Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÍDAG Árnað heilla Q A ÁRA afmæli. í dag, 0\/ sunnudaginn 23. júlí, verður áttræður Hilmar Eyjólfur Jónsson, fyrrver- andi verkstjóri, Miðbraut 28, Seltjarnarnesi. Hann verður að heiman. BRIDS Umsjón Guðmnndur Páll Arnarson ÞAÐ er til siðs á Evrópumóh um að veita viðurkenningu fyrir góð spil sem birtast í mótsblaðinu. Á EM ung- menna fékk ítalinn Di Bello viðurkenningu fyrir hug- myndaríka vörn í þessu spih. Hann var í austur og þetta var í leik Itala og Frakka: Vestur gefur; NS á hættu. Noj-ður * AD83 v K854 ♦ G86 + 62 Vestur Austur + G1072 + K965 »D v Á93 ♦ 753 ♦ + KDG53 + Á974 Suður + 4 V G10762 ♦ ÁK1094 + 108 Vestur Norður Austur Suður Furio Bazin DiBello Charletoux Pass Pass llauf lhjarta Dobl* 3 lauf ** Pass Pass * Neikvætt Pass Pass 4 hjörtu ** Fjórlitur í hjarta og geimáskorun. Spilið „klessuliggur" og það er ekki auðvelt að sjá hvernig hægt er að fara niður á fjórum hjörtum. Vömin á tvo slagi á lauf og einn á trompás - og kannski á trompníu ef sagnhafi hittir ekki á réttu íferðina. En með Di Bello í austur (nafnið minnir á Belladonna) fór Frakkinn Charletoux tvo niður! Vestur kom út með lauf- kóng og Di Bello yfirdrap með ás og skipti yfir í tíglu- tvist. Frá bæjardyrum suð- urs er þessi vöm grunsamleg og virðist benda til að tvistur- inn sé einspil. Sé svo, er tap- slagur á tígul, og þá er spiHð vonlaust nema spaðasvíning heppnist svo hægt sé að henda laufi niður í spaðaás. Charletoux drap því með tígulás og svínaði spaða- drottningu. Di Bello átti slag- inn á spaðakóng og spilaði tíguldrottningu. Nú loks fór sagnhafi í trompið, en Di Bel- lo tók strax með ás, kom makker inn á lauf og fékk fimmta slag vamarinnar með tígulstungu. Þetta er frumleg og árang- ursrík vöm, en ekki græddu Italir á spilinu, því á hinu borðinu fengu Frakkar að vinna fjóra spaða í AV. rrr ARA afmæli. Nk. I t) mánudag, 24. júlí, verður sjötiu og fimm ára Loftur Magnússon fyrrver- andi sölumaður, Kambaseli 30. Eiginkona hans er Aðal- heiður Steina Scheving hjúkrunarfræðingur. Þau verða að heiman á afmælis- daginn. r A ÁRA afmæli. Á tJ i/ morgun, mánudag- inn 24. júlí, verður fimmtug- ur Guðmundur Jónsson vörubifreiðarstjóri, Hösk- uldarvöllum 4, Grindavfk. Eiginkona hans er Margrét Reynisdóttir. Þau hjónin verða að heiman á afmælis- degi Guðmundar. BRÚÐKAUP. Gefin vom saman 17. júní sl. í Hjalla- kirkju, af sr. írisi Kristjáns- dóttur, Sigurveig Guðmun- dsdóttir og Finnbogi Laxdal Sigurðsson. Heimili þeirra er á Smiðjustíg 3, Eskifirði. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. júní sl. í Bústaða- kirkju, af sr. Pálma Matt- híassyni, Sædís Pétursdótt- ir og Björn Kristbjörnsson. Heimili þeirra er á Klepps- vegi 20, Reykjavik. SKAK Umsjón Ilelgi Áss Grétarssun Hvítur á leik. Ofurstórmeistaramótinu í Dortmund lauk fyrir skömmu. Þar tók m.a. þátt tölvuforritið Deep Junior 6 en það er smíði tveggja Israela. Að öllu jöfnu er af- ar erfitt fyrir skákmenn að eiga við tölvuforrit, ekki síst vegna þess hversu leið- inlegt er að tefla gegn þeim! Vladimir Kramnik (2770), annar stigahæsti skákmaður heims, lét þó engan bilbug á sér finna og tók tölvuna í bakaríið eins og staðan gefur til kynna. Hann hafði hvítt og lét nú kné fylgja kviði: 30.Dxh7+! Hxh7 31.Hxh7+ Kg8 32.BI7+ DxU 33.Hxf7 og svartur gafst upp enda fok- ið í flest skjól eftir 33...Bxg5 34.Hc7. Unnendur Grjót- garðsárásarinnar ættu ekki að verða ósnortnir af skák- inni í heild: l.d4 d5 2.e3 Rf6 3.Bd3 e6 4.f4 Be7 5.RÍ3 c5 6.c3 0-0 7.Rbd2 Rg4 8.De2 c4 9.Bc2 f5 lO.Hgl Rc6 11.h3 Rf6 12.g4 Re4 13.Dg2 g6 14.Dh2 Kh8 15.h4 Rxd2 16.Bxd2 fxg4 17.Rg5 De8 18.h5 gxh5 19.Hxg4 Hf6 20.Hh4 Hh6 21.0-0-0 a5 22.Hhl b5 23.Bdl Ha7 24.Bxh5 Df8 25.e4 Bd8 26.Í5 b4 27.Bg6 Hxh4 28.Dxh4 bxc3 29.bxc3 Bf6 og núna er staðan á stöðumyndinni komin upp. LJÓÐABROT STUÐLAR OG HÖFUÐSTAFIR Það er furðulegt ástand í Ankara. Þar er allt fullt með vestfirska sankara. Þeir kaupa upp allt sem er yfirleitt falt, jafnvel antíka gólfteppabankara. Það er asni í Asuncion, sem er aldeilis furðuleg sjón, með halann að framan og hnén vaxin saman og hár eins og bróðir minn Jón. Jóhann S. Hannesson. STJÖRNUSPA eftir Franees Drake LJON Afmælisbarn dagsins: Pú ert áhugasamur um að láta gott af þér leiða og eyðir síst minni tíma íaðra heldur en sjálfan þig. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þú þarft að fylgjast ákaflega vel með fjármálum þínum og gæta þess að fjárfestingar verði þér til ábata en ekki taps. Láttu aila áhættu lönd og leið. Naut (20. apríl - 20. maí) Mörg stórmál bíða afgreiðslu þinnar svo þú skalt bretta upp ermarnar og ganga hiklaust til verks. Láttu það ekki trufla þig þótt möguleikarnir séu margir. Tvíburar (21.maí-20.júní) AÁ Auðvitað á maður að hlusta á vini sína en þegar allt kemur til alls erum við öll okkar gæfu smiðir og getum ekki stólað á aðra en sjálfa okkur. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Það er svo margt sem glepur að þér er nauðugur einn kost- ur að loka þig af á meðan þú gengur frá þeim málum sem að þú hefur tekið að þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) M Þótt gaman sé að láta sig dreyma þá hefur allt sinn stað og sína stund. Á vinnustað er það starfið sem gildir en öðru máli gegnir um frístundirnar. Meyja __ (23. ágúst - 22. sept.) vUL Þú þarft að gæta þess vel hvað þú lætur ofan í þig. Við erum nú einu sinni það sem við etum og það á við um bæði góða hluti og slæma. t’TK (23.sept.-22.okt.) Einhver misskilningur veldur því að öfund samstarfsmanna beinist að þér og þínum. Reyndu að láta sem ekkert sé því mál munu upplýsast þótt síðar verði. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Það er eðlilegt að gera ráð fyr- ir því að þurfa að standa við skuldbindingar sínar líka þær sem viðkomandi segist aldrei munu láta falla. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) iBíCr Einhverjar hindranir verða á vegi þínum í dag en ef þér tekst að halda róseminni þá muntu komast yfir þær og ná þeim árangri sem þú stefnir að. Steingeit (22. des. -19. janúar) 41mt Það getur skipt sköpum að þú gerir þér grein fyrir því hvaða kröfur aðrir gera til þín. Hitt er svo annað mál hvort þú þarft að mæta þeim öllum eða ekki. Vatnsberi (20. jan. -18. febr.) ViStf Það er nauðsynlegt að menn viti jafnan hvað þeir eiga hvort heldur þeir nú lána öðrum eig- ur sínar eða fá hluti að láni. Fáir eru jafn leiðir og sá sem engu skilar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Leiddu hjá þér allan þann háv- aða og hamagang sem ríkir á vinnustað þínum. Öll él birtir upp um síðir og þá muntu standa með pálmann í höndun- Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á tra ustum grunni vísindalegra staðreynda. SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2000 45 iudaga c GLERAUGNABÚEHN HdmootKrridlcr D (The Enlightenmcnt Intensive) i Bláijöllum 10. til 13. ágást. Sannleiksleitendur óslcast. Reynsla ekki skilyrði. Markmiðið er hugljómun, bein upplifiin á sannleikann. Alþjódlegur leiðbeinandi leremiah íess Love rithöfundur. Hann ’ 1 er höfundur bókarinnar „The Ouantum Gods“ og hefiir sl. 30 ár leitt áskorun hugljómunar víða um heim. Starfaði áður við Esalin í Kaliforníu með ýmsum fumkvöðlum mannúðarsálfræðinnar. Hann verður með kynningu í Norræna húsinu 9. ágúst kl. 20. Er..yi.rkilgga_hsgt-að hugljpmast. j aðejns þr<?m.ur.dögtfmi Nánari uppl. og skráning hjá Guðfinnu S. Svavarsdóttur ____________ í símum 562 0037 og 869 9293 og . a v r • Óttari Ellingsen í símum 554 3930 og 899 5589. \Að jægjq Spegllinn_________________________ Fáið sendan bækling. _______________________ J 2000 35% afmælisafsláttur af gleraugum í júlí Gleraugnabúðin, Laugavegi 36, s: 5511945. ' ÁSKORUN HUGLJÓMUNAR 'N ÞITT HEÍMILI Ó SPÁNI ír* O TA D F ^ |L) A Ath. Þeir sem hafa hug á VUO I DLnllVn aöfara ískoðunarferðtil Torrevieja í ágúst og finna draumahúsið sitt, en eru ekki búnir að skrá sig, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við umboðsaðila sem fyrst. - Takmarkaður sætafjöldi ATLAS INTERNATIONAL Umboðsaðili í íslandi Þórhallur Sigurðsson - LADDI 896 2047 OKKAR LANDSFRÆGU MATAR- OG KAFFIHLAÐBORÐ KAFFI M laugardags- og sunnudagskvöid MATAR ---------------------------------------- y/ljvnælisþakkir Bömum mínum, tengdabörnum, barnabörnum, systkinum og þeirra mökum, svo og öllum öðrum vinum og vandamönnum, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, blómum, skeytum og sím- tölum á 80 ára afmœli mínu, 13. júlí si, þakka ég afalhug. Sérstakar þakkirfá þau Steinunn og Smári í Hrísey fyrir þeirra framlag. Guð blessi ykkur öll. Reylcjavík 21. júlí 2000. María Jóhannesdóttir, Asparfelli 8, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.