Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Tilkoma Netsins skapar nýjartjónahætturfyrir höfundarréttarhafa Vænst löggjaf um ábyj netþjói ólöglegi Æ fleiri mál sem varöa brot á höfundarrétti á Netinu eru aö koma upp á yfirboróið. Arna Schram ræöir viö Jónínu S. Lárus- dóttur lögfræöing um þetta efni en í bígerð eru íslensk lög sem kveóa munu á um ábyrgö netþjónustu á hýsingu ólöglegs efnis á Netinu. orgunblaðið/Kristinn TILKOMA Netsins ásamt hinni staf- rænu byltingu hefur skapað nýjar tjónahættur fyrir höfundarréttar- hafa. Á veraldarvefnum er hægt að afrita og dreifa hugverkum á borð við hugbúnað, tónlist, texta og ljós- myndum á undraskömmum tíma án þess að höfundarréttarhafar fái þar rönd við reist. Fjöldi þeirra í Bandaríkjunum og á meginlandi Evrópu hefur nú leitað réttar síns hjá dómstól- um og er það mat þeirra sem til þekkja að heildartap höfundarréttarhafa vegna ólög- mætrar dreifingar hugverka þeirra á Netinu nemi hundruðum milljarða króna á ári hveiju. Jónína S. Lárusdóttir lögfræðingur fjallar m.a. um þennan vanda í lokaritgerð sinni í lagadeild London School of Economics en hún stundar þar framhaldsnám í lögfræði. Jónína kemur einnig til með að starfa við þennan málaflokk á næstunni því hún hefur nýlega tekið að sér að stýra nefnd á vegum viðskipta- ráðuneytisins sem hefur það verkefni að undir- búa hér á landi lögleiðingu nýlegrar tilskipun- ar Evrópusambandins um rafræn viðskipti en sú tilskipun kveður m.a. á um ábyrgð netþjón- usta vegna hýsingar ólögmæts efnis á Netinu. Er með ákvæðinu verið að skýra réttarstöðu netþjónusta að sögn Jónínu. Má því búast við að frumvarp þess efnis líti dagsins ljós hér á landi á næsta ári og að sams konar ákvæði verði lögleidd á hinum Norðurlöndum á næstu misserum sem og annars staðar í Evrópu. Gífuriegt fiárhagstjón höfundarréttarhafa í ritgerðinni segir Jónína að eftir því sem tækninni fleygir fram verði hægt að dreifa fyr- irferðarmeira efni og þar af leiðandi oft verð- mætara efni á Netinu. Það þýði jafnframt að meiri hagsmunir séu í húfi fyrir höfundarrétt- arhafa þegar efni þeirra sé fjölfaldað og dreift á ólögmætan máta á veraldarvefnum. Hún segir erfitt að meta það fjárhagslega tjón sem höfundarréttarhafar verði fyrir á heildina litið en ljóst sé að það sé gífurlegt. Nefnir hún sem dæmi að í janúarbyrjun á síðasta ári hafi tekist að uppræta víðfeðma starfsemi glæpahrings - er hafði höfuðstöðvar í Danmörku - sem stóð að ólöglegri fjölföldun og dreifingu hugbúnað- ar á Netinu. Þegar tókst að stöðva starfsemina höfðu tölvuþrjótamir náð að selja hugbúnað fyrir meira en 230 milljarða bandaríkjadala. í umfjöllun um höfundarréttarbrot á Netinu í Morgunblaðinu hefur m.a. komið fram að margir þeirra sem bijóta á höfundarrétti, til dæmis með því að afrita hugverk annarra og dreifa undir öðru höfundamafni, séu unglingar sem geri sér ekki grein fyrir því að í netheim- um gilda sömu lög og í mannheimum, til að mynda þau ákvæði að höfundar hafi einkarétt á því að gera eintök af verki sínu. Jónína bend- ir þó á að þrátt fyrir þetta hafi fjöldi manna