Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Refskák forsetans og framtíð Júgóslavíu Reuters Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseti á landsfundi serbneska Sósialistaflokksins. Á borðanum segir: Enduruppbygging, framþróun, umbætur. Stjórn Júgóslavíu þrýsti umfangsmiklum stjórn- arskrárbreytingum í gegnum þing ríkisins fyrir stuttu og gefa breytingarnar til kynna að forsetinn hyggist sitja á valdastóli næstu ár. Andri Lúthersson kynnti sér nýjustu ref- skák forsetans lífseiga. SAMKVÆMT nýrri skýrslu sem gerð var á vegum Evrópusambandsins (ESB) og lekið var til fjölmiðla í lið- inni viku nýtur Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseti mikils trausts með- al serbnesku þjóðarinnar og er talinn líklegur til að hljóta endurkjör í for- setakosningum sem haldnar verða seint á þessu ári eða snemma á því næsta. I skýrslunni lýsa sérfræðingar ESB áhyggjum sínum yfír því að í ljósi þess að kosningar til sambands- þings Júgóslavíu, sambandsríkis Serbíu og Svartfjallalands, verða haldnar í haust, á sama tíma og sveit- arstjómarkosningar, muni það gefa forsetanum færi á að treysta völd sín, ekki síst ef hann boðar til forseta- kosninga á sama tíma. Þessi spá skýrsluhöfunda kemur sér afar illa íyrir ESB, aðildarríki sambandsins og önnur vesturveldi sem leitast hafa við að binda endi á valdatíð Milosevics. Evrópusambandið hefur á undan- fomum misserum lagt ríka áherslu á að festa í sessi fjölmargar áætlanir með það fyrir augum að umbótasinn- um vegni sem best í kosningum. En í tilfelli Serbíu, þar sem framkvæmda- stjómin hefur fastan fulltrúa, era lík- ur á sigri stjómarandstöðuaflanna hverfandi. ESB hefur leitast við að beita áhrifum sínum á þann veg að gera stjórnvöldum erfitt um vik á meðan klofinni stjómarandstöðunni er hyglt, m.a. með óbeinum efna- hagsþvingunum sem beint er gegn fyrirtækjum, og rekstri sem tengist valdakhku Milosevics og takmörkun- um á ferðafrelsi fylgismanna forset- ans utan Júgóslavíu. Þá hefur ESB reynt með beinum hætti að efla tengslin við þá stjómmálamenn og þau hérað þar sem stuðningur við vestrænt samstarf er hvað mestur. Notast sambandið við „óhefðbundinn erindrekstur" í þessum tilgangi og hefur náð árangri við að efla sam- bönd og samskipti við „grasrótina" til lengri tíma litið og þannig reynt jafn- vel að draga úr væntingum um sigur stjómarandstöðuaflanna í Serbíu - til skemmri tíma litið. „Niðurstöður viðhorfakannana benda til að stjórnarflokkamir hafi aukið fylgi sitt á sama tíma og fylgi stjómarandstöðunnar stendur í stað. Og þrátt fyrir almenna óánægju er Milosevic enn sá leiðtogi sem nýtur mests trausts,“ segir í skýrslunni. Þar kemur enn fremur fram að í ótil- greindri skoðanakönnun hafi 24.2% aðspurðra sagst treysta Júgóslavíu- forseta á meðan 8.4% lögðu traust sitt á stjómarandstæðinginn slótt- uga Vuk Draskovic. Þá vora 6.2% sem sögðust styðja harðlínumanninn og þjóðemissinnann róttæka Vojis- lav Seselj. Júgóslavneska þingið, að undirlagi Milosevics og fjölmenns hóps dyggra stuðningmanna hans í röðum þing- manna, samþykkti fyrr í mánuðinum umfangsmiklar stjómarskrárbreyt- ingar sem gera munu forsetanum kleift að sitja tvö önnur kjörtímabil í röð, átta ár til viðbótar. Kosningam- ar er fyrirhugað að halda ekki síðar en um mitt næsta ár, þegar núver- andi kjörtímabil Milosevies rennur út, en áhyggjur manna beinast nú einkum að því að forsetinn kunni að efna til kosninganna mun fyrr, eða í september eða október nk., samhliða þing- og sveitarstjómarkosningum. Því er ESB ráðlagt að vera við öllu búið þar sem Milosevic muni leggja allt í sölumar svo hann haldi völdum. Skilvirk aðför að frjálsum fjölmiðl- um, aukinn þrýstingur á stjómar- andstöðuna, áróður, baktjaldamakk og bakstungur era í höndum Milo- sevics stjómtæki sem hann hefur gripið til með