Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2000 35 FRÉTTIR ANNA GUÐVARÐAR- DÓTTIR CARSWELL + Anna Guðvarð- ardóttir Carswell fæddist í Vestmannaeyjum 26. maí 1950. Htin Iést í London 6. júlf síðast- liðinn og fór útfbr hennar fram í Eng- landi 14. júlí. Það eru forréttindi að fá að kynnast góðu fólki. Þeirra varð ég aðnjótandi þegar eig- inkona mín kynnti mig fyrir æskuvinkonu sinni, Önnu Guðvarðardóttur Carswell, og fjölskyldu hennar. Því miður þekkti ég Önnu ekki nema í þrjú ár og samskiptin voru stopul þar eð hún bjó í Englandi. En það þurfti ekki að hitta Önnu nema einu sinni til að sjá að hún var einstök manneskja. Örlæti var hennar aðalsmerki. Þá á ég ekki bara við það hve hún var einstaklega gjaf- mild á veraldlega hluti, heldur ekki síður á tíma sinn og hlýjar tilfinn- ingar. Þessi hæfileiki Önnu til að gefa af sér vitnaði best um guðstrú hennar sem hún rækti af heilum hug. Örlæti hennar var kristilegur kærleikur í verki. Þessi persónuein- kenni Önnu komu fram við fyrstu kynni. En þau birtust sérlega sterkt í margvíslegri viðleitni hennar til að hjálpa nauðstöddu fólki. Það er vanda- samt að hjálpa öðrum. Oft falla menn í þá gryfju að styðja hinn hjálparþurfi með röng- um hætti eða að ráðskast með hann á einhvem hátt. Anna sneiddi hjá þessum gryfjum. Hún virtist geta mætt hverri manneskju þar sem hún var stödd, sett sig í hennar spor og eflt hana til sjálfsbjargar. Það var vegna þess að hún hlustaði á fólk og lagði sig eftir því sem það hafði að segja. Þannig fann hún lyk- ilinn að sannri hjálparlist. Annað eftirminnilegt einkenni Önnu var hæfileiki hennar til að njóta og smita aðra með gleði sinni. Það er sama hvar borið er niður. SIGRÍÐUR BRYNJÓLFSDÓTTIR tSigríður Bryn- jólfsdóttir fædd- ist í Hjörleifshöfða 12. desember 1929. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 12. júlí siðastliðinn og fór útfór hennar fram frá Háteigs- kirkju 21. júh'. Nú hefur Sigríður Brynjólfsdóttir kvatt þennan heim. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg. Sigríður, eða Sigga amma eins og hún var alltaf kölluð í Laxárdal, var einstaklega hlý og góð við okkur öll. Þegar fréttist að hún væri væntanleg í sveitina þá biðu krakkarnir eftirvæntingarfull- ir eftir að hún kæmi, enda pönnu- kökuveisla í vændum. Hún var sér- stakur snillingur í að baka pönnukökur. Hún vildi ávallt hafa eitthvað fyr- ir stafni á meðan hún dvaldi hjá okkur. Eitt af þeim verkum sem hún tók gjarnan að sér var að stoppa í sokka og vettlinga sem urðu eins og nýir á eftir. Sigga amma var fædd í sveit og vildi því gjarnan fylgjast með lífinu í sveitinni. Þegar hún var hér í Laxár- dalnum yfir sumartím- ann þá hafði hún mikla ánægju af því að geta hjálpað til við að raka, hugsa um garðinn og fegra umhverfið. Hún Sigga amma hafði mjög gaman af því að ferðast og kom hún stundum með okk- ur í ferðalög um land- ið. Við skemmtum okkur konung- lega enda var góða skapið alltaf með í farteskinu. Hún var mjög fróð um landið okkar og þó sérstaklega um sveitirnar í nágrenni Víkur í Mýr- dal. Einnig var hún mikill visku- brunnur um blóm og jurtir en það hafði hún lært af föður sínum. Margar fleiri minningar koma upp í hugann sem verma okkur um hjartarætur um ókomna tíð. Blessuð sé minning hennar. Guðný Guðnadóttir og fjölskylda. KARL HJALTASON + Karl Hjaltason fæddist að Litla- Hamri í Eyjafirði 5. febrúar 1921. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 13. júlí síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Akur- eyrarkirkju 21. júlí. Mig langar að minn- ast Karls Hjaltasonar nokkrum orðum um leið og ég votta aðstandend- um samúð mína við frá- fall hans. Góð nærvera, glaðværð og greið- vikni einkenndu Karl Hjaltason. Hvar sem við hittumst hvort heldur var í handavinnustofunni hans í Bamaskólanum, bátaskýli siglinga- klúbbsins eða heima við í Kambsmýri tók hann mér fagnandi. Við smíði sumarbústaðar Reynis heitins bróður hans, kynntumst við best. Mér finnst ég oftast hafa verið þiggjandi í sam- skiptum okkar og oft sagði hann skemmtilegar sögur. Hann birti mér hina dönsku Akureyri ljóslifandi í sögum sín- um, enda alinn upp í menningu danskra handverksmanna og sagði sögur af þeim. Ein var af danska smiðnum sem gleymdi tommu- stokknum og kallaði til handlangarans að rétta sér spýtu af ákveðinni lengd. Hann notaði mælikvarðann: „To for- klæder, ét hammer- skaft og een lille bit!“ Þannig voru sögurnar hans Kalla græskulaus- ar og innilegur hlátur fylgdi á eftir. Ég þekkti ekki náið til kennarans Karls Hjaltasonar en þó skynjaði ég að einlægur áhugi hans á viðfangsefn- um sínum, jákvæði og manngæska skilaði sér til krakkanna í handa- vinnustofunni. Ég sendi konu hans, Guðlaugu Pét- ursdóttur, bömum, bamabörnum, sem og öðrum vandamönnum, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Magni Hjálmarsson. Hversdagslegustu hlutir urðu henni að sérstöku ánægjuefni: Fábrotin máltíð gat orðið að hátíðarstund ef Anna átti í hlut; blóm og fjöll urðu einhvern veginn dýrmætari í návist hennar en ella. Það var vegna þess að hún fagnaði lífinu og naut þess til hins ýtrasta. Það er gott til þess að hugsa þegar klippt er á lífsþráðinn í ævi ungrar manneskju að hún hafi lifað svo ríkulega. Anna uppskar líka ríkulega. Ung giftist hún eftirlifandi manni sínum, Barrie Carswell, heilsteyptum og ljúfum manni sem elskaði hana og virti. Þau eignuðust þrjár dætur. Þær Natasha Mjöll, Tanya Fönn og Natalie Drífa bera kærleiksríku uppeldi og hæfileikaríkum foreldr- um fagurt vitni. Þær em allar list- hneigðar, en bæði Anna og Barrie sinntu listum í frístundum sínum. Síðustu árin lagði Anna stund á jap- anskan útsaum og þegar hún lést átti hún stutt í að öðlast kennara- réttindi í þeirri grein. Það er at- hyglisvert að þessi ástríðufulla og örgeðja kona hafi lagt sig eftir saumaskap sem krefst óvenjumikill- ar nákvæmni og þolinmæði. Anna var til grafar borin skammt frá Pool í Englandi síðastliðinn föstudag. Fjöldi vina fylgdi henni og efndi síðan til samkomu á eftir þar sem hennar var minnst með marg- víslegum hætti. Það er vandasamt að mæra einstakling á slíkri stundu, en ekki í þessu tilviki. Ég held að ég hafi aldrei heyrt jafnsterk lofyrði um eina manneskju sem ég veit mætavel að eru sönn. Það er erfitt að ýkja um Önnu. Ailir viðstaddir vissu að við vomm að kveðja ein- staka konu sem hafði auðgað lífið með gleði sinni og kærleika. Ég votta Gyðu, móður Önnu, bræðrum hennar og öðrum ættingj- um mína dýpstu samúð. Barrie, dætrunum og fjölskyldum þeirra þakka ég fyrir vináttuna og bið Guð að styrkja þau í sorginni._ Vilhjálmur Árnason. Birting af- mælis- og minning- argreina MORGUNBLAÐIÐ tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvu- pósti (minning@mbl.is). Nauð- synlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama ein- stakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínu- bil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksenti- metra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins Þórarinn Már Ámason og Erla Guðný Pálsdóttir tylltu sér niður við Lag- arfljótið á góðviðrisdegi og virtu Þinghöfðann fyrir sér speglast í fljótinu. Norður-Héraði - Þinghöfði er ör- nefni skammt utan við Krakalæk i Hróarstungu niður við Lagarfljót. Þar sunnan undir Þinghöfða voru voru Krakalækjarvorþing háð og getið er um í Droplaugarsona sögu. Þinghöfði Þar er fjöldi búðatótta og staðurinn friðlýstur. Á þessum stað héldu Norðmýl- ingar þjóðmálafundi, 13 talsins, upp úr miðri 19. öld, en þeir voru kallaðir Þinghöfðafundir. Morgunblaðid'jt Bílstjórar frá Fylki á Hvolsvelli sjá um verkið á Landvegi. Þetta eru: Þór Pálsson, Ilermann Ingason, Magnús Guðmundsson og Jón Guðmundsson. Endurbætur á 11,5 km kafla á Landvegi FYLKIR, félag vörubílstjóra á Hvolsvelli, vinnur nú að endurbygg- ingu á 11,5 km kafla Landvegar í Rangárvallasýslu. Hófst verkið á liðnu vori og eru verklok áætluð um miðjan september. Jón Guðmunds- son, einn bflstjóranna, sem jafnframt er verkstjóri, segir verkið hafa geng- ið vel en ekki hafi verið unnt að hefj- ast handa á liðnum vetri eins og áætl- að var og því sé hart á því að verkinu Ijúki alveg á tilskildum tíma. Virkir félagar í Fylki eru nú 14 og segir Jón að 10-11 bflstjórar hafi að jafnaði unnið við verkið. Vegarkafl- inn liggur milli Fellsmúla og Holts- múla og er kostnaður alls áætlaður 111 milljónir en hlut Fylkis í verkinu segir Jón vera tæpar 60 milljónir króna. Var það um 86% af áætlun. Fremur lítið þurfti að gera við veg- inn að sögn Jóns annað en að styrkja hann og bera rétt efni ofan í áður en slitlag verður lagt. Er unnið gróft efni úr hrauni rétt við veginn og bor- ið í hann 45 til 100 cm burðarlag. Efst er borið 20 cm lag af finni möl. Slitlag á hluta kaflans fyrir verslunarmannahelgi Stefnt er að því að leggja slitlag á hluta nýja vegarkaflans nú fyrir verslunarmannahelgi og segir Jón veður ráða því nokkuð en ef vel viðr- ar verður hafist handa við það í næstu viku. Verkið hófst 3. apríl í vor en Jón segir tilboð Fylkismanna hafa m.a. miðast við að hægt yrði að vinna að vetrinum. Síðasti vetur var hins vegar erfiður þannig að ekki er víst að upphafleg áætlun standist upp á dag. Jón sagði bflstjóra Fylkis aðal- lega hafa unnið við þetta verk í sum- ar en nokkrir hefðu þó verið í verk- um fyrir einkaaðila. Hann sagði alveg óvíst hvað tæki við í haust, ný verkefni væru ekki í sjónmáli. Jón Smári Lárusson og Jón Ósk- arsson, sem stjórna vegaþjónustu á tengivegum og safnvegum í sýslunni, sem blaðamaður hitti á Landvegi, sögðu endumýjaðan veg mikla bót. Viðhald yrði minna og hin mikla um- ferð krefðist betri vegar. Um Land- veg fara vikurflutningabflar árið um kring og umferð er mjög vaxandi að sumrinu bæði vegna ferða inná há- lendið og í sumarbústaði efst í sveit- inni. -------------- Lúðrasveit íStykkis- hólmi NÆSTKOMANDI þriðjudag, 25. jú- lí, fá Stykkishólmsbúar í heimsókn lúðrasveit frá Skjem í Danmörku. Hljómsveitin heitir Skjem Garden og er skipuð fólki á aldrinum 10-20 ára. Þann dag mun hún leika listir sínar á íþróttavellinum í Stykkishólmi, en það er sérstök sýning sem lúðrasveit- in hefur fengið verðlaun fyrir. Skjem _ Garden er ein af 10 bestu slíkum” lúðrasveitum í Danmörku. Frá Stykkishólmi er ferðinni heitið á Sauðárkrók, Dalvík, Akureyri og Húsavík. Daði Þór Einarsson stjómaði þess- ari lúðrasveit skólaárið 1998-1999 og mun taka við stjóm hennar aftur í haust. t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.