, en hinnar, sem er liðin og skráð.““ Sigurbjörn biskup segir enn- fremur í tilvitnaðri ræðu: „Við engan skal metast um eitt eða neitt. En samhengi íslenzkrar kirkjusögu mætti vera augljósara hér i Skálholti en á öðrum stöð- um. Dómkirkja hér rís jafnt á moldum þeirra allra, hvort sem er höfundur Hungurvöku eða Oddur Gottskálksson, Þorlákur helgi eða meistari Jón. Ég vil sjá þá alla saman fyrir þessu altarí... Vegur hins nýja Skálholts er skammt genginn enn. En hann er ekki tvísýnn, ef þjóð og kirkja halda augum opnum. Þá mun Skálholt enn sanna þá útvalningu sína, sem sagan vottar, og Guð þau fyrirheit, sem vér höfum flestum kynslóðum framar fengið að sjá yfír Skálholti helga.“ Já þráðurinn sem knýttur var í Skálholti árið 1055, en slitinn með konungsúrskurði árið 1785, var knýttur á ný og endurvigður árið 1963. Þá var „móðuharðindum Skálholtsstaðar aflétt“ og grunnur lagður að framtíðarhlutverki þessa fornmerka fræða-, mennta- og trúarseturs. Þar situr nú Sig- urður vígslubiskup Sigurðarson. Vonandi fá orð Gizurar biskups Isleifsssonar, þess er gaf Skál- holtsstað Guðs kristni í landinu á elleftu öld, að standa um alla framtíð, þau að þar skuli biskupar sitja meðan kristni helzt í landinu. Gleðilega Skálholtshátíð! VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Er ekki eitthvað f ólagi? UNDANFARIÐ hefur mikið verið fjallað um kjör öryrkja og aldraðra í fjöl- miðlum. Ég telst ekld í þeirra hópi, heldur er ég einstæð móðir með þrjá unglinga á framfæri. Ég get vel skilið að öryrkjar og aldraðir eigi erfitt með að komast af með sínar bætur því að ég á í hinum mestu vandræðum með að láta enda ná saman, satt best að segja hafa þeir ekki náð saman í nokkur ár, og þarf ég að velta á undan mér skammtímalánum til að geta fætt og klætt krakk- ana mína. Ég þykist samt hafa það gott miðað við aðra, er í góðri vinnu og með sæmi- leg laun. En þegar bankinn er búinn að taka frá fyrir afborgunum og gjöldum af íbúð og rekstur á bifreið, eru u.þ.b. 20 þús. krónur afgangs og fyrir þær krón- ur þarf að fæða og klæða fjölskylduna. Á mínu heim- ili er engu eytt í óþarfa, eins og t.d. áfengi, leigu- bfla, bíó og þess háttar og aðeins keyptur bráðnauð- synlegur fatnaður - og þá á útsölu. Og ef reynt er að auka við launin með því að bæta við sig aukavinnu, þá er hegnt fyrir það með þvi að skerða barnabætur þannig að það borgar sig varla. Það sjá náttúrlega allir að þetta dæmi gengur ekki upp. Þær konur sem ég hef talað við, sem eru í minni stöðu, hafa sömu sögu að segja. Því spyr ég: Er ekki eitthvað í ólagi í þjóðfélagi þar sem ein fyrirvinna í góðu starfi getur ekki framfleytt sér og sínum? Móðir. Mávager við Tjörnina NÚ SÉR maður ekki leng- ur endur með litlu ungana sína á Tjörninni. Síðastliðin tvö ár hefur það viðgengist að mávarnir á Tjörninni éta ungana jafnóðum og þeir skríða úr eggjunum. Nú er mávagerið orðið svo magnað að fólk veigrar sér við að gefa öndunum, því mávarnir hirða allt ætilegt. Er ekki kominn tími til að að rannsaka hvort mávagerið á Tjörninni er sýkt af salmonellu og kam- fylobakter, sem er að breiðast út sunnanlands. Fólk hefur ekki lengur ánægju af að ganga kring- um Tjörnina á góðviðris- dögum og skoða fuglalífið, einn og einn ungi, nokkrar endur og vel aldir mávar, R-listanum til heiðurs. Borgari. Leiðakerfí SVR KONA hafði samband við Velvakanda og vildi kvarta unda leiðarkerfí SVR. Hún býr rétt hjá Réttarholts- veginum og þar hefur SVR tekið af alla vagna um helg- ar, nema leið 7 og leið 3, en þeir fara rosalegar króka- leiðir. Miðsvæðis í Foss- voginn vantar alveg ferðir. Þetta er afar slæmt, þvi á þessu svæði býr mikið af eldra fólki, sem á erfítt með að ganga langar leiðir til þess að geta tekið strætis- vagn. V