Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR l. ÁGÚST 2000 27 ERLENT Fjögurra daga flokksþing repúblikana sett 1 Ffladelfíu Reynt að milda ásýnd repúblikanaflokksins Fíladelfíu. Reuters. BANDARÍSKIR repúblikanar hófu landsþing sitt í Fíladelfíu í gær og lögðu áherslu á að mýkja ásýnd flokksins með það að markmiði að auka sigurlíkur George W. Bush, ríkisstjóra í Texas, í forsetakosning- unum í nóvember. Jim Nicholson, formaður repúbli- kanaflokksins, setti þingið sem stendur í fjóra daga og nær hámarki þegar Bush samþykkir fonnlega að verða forsetaefni flokksins. Bush var á kosningaferðalagi í Ohio og hyggst mæta á þingið á morgun en kona hans, Laura, átti að flytja ávarp fyrsta kvöld þingsins fyrir hönd hans. Þingið er þaulskipulagt og hefur verið undirbúið í marga mánuði með það að markmiði að sýna að eining ríki í flokknum. Stærstu sjónvarps- stöðvarnar hafa ákveðið að draga stórlega úr umfjöllun sinni um þing- ið þar sem talið er að engir óundir- búnir eða ófyrirsjáanlegir atburðir verði. Tíu ára stúlka frá Rómönsku Ameríku söng bandaríska þjóðsöng- inn við setninguna og rabbíni frá 111- inois blessaði samkomuna. Með þessu átti að senda þau skilaboð til kjósenda að repúblikanaflokkurinn væri ekki aðeins flokkur hvítra Bandaríkjamanna og legði nú meiri áherslu á hagsmuni minnihlutahópa en í síðustu kosningum. Auk eiginkonu Bush átti Colin Powell, íyrrverandi formaður bandaríska herráðsins, að flytja ávarp í gærkvöld og umfjöllunarefni hans var samfélagsþjónusta. „Eg ætla að tala um George, hvernig það er að alast upp í Vestur- Texas þar sem við ólumst upp og hvernig gildi okkar voru,“ sagði eig- inkona Bush. „Síðan ætla ég að tala um menntamál." Dick Cheney, varaforsetaefni repúblikana og fyrrverandi varnar- málaráðherra, á að flytja ávarp ann- að kvöld og Bush samþykki formlega að verða forsetaefni flokksins á fimmtudagskvöld. Flokksþingið var skipulagt í sam- ræmi við þá viðleitni Bush að koma fram sem „hinn brjóstgóði íhalds- maður“ til að tryggja sér atkvæði miðjumanna líkt og Bill Clinton for- seta tókst í síðustu kosningum. Með því að mæta seint á þingið losnaði hann við að taka þátt í hefðbundnum árásum landsfundarmanna á demó- krata. Hann hyggst nota þingið til að lýsa repúblikönum sem hófsömum flokki er vilji sætta ólík sjónarmið og einskorðist ekki lengur við hug- myndafræði íhaldssömustu aflanna. „Verkefni mitt er að setja markið hátt,“ sagði Bush á kosningafundi í Ohio. „Verkefni mitt er að segja að sameinuð þjóð getur afrekað allt sem hún vill.“ Mótmælendur, sem ollu glundroða í Seattle þegar fundur Heimsvið- skiptastofnunarinnar var haldinn í borginni í fyrra, skoruðu á stuðn- ingsmenn sína að efna til mótmæla í Fíladelfíu á sunnudag gegn hnatt- væðingu, frjálsum viðskiptum og stórfyrirtækjum. Aðeins um 5.000 manns tóku þátt í mótmælunum. Cheney gagnrýndur Demókratar hófu í gær auglýs- ingaherferð í sautján ríkjum þar sem þeir beina spjótum sínum að Dick Cheney og íhaldssömum skoðunum hans. Áætlað er að auglýsingarnar kosti andvirði 280 milljóna króna. Bill Clinton gagnrýndi einnig íhaldssemi varaforsetaefnisins á sunnudag og benti meðal annars á að Cheney greiddi eitt sinn atkvæði gegn ályktun á þinginu þar sem hvatt var til þess að Nelson Mandela, leiðtoga blökkumanna og síðar for- seta Suður-Afríku, yrði sleppt úr fangelsi. A1 Gore, vai-aforseti og forsetaefni demókrata, hefur ekki enn valið varaforsetaefni sitt en hyggst til- kynna 8. ágúst þver meðframbjóð- andinn verður. Á meðal þeirra sem einkum hafa verið nefndir sem hugs- anlegt varaforsetaefni demókrata eru Jim Hunt, ríkisstjóri Norður- Karólínu, George Mitchell, fyrrver- andi leiðtogi meirihluta öldunga- deildarinnar, og öldungadeildar- þingmennirnh- John Keny frá Massachusetts, Bob Graham frá Flórída, Evan Boyh frá Indiana og Tom Harkin frá Iowa. Rfkkvfylar í markflnklmm Utboð þriðjudagiiui 1. ágúst í dag, þriðjudaginn 1. ágúst kl. 11:00, mun fara fram útboð á rflásvíxlum hjá Lánasýslu rfldsins. Að þessu sinni verður boðið upp á 21/z mánaða rfldsvíxil en að öðru leyti eru skilmálar útboðsins í helstu atriðum þeir sömu og í síðustú útboðum. I boði verður eftirfarandi flokkur rfldsvíxla í markflokkum: Núverandi Áætlað liámark Flokkur Gjalddagi Lánstími staða* tekiima tilboða* RV00-1018 18. október 2000 2'ð mónuður 1.1 SS S.000.