Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Grái kardinálinn í Kreml blæs til sóknar gegn Pútín Rússlandsforseta
AP
Borís Berezovskí afhendir varaforseta dúmunnar, Lúbov Slíska, þingmannsskírteini sitt eftir að hafa ákveðið
að láta af þingmennsku til að mútmæla njgum lögum sem eiga að efla rfkisvaldið á kostnað héraðssijúra.
„Siðspilltur
snillingur“ gerist
„verndari lýðræðis“
Grái kardinálinn í Kreml, auðkýfíngurínn
Borís Berezovskí, hefur snúið baki við
Vladímír Pútín og leggur nú á ráðin um að
sameina andstæðinga forsetans. Sjálfur
kveðst hann vilja bjarga lýðræðinu í
Rússlandi en aðrir telja hann aðeins
vilja vernda eigin hagsmuni.
ÚSSNESKI auðkýfingur-
inn Borís Berezovskí, sem
hefur verið kallaður „sið-
spillti sni]lingurinn“ og
„grái kardinálinn í Kreml“, lýsir sér
nú sem verndara lýðræðisins í
Rússlandi.
Berezovskí er þekktastur rúss-
nesku auðjöfranna, sem notuðu áhrif
sín í Kreml í forsetatíð Borís Jeltsíns
til að kaupa ríkiseignir á lágu verði
með vafasömum einkavæðingar-
samningum. Hann studdi Vladímír
Pútín ötullega fyrir kosningamar í
mars en hefur nú snúist gegn for-
setanum og látið af þingmennsku til
að mótmæla því sem hann kallar
„einræðistilhneigingu" hans.
Ósætti Berezovskís og Pútíns
hófst í júní þegar auðkýfingurinn
sakaði forsetann um einræðistil-
burði vegna nýrra laga sem eiga að
auka völd forsetans á kostnað
héraðsstjóra. Berezovskí gagnrýndi
síðan Pútín fyrir að hafna friðarvið-
ræðum við uppreisnarmenn í Tsjet-
sjníu eftir nokkur mannskæð
sprengjutilræði í héraðinu. Hann tók
einnig undir gagnrýnina á Pútín
þegar fjölmiðlajöfurinn Vladímír
Gúsínskí var handtekinn vegna
meintra fjársvika í tengslum við
einkavæðinguna. Berezovskí hefur
verið erkifjandi Gúsínskís í við-
skiptalífinu en gagnrýndi handtök-
una þar sem hann áleit hana viðvör-
un til sín og fleiri auðjöfra.
Alítur sig hafa
komið Pútín til valda
Berezovskí blés síðan til sóknar
gegn Pútín á mánudag þegar hann
tilkynnti að hann hygðist láta af
þingmennsku þar sem hann vildi
ekki „taka þátt í því að eyðileggja
Rússland og koma á einræðisstjóm“.
Nokkra áður hafði rússneska
skattalögreglan lagt til atlögu við
nokkur af stærstu fyrirtækjum
Rússlands, þeirra á meðal bílafyrir-
tækið AvtoVAZ, sem tengist Bere-
zovskí. Almennt var htið á aðgerðir
skattalögreglunnar sem lið í herferð
Pútíns gegn rússnesku auðkýfingun-
um sem mötuðu krókinn í forsetatíð
Jeltsíns.
„Hann er mjög órólegur vegna
þess að Pútín hefur ýtt honum frá
sér. Berezovskí telur sig eiga betra
skilið vegna þess að hann álítur sig
hafa komið Pútín til valda,“ sagði
rússneski fréttaskýrandinn Andrej
Piontkovskí.
Pútín hefur lofað að koma á „ein-
ræði laganna" og binda enda á vina-
hyglina sem einkennt hefur rúss-
neska kapítalismann eftir hran
kommúnismans.
Berezovskí svaraði þessu með því
að rísa upp sem verndari lýðræðisins
og fordæma áform Pútíns um að efla
rússneska ríkisvaldið á kostnað hér-
aðsstjóranna. Þau áform skaða
Berezovskí og fleiri auðjöfra þar
sem þau hindra að þeir geti gert arð-
vænlega samninga við héraðsstjór-
ana, sem hafa ráðið yfir gífurlegum
auðlindum og stjórnað héraðum sín-
um líkt og alráðir konungar.
Berezovskí beindi einnig spjótum
sínum að dúmunni. „Meirihluti dúm-
unnar er algjörlega ábyrgðarlaus.
Dúman er orðin að
lagadeild framkvæmda-
valdsins. Hún staðfestir
hugsunarlaust þær
ákvarðanir sem fram-
kvæmdavaldið tekur.“
Berezovskí játaði að
hann væri ekki lengur
sá sem togaði í spottana í Kreml.
„Eg vil ekki vera leikbrúða. Ég vil
ekki taka þátt í daglegri sýningu
sem einhver annar stýrir, einkum
þegar mér líkar ekki við leikstjór-
ann.“
Berezovskí kvaðst búast við því að
skattalögreglan og saksóknarar
legðu næst til atlögu við fyrirtæki
hans ef Pútín teldi sér akk í því.
