Morgunblaðið - 01.08.2000, Síða 67

Morgunblaðið - 01.08.2000, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ FÓLKí FRÉTTUM ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 67 MYNPBONP Njótið daganna Einn koss enn (One More Kiss) I) r a m a ★★★% Leikstjóri: Vadim Jean. Hand- ritshöfundur: Suzie Halewood. Að- alhlutverk: Gerard Butler, Valerie Edmonds, Valerie Gogan, James Cosmo. (98 mín.) England. Bergvík, 1999. Myndin er ölium leyfð. SARA kemur aftur til æskustöðv- anna á Skotlandi þar sem hún til- kynnir sínum nánustu að hún eigi ekki langt eftir. Það eru sjö ár síðan hún yfírgaf heima- hagana og fyrrver- andi kærasti henn- ar, Sam, er kominn með konu og blómstrandi at- vinnurekstur, en hann er ekki lengi að fallast á beiðni Söru um að eyða síðustu dögunum hennar með henni. Faðir hennar, Frank, sem er maður fárra orða, kemst í tilfinningalegt uppnám við fréttirnar og byrjar smám saman að opna sig og tala við Söru um málefni sem honum finnst óþægileg, jafnvel fomar ástir. Leikstjórinn Vadim Jean („Leon the Pig Farmer“) hefur sent frá sér sína myndrænustu og heilsteyptustu kvikmynd til þessa. Það eru ótrúlega áhrifamiklar senur í henni ásamt algjöru augnakonfekti. Til dæmis má nefna senuna þegar feðginin eru í bflaþvottastöð sem er byggð upp eins og dans þar sem þurrkurnar eru dansararnir og þau sjá um tónlistina með samræðum sínum. Samband Söru og Sams er vel unnið en nálgast aldrei hina dá- samlegu strauma sem myndast á milli Franks (James Cosmo) og Söru (Valerie Edmonds). Edmonds sinnir erfiðu hlutverki af einskærri snilld, því Sara er sjálfselsk, þrjósk en gíf- urlega heillandi persóna. James Cos- mo er ekki síðri sem Frank en breyt- ingin frá hinum bragðdaufa einbúa í manninn sem fer að lokaráðum dótt- ur sinnar um að njóta lífsins er ein- staklega vel unnin. Þótt þessi mynd fjalli um dauðann er hún aldrei þungbúin, þvert á móti er hún björt, hugljúf og ekki síst mannleg. Ottó Geir Borg Buslað í baðkeri Handan djúpsins (Avalon: Beyond the Abyss) Spennumynd ★% Leikstjóri: Philip Sgriccia. Handrit: Chris Ruppenthal. Aðalhlutverk: Parker Stevenson og Krista Allen. (85 mín.) Bandarikin, 1999. Sam- myndbönd. Bönnuð innan 16 ára. ÞAÐ ER alltaf hallærislegt að horfa upp á sjónarvarpsmyndir með takmörkuð fjárforráð ráðast í kvik- myndun á umfjöllunarefni sem krefst kostnaðarsamra leikmynda og tæknivinnslu. Upp- hafsatriði Handan djúpsins á t.d; að eiga sér stað undir yfirborði sjávar en lítur út fyrir að hafa verið tekið upp í baðkerinu heima hjá leikstjóranum. Fleiri slík atriði koma fyrir reglulega út í gegnum myndina og eru alltaf jafnvandræðaleg. En burtséð frá tæknilegu hliðinni er þetta nokkuð grípandi spennusaga með dálítið skemmtilegu vísindasagnaívafi. Far- ið er vítt og breitt í atburðanna rás þar sem jarðneskir vísindamenn tak- ast á við óútskýranleg og dulræn fyr- irbæri. Um kvikmyndina má segja það sem á við um svo margar aðrar, þ.e. að hún er léleg og einfeldnings- leg en um leið sæmileg afþreying. Heiða Jóhannsdóttir MYNDASAGA Hollywood frá heiðar- legri enda símalínunnar Fortune and Glory eftir Brian Michael Bendis. Raunasaga um samskipti höfundar við hinn harða viðskiptaheim höfundar. Gefin út af Oni Press árið 2000. Fæst í mynda- söguverslun Nexus VI. ÞAÐ ER mai-gt líkt með köldum ís- lenskum vetrarhimni og borg engla, kvikmyndastjarna og kjaftasagna. Inn á milli glitrandi stjarnanna