góðum árangri og er líklegur til að gera aftur. Að öllum líkindum mun Milosevic hafa litlu að tapa við að efna til kosn- inganna mun fyrr en áætlað er. Og höfundar skýrslu Evrópusambands- ins fara ekki í grafgötur með að ef forsetinn sér ríka ástæðu til þess að fresta kosningunum þá muni það reynast honum auðvelt. Ekki era þó allir á sama máli og sérfræðingar ESB. Aleksandar Ti- janic, fyrrverandi upplýsingamála- ráðherra Serbíu, ritaði í vikulegum pistli sínum í tímaritinu BIic nýverið að kannski hafi forsetinn gert mistök er hann ákvað að þjóðaratkvæða- greiðsla muni ráða. „Veika hliðin á áætluninni er möguleikinn á því að Serbar sameinist gegn Milosevic þar eð þeir óttast að þurfa að eyða lífinu sem þegnar leiðtoga sem heldur að hann sé guðlegur. Með þjóðar- atkvæðagreiðslunni gefur MUosevic Serbum frábært færi á að kjósa hann ekki. Þá hefur hann veitt öllum ódýr- ustu lausnina á að víkja honum burt. Ekki með uppreisn, ekki með andófi, ekki með byltingu - heldur aðeins með örlitlum skammti af serbnesk- um gáfum.“ En ef spáin um snemmbærar kosningar reynist rétt kemur upp staða í haust sem kann að skjóta nokkuð skökku við. A sama tíma og Serbar kjósa í sveit og til þings og Milosevic blæs í kosningalúðra munu íbúar Kosovo-héraðs, sem enn heyrir formlega undir sambandsríkið Júgó- slavíu, ganga að kjörborði í sínum eigin héraðskosningum sem Bemard Kouchner, yfirmaður stjómar Sam- einuðu þjóðanna í Kosovo, hefur lagt allt kapp á að efna til í október í haust. Sjálfur hefur hann spáð því að „vandamál kunni að koma upp.“ Það er ekki að ósekju því ólíkir pólitískir fulltrúar albanska meirihlutans í Kosovo eiga afar erfitt með að koma sér saman um hvernig haga beri kosningunum og virðist aðþrengdur minnihluti Serba í héraðinu hafa ein- sett sér að sniðganga kosningamar. Auk ágreinings við yfirstjóm SÞ í héraðinu telja sumir hófsamir tals- menn serbneska minnihlutans að tímasetning kosninganna geti vart verið verri því hún gefi Milosevic og fylgismönnum hans færi á að hella olíu á það þjóðemisbál sem þegar logar í héraðinu, sérstaklega í bæn- um Kosovska Mitrovica þar sem komið hefur til ítrekaðra árekstra milli samfélaga Albana og Serba. Svartfellingar á hliðarlínunni Stjómarskrárbreytingarnar sem samþykktar vora á sambandsþinginu í Belgrad mæltust, sem vonlegt var, illa fyrir í Podgorica, höfuðborg Svartfjallalands. Samkvæmt nýju stjómarskrárákvæðunum verður forsetinn þjóðkjörinn og mega 600.000 íbúar Svarfjallalands sín lítils gagnvart átta milljónum íbúa Serbíu en þar að auki fylgir fjölmennur hóp- ur íbúa Svartfjallalands Milosevic að málum. Og til að bæta gráu ofan á svart þá samþykktu þingmenn að hér eftir skyldu fulltrúar efri deildar sambandsþingsins verða þjóðkjörnir í stað þess að þing Serbíu og Svart- fjallalands tilnefni í stöðumar eins og tíðkast hefur til þessa. í ljósi þess að efri deildin hefur umtalsvert neitun- arvald er augljóst að Svartfellingum hefur verið komið fyrir á hliðarlín- unni varanlega, hvað stjóm sam- bandsríkisins varðar a.m.k. Milo Djukanovic, forseti Svartfjallalands og sá pólitíski leiðtogi sem Vestur- lönd binda hvað mestar vonir við, lýsti þegar yfir fordæmingu sinni á niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar á sambandsþinginu og vandaði Milo- sevic ekki kveðjumar. Þá var því lýst yfir að Svartfellingar myndu snið- ganga sambandsþingskosningamar. Líkur á því að Svartfjallaland muni efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði landsins hafa því aukist mjög með þessari refskák Milosevics þótt Djukanovic og hinn berorði for- sætisráðherra Svartfjallalands, Filip Vujanovic, hafi enn ekki gengið alla BM'VAIIA Söludeild i Fornalundi Breiðhöfða 3 • Sfmi 585 5050 Gerðu kröfur Kynntu þér staðfestar niðurstöður gæðaefitirlits BM*VaIIá 1999 á www.bmvalla.is