eitingastaðurinn Caruso VIÐ fórum tvær vinkon- urnar út að borða fyrir stuttu og fyrir valinu varð veitingastaðurinn Caruso. Við fengum frábæran mat og þjónustan var alveg til fyrirmyndar, sérstaklega hjá Manuelo, sem vildi allt fyrir okkur gera. Ekki minnkaði ánægjan þegar við þurftum að nýta okkur snyrtinguna á staðnum. Hún er alveg til fyrirmynd- ar. Þar er allt fyrir konur, hárfroða, hárúði og dömu- bindi. Snyrtingin var ein- staklega snyrtileg og gam- an að sjá að veitingastaðir leggi svona mikið upp úr þeim. Hafíð okkar bestu þakkir fyrir, við komum örugglega aftur. María og Kristín. Tapad/fundid Ræktin á Suðurströnd 4 SÁ sem kom og spurði um íþróttatöskuna sína í sið- ustu viku, sem fannst ekki þá en er fundin núna, getur komið og annað hvort vitj- að hennar í Ræktinni eða hringt í síma 551-2515 eða 551-2355. Karlmannsgleraugu í óskilum I kringum 15-júlí sl. fund- ust karlmannsgleraugu á þvottaplaninu hjá Esso, Vesturbraut á Hornafirði. Ef einhver kannast við að hafa týnt gleraugum er hægt að hafa samband í síma 470-8226. Starwars-skór töpuðust STARWARS-skórnir mín- ir voru teknir í misgripum úr kvennaklefanum í sund- lauginni í Efra-Breiðholti seinnipart fímmtudagsins 13. júlí sl. Þeir eru nr. 30, merktir stöfunum mínum í tungunni og ég sakna þeirra sárt. Gætu þeir ver- ið heima hjá þér? Éf svo er, viltu þá hringja í mömmu í síma 863-2238 eða í sund- laugina. Með fyrirfram þökk, Þrándur Snær, 6 ára. Morgunblaðið/Golli Víkverji skrifar... RÚTUSLYSIÐ hræðilega á Hólsfjöllum sl. sunnudag hef- ur sett óhug að landsmönnum og engin furða. Svo virðist sem alvar- legum umferðarslysum fari fjölg- andi hér á landi og nær daglega berast fréttir af óhöppum í umferð- inni. Mörgu er eflaust hér um að kenna, en ekki fer á milli mála að hinn almenni ölumaður verður að taka til í eigin ranni í þessum efn- um, hér dugir ekkert annað en þjóðarátak til. xxx VÍKVERJA varð Ijóst að ástandið er ekki beysið í þess- um efnum, er hann las stutta frá- sögn Morgunblaðsins í vikunni sem leið af árekstri annarrar rútubif- reiðar og vörubfls við Krók, austan við Þjórsá um sl. helgi. Frásögnin af slysinu var ekki beinlínis það sem vakti athygli Víkverja, heldur hitt að fulltrúi lögreglunnar sá ástæðu til að geta þess að margir ökumenn hefðu ekki virt tíma- bundna lokun þjóðvegarins vegna árekstursins, þrátt fyrir greinar- góðar merkingar lögreglu þess efn- is. Lögreglumaðurinn sagði að nokkur hætta hefði skapast af þess- um sökum, er bflar reyndu að kom- ast leiðar sinnar framhjá farartálm- um lögreglu. xxx EFLAUST var Víkverji ekki sá eini sem rak í rogastans við lestur þessarar fréttar. Er nema furða að hér verði tíðum alvarleg slys í umferðinni, þegar virðingar- leysi borgaranna gagnvart lög- gæslu er jafn grímulaust og í þessu tflfelli. Hve stór fjöldi ökumanna brýtur umferðarlögin úti á þjóðveg- um landsins, ef fjölmargir ökumenn þverbrjóta reglur að lögreglumönn- um viðstöddum og nánast keyra þá niður í viðleitni sinni til að komast leiðar sinnar framhjá farartálmum? Er þetta viðunandi ástand? XXX VÍKVERJI hefur enga reynslu af umferðarstjómun, en hann gerir sér þó grein fyrir að farar- tálmar em ekki settir upp á vegum landsins að nauðsynjalausu. I þessu tilfelli var slíkt gert í kjölfar um- ferðarslyss og í þeim augljósa til- gangi að auðvelda störf lögreglu og björgunarliðs á vettvangi, en tím- inn er jafnan geysilega dýrmætur þegar slys hefur hefur borið að höndum. Því er ekkert annað en fáranleg framkoma að virða ekki slíka tálma þegar þeir hafa verið settir upp. Getur virkilega verið að einhverjum liggi lífið svo á, að þeir geti ekki beðið meðan þeim er sinnt sem raunverulega liggur lífið á?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.