Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2000 411 1 ........-.. .... MORGUNBLAÐIÐ Þetta kemur allt með heita vatninu Lundúnabréf Það er alveg einstök reynsla að flytja í ókunnugt land, jafnvel þótt það sé ekki meira framandi en bara Bretland, segir Sigrún Davíðsdóttir nýflutt til London. Morgunblaðið/Sverrir London. HVERNIG er að vakna einn góðan veðurdag upp í ókunnu rúmi í húsi, þar sem raf- magnsinnstungumar passa ekki við heimilistækin, sem maður á, símainnstungumar heldur ekki, heita vatnið streymir ekki úr heitri jörðinni heldur er hitað í stór- um dunkum, sem er erfitt að átta sig á? Og hvar er nú pósthúsið, hvar era næstu búðir og hvað er þetta, sem fæst í búðunum? Hvemig er að vera án bankareiknings, sem tekur nokkrar vikur að fá? Og það er auð- vitað enginn sími í húsinu, alla vega ekki tengdur sími. Það er að sjálfsögðu ekki svona sem þetta gerist að flytja úr einu landi í annað. Maður vaknar ekki upp sjálfum sér að óvöram. Allt hitt er hins vegar rétt. Að flytja í nýtt land þýðir að allt verður framandi, allt krefst umhugsunar, leitar og fyr- irhafnar. Að flytja í nýtt land er að byrja á byrjuninni og læra allt dag- lega lífið upp á nýtt, frá því smæsta upp í hið stærsta. Það kemur ekki á óvart að þurfa að læra hið stærsta eins og að finna vinnu, húsnæði og fara ferða sinna. Það sem kemur á óvart era öll smáatriðin, sem þarf að læra. Þetta með innstungumar, gas- hitarann og aðra hvunndagshluti. Eina leiðin til að sigrast á öllum smáerfiðleikunum er að hugsa um þetta sem lærdóm, sem ekki komi nema með fyrirhöfn eins og allur sannur lærdómur. Það er ekkert annað að gera en horfa, hlusta, reyna að skifja og hugsa um flutn- inginn sem spennandi leik, sem snýst um að lifa af. Ekki í orðsins fyllstu merkingu, því þetta er ekkert hættulegt, en snýst um að komast af. Ekki í hættulegu umhverfi, en alla vega í mjög framandi og óskiljanlegu umhverfi. En er þá eitthvað hægt að gera til að gera umskiptin þægilegri? Vísast ýmislegt, en það er að minnsta kosti frábært að hafa greiðslukort og far- síma. Óvænt kynni við götulíf og ketti Hluti af upplifuninni er ekki endi- lega aðeins það sem er framandi, heldur líka óvæntar uppákomur. Sú fyrsta mætti mér á dyraþrepinu á nýja heimilinu mínu, litlu raðhúsi í Fulham, eitt þúsunda slíkra húsa í London og Englandi öllu. Hér var ekki flanað að neinu, því á hurðinni vora þrjár skrár. Vandinn var að lyklarnir, sem leigufyrirtækið hafði látið mér í té vora aðeins tveir. Það sýndi sig líka að eina skrána var ekki hægt að opna. Nú vora góð ráð dýr. Hvert er hægt að snúa sér á laugardagskvöldi til að fá opnaðar dyr? Hér reyndist farsími vera lykillinn að lausninni. Hugmyndaríkur, innfæddur eng- ill greip farsímann sinn, hringdi í upplýsingamar og bað um símanúm- erið hjá lásasmiðum, sem svöraðu í símann allan sólarhringinn í þessu hverfi. Tvö númer vora gefin upp. Enginn svaraði í fyrra númerinu. I síðara númerinu var svarað. Lása- smiðurinn kæmi innan klukkustund- ar. Þama gafst því óvænt tækifæri til að kynnast götunni til hlítar og lífinu við hana á laugardagskvöldi. Ekki beint líflegt, enda aðeins röð raðhúsa við þessa litlu götu, en ég hitti þó næstu nágranna mína, sem ég hafði heyrt af og þau vora fima vin- gjamleg. Auk þess vora þama nokkrir kettir á ferii. Lásasmiðurinn birtist eftir l'A klukkustund. Hann leit á lásinn, mundaði lítinn bor og sveittist og stundi í átökum við lásinn. En átökin báru árangur og dymar sprattu upp. Þá kom líka í ljós að góð ráð era dýr við þessar aðstæður. Að greiddum tíu þúsund íSlenskum krónum var hægt að taka húsið í notkun. En fjár- útlátin lenda annars staðar því leigu- umboðsskrifstofan verður rakkuð um þau. Hennar mistök. Fallvaltur gashitarinn Þegar inn var komið blasti við notalegt hús, sparlega búið húsgögn- um, en með öllu því nauðsynlegasta. Reyndar engin kampavínsglös til að halda upp á nýju heimkomuna, en það má nú líka notast við einfaldari drykkjarílát. Það er fátt jafn gott og að þvo sér í heitu vatni eftir langa ferð, en sú gleði gekk ekki eftir. Ljóstýran í gashitaranum gerði ekki nema rétt að blakta, hvarf og svo týrði aftur. Enginn logi, ekkert heitt vatn, eins og allir vita, sem hafa búið með gasvatnshitara. Nú hófst ný og öllu lengri framhaldssaga en lykla- sagan. Fyrst var að láta eigandann vita og það var hægt á sunnudags- morgni. Gashitarinn er tryggður dýram dómum og nú átti að láta trygging- amar borga og borga sig. Góð þjón- usta, því þeir era með opinn síma 24 stundir sjö daga vikunnar og þar fékkst strax nafn á viðgerðarmanni, sem væri líka með sömu góðu þjón- ustuna. Viðgerðarmaðurinn hafði þó greinilega ákveðið að þennan hvíld- ardag ætlaði hann að halda heilagan, lét því ekki svo lítið að svara í símann né ansa skilaboðum á símsvaranum. Á mánudagsmorgni náðist þó í hann. Hann kæmi milli kl. 10 og 15, svo ekki var um að ræða að fara neitt út. Upp úr hádegi birtust tveir náungar, sem vora ekki lengi að komast að því að hitarinn sjálfúr væri í góðu lagi, en það væri hins vegar rafleiðslan í hitarann, sem væri biluð. Rafmagn væri utan þeirra þekk- ingarsviðs, svo þar með var sú heim- sókn á enda. Tryggingarfélagið var sannfært um að rafleiðslan væri ekki hluti af tryggmgunni. Eigandinn, kona sem býr í Ósló, var ekki sannfærð, svo nú tók við tveggja daga togstreita milli hennar og tryggingarfélagsins. Henni lyktaði með því að eigandinn fékk iðnaðarmann, sem hún þekkir og treystir til að koma við og líta á hitarann. Hann kom á þriðjudag- skveldi og komst að því eftir ná- kvæma skoðun að það væri í raun hitarinn, sem væri bilaður og líklega hefðu iðnaðarmennimir daginn áður gert illt verra. Hann lofaði að koma daginn eftir og laga hitarann, sem reyndar kom hann ekki fyrr en á laugardeginum. Eftir að hafa notið þess villta munað- ar að geta bæði farið í bað og þvegið upp í heitu kranavatni í tvo daga hvarf heita vatnið aftur síðdegis á mánudegi. Viðgerðarmaðurinn kom aftur á þriðjudeginum og nú er von- andi búið að komast fyrir vandann, enda búið að skipta um flestallt í hitaranum. Þessi fyrstu dagar í húsinu voru því viðburðaríkir. Ekki aðeins að ég byggi í um aldargömlu húsi frá lok- um Viktoríutímans, heldur gafst þarna færi á að lifa sig inn í aðstæður á byggingartímanum og þvo sér og þvo upp í soðnu vatni. Hið merkilega var að uppgötva að vissulega er heitt vatn úr krananum til þæginda, en það er hægt að lifa ágætis lífi án þess. Úr skýjunum niður ájörðina Eftir að hafa búið uppi á fimmtu hæð í lyftulausu húsi í níu ár era töluverð viðbrigði að koma niður á jörðina aftur. Ég kann því ágætlega, nýt rósanna í litla garðMeðlinum mínum og hef eignast einkar fylgis- pakan vin, sem þar að auki er sleipur í íslensku. Hvítsokkóttur köttur, sem lærði strax að