www.bmvalla.is leið í yfirlýsingum sínum og boðað formleg slit frá sambandsríkinu. Eins og er virðist Milosevic hafa hæstu spil á hendi. Ef Svartfellingar fylgja stjómvöldum í Podgorica að málum og hunsa þing- og hugsanleg- ar forsetakosningar í haust gæti Milosevic túlkað það sem ögrun og látið til skarar skríða enda auðsótt þar eð fjölmennar hersveitir sam- bandshersins era staðsettar í Svart- fjallalandi. Ef Svartfellingar stíga skrefið til fulls og lýsa yfir sjálfstæði era líkur á að átök brjótist út jafnvel meiri. Og komi til þessa mun Milo- sevic enn á ný hafa tekist að reyna á pólitískt þanþol og trúðverðugleika Atlantshafsbandalagsins (NATO). Blikur á lofti yfir Dónárbökkum? Málefni Vojvodina-héraðs hafa á undanfomum misseram fallið í skuggann af pólitískum væringum í Svartfjallalandi og átökum og upp- byggingu í Kosovo. Á áram áður naut þetta gjöfula hérað verulegrar sjálfs- stjómar en eftir innbyrðis deilur hér- aðsbúa og mikinn pólitískan þrýsting sem skapaðist við mótmæli serb- neska þjóðemissinna var sjálfsstjóm héraðsins afnumin fyrir um ellefu ár- um. Og í nafni aukinna ítaka stjóm- valda í Belgrad í Kosovo-héraði, sem áður hafði notið sjálfsstjómar, læsti Milosevic klónum einnig fastar í Vojvodina. Saka nú íbúar héraðsins miðstjórnaraflið í Belgrad um að hafa rænt þá ávöxtum erfiðis síns, enda era landkostir og iðnaðarfram- leiðsla í Serbíu óvíða meiri en í Vojvodina. Stjórnarandstaðan í Serbíu hefur notið nokkurs stuðnings í Vojvodina og höfuðstaðnum Novi Sad en með nokkuð öðram hætti en í öðram hlut- um Serbíu. Þær raddir gerast nú æ háværari í Novi Sad að Vojvodina eigi, í það minnsta, að njóta fyrri sjálfsstjórnar og hefur sá armur stjómarandstöðunnar sem aðhyllist þessa skoðun klofið sig frá hinum sem hefúr lítið haft sig í frammi síðan stjómai’ski-árbreytingunum var þrýst í gegnum júgóslavneska þingið fyrr í mánuðinum. Stjómmálaleið- togar í héraðinu, sem kenna sig við Vojvodina-bandalagið, hafa fagnað staðfestu Svartfellinga gegn Milo- sevic-stjórninni og hafa sagt að ef Svartfellingar kjósi að segja sig úr sambandsríkinu verði sambúð þeirra við „grannríkið“ Serbíu samskipti á ,jafningjagrandvelli“. Kröfiir ungverska mínnihlutans Um 300.000 manns af ungverskum upprana býr í Vojvodina-héraði og era kröfur þeirra mun afdráttarlaus- ari en Serba sem í héraðinu búa. Hafa þeir farið fram á stofnun ung- versks þjóðarráðs sem m.a. muni ákvarða um menntunar-, menningar- og fjölmiðlamál fólks af ungverskum upprana og kæmi á því sem í reynd gæti kallast „ungverskt umdæmi“ í héraðinu. Hefur þetta notið stuðn- ings stjómvalda í Búdapest og hvatti Victor Orban, forsætisráðherra Ung- verjalands, eins af þremur nýjum að- ildarríkjum NATO, til þess á síðasta ári að sjálfsstjóm héraðsins yrði komið á og ræddi um mikilvægi þess að slíkt nyti stuðnings á Vesturlönd- um. Ef Svartfjallaland lýsir yfir sjálf- stæði og Vojvodina-búar halda kröf- um sínum um sjálfsstjóm til streitu er allt eins víst að blikur verði á lofti, ekki aðeins yfir Svörtufjöllum heldur einnig yfir sléttlendum Vojvodina. Greinarhöfundur breska vikuritsins Economist vakti atygli á málefnum Vojvodina nýverið og sagði að ef átök myndu bijótast út kynni svo að fara að stjómvöldum í NATO-ríkinu Ung- verjalandi rynni sérstaklega blóðið til skyldunnar. Ef svo fer fram sem horfir, sundr- uð stjómarandstaða Serbíu nær ekki samstöðu og mat sérfræðinga ESB á valdastöðu Júgóslavíuforseta reynist rétt, mun Milosevie sitja óáreittur á valdastóli a.m.k. til næstu (jögurra ára. Stjómvalda í Podgorica bíður þá það hlutskipti að hrökkva eða stökkva og framtíðarlandamæri ríkja á Balkanskaga kunna að ráðast af stefnufestu Evrópuríkja og samstöðu NATO-ríkja auk afstöðu og sannfær- ingu nýs forseta Bandaríkjanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.