Hann bætti við að herferð yfirvald-
anna gegn rússnesku kaupsýslu-
mönnunum væri þaulskipulögð og
hættuleg. „Markmiðið er að eyði-
leggja óháðu stórfyrirtækin í Rúss-
landi.“
Auðkýfingurinn kvaðst vilja sýna
öðram kaupsýslumönnum samstöðu
og taka þátt í baráttu þeirra við yfir-
völdin sem , jafningi“ með því að af-
sala sér þingsætinu og friðhelginni
sem því fylgir. „Ég vil ekki nota
þinghelgina í þessu máli.“
Nokkur rússnesk dagblöð töldu
hins vegar að Berezovskí hefði
ákveðið að láta af þingmennsku
vegna þess að dúman
hefði viljað svipta hann
friðhelginni.
„Að sögn flestra
þingmannanna, sem
við ræddum við, hefði
dúman ekki hikað við
að svipta hann þing-
helgi ef ríkissaksóknarinn hefði ósk-
að eftir því,“ sagði dagblaðið
Sevodnja, sem er í eigu Gúsínskís.
Dúman getur svipt þingmann frið-
helginni ef saksóknarinn fer þess á
leit við hana og talið er að beiðni um
að greiða fyrir saksókn á hendur
Berezovskí hefði verið samþykkt
með miklum meirihluta atkvæða þar
sem þorri þingmannanna hefur
mikla óbeit á auðkýfingnum.
Grunaður um fjárdrátt
Rússneskir saksóknarar hafa
bendlað Berezovskí við fjárdrátt í
tengslum við stærsta flugfélag Rúss-
lands, Aeroflot, sem hann á hlut í.
Þeir telja að andvirði 46 milljarða
króna af hagnaði Aeroflot hafi verið
lagt inn á erlenda bankareikninga
ólöglega með aðstoð tveggja sviss-
neskra fyrirtækja sem veittu flugfé-
laginu fjármálaþjónustu.
Ríkissaksóknari Rússlands fyrir-
skipaði 6. apríl í fyrra að Berezovskí
yrði handtekinn vegna málsins, en
auðkýfingurinn var þá í París. Til-
skipunin var þó numin úr gildi átta
dögum síðar. Saksóknarar féllu frá
ákæra á hendur auðkýfingnum í
nóvember vegna þess að þeir fundu
ekki sannanir fyrir því að hann
tengdist málinu.
Svissnesk yfirvöld hafa einnig
rannsakað málið og ætla að afhenda
rússnesku saksóknurunum gögn um
rannsóknina í lok mánaðarins.
Saksóknaramir í Moskvu yfir-
heyrðu Berezovskí sem vitni þremur
dögum áður en hann tilkynnti að
hann hygðist láta af þingmennsku.
Auðkýfingurinn sagði þó að ákvörð-
un sín tengdist á engan hátt rann-
sókninni á Aeroflot-málinu.
„Allir hafa brotið lögin“
Saksóknarar hafa einnig hafið
rannsókn á öryggisfyrirtækinu
Atoll, sem var í eigu Berezovskís fyr-
ir þremur áram og er granað um að
hafa njósnað um embættismenn í
Kreml.
Auðkýfingurinn hefur hins vegar
höfðað meiðyrðamál á hendur tíma-
ritinu Forbes sem bendlaði hann við
glæpasamtök og nokkur morð.
Berezovskí hefur hvatt til þess að
veitt verði almenn sakarappgjöf
vegna pólitískra og efnahagslegra
lögbrota í umrótinu eftir hran
kommúnismans. „Allir sem hafa ekki
verið sofandi síðustu tíu árin hafa
brotið lögin viljandi eða óviljandi.“
Berezovskí er stærðfræðingur að
mennt og stofnaði fyrsta fyrirtæki
sitt, bílasöluna Logovaz, árið 1989.
Velgengni hans vakti svo mikla
öfund keppinauta hans að þeir
reyndu að ráða hann af dögum.
Hann særðist þegar sprengja
sprakk undir bíl hans árið 1994 en
bílstjóri hans beið bana.
Skömmu síðar komst Berezovskí
til áhrifa á bak við tjöldin í Kreml og
eignaðist 49% hlut í stærstu
sjónvarpsstöð Rúss-
lands, ORT, en ríkið
hélt meirihlutanum.
Hann á nú einnig blöðin
Nezavísímaja Gazeta,
Kommersant, Ogonjok
og Novíje Izvestí'a, auk
útvarpsins Nashe Radio
og sjónvarpsins TV6. Þá á hann stórt
olíufyrirtæki auk þess sem hann er á
meðal hluthafa í Aeroílot.
Kom Jeltsín til hjálpar
Þegar flest benti til þess að Jevge-
ní Zjúganov, leiðtogi kommúnista,
myndi sigi'a Borís Jeltsín í forseta-
kosningunum sumarið 1996 safnaði
Bei'ezovskí saman hópi áhrifamikilla
bankastjóra sem ræddu leynilega við
öll forsetaefnin um vorið. Hópurinn
ákvað að lokum að styðja Jeltsín og
átti síðan stærstan þátt í að tryggja
honum sigur.