það að atvinnu að bjóða ókeypis upp á hugverk án leyfis eða greiðslu til höfunda. Þeir setji gjaman upp síður á Netinu þar sem hægt sé að nálgast aðgangsorð eða hugbúnað sem gerir netnotendum kleift að ná í hugverkið án greiðslu og fjármagna svo síðumar með því að hafa á þeim auglýsingar. Bætir Jóm'na því enn- fremur við að auðvelt sé fyrir tölvuþrjóta eða tjónvalda að koma upp ólögmætum síðum sem þessum og halda þeim úti þrátt fyrir að upp hafi komist um tilvist þeirra. Þegar þær séu teknar niður af einum þjónustuaðila setji þeir síðurnar hreinlega upp hjá öðmm. Jónína bendir einnig á að erfitt hafi reynst að hafa upp á slíkum tjónvöldum m.a. vegna þess að þeir gefi oft upp rangar upplýsingar um nafn og dvalarstað. Náist þeir á hinn bóginn séu þeir sjaldan borgunarmenn fyrir því tjóni sem þeir hafa valdið. „Vegna alls þessa vakna upp spumingar um það hverjir eigi að bera ábyrgð á því tjóni sem höfundarréttarhafar verða fyrir þegar hug- verk þeirra em nýtt án þess að greiðsla komi fyrir. Eiga þeir sjálfir að bera tjónið eða eiga þeir netþjónar sem hýsa ólöglegu síðurnar að bera tjónið?“ spyr hún. I ritgerðinni bendir hún á að þurfi höfundarréttarhafar að bera tjón sitt sjálfir geti það m.a. valdið því að þeir veigri sér við að gera efni sitt aðgengilegt al- menningi. En beri netþjónustan á hinn bóginn tjónið án tillits til vitneskju hennar geti það haft gríðarlegan kostnað í för með sér, kostnað sem yrði til dæmis við það að þurfa að láta skoða sérstaklega allt efni sem sett væri á Net- ið. Sú leið sem Evrópusambandið velur er að gera netþjónustu ekki ábyrga vegna ólöglegs efnis nema hún hafi vitað eða mátt vita um efn- ið. Netþjónusta verður þó ekki gerð refsiábyrg nema að sannað sé að hún hafi haft vitneskju um hið ólögmæta efni. „Netþjónustan er með öðmm orðum ekki ábyrg fyrir því að hýsa ólögmætt efni nema hún hafi fengið um það upplýsingar frá til dæmis þeim sem telur á sér brotið. Sjái höfundarréttarhafi til dæmis að verið sé að dreifa efni eftir hann á ólögmætan hátt getur hann tilkynnt það til viðkomandi netþjónustuaðila og þar með látið stöðva að- ganginn að efninu,“ útskýrir Jónína og bendir jafnframt á að þessi leið sé ódýrari fyrir net- þjónustuna en hin sem gerir ráð fyrir því að hún sé ábyrg fyrir öllu ólögmætu efni á sínum miðlara óháð vitneskju um efnið eða ekki. Þessar reglur sem hér hafa verið raktar vom samþykktar af Evrópusambandinu nú í vor og ber öllum aðildarríkjum Evrópusam- bandsins sem og öðmm löndum Evrópska efnahagssvæðisins að lögfesta þær í sínu landi á næstu mánuðum. Hvemig fær netþjónustan vitneskju um ólögmætt efni? Reglurnar sem hér er fjallað um koma fram í tilskipun frá Evrópusambandinu sem birt var opinberlega í þessum mánuði en í henni, segir Jónína, er ekki kveðið nákvæmlega á um út- færslu reglnanna. Gagnrýnir hún það m.a. í ritgerð sinni. „Eg gagnrýni að ESB hafi ekki sett nánari ákvæði um hvemig netþjónustan öðlast næga vitneskju um að hún sé að hýsa ólögmætt efni.