Morgunblaðið - 23.07.2000, Blaðsíða 18
000SÍJUL.8S ÍIUOÁQUHK’ÍÖ ' QIQAJ9MU0ÍI0M
18 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2000_____________________________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Það var á árinu 1961, nánar
tiltekið laugardaginn 23.
september, að hjónin
Keith og Viv Nicholson í
Castleford í Yorkshire unnu í
getraununum. Nicholsonhjónin
börðust í bökkum með þrjú börn og
það fjórða á leiðinni og höfðu tvö
pund handbær, sem þau ákváðu að
drekka út á kránni þetta laugar-
dagskvöld. En þá voru birt úrslitin í
getraununum og þar með urðu
Keith og Viv 152 þúsund pundum
ríkari, en sú upphæð jafngildir
þremur milljónum punda nú eða
345 milljónum króna. Fimmtán ár-
um og þremur eiginmönnum síðar
var vinningurinn uppurinn og Viv
aftur mætt á fomar slóðir, farin að
vinna á hárgreiðslustofu og lifa af
30 pundum á viku. Ævisaga hennar,
„Spend, spend, spend“, kom út og
eftir henni var gert sjónvarpsleikrit
og síðan annað fyrir leiksvið. Það
hlaut því að koma að því að söng-
leikur liti dagsins ljós og þegar
hann svo kom, var hann umsvifa-
laust valinn bezti brezki söngleikur-
Köflótt efni með glaðværum
undirtóni
Það eru mikil umbrot í kring um
það að eyða 345 milljónum, bæði
skin og skúrir, og söngleikurinn
sveiflast upp og niður í lífsöldu-
gangi Viv Nichoison. Það bjargar
henni, að hún er enginn veifiskati;
hún er rokkari og svöl baráttu-
manneskja og fjarri henni að vola,
þótt bankabókin tæmist. Þetta var
rokna fjör og hún myndi hiklaust
endurtaka leikinn, ef annan vinning
ræki á fjörur hennar.
Þrátt fyrir köflótt efni söngleiks-
ins er hann hin ágætasta skemmt-
un. Það er í honum glaðvær undir-
tónn og tónlistin vinnur stöðugt á.
Barbara Dickson leikur Viv eldri á
stórbrotinn máta og Rachel Lesk-
ovac, sem leikur Viv yngri, gefur
henni lítið eftir. Eitt áhrifaríkasta
atriðið eiga þær saman; þegar þær
syngja lagið Hver ætli muni elska
mig?
Svona stórbrotið líf skilur auð-
vitað eftir sig speki handa okkur
hinum, sem stritum allt lífið í sveita
okkar andlitis. Þegar Viv lítur um
öxl í leikslok, kveður hún upp þann
dóm, að eftir allt saman hafi hún
verið ríkust, þegar hún átti Keith
og enga peninga. En hún talar auð-
vitað bara fyrir sig!
í írsku eldhúsi
Eldhús Dolly West er nýjasta
leikrit írska skáldsins Frank McGu-
innes. Það var frumsýnt í Abbey
Theatre í Dublin í október í fyrra
og undir vor kom það á fjalir The
Old Vic Theatre í London.
Leikritið gerist í Buncrana, smá-
bæ á írlandi á tímum síðari heims-
styrjaldar, þegar hlutleysi Irlands
og styrjaldarrekstur Breta taka
verulega í. Westfjölskyldan, Justin,
Dolly og Esther, lýtur forsjá Rimu
West, sem er orðhvöt hörkukerling.
Systkinin eiga í sínum sálarstriðum
og svo eiga þau í útistöðum hvert
við annað. Að utan setjast að þeim
önnur stríð og aðrar ástir í líki
brezks og bandarískra hermanna.
Þeir fara á vígvöllinn, en koma aft-
ur í leikslok til að ná landi í lífinu.
En hryllingur stríðsins er greyptur
þeim í sálir. Er stríðið búið? Fall-
byssurnar eru þagnaðar, en það
liggur í loftinu, að sérhver verður
að heyja sitt stríð áfram.