leynist eitthvað óþekkt og óskil- greint sem skilningarvit okkar geta á engan hátt gripið vegna órafjar: lægðar þeirra frá okkar veruleika. í myrkrinu á milli kvikmynda- stjarnanna í Hollywood er eflaust að finna leifar þúsunda brotinna drauma sem halda enn í þá von að einhver stjarnfræðingur eða áhuga- maður beini sjónauka sínum að sér. Brian Michael Bendis er lfldegast ein skærasta stjarnan á mynda- sögunæturhimninum um þessar mundir en hann hefur einnig verið að reyna ítrekað að láta ljós sitt skína sem kvikmyndahandritshöf- undur. Útlitið hjá honum um þessar mundir er nokkuð bjart og hann er kominn langleiðina með að takast áætlunarverk sitt. Einnig hefur hann nýlega tekið að sér að skrifa nýtt upphaf í nýrri blaðaseríu um Spiderman sem á að gjörbylta teiknimyndasögumarkaðinum. En það er eins með undrabarnið Bend- is, eins og alla aðra sem hafa reynt fyrir sér í Hollywood, að hann hefur þurft að þola hámarksskammt til- gerðar og asnaeyrnatogs. Bendis hefur alltaf verið lofaður fyrir ein- staka leikni sína að gera öll samtöl milli myndasögupers- óna sinna trúverðug og tilgerðarlaus. Því er sérstaklega skemmti- legt að lesa nýjustu bók hans, „Fortune and Glory“ sem er rauna- saga hans af samskipt- um sínum og ævintýr- um í Hollywood, og bera hana saman við önnur skáldverk hans. Það er líka sérstaklega gaman að sjá hve ófeiminn pilturinn er í því að gera grín að sjálfum sér. Það þykir eflaust ekki mjög heillandi að lesa eftirfarandi lýs- ingu ó prenti en stað- reyndin er samt sú að rúmlega helmingur bókarinnar er endur- flutningur af símtölum sem höfundurinn hefur átt við hina og þessa viðskiptaaðila. Sum samtölin eru hreint og beint stórkostleg og ef þau eru eins sönn og höfundurinn heldur fram og þetta eru mennirnir sem standa á bak við bíótjöldin þá er engin furða að myndir eins og „Armageddon“, „End of Days“ eða „Battlefield Earth“ verða til. Þetta FORTUHE and glory A TRUE HOLLYWOOD CQMIC BOOK ST0RY eru allt myndir sem áttu að enda sem enn einn molinn í safni gull- gerðarmanna Hollywoodhæða en reyndust á endanum vera glópa- gull. Að maður tali nú ekki um myndirnar „Batman & Robin“ og „Spawn“ og það óorð sem þær komu á myndasöguna. Eftir brot af þeim myndum er ekkert undarlegt að hinn almenni kvikmyndaáhuga- maður skuli hugsa sig um tvisvar áður en hann kaupir sér aðgöngu- ★ miða á mynd þar sem orðið „myndasaga“ kemur fram einhvers staðar á framleiðslustiginu. Nú þegar næsta bylgja kvik- mynda sem gerðar eru eftir teikni- myndasöguhetjum er að skella á er fátt annað hægt að gera en að bíða og vona að þær myndir sem eru á leiðinni verði bókmenntagreininni ekki til skammar. Birgir Orn Steinarsson safakanna m/2g!oMliH kœiitaska mebus kiukka biá/ví_.ur rasta! gias grsent rastai glas guit mstai gias rautt rastai dr.gias rautt rastai dr. gias bíátt rasta! dr. g!as grœnt rastai dr, gias guit Kúsdiskar Btstö zebra jlldhúsrúlíustatif sítrónukanna tertöfiukarfa kanna mouse-sand tuiíp kanna sand-iichen tulip kanna íichen-sand tuiip kökudtskur 32cm diskur garcía Afsláttur allt að ská! garaj sfcáíar^ Hpf rast^H glös 6stk testal tják Utsalan í Byggt og búið er engri lík. Þar er fjöldi góðra muna fyrir heimilið á frábæru verði þvottasnura ruslafata hvít 57! rusJafata hvítsoi A vökunarkanKrí garðúóari 220 m2 garðúðari 240fm garðúðari 435 fm úðabyssa piast úðarasstt _ í i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.