“ Spurningin er því sú hvort nóg sé að senda netþjónustunni einfaldan tölvupóst um að hún hýsi ólöglegt efni eða hvort sá sem tilkynnir um efnið verði að senda nákvæmar staðlaðar upplýsingar. Síðarnefndu leiðina hafa Bandaríkjamenn kosið að fara, að sögn Jónínu, en þeir settu löggjöf um ábyrgð selj- enda netaðgangs á Netinu fýrir þremur árum. Samkvæmt bandarískum lögum þarf því til- kynning um ólögmætt efni að uppfylla ákveðnar lágmarks kröfur. Uppfylli hún ekki skilyrðin verður netþjónustan ekki gerð ábyrgð fyrir hýsingunni en fullnægi hún á hinn bóginn skilyrðin þarf netþjónustan að taka nið- ur viðkomandi efni án tafar og tilkynna aðilum með nánari tilgreindum hætti. Verði netþjón- ustan á hinn bóginn ekki við því er hún skaða- bótaskyld gagnvart höfundarréttarhafa. Jón- ína bendir á í þessu sambandi að höfundur sem telur á sér brotið eigi kröfu á þann sem setur efnið á Netið en verði netþjónusta ekki við lög- legri beiðni um að taka niður efni eigi höfundur einnig kröfu á hana vegna hugsanlegs tjóns. „Umræddar reglur geta því að minnsta kosti orðið til þess að höfundar geti stöðvað ólögleg- an aðgang að efni sínu. Því hefðu netþjónustur enga ábyrgð samkvæmt lögum hefðu þær eng- an hvata til þess að hindra aðgang að efninu þrátt fyrir tilkynningu höfundar." Jónína heldur áfram að útskýra hvernig Bandaríkjamenn hafa tekið á þessu efni og segir að komi í Ijós eftir að efni hafi verið stöðvað á Netinu að það hafi ekki verið ólög- legt, en að netþjónustan hafi fylgt því ferli sem kveðið er á um í lögum, sé netþjónustan ekki skaðabótaskyld gagnvart þeim aðila sem setti efnið á Netið. Mikilvægt að vel verði vandað til löggjafarinnar Jónína segir að miklu skipti að vel verði vandað til löggjafar í þessum efnum hér á landi sem og í öðrum löndum Evrópu enda miklir hagsmunir í húfi. Verði til dæmis reglur um til- kynningaskyldu ekki nógu skýrar geti þeir að- ilar sem setja efni á Netið alltaf átt von á því að taka þurfi efnið niður fái netþjónusta þeirra til- kynningu þess efnis. „Fyrirtæki geta orðið fyr- ir milljónatapi rofni samband við netþjón þeirra um einhvem tíma. Því segir það sig sjálft að aðili sem er með efni á Netinu geti orðið fyrir miklu tjóni, fjárhagslegu sem og ófjárhagslegu, komi það allt í einu fyrir að lok- að sé á efnið hans.“ Jónína segir sömuleiðis að óljósar reglur um tilkynningaskyldu geti opnað fyrir möguleik- ann á misnotkun á þeim reglum og þar með leitt til takmörkunar á tjáningarfrelsinu. Einn- ig geti það auðveldað keppinautum að klekkja hvor á öðrum með því að senda inn tilkynningu um ólöglegt efni á síðu hins. Þá bendir Jónína á að verði reglur í þessum efnum óskýrar í Evrópu geti það orðið hagstæðara fyrir þann sem ætlar að bjóða upp á efni á Netinu að gera samning við netþjónustu í Bandaríkjunum þar sem reglurnar eru skýrari. Aðspurð segir Jónína að þar sem vinnan við að koma löggjöfinni á hér á landi í samræmi við tilskipun ESB sé skammt á veg komin sé enn óvíst hvernig umrætt ákvæði, um ábyrgð selj- enda aðgangs að Netinu, verði lögleitt hér á landi en ljóst sé að hafa beri í huga hagsmuni allra þeirra er málið varðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.