Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Góð afkoma rrkissjóðs leiðir af sér auknar greiðslur til LSR Revnt að koma í veg fynr framtíðarvanda RÍKISSJÓÐUR greiddi alls þrjá milljarða króna til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins á fyrstu sex mánuðum ársins skv. mánaðarleg- um afkomutölum fjármálaráðu- neytisins, en þetta er um tveimur milljörðum meira en á sama tíma í fyrra. Þessar greiðslur eru í sam- ræmi við samning sem gerður var í fyrra við lífeyrissjóðinn um aukn- ar greiðslur til sjóðsins af tekju- afgangi ríkissjóðs þegar afkoma hans væri góð en samningurinn miðar að því að tryggja að sjóður- inn geti staðið við framtíðar- skuldbindingar sínar. Þegar lífeyrissjóðslögum var breytt fyrir nokkrum misserum gafst þáverandi starfsmönnum rík- isins kostur á að velja á milli þess hvort þeir færu í A- eða B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Allir nýir starfsmenn ríkisins fara sjálfkrafa í A-deild og að sögn Ragnheiðar Árnadóttur, aðstoðar- manns fjármálaráðherra, er ljóst að hún mun standa undir sér í framtíðinni. Hætta er hins vegar á að B-deildin, sem mun með tíð og tíma leggjast af, verði tóm innan tíu til tólf ára ef ekkert verður að gert. ,Af þeirri ástæðu var ákveðið að nota hluta af tekjuafgangi ríkis- sjóðs til að auka þessar greiðslur núna þegar möguleiki er á og rík- issjóður hefur efni á því. Markmið- ið er að koma í veg fyrir framtíð- arvanda í þessum efnum,“ sagði Ragnheiður. í fyrra vantaði 55 milljarða upp á til að fyrirsjáan- legt væri að B-deildin stæði undir skuldbindingum sínum. Fjárhæðin miðast við greiðslustöðu ríkissjóðs Sagði Ragnheiður að á þessu ári hefðu verið reiddar af hendi um 500 milljónir á mánuði og ef fram færi sem horfði myndi ríkissjóður því í heildina leggja um 6 milljarða til lífeyrissjóðsins á þessu ári. Benti hún á að þessir peningar sem nú væru lagðir fyrir ávöxtuð- ust og kosturinn væri því sá að sú heildarupphæð sem ríkissjóður þyrfti að greiða þegar allt kæmi til alls minnkaði hlutfallslega eftir því sem meira væri lagt fyrir. Ragnheiður sagði ennfremur að samkvæmt samningi ríkisins og Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins bæri ríkinu ekki skylda til að reiða þessar greiðslur af hendi. Á meðan ráðrúm væri til, líkt og nú er, væri hins vegar fylgt ákveðinni áætlun í þessum efnum, og miðaðist fjár- hæðin við greiðslustöðu ríkissjóðs á hverjum tíma. Markmiðið væri að ekki kæmi til stórfelldra erfið- leika og útgreiðslna úr ríkissjóði síðar meir vegna sjóðsins. Stalbfl bróður síns og ók inn í húsagarð LÖGREGLAN í Keflavík hand- tók í gær ungan pilt sem hafði ekið fólksbifreið bróður síns inn í húsagarð. Bifreiðin, sem er nýleg, skemmdist mikið og er talin ónýt. Pilturinn var ekki með ökuréttindi enda hefur hann ekki aldur til. Hann er grunaður um ölvun. Pilturinn hafði tekið bifreið bróður síns ófrjálsri hendi á heimili þeirra í Keflavík og hafði ekið um stund um bæinn þegar hann missti að lokum stjórn á bif- reiðinni með þeim afleiðingum að hún hafnaði á grindverki við húsagarð. Er lögreglan kom á slysstað um fimmleytið í gær- morgun reyndi pilturinn að