Jeltsín launaði Berezovskí greið-
ann í október 1996 með því að gera
hann að varaformanni Óiyggisráðs
Rússlands, sem var mjög áhrifamikil
stofnun. Hann fékk þar með það erf-
iða verkefni að tryggja frið í Tsjet-
sjníu.
Hann sætti hins vegar gagnrýni
fyrir að notfæra sér nýfengin áhrif
sín til að skara eld að eigin köku og
auka umsvif sín í olíuvinnslunni.
Bandaríski kaupsýslumaðurinn
George Soros lýsti Berezovskí á
þessum tíma sem „siðspilltum snill-
ingi, dæmigerðum fulltrúa ræn-
ingjakapitalismans" í Rússlandi.
Berezovskí var vikið úr öryggis-
ráðinu í nóvember 1997 eftir margra
mánaða deilur við áhrifamikla
bankastjóra og embættismenn
stjórnarinnar. Hann hafði þá orðið
undir í baráttunni um símafyrirtæk-
ið Svjazinvest þegar það var einka-
vætt. Hann svaraði fyrir sig með því
að tryggja að Anatolí Tsjúbais, sem
skipulagði einkavæðinguna, yrði
einnig rekinn.
Berezovskí snerist síðan gegn um-
bótastjórn Sergejs Kíríjenkos, sem
hafði lýst yfir stríði á hendur auð-
jöfranum, og beitti sér fyrir því að
henni yrði vikið frá í ágúst 1998 þeg-
ar fjármálakreppan skall á. Seinna
þegar grái kardinálinn taldi eftir-
mann Kíríjenkos, Jevgení Prímakov,
hafa staðið á bak við rannsóknina á
Aeroflot-málinu ákvað Jeltsín að
reka forsætisráðherrann og mynda
enn eina stjórnina.
Keppinautar Pútíns rægðir
Pútín, sem var lítt þekktur á þess-
um tíma, tók við forsætisráðherra-
embættinu af Prímakov og varð síð-
an forseti um áramótin þegar Jeltsín
sagði af sér. Berezovskí studdi Pútín
fyrir forsetakosningamar í mars og
fjölmiðlar hans hömpuðu forsetan-
um óspart í kosningabaráttunni.
Keppinautar Pútíns vora hins vegar
rægðir, þeirra á meðal Prímakov og
Júrí Lúzhkov, borgarstjóri Moskvu,
sem vora báðir taldir líklegir til gefa
kost á sér í kosningunum þar til ORT
hóf ófrægingarherferð gegn þeim.
Berezovskí hefur aldrei leynt and-
úð sinni á Prímakov og áréttaði á
mánudag ásakanir sínar um að for-
sætisráðherrann fyrrverandi hefði
staðið fyi-ir rannsókn saksóknar-
anna.
Auðkýfingurinn kvaðst ekki iðrast
þess að hafa stutt Pútín. „Væra
kosningarnar haldnar nú myndi ég
styðja Pútín stæði valið um þá sem
vora í framboði. Það er algjör
ógjörningur að bera hann saman við
Prímakov, Lúzhkov, Zjúganov eða
jafnvel Grígorí Javlínskí [leiðtoga
Jabloko]."
Áróðursstríð
gegn Pútín
Nokkrir stjórnmálaskýrendur,
sem hafa rætt við samstarfsmenn
Berezovskís, segja hann ætla að
stofna nýjan flokk með fylkingu í
kommúnistaflokknum undir forystu
Gennadís Seleznjovs, forseta dúm-
unnar, sem var í öðra sæti á lands-
lista kommúnista í þingkosningun-
um í desember. Seleznjov stofnaði
nýja pólitíska hreyfingu „miðju- og
vinstrimanna" á dögunum án þess þó
að ganga úr kommúnistaflokknum.
Hefur þetta valdið
mikilli óánægju meðal
annarra forystumanna
flokksins enda óttast
þeir að hann klofni.
Ekki er þó víst að
Seleznjov fallist á að
ganga til samstarfs við
Berezovskí þar sem þingforsetinn
hefur stutt Pútín. Nái þeir ekki sam-
komulagi er hugsanlegt að Bere-
zovskí stofni flokk með óánægðum
héraðsstjórum sem era líklegir til að
beijast hatrammlega gegn Pútín
næstu árin.
Berezovskí skýrði frá því að hann
hygðist sameina alla fjölmiðla sína í
eitt voldugt fyrirtæki. Rússnesk
dagblöð segja líklegt að markmiðið
sé að gera fjölmiðlaveldið að enn
beittai'a vopni í stjórnmálabarátt-
unni og heyja harðvítugt áróðurs-
stríð við Pútín. Sjálfur segir auðkýf-
ingurinn að fjölmiðlaveldi sitt verði
„stjórnarandstöðunni mikil pólitísk
lyftistöng" líkt og forsetanum áður.
„Dæmigerður
fulltrúi ræningja-
kapitalismans
í Rússlandi"
Dúman hefði ekki
hikað við að
svipta Bere-
zovskí þinghelgi