I eldhúsi Dolly West ríkir magn-
aður stígandi framan af leikritinu,
þegar McGuinnes teflir saman and-
stæðunum í systkinahópnum og,
gestunum, sem koma sem storm-
sveipir inn í eldhúsið og umturna
lífi heimamanna. Yfir þessu öllu
drottnar Rima fram í andlátið.
Það er ekki erfitt að lesa póli-
tíska sögu írlands í gegn um pers-
ónur leikritsins og líf þeirra og
McGuinnes tekst býsna vel að halda
utan um þetta tvíeðli leikritsins. Þó
er eins og nokkuð losni um böndin
undir lokin, þegar Rima er fallin
frá. Hún er svo fastur punktur í
leikritinu, að það er erfitt að hafa
hana ekki við hendina allt til enda.
Sérstök ástæða er til að nefna
Pauline Flanagan í hlutverki Rimu,
en allir eiga leikaramir hrós skilið.
Leikhúsmolar
frá Lundúnum
Glataður er geymdur eyrir var einu sinni snúið út úr auglýsingum
bankakerfísins. En í munni Viv Nicholson er þetta ekki neinn hálf-
kæringur, eins og sjá má í einum vinsælasta söngleiknum í London
núna. Freysteinn Jóhannsson fór og hlustaði á eyðsluklóna og seg-
ir í leiðinni frá fleiru, sem er á fjölunum í London.
Barbara Dickson fer á kostum
seni Viv eldri.
Foringinn og fýlgisveinninn.
Ljósm/Catherine Ashmore
CA
Viv og Keith (Rachel Leskovac og Steven Houghton) fagna gctrauna-
vinningnum.
Brezkir leikarar fara fyrirhafnar-
laust milli leiksviðsins og hvíta
tjaldsins. Og alltaf öðru hverju
koma kvikmyndastjömur vestan
um haf og stíga á fjalimar í West
End.
Kathleen Turner startaði Frú
Robinson á sviði Gielgud-leikhúss-
ins og gerði stormandi lukku með
einni nektarsenu. Fréttir bámst af
því að fleirl bandarískar kvik-
myndastjörnur vildu feta í fótspor
hennar, en á endanum varð það
brezka fyrirsætan Jerry Hall sem
tók við hlutverkinu. Og á blaða-
mannafundi af því tilefni sagði hún
ekki annað koma til greina en við-
halda nektarsenunni. Hún væri orð-
in fastur punktur í verkinu.
Á meðan Turner heillaði menn
upp úr skónum freistaði Donald
Sutherland þess að hrífa menn í
Savoy Theatre með túlkun sinni á
Abel Znorko í leikriti Eric Emm-
anuel Schmitt Abel Snorko býr
einn. Má vera að hann hafi ekki erf-
iðað minna en hún, þótt aldrei kast-
aði hann klæðum, en hann hafði all-
avega misjafnara erindi. Margir
gagnrýnendur sögðu leik hans held-
ur tilbrigðasnauðan. Donald bara
talar en leikur ekki var fyrirsögnin
á einni gagnrýninni. Sutherland
svaraði fyrir sig í grein í The Ti-
mes, þar sem hann bar saman
gagnrýnendur og áhorfendur, sem
tóku honum á allt aðra lund
og líkari þeim viðtökum, sem
Tumer fékk. Það var rúsínan í
pylsuendanum að sjá Donald Suth-
erland hrista ljónsmakkann framan
í gagnrýnendur með svo eftirminni-
legum hætti.
Listaverkið er ennþá sýnt í
Wyndhams Theatre. Undir sumar
var skipt um áhöfn og Patrick
Duffy, Richard Thomas og Paul
Freeman munstraðir með tilheyr-
andi fjölmiðlafári.
Shakespeare í húsi Hitchcock
Ralph Fiennes hefur látið
skammt líða milli stórra högga.
Með stuttu millibili voru sýndar
þrjár kvikmyndir, þai’ sem hann fór
með hlutverk, sú síðasta var Lyktir
sambandsins, sem gerð var eftir
sögu Graham Greene. En meðan
fólk flykktist í bíó til að sjá hann
var Fiennes að æfa Ríkharð II og
Kóríólanus eftir Shakespeare í
Gainsborough Studios Almeidaleik-
hússins.
Gainsboroughrafstöðin reis fýrir
um 100 árum og 1919 var húsinu
breytt í kvikmyndaver. Alfred
Hitchcock tók þar m.a. myndirnar
The Lodger og The Lady Vanishes.
Eftir að þeim kafla lauk var þarna
viskí sett á flöskur og eftir það var
húsið tekið undir vörugeymslu.
Almeida-leikhúsið fékk Gainsbor-
ough til umráða í fjóra mánuði, en
þegar þeim lýkur verður húsinu
breytt í íbúðahús.
Gainsborough þykir stórfengleg
umgjörð um leikrit Shakespeares,
hrá og mikilúðleg. Sýningar á Rík-
harði II hófust í marzlok og standa
til 5. ágúst og 1. júní kom Kóríólan-
us á fjalirnar og leikur Fiennes :
bæði titilhlutverkin. Suma laugar-
daga er boðið upp á báðar sýning-
amar. Þannig vildi til, að þegar
Fiennes lagði upp með Ríkharð II
var einnig verið að sýna leikritið á
heimaslóðum höfundarins; Strat-
ford-upon-Avon. Þar fór Sam West
með titilhlutverkið og vildu menn
gera úr þessari tilviljun eins konar
hanaslag milli leikaranna tveggja.
Til blóðsúthellinga kom þó ekki, en
menn þóttust merkja mun á túlkun j
þeirra; West legði hlutverkinu til I
ákveðna kaldhæðni, sem ekki gengi I
alltaf upp, en hins vegar frýjaði I
enginn Ríkharði Fiennes vits og
hann héldi áhuga leikhúsgesta
óskertum allan tímann.
Fiennes hefur fengið góða dóma
fyrir frammistöðu sína í þessum
leikritum, en þykir túlka Ríkharð II
með mun eftirminnilegri hætti en
Kóríólanus.
Arkitekt Hitlers
Leikrit David Edgar um Albert •.
Speer, arkitekt og hermálaráðherra i
Hitlers, er byggt á bók Gitta Ser-
eny um glímu Albert Speer við
sannleikann og sjálfan sig.
Leikritið hefst þar sem Albert
Speer er orðinn um sjötugt og rifj-
ar upp niðurstöður réttarhaldanna í
Nuremberg og komuna til Spand-
au-fangelsisins. Þar vingast hann
við fangelsisprestinn Georges Cas-
alis og rifjar upp atburðarrásina, j
eins og hann sér hana. I síðari hluta í
leikritsins er Speer frjáls maður frá j
Spandau en samt fangi fortíðarinn-
ar. Eitt magnaðasta atriði þess
hluta að lesa að minnsta kosti er
þegar Hitler birtist Speer og hæð-
ist að því hversu blindir hann og
fleiri voru á ráðagerðir hans, enda
þótt hann hefði lýst þeim tæpit-
ungulaust bæði í ræðu og riti.
Leikritið þykir um margt mjög
áhugavert, stundum ofhlaðið per- j
sónum og atburðum, en helztu
brotalamh’ þess eru hins vegar |
sagðar þær, að það gefi ekki nógu
glögga mynd af persónulegu sam-
bandi Hitler og Speer og við spum-
ingunni um það, hversu mikið
Speer vissi og umfram allt hvenær,
fáist ekki afgerandi svör.
Trevor Nunn þykir hafa leikstýrt
erfiðu verki vel og Alex Jennings
og Roger Allan fá góða dóma fyrir
leik sinn í hlutverkum Speer og
Hitler. Leikritið var frumsýnt á
Lytteltonsviði Þjóðleikhússins 16.
maí sl.