- *Milljónir króna Sölufyrirkomulag: Ríkisvíxlamir verða seldir með tilboðs- fyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í ríkisvíxla að því tilskildu að lágmarksíjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 20 milljónir. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestingalánasjóðum, verðbréfafyrirtækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum og trygginga- félögum er heimiit að gera tilboð í LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: 562 4070 • Fax: 562 6068 www.lanasysla.is • utbod@lanasysla.is meðalverð samþykktra tilboða að lágmarki S00.000 krónur. Öll tilboð í ríkisvíxla þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 11:00 í dag, þriðjudaginn 1. ágúst 2000. Utboðsskilmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6 og í síma 562 4070. Reyndu að „lækna“ samkynhneigða Jóhannesarborg. AFP. AÐSKILNAÐARSTJORNIN í Suður-Afríku lét á sínum tíma framkvæma kynskiptiaðgerðir á samkynhneigðum mönnum sem gegndu herþjónustu og beittu hormónalyfjum, raflosti og vönun í því augnamiði að „lækna“ þá. Kemur þetta fram í suður-afríska dagblaðinu Maíl and Guardian. Var verkefnið afar leynilegt og nutu hermálayfirvöld aðstoðar geðlækna og presta sem störfuðu innan hersins við að benda á þá nýliða sem grunaðir voru um að vera samkynhneigðir, að því er blaðið segir. „Þeir voru sendir á Voortrekkerhoogte-hersjúkra- húsið í Pretóríu til rannsókna og „endurhæfingaraðgerða". Þeir hermenn, sem ekki var unnt að „lækna“ með lyfjagjöf eða geð- lækningum, undh-gengust kyn- skiptiaðgerðir eða voru vanaðir með Ivfjum. Er fullyrt að á tíma- bilinu 1971-1989 hafi 50 slíkar að- gerðir verið gerðar árlega. Her- læknir sem viðriðinn var þessa svokölluðu „fráhvarfsmeðferð“, Aubrey Levine, segir alla sem undirgengust hana hafa gert það af frjálsum vilja. Levine flutti til Kanada árið 1990. Starfsnám fyrir leiðsögumenn ferðafólks Innritun í Leiðsöguskóla íslands fer fram 1.-9. ágúst nk. Leiðsögustarf er skemmtilegt og fjölbreytilegt starf sem krefst góðrar tungumálakunnáttu og þekkingar á náttúru landsins, sögu og þjóðlífi. Leiðsögumenn þurfa að vera þjónustuliprir og jákvæðir í mannlegum samskiptum. Leiðsögunemar eru búnir undir að geta frætt farþega um hin margvíslegustu efni sem fyrir augu ber og upp koma í ferðum vítt og breitt um landið. Námið er bæði bóklegt og verklegt. * Umsækjendur skulu vera orðnir 21 árs og hafa stúdentspróf eða sambærilega menntun. Þeir skulu, auk íslensku, hafa gott vald á a.m.k. einu erlendu tungumáli. * Umsækjendur skili umsóknum eigi síðar en 9. ágúst nk. og skrái sig í viðtal og inntökupróf á sama tíma. Inntökuprófið er munnlegt og fer fram á því erlenda tungumáli sem umsækjandi velur. * Heimilt er að takmarka fjölda nemenda ef umsóknir verða fleiri en skólinn annar. * Kennsla fer fram tvö kvöld í viku og flesta laugar- daga frá september 2000 til maíloka 2001. Námið er lánshæft hjá LÍN Umsóknareydublöð liggja frammi á skrifstofu skólans frá kl. 10.00-12.00 til 9. ágúst. Nánari upplýsingar veitir umsjónarmaður skólans á sama tíma í síma 544 5520. Sjá einnig vefsíðu skólans: mkismenntis. Leiðsöguskóli íslands MENNTASKÓLANUM í KÓPAVOGI Digranesvegi 51, Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.