Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 70
ÍSLENSKA AUCLÝSINCASTOFAN HF 70 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 NÝTT ALOE VERA PLUS + Sérstaklega hannað fyrir íslenskt veðurfar og víðkvæma húð pianta full af næringu Gæðavottað Aloe Vera 300% öflugra ALOE VERA PLUS+ - margfalt öflugra en áður Fæst f stórmörkuðum og apótekum • Niko heildverslun hf, sími 568 0945 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM The Whole Nine Yards á topp myndbandalistans V erðlaunavertíð á leigunum ÞAÐ ER margt góðra mynda á leig- unum þessa dagana og má eiginlega segja að nú standi yfir vertíð verð- launamyndanna sem tínast á leig- urnar hver af annarri - þar á meðal þær sem riðu feitum hesti frá síðustu Óskarsverðlaunaafhendingu. The Whole Nine Yards, sem fer beint á toppinn, hefur þó ekkert ver- ið að sópa að sér verðlaununum enda var það vart markmiðið. Þetta er létt og hressileg gamanmynd með Bruce Willis og Matthew Perry sem urðu víst bestu vinir við tökurnar. Sagan segir að þeir hafi orðið svo góðir vin- ir að Willis hafi endilega viljað um- gangast Perry og vini hans áfram með því að taka að sér lítið hlutverk í þáttunum vinsælu um vinina, sem hann gerði með góðum árangri. The Whole Nine Yards segir frá því er al- ræmdi leigumorðinginn Willis flytur í rólegt og friðsamlegt úthverfi og gerist nágranni Perrys. Vitanlega grípur örvænting íbúa hverfisins en þó mest af öllum Perry vegna þess að kona hans fellur fyrir Willis. Þar með er sagan ekki að öllu sögð því eiginkona Willis fellur síðan einnig fyrir Perry þannig að úr verður þessi fínasta flækja. Aðdráttarafl myndar- innar þarf fáum að koma á óvart; Willis hefur löngum laðað landann að og Perry hefur glatt margan sem sí- sprellandi en óöruggur Chandler Bing í Vinