Morgunblaðið - 01.08.2000, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 01.08.2000, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 59 FRÉTTIR Kvöldgangan og klaustursýn- ingin í Viðey ÞRIÐJUDAGSKVÖLDGANGAN í Viðey verður að þessu sinni um norð- urströnd Heimaeyjarinnar. Farið verður með Viðeyjarferjunni í kvöld kl. 20. Gengið verður frá kirkjunni austur fyrir gamla túngarðinn, með- fram honum og yflr á norðurströnd- ina. Hún verður gengin til vesturs, yfir Eiðishólana, um Eiðið og yfir að Nautahúsunum austast á Vestur- eynni. Þar er „ástarsteinninn“ svo- nefndi, steinn með áletrun frá 1821, sem gæti geymt litla ástarsögu. Þar skammt frá eru einu stríðsminjarnar í eynni. Aðeins verður farið í fjöru og útsýnis notið af Eiðishólunum. Eyj- an sjálf og nágrenni hennar geyma staði, sem eiga skemmtilega sögu og fróðleik, sem reynt verður að draga fram í dagsljósið. Gangan tekur rúma tvo tíma. Göngufólk er minnt á að vera búið eftir veðri, ekki síst til fótanna. Gjald er ekki annað en feijutollurinn, 400 kr. fyrir fullorðna og 200 kr. fyrir börn. Klaustursýningin í Viðeyjarskóla hefur fengið góða dóma. Álmennur opnunartími hennar er frá kl. 13.20 til 16.10 virka daga, en til kl. 17.10 um helgar. Enginn aðgangseyrir er tekinn, en falleg og fróðleg sýningar- skrá er til sölu á 400 kr. Hópar geta fengið sérstaka leiðsögn um sýning- una. Reiðhjól er hægt að fá lánuð end- urgjaldslaust við bryggjusporðinn, hestaleigan er að starfi og veitinga- húsið í Viðeyjarstofu er opið. Ari Páll Kristinsson forstöðumaður íslenskrar málstöðvar MENNTAMÁLARÁÐHERRA hef- ur skipað Ara Pál Kristinsson mál- fræðing í embætti forstöðumanns Is- lenskrar málstöðvar til fimm ára, frá 1. september næstkomandi. Islensk málstöð er skrifstofa íslenskrar mál- nefndar og er miðstöð þeirrar starf- semi sem málnefndin hefur með höndum. Meginhlutverk íslenskrar mál- nefndar er að vinna að eflingu ís- lenskrar tungu og varðveislu hennar í ræðu og riti. Ari Páll var eini um- sækjandinn um embættið en lögum samkvæmt gaf íslensk málnefnd álit um umsókn hans og taldi hann vel hæfan til að gegna embættinu. Nordjamb 2000 haldið í ágúst í BYRJUN ágúst verður haldið hér á landi alþjóðlegt mót fyrir ungt fólk á aldrinum 15 til 30 ára. Mótið heitir Nordjamb 2000 og er það samnor- rænt verkefni skáta. Mótið hefst í Ráðhúsi Reykjavík- ur þriðjudaginn 8. ágúst kl.10. „Eftii’ athöfnina munu skátamir stökkva upp í bíla, flugvélar, rútur, jeppa, báta, kajaka eða fara í sína eigin gönguskó og taka þátt í ævin- týradögum sem fram fara víða um land. Meðal verkefna er að klífa Hvannadalshnjúk, hestaferð á há- lendinu, sjókajak á Breiðafirði, fall- hlífastökk á Sandskeiði, klettaklifur í Skaftafelli, gljúfrabrölt við Glym, köfun á Reykjanesi, ísklifur í Gíg- jökli og sólarhringsferð í Hraun- helli. I vikulok hittast allir hópamir á Úlfljótsvatni og eyða helginni þar saman. Mótinu er síðan slitið sunnu- daginn 14. ágúst á Þingvöllum. Þátttakendur koma víðs vegar að úr heiminum og áætlað er að um 450 skátar taki þátt í mótinu. Erlendir þátttakendur koma frá Austurríki, Ástralíu, Englandi, Bandaríkjun- um, Belgíu, Bretlandi, Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Ghana, Kan- ada, Kína, Ítalíu, Luxemborg, Nor- egi, Pakistan, Sviss og Svíþjóð. Mótið er haldið í tilefni þess að aldarfjórðungur er síðan skátar héldu saman alheimsmót skáta í Noregi þar sem skátar á norður- löndunum sýndu í verki hvers megnugar þessar þjóðir em ef þær standa saman að verkefnum. Með því að sh'ta mótinu á Þingvöllum fagna skátar um leið kristni á ís- landi í 1000 ár. Einnig minnast ís- lenskir skátar á þennan hátt landa- funda Leifs heppna með því að bjóða ungu fólki að „finna ísland,“ segir í frétt frá mótshaldara. AFSLATTUR Flymo Turbo Compact E380 Létt loftpúðavél með grassafnara. 1500 w rafmótor. Flymo GT500 Létt loftpúðavél. Atvinnutæki fyrir brekkur, stórar lóðir og erfiðar aðstæður. Sláttubreidd 50.5 sm. AFSLÁTTUR MTD GE45 3,75 hp B&S bensfnmótor. Sláttubreidd 45 sm. 80 Iftra safnkassi. Verð áður kr. 38.900 Husqvarna Rider R16H Öflugt og vandað atvinnutæki. Liðstýrður sláttutraktor með 15,5 hp B&S mótor. Vökvaskiptur með 97 sm sláttubreidd. MTDG185 Sláttutraktor með 20 hp B&S mótor. Fjórtán MJSTD gfra með 117 sm sláttubreidd. Með háu og nlii lágu drifi. Þriggja blaða sláttudekk. AFSLÁTTUR Husqvarna 245R vélorf Atvinnutæki sem slær kanta, grasbrúska og illgresi. 2.7 hp bensfnmótor, 8.6 kg. Sláttuhaus og diskurfylgja. AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR Flymo L47 Létt loftpúðavél. Atvinnutæki fyrir brekkur, stórar lóðir og erfiðar aðstæður. 4 hp tvígengismótor. AFSLÁTTUR MTD465A greinakurlari Ji' Greinakurlari með 8 hp bensínmótor. Faxafeni 14. Sími 568 5580. Opið mán. - fös. 9-18. Lau. 10-14 UTSÖLUSTAÐIR REYKJAVÍK: HÚSASMIÐJAN. AKUREVRI: HUSASMIÐJAN, RADlÓNAUST. NESKAUPSTAÐUR: VlK. AKRANES: AXEL SVEINBJÖRNSSON. SAUÐÁRKRÓKUR: HEGRI. VESTMANNAEYJAR: BRIMNES. HÖFN: KAUPFÉLAG A-SKAFTFELLINGA. EGILSSTAÐIR. KAUPFÉLAG HÉRAÐSBÚA. ©Husqvarna ©Husqvarna uvéíar - Traktorar - Hekkkíippur - Greinakuriarar - Sláttuorf - Keðjusagir - Aburðartíreifarar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.