forða sér en lögreglumennirnir reyndust snarari í snúningum og náðu honum á hlaupum. Hraðakstur • • í Oxnadal LÖGREGLAN á Akureyri hafði í nógu að snúast aðfaranótt föstu- dags. Lögreglan stöðvaði 16 öku- menn fyrir of hraðan akstur um kvöldið og nóttina, 12 þeirra óku of greitt um Öxnadalinn en hinir virtu ekki hraðatakmarkanir á Akureyri og Ólafsfirði. Einn þeirra sem lög- reglan stöðvaði hafði tjaldvagn í eftirdragi og annar ökumaður hafði þegar verið sviptur ökuréttindum. Að sögn lögreglu var mjög ró- legt í miðbæ Akureyrar aðfaranótt föstudags en um klukkan sex um morguninn þurfti lögreglan að hafa afskipti af tveimur líkamsárásum. I báðum tilvikum þurftu menn að leita aðhlynningar á slysadeild. ------------- Bílvelta við Borgarnes BÍLVELTA varð á hringveginum móts við Mótel Venus skammt ut- an Borgarness um klukkan 11 í gær. Tveir voru í bílnum. Farþeg- inn slasaðist nokkuð og var fluttur á heilsugæslustöðina í Borgarnesi til aðhlynningar. Kind hljóp í veg fyrir bifreiðina og þegar ökumaður reyndi að forðast árekstur missti hann stjórn á bílnum, sem valt og hafnaði utan vegar. -----*-♦-♦--- 12 ölvaðir undir stýri EKKERT lát er á ölvunarakstri að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík en 12 ökumenn, karlar og konur á ýmsum aldri, voru stöðvaðir í Reykjavík og Kópavogi í fyrrinótt vegna gruns um ölvun við akstur. Níu voru stöðvaðir í Reykjavík, flestir um kl. 4-6 í gærmorgun, er þeir voru á heim- leið eftir ævintýri næturinnar. Þá voru þrír drukknir ökumenn tekn- ir undir stýri í Kópavogi. -----♦-♦-♦--- Kaupmenn opn- uðu Laugaveginn KAUPMENN við Laugaveginn í Reykjavík fjarlægðu í gærmorgun skilti sem lokuðu götunni fyrir um- ferð bíla. Skiltin voru við Klappar- stíg og Bergstaðastræti og aðhafð- ist lögregla ekkert þó þetta væri gert. Kaupmenn hafa verið óánægðir með lokunina og segja að hún bitni á versluninni. Þeir sendu borgaryfirvöldum skrifleg mót- mæli fyrir skömmu. Morgunblaðið/Kristján Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ræsti búnaðinn í nýrri orkustöð Orkuveitu Húsavíkur við hátíðiega athöfn í gær. Við hlið hennar stendur Hreinn Hjartarson, framkvæmdastjóri Orkuveitu Húsavíkur, en fyrir aftan þau standa forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, og Arvid Kro, eiginmaður Valgerðar. Valgerður Sverrisdóttir ræsti búnað í nýrri orkustöð Orkuveitu Húsavíkur Áður ónýttur varmi notað- ur til raforkuframleiðslu VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnaðar- og við- skiptaráðherra ræsti búnað í nýrri orkustöð Orkuveitu Húsavíkur við Kaldbak við hátíðlega athöfn í gær. Á meðal gesta við athöfnina voru Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands og heit- kona hans, Dorrit Moussaieff, en þau heiðruðu Húsvíkinga með nærveru sinni í gær og tóku þátt í fjölbreyttri dagskrá í tilefni 50 afmælis Húsavík- urkaupstaðar. Nýja orkustöðin er sú eina sinnar tegundar í heiminum að sögn Hreins Hjartarsonar, fram- kvæmdastjóra Orkuveitu Húsavíkur, en til raf- orkuframleiðslunnar er notaður áður ónýttur varmi. „Við erum að flytja 125 gráðu heitt vatn 16 km leið frá Hveravöllum til bæjarins og nýtum varmann frá 125 gráðum niður í 80 gráður til að framleiða rafmagn. Þetta er varmi sem við höfum verið að henda hingað til en vatnið var áður látið sjóða á holutoppi á Hveravöllum og flutt 100 gráðu heitt í óeinangraðri lögn í bæinn. Hér er því um mjög mikið umhverfísmál að ræða,“ sagði Hreinn. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra sagði við vígsl- una að Húsvflángar hafi verið í fararbroddi í nýt- ingu jarðhitans. „Hin nýja orkustöð mun því án efa efla og styðja mjög mannlíf, atvinnulíf og allt byggðarlagið til frekari dáða í framtíðinni og bæta kjör.“ í máli Valgerðar kom einnig fram að aukin nýting jarðhitans hafi ekki haft lítil áhrif á Stöðin sú eina sinnar tegundar í heiminum lífskjör íslendinga. Spamaður við að nýta jarð- hita til húshitunar miðað við að flytja inn olíu í þeim tilgangi nemi í dag tæplega átta milljörðum króna á ári. Sé þá ekki meðtalinn hagnaður við raforkuframleiðslu, iðnaðarframleiðslu og ylrækt auk margháttaðra þæginda sem þessi gæði lands- ins hafi veitt okkur sem erfitt sé að meta til efnis- legs hagnaðar eða ábata. Heildarkostnaður rúmar 800 milljónir Hreinn sagði að þessi framkvæmd væri vissu- lega fjárfrek fyrir ekki stærra samfélag en heild- arkostnaður er áætlaður rúmar 800 milljónir króna. Af þeirri upphæð leggur Húsavíkurbær fram 92%, aðrir samstarfsaðilar 2% en afgangur- inn er styrkur frá Evrópusambandinu, alls um 50 milljónir króna. Lögð hefur verið ný einangruð pípulögn úr stáli frá jarðhitasvæðinu og liggur hún neðanjarðar meðfram gömlu lögninni mestan hluta leiðarinnar til bæjarins. Gert er ráð íyrir að vatnið kólni um 2 gráður á leiðinni frá Hveravöll- um til Húsavíkur. Orkustöðin hýsir rafstöð sem er 2 MW tvívökva eining en þar eru einnig varma- skiptar og stjómstöð. Hreinn sagði að aðalmálið í öllu þessu væri framleiðslan á heitu vatni fyrir bæjaifélagið og svo að afgangsvarminn væri nýttrn- til rafmagns- framleiðslu. „Raforkuframleiðslan kemur til með að fullnægja um þremur fjórðu hlutum núverandi raforkuþarfar bæjarfélagsins. Stöðin framleiðir jafnframt heitt vatn á þeim hita sem iðnaður og húshitun þarfnast hveiju sinni, allt að 120 gráður. Okurverð á rafmagni hingað Þetta er ekkert mjög ódýr vii-kjun en það er al- gjört okurverð á rafrnagni hingað. Orkuveitan er að kaupa rafmagn á hærra verði en t.d. Akureyr- ingar eru að selja á út í fyrirtækin. Við eram í hópi þeirra sveitarfélaga sem ekki hafa aðgang að Landsvirkjun, Orkuveitan kaupir rafmagn í gegnum RARIK sem millilið og meðalverðið sem við greiðum er ríflega fjórar krónur fyrir kWst. Við getum framleitt kWst á um þrjár krónur á meðan Landsvirkjun framleiðir kWst á eina krónu hér rétt við hhðina á okkur. Þannig að mis- munurinn sem við greiðum fyrir raftnagnið fer í að greiða niður álver og annað,“ sagði Hreinn. Verklegar framkvæmdir hafa staðið yfir í um eitt og hálft ár og sagði Hreinn að bæði verktími og kostnaður væri í samræmi við frumáætlanir þrátt fyrir skamman undirbúningstíma. Gert er ráð fyrir að gjaldskrá Orkuveitu Húsavíkur hald- ist óbreytt þrátt fyrir þessar miklu framkvæmdir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.