Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ mac Morgunblaðið/Ami Sæberg Sindri Sindrason, framkvæmdastjóri Pharmaco. PHARMACO ER EIGNAR- HALDSFÉLAG AÐ HLUTA vmsnmxHNmiF Á SUININUDEGI ► Stærsta lyíjaheildverslun landsins - Pharmaco - var stofnuð í ársbyrjun 1956 af sjö apótekurum sem komu saman í því augna- miði að koma á umbótum í lyQaverslun. Árið 1981 var Sindri Sindrason ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins og hefur gegnt þeirri stöðu síðan. Sindri er fæddur í ágúst 1952, sonur Sindra Sig- urjónssonar, skrifstofustjóra á Póstgíró, sem lést árið 1989 og Sig- ríðar Helgadóttur. Hann lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1973 og útskrifaðist úr viðskiptafræði við Háskóla íslands 1977. Hann tók þá við stöðu framkvæmdastjóra Apótek- arafélagsins og gegndi henni til ársins 1981 þegar hann réðst til Pharmaco. Eiginkona Sindra er Kristbjörg Sigurðardóttir og eiga þau tvö börn. eftur Súsönnu Svavarsdóttur IUPPHAFl 6. áratugarins, þeg- ar sjö apótekarar tóku sig sam- an og stofnuðu Innkaupasam- band apótekara - Pharmaco hf. - ríkti hér hafta- og skömmtunar- stefna. Sérstakt leyfi þurfti til fjár- festinga. Innflutningur var háður gjaldeyris- og innflutningsleyfum. Vöruskortur var almennur og svo var einnig í apótekum. Innlendir lyfja- heildsalar höfðu ekki einkaumboð og voru hvorki ábyrgir íyrir birgðahaldi né nauðsynlegri þjónustu í tengslum við lyfjaframleiðslu. Stærstu apótekin fluttu inn lyf en lyfjaframleiðsla þeirra var umtals- verður þáttur í starfseminni. í fram- kvæmd var það svo þannig að heild- sölur fluttu fyrst og fremst inn þau lyf sem seldust mest en erfitt var að fá þau lyf sem minna seldust. Marg- vísleg vandamál sköpuðust í birgða- haldi og það var nánast daglegt brauð að sama lyfið vantaði hjá öllum inn- flytjendum. Enginn var ábyrgur en apótekin voru, lögum samkvæmt, skyldug til að hafa öll fáanleg lyf á boðstólum. Minni apótekin, einkum í dreifbýlinu, áttu í erfiðleikum með að útvega lyf og hjúkrunarvörur. Fyrstu árin verslaði Pharmaco fyrst og fremst með lyf sem voru inn- ílutt en framleiðsludeild var stofnuð við fyrirtækið árið 1960. Umsvifin jukust smám saman og þegar Alþingi samþykkti lög um einkaumboð sem væru ábyrg fyrir birgðahaldi lyfja í landinu árið 1972 varð Pharmaco um- boðsaðili fjölmargra þekktra er- lendra lyfjafyrirtækja. Enn í dag er umboðsverslun, innflutningur og dreifing á lyfjum uppistaðan í rekstri Pharmaco - þótt umfang fyrirtækis- ins og daglegt starf framkvæmda- stjórans, Sindra Sindrasonar, hafi breyst nokkuð. Lyfjamarkaðurinn ekki stór Ástæðan fyrir stofnun fyrirtækis- ins var því skortur á þjónustu. Fram til ársins 1978 framleiddi Pharmaco síðan einvörðungu lögbókarlyf en með lagabreytingu það ár var inn- lendum framíeiðendum gert kleift að skrá lyf sín sem sérlyf. í kjölfarið var Delta stofnað með það að markmiði að framleiða innlend sérlyf. „Pharm- aco var meirihlutaeignaraðili í Delta frá stofnun og til ársins 1993 en þá seldum við okkar hlut sem var meiri- hluti í fyrirtækinu en keyptum svo aftur 20% í fyrirtækinu í apríl síðast- liðnum. Tilgangurinn með því var að stuðla að samstarfi Delta og Balkan- pharma sem við fjárfestum í á síðasta ári. Lyfjamarkaðurinn hér er í sjálfu sér ekki stór og það eru takmörk fyr- ir því hvað hægt er að verða stór inn- an hans. Við vorum orðnir tiltölulega stórir á þessum markaði og sáum að það gæti verið skynsamlegra að stækka í aðrar áttir. Við höfum síð- ustu árin verið að víkka út í svið sem tengjast lyfjamarkaði eða þeim við- skiptavinum sem við veitum þjón- ustu, eins og apótekum, sjúkrahús- um, heilsugæslustöðvum og rannsóknarstofum.“ Snyrtivörur passa vel inn í dreifingarkerfi okkar Sindri segir að undir þessa skil- greiningu falli innflutningur og dreif- ing á snyrtivörum þar sem þær þurfi svipaða meðhöndlun og lyf, en fyrir tæpum tveimur árum keypti Pharm- aco David Pitt ehf. sem flutti inn snyrtivörur frá Chanel, Dior og Clar- ins auk ilmvatna frá Calvin Klein. „Þessi vara er viðkvæm og dýr og það þarf að passa vel upp á hana svip- að og lyftn. Við verðum að geta rakið nánast hver hefur keypt hvað, til þess að geta innkallað vöruna ef einhver galli kemur í ljós. Snyrtivörur passa vel inn í dreif- ingarkerfi okkar og með því að kaupa David Pitt ehf. fengum við tilbúna markaðsdeild með í kaupunum og það skipti miklu máli, vegna þess að það getur verið dýrt að reka sig á í þessum bransa meðan menn eru að læra. Tvö af þeim merkjum sem fylgdu með í kaupunum eru ríkjandi á mark- aðnum hér, Clarins og Dior og þetta gengur mjög vel. Hins vegar ákváð- um við að hætta með Chanel af ýms- um ástæðum. Okkur fannst við til dæmis ekki fá nógu góða þjónustu, höfðum ekki ýmsar vörur sem við- skiptavinurinn bað um og slíkt leit illa út fyrir okkur.“ Á tímabili voru umsvif Pharmaco mikil í ýmisskonar óskyldum rekstri. „Við vorum í öllu mögulegu,“ segir Sindri, „tryggingabransanum, öl- gerð, sápugerð, gosdrykkjum, mat- vælum og í tölvugeiranum, auk þess sem við fórum út í fiskeldi um tíma. En árið 1993 fórum við í naflaskoðun, stokkuðum upp starfsemina og ákváðum að einbeita okkur að lyfjum, hjúkrunar-, heilsu- og snyrtivörum." Lyfjaverksmiðja í Búlgaríu Sindri segir verulegan hluta starf- seminnar núorðið tengdan fjárfest- ingum á hlutabréfamarkaði. Stærsta verkefnið sem Pharmaco hefur þó ráðist í er lyfjaverksmiðjan Balkan- pharma í Búlgaríu. En hvers vegna var ráðist í þá fjárfestingu? „Tæki- færið kom einfaldlega upp í hendum- ar á okkur. Þetta búlgarska hlutafé- lag sem hafði kauprétt í þremur lyfjaverksmiðjum sem verið var að einkavæða hafði fengið Deutsche Bank til að aðstoða sig við að leita fjárfesta. Til að gera langa sögu stutta endaði sú leit með því að Pharmaco stofnaði ásamt Amber int. fjárfestingarfyrirtæki sem heitir Icon-sjóðurinn. Icon-sjóðurinn og Deutsche Bank voru einu fjárfest- amir sem komu inn í þetta fyrirtæki, með jafnan hlut, og eignuðust 90% í þessu stóra fyrirtæki í Búlgaríu sem hafði um sex þúsund manns í vinnu. Við keyptum fyrirtækið um mitt síðasta ár og frá þeim tíma, fram að áramótum, var hagnaður tæplega tvær milljónir dollara. Áætluð velta í ár er hundrað milljón dollarar og er hagnaðar áætlaður tæplega tíu millj- ón dollarar. Það sem af er árinu bendir til að þetta gangi eftir. Við höfum nú verið í þessum rekstri í eitt ár og það hafa ekki komið upp nein vandamál sem setja veralegt strik í reikninginn. Þau vandamál sem upp hafa komið era innan þeirra marka sem við gerðum ráð fyrir. Við urðum að endurskipuleggja reksturinn all- an, sameina verksmiðjurnar þrjár og byggja upp sölu og markaðssvið frá granni. I samningi við einkavæðing- arnefnd ríkisins var gert ráð fyrir að við myndum fækka um allt að þriðj- ungi starfsmanna í þeim þremur verksmiðjum sem við keyptum. Við urðum þó að fara eftir vissum reglum við það. Til dæmis urðum við að gæta þess að heilu fjölskyldumar misstu ekki atvinnuna. Þannig að þótt við hefðum fullan skilning yfirvalda varð að hugsa nið- urskurðinn mjög vel. Mér finnst hafa tekist ótrúlega vel til að hafa getað fækkað um 1.800 manns án teljandi vandræða. Líftæknifyrirtækið Genís Annað fyrirtæki sem Pharmaco á í er Genís, sem margir ragla saman við útgáfufyrirtækið Gen.is. En Genís er líftæknifyrirtæki sem hefur starfað frá 1989. Fyrstu árin var megin- áhersla lögð á rannsóknir á hitakær- um örveram og markaðssetningu ensíma en síðustu árin hefur starf- semi fyrirtækisins verið tvíþætt, ann- ars vegar hefur verið lögð áhersla á þróun aðferða til framleiðslu bragð- efna úr sjávarfangi, hins vegar á þró- un nýrra aðferða til vinnslu lífvirkra efna úr kítósani. „Meginmarkmið Genís í upphafi og um margra ára skeið var að rannsaka hveraörverur,“ segir Sindri. „Við unnum mörg slík verkefni í samvinnu við erlenda aðila. En fyrir tveimur til þremur áram ákváðum við að snúa „Ég er mjög undrandi á því að ekkert skuli heyrast í verkalýðs- forystunni út af þess- um siðustu hækkun- um. Ríkið er til dæmis hætt að greiða niður fúkkalyf. Hvað þýðir það fyrir barnmargar fjölskyldur?" okkur meira að því að nýta okkur ensím til vinnslu í iðnaðarferlum í stað þess að leita nýrra ensíma með vissa eiginleika. Við sáum ekki fram á að þetta yrði lífvænlegt við okkar að- stæður. Þess vegna ákváðum við að söðla um og reyna að nýta þá þekk- ingu sem menn höfðu öðlast á ensím- um á annan hátt og eram núna að setja í gang bragðefnavinnslu á sjáv- arfangi með þessari tækni. Kítosan og bragðefni úr sjávarfangi Eitt af þeim verkefnum sem Genís hafði haft með höndum var hag- kvæmniskönnun á kítosanfram- leiðslu. Kítosan er bindiefni í ýmsum skeljum, til dæmis rækjuskel, og hægt að nota það í allt mögulegt, til dæmis snyrtivörar, gervihúð og fleira. Árið 1997 stofnuðu fyrirtækin Þormóður rammi-Sæberg, SR-mjöl og Genís efnavinnslufyrirtækið Kitín með það að markmiði að framleiða kítósan úr rækjuskel. Fullkomin 300 milljón króna kítosanverksmiðja var gangsett á Siglufirði í apríl á síðasta ári. Fyrr á þessu ári vora fyrirtækin Genís og Kítín sameinuð undir nafni Genís og inn komu nýir hluthafar. Þeir fjórir stærstu era nú Pharmaco, Þormóður Rammi, Samherji og kanadískt fyrirtæki, Ocean Nutrit- ion. Genís ehf. mun leggja höfuð- áherslu á framleiðslu og markaðs- setningu kítosans og bragðefna úr sjávarfangi auk þess að þróa nýjar og verðmætari vörar úr kítosani. Fyrir- tækið hefur fest kaup á um 30% hlut í finnska fyrirtækinu Novasso sem hefur þróað aðferðir til að framleiða smákristallað kítosan og hefur aflað sér einkaleyfis á að nota MCCh í landbúnaði og sem fæðubótarefni, meðal annars til að lækka kólesteról í blóði. MCCh er hreint kítosan sem hefur verið þurrkað í örsmáa krist- alla en rannsóknir hafa sýnt að efnið hefur marktækt meiri virkni en hefð- bundið kítosan. Þess má geta að Genís ehf. var ný- lega valið sem eitt þriggja fyrirtækja í umsókn um stórt Evrópuverkefni sem lýtur að rannsóknum á virkni ensíma sem verka í kítosan, en þar var Genís tekið fram yfir önnur evrópsk iyrirtæki, til dæmis mörg norsk, sem þegar hafa starfað í grein- inni um áratugaskeið.“ Beinn innflutningur á lyfjum hefur lítil áhrif haft í fréttaviðtali í Morgunblaðinu 6. maí 1998 sagðist þú ekki telja að beinn innflutningur Lyfju og Lyfja- kaups á lyfjum frá Norðurlöndum myndi hafa veruleg áhrif á markað- inn hér. Hefur það gengið eftir? „Já. Beinn innflutningur þýðir að- eins að þú flytur beint inn frá lyfja- heildsölum í Noregi og Danmörku - það verður þá líka að vera nákvæm- lega sama pakkningin og skráð er á íslandi. Til þess að þetta borgi sig þarf varan að vera allnokkuð ódýrari á Norðurlöndum - en slíkur verð- munur er ekki fyrir hendi. Það er öllum apótekum fijálst að stunda beinan innflutning og öllum heildsölum frjálst að fara út í sam- hliða (parallel) innflutning lyfja. Þeir verða bara að uppfylla öll skilyrði og kröfur um lyfjaheildsölu. Ef það væri mikill hagnaður í því að flytja svona beint inn myndu einhverjir gera það.“ Hvers vegna era mörg lyf ódýrari hér á landi en á hinum Norðurlönd- unum? „Ástæðan er sú að einkaleyf- islöggjöf á lyfjum hefur lengst af ver- ið óvirk á íslandi. Mörg nýleg lyf era til hér sem „kópíur" þannig að frum- lyfið lendir í samkeppni á Islandi á meðan það nýtur enn einkaleyfis- vemdar annarsstaðar í hinum vest-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.