Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2000 27 Nokkrir starfsmanna Pharmaco við vinnu sína. ræna heimi. Þetta er að vísu að fjara út vegna nýrrar einkaleyfislöggjafar. Hún verður hinsvegar ekki farin að virka fullkomlega fyrr en um 2010 þar sem langur þróunarferill er eftir við lyf frá því að fengið er einkaleyfi og þar til lyfið er komið á markað. Aður var oft mikill verðmunur á lyfj- um milli landa. Þótt svipað verð hafi verið á lyfjum á Norðurlöndum gátu þau verið mun ódýrari í Suður- Evrópu og á meðan bannað var að flytja lyf á milli landa gat verðmunur- inn verið gríðarlegur. I dag eru ný lyf verðlögð þannig að þau eru á svipuðu verði um allan heim.“ Fjárfestingar á hlutabréfamarkaði í nýjasta fréttabréfi Pharmaco kemur fram að á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hafi Pharmaco keypt hluti í Urði, Verðandi, Skuld og deCODE genetics en selt hlutabréf í Baugi og Opnum kerfum. Eignarhald fyrir- tækisins í öðrum félögum eru 1,3% í Baugi, 0,3% í Delta, 3,3% í Eignar- haldsfélagi hlutabréfa ehf., 33,2% í Genís, 48% í íkonasjóðnum, 9,1% í ís- lenska heilsufélaginu, 0,5% í Omega Farma og 3,3% í Opnum kerfum. „Við eigum safn hlutabréfa í ýmsum fyrirtækjum. Við fjárfestum þar sem við teljum vænlegt að fjárfesta hverju sinni en það er auðvitað munur á þeim fjárfestingum og því þegar við fjárfestum í fyrirtækjum eins og Balkanpharma og Delta, þar sem við ætlum okkur að koma að stjóm fyrirtækjanna.“ Hækkun á lyflum Hækkun á lyfjum til sjúklinga hef- ur verið mikið til umræðu upp á síð- kastið. Þegar Sindri er spurður hvort þessi hækkun hafi verið nauðsynleg segir hann: „Öll umræða um lyfja- markað er svo röng. Það hefur ekki orðið nein hækkun á lyfjum, heldur er ríkið að minnka sinn hlut í lyfja- kostnaðinum - og það hækkar þann hluta sem sjúklingar gi-eiða. Sjúklingar á Islandi eru famir að borga ansi stóran hlut. I sumum nágrannalandanna er enginn virðis- aukaskattur á lyfjum. Hér er hann 24,5% á lyfjum á meðan hann er að- eins 14% á matvælum. Hér á landi er útsöluverð á lyfjum mn níu milljarðar á ári. Þar af er virðisaukaskattur um tveir milljarðar. Þegar yfirvöld kveinka sér yfir því að borga yfir fjóra milljarða með lyfjum hér er ekki sagt frá því að ríkið fái helming þeirrar upphæðar til baka í virðis- aukaskatti. Nú er svo komið að stór hluti lyfja er alfarið greiddur af sjúk- lingum þrátt fyrir opinbert trygg- ingakerfi. Ég hugsa að það styttist í það að tryggingafyrirtækin fari að bjóða sérstakar tryggingar til hliðar við hið opinbera tryggingakerfi sem nær til þessarar þjónustu. Það er líka alveg litið framhjá því í þessum aðgerðum að lyfjameðferð er ódýrasta, einfaldasta og fljótlegasta leiðin sem völ er á til að meðhöndla sjúkdóma. Það er stöðug þróun í lyfjafram- leiðslu og ný og betri lyf eru auðvitað dýrari en þau sem eldri eru. En það skiptir ekki máli hvað hver tafla kost- ar. Það sem skiptir máli er að ná ár- angri og hvað meðferðin kostar öll. Líðan sjúklingsins skiptir væntan- lega iíka máli, þótt ekki sé hægt að setja krónutölu á hana.“ „Ég óttast að við séum aftur að nálgast það ástand sem ríkti í heil- brigðismálum áður en Magnús Kjart- ansson ákvað að hækka hlut ríkisins í lyfjakostnaði, vegna þess að biðlistar á sjúkrahúsum voru orðnir óheyri- lega langir." Hvað áttu við? „Þá greiddu sjúk- lingar háan hlut í lyfjum og því miður höfðu ekki allir efni á þeim. Þá brugðu læknar á það ráð að leggja sjúklinga inn til þess að þeir gætu fengið ókeypis lyf. Einn sólarhringur á sjúki'ahúsi getur kostað meira en margra ára lyfjanotkun. Það vantar að menn setjist niður og reikni. Það er eins og hægri hönd- in viti ekki hvað sú vinstri gerir. Það er eins og menn hafi bara sitt starfssvið, einn sjái um lyfjabrans- ann, næsti um sjúkrahúsin og svo koll af kolli og það er eins og þessir menn séu ekki í sama liði. Svo eru þeir bara lukkulegir með að spara krónu hér þótt það kosti tuttugu krónur í næstu deild við hliðina. Ég er mjög undrandi á því að ekk- ert skuli heyrast í verkalýðsforyst- unni út af þessum síðustu hækkun- um. Ríkið er til dæmis hætt að greiða niður fúkkalyf. Hvað þýðir það fyrir bammargar fjölskyldur?" Hvers vegna heldurðu að verka- lýðshreyfingin hafi ekki hreyft mót- mælum? „Ég býst við að það sé vegna þess að alltaf þegar ríkið dregur úr sínum hluta í lyfjakostnaði er látið líta svo út að ríkið sé að klekkja á „lyfjamafíunni“ og að þessi sama „lyfjamafía“ sé alltaf að níðast á sjúklingum. En við sem stöndum að lyfjainnflutningi og lyfjaframleiðslu erum að veita þjónustu. Það er alveg eins hægt að segja að matvöruversl- anir séu að níðast á hungruðum.“ Hagmaðurinn aðallega af hlutabréfaviðskiptum í Morgunblaðinu 10. mars síðast- liðinn kemur Iram að hagnaður Pharmaco á síðasta ári hafi verið 331,8 milljónir króna og hafi aukist um 130% frá árinu áður. Hvaðan kemur þessi hagnaðaraukning? „Minnihlutinn er af heildsölunni. Heildsalan er þó enn uppistaðan í fyrirtækinu. Veltan skiptist þannig að um 60% eru lyfjavelta en 40% aðr- ar vörur. Fjármálastarfsemin hefur þó skilað meirihluta hagnaðar undan- farinár. Hver er áætlaður hagnaður í ár? „Hann er áætlaður um 240 milljómr - sem er töluvert lægra en í fyrra, en þá vorum við með mikinn hagnað af hlutabréfaviðskiptum.“ Söluráðgjafar okkar gera það líka þessa dagana Verð frá 1.698.000 kr. Crjólháls 1 Sími 575 1200 Soludeild 575 1220 Renault Laguna — með enn meiri búnaði Nú er rétti tíminn til að kaupa Renault I^aguna því söluráðgjafar okkar eru í sérstökum gír í tilefhi sumarsins. Það þýðir að þrátt fyrir að Laguna sé hlaðin óvenjumiklum staðalbúnaði er aldrei að vita hvað fylgir með í kaupunum. Komdu og spjallaðu við söluráðgjafa Renault. Það er aldrei að vita hvað þeir gera fyrir þig. $ ! RENAULT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.