fara ekki inn í húsið með því að hlusta á fyrirskip- anir mínar á íslensku. Aðra nóttina í húsinu vaknaði ég við að einhver var í svefnherbergis- glugganum og horfði á mig. Þar var þá vinur minn kötturinn mættur. Mér hafði greinilega láðst að segja honum að inngöngubannið í húsið gilti ekki aðeins garðdyrnar, heldur allar gáttir hússins. Nú veit hann það og hefur ekki reynt frekar að fá inngöngu, en heldur sig hinn prúð- asti á garðstéttinni. Mér hefur alltaf þótt póstþjónust- an í Kaupmannahöfn til fyrirmynd- ar. Pósturinn er borinn upp að dyram sex daga vikunnar, oftast undir há- degi. Það er þó ekkert á við London, þar sem pósturinn kemur tvisvar, fyrst um kl. átta, svo um hádegi. I Kaupmannahöfn era pakkar bomir út, lfka stærðarinnar kassar, en þeir sem era ekki heima frá miða um að þeir geti sótt pakkann á pósthúsið. Breska pakkaþjónustan er hins vegar stórbrotin, sem kemur sér vel þegar von er á átján pappakössum með fótum, bókum og geisladiskum. Ef viðtakandi er ekki heima skilja þeir eftir miða, þar sem sagt er hve- nær þeir komi næst. Henti það ekki má hringja og fá annan tíma. Þar sem enginn var heima í tvo daga kom pakkapóstur- inn tvær fyluferðir, en skildi í annað skiptið eftir miða, þar sem boðið vai- að hringja og fá annan tíma eða koma sjálfur að sækja pakkana. Kassamir komu því inn á gólf og það með ótrúlegri elskusemi. Ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa hrifningu minni á bresku póst- þjónustunni. Sigur unninn í símamálum En Mð er ekki bara kattamal og rósir. Það þarf meira til en heitt vatn til að komast inn í samfélagið, til dæmis síma. Eigandinn var búinn að ganga svo frá að ég ætti að fá síma um leið og ég kæmi, en þegar ég kom á laugardeginum reyndist síminn ótengdur. A mánudagsmorgni labb- aði ég út í næsta símaklefa til að geta hringt ókeypis í þjónustusíma Brit- ish Telecom eins og eigandinn sagði mér að gera. Þar átti ég að spyija efdr Sophie á Oxford-skrifstofimni, sem vissi allt um mín mál. En svo einfalt var þetta nú ekki. Hjá þjónustusímanum fékk ég að vita að ég gæti ekki spurt eftir ákveðinni manneskju og án eftir- nafns var ekki hægt að finna hana á skiptiborðinu, sem þjónar öllu land- inu. Konan á límmni var hins vegar boðin og búin að hjálpa, svo ég byij- aði á erindinu, sem væri að fá síma í húsið, öllu heldur bara númer, þar sem lína væri fyrir. Það var sjálfsagt mál, en fyrst yrði að athuga hvort línan væri virk. Það yrði fyrst hægt á miðvikudagsmorg- un. Ef ekki yrði að senda mann og hann gæti ekki komið fyrr en á mánudaginn eftir viku. Hafið þið reynt að vera símalaus um leið og þið erað að koma ykkur fyrir í ókunnu landi? Ekki heillandi hugmynd, en ég tók þessu tilboði, því reynslan hefur kennt mér að það er öldungis sóun á kröftum að reyna að tala til fólk á þjónustulínum. Það er jafn hjálparvana og fómarlambið. íbúð- areigandinn stökk upp á nef sér við þessar fréttir og ákvað að taka málin í sínar hendur. Ég hef ekki hug- myndaflug til að ímynda mér hvem- ig hægt er að ýta við BT eins og hún gerði, en það liðu aðeins tíu mínútur þar til yfirkona hjá BT hringdi í mig - bara til að láta mig vita að það væri verið að vinna í málinu. Hálftíma síðar hringdi önnur, sem hafði verið sett í að leysa málið til að segja mér að síminn yrði opnaður eftir klukkustund - og það stóð heima. Þar með var sambandið við umheiminn komið á. Þá var hægt líka að fara að snuða BT. í heimsókn til London fyrr á ár- inu hafði ég fundið tilboð til Dana, búsettra í London, um allt að þriðj- ungi ódýrari símaþjónustu en BT býður upp á. Eitt símtal, ekkert mál og tveimur tímum seinna var BT búið að missa góðan viðskiptavin. Um leið og ég bað um síma hafði ég spurst fyrir um farsímaáskrift og netáskrift hjá BT. Mér var vísað á þjónustunúmer, þar sem biðin vai- óendanleg, en allt í lagi. Ég kom mér fyrir við símann með lestrarefni og þar sem þjónustunúmerin era ókeypis var þetta í lagi. Þegar ég loksins komst að farsímamanninurn fékk ég að vita að ég yrði að finna BT búð, sem langt var í og það gæti reynst flókið að fá áskrift, þar sem ég hefði enga viðskiptasögu til að styðjast við. Netinu gafst ég upp á að bíða eftir. Á göngu um hverfið á þriðjudegin- um fann ég raftækjabúð með glás af farsímatilboðum og afgreiðslu- manni, sem gat gefið greinargóðar upplýsingar um hverju væri völ á. Það var svo margt að ég hef enn ekki treyst mér til að velja, en það verður brátt að gerast. Netaðgang nenni ég heldur ekki að fá hjá BT. Það era svo margir aðrir, sem bjóða betur, meðal annars ótakmai'kaðan netaðgang fyrii' um þúsund krónur íslenskar á mánuði, enginn símakostnaður ofan á. Það mál er í athugun hjá netfróð- um fjölskyldumeðlimum. Inngangan um þröngar dyr kerfísins Ég hafði óljósa hugmynd um að á einhvern hátt þyrfti ég að skrá mig inn í hið breska samfélag, þótt samn- ingurinn um Evrópska efnahags- svæðið hafi þegar gert mér og mín- um líkum það kleift að flytja til Bretlands af öngvu tilefni. Með því að fletta svolítið í gulu síð- um símaskrárinnar fann ég „Cit- izens Advice Bureau“ í mínu hverfi. Á þessari skrifstofu sitja sjálfboða- liðar fyrir svöram og þvílíkar mót- tökur! Mannleg hlýja streymdi út úr tólinu og enginn að flýta sér. Bretar hafa ekki stjórnarskrá og þeir hafa heldur ekki kennitölukerfi, en þeir hafa „National Insurance Number“ sem allir þurfa að hafa, þótt það sé sjaldan notað. Ég fékk að vita hvert ég ætti að hringja til að leggja drög að slíku númeri. Á endanum náði ég sambandi síðla þriðjudags og fékk að vita að ég gæti hringt næsta morgun og þá fengið viðtalstíma seint í júlí. Nú gleymdi ég að hringja aftur svo hvenær ég fæ númerið er enn óljóst. Af því ég hafði verið bundin heima allan fyrsta mánudaginn og fram eft- ir þriðjudegi vegna hitararans komst ég ekki í banka fyrr en síð- degis á þriðjudag. Þar var nokkurt hik á mönnum. Jú, allt í lagi að fá nýjan viðskiptavin, en fyrst hann hefði enga viðskiptasögu í Bretlandi og enga vinnu þar má reikna með 2-3 vikna bið eftir að geta opnað bankareikning. Bankinn þaií að leita umsagnar fyrri viðskiptabanka minna og það gæti tekið tíma. Eftir tíu daga er ég því komin með síma og ódýr símtöl, en vantar enn heita vatnið og bankareikning. Og svo á ég eftir að sækja um félags- trygginganúmerið, bamabætur, bílastæðisleyfi (því annars þarf ég að muna eftir að hlaupa út fyrir klukk- an níu á hverjum virkum degi og reiða fram rúmar 500 íslenskai’ krónur í stöðumælagjald fyrir dag- inn; þrír mánuðir kosta rúmar þijú þúsund) og finna skóla handa fjór- tánáringnum. Eftir viðburði fyrstu dagana er enginn vafi á að þar mun margt skondið koma upp á og enn er öragglega margt ólært ... en lærir svo lengi sem lifir - nema það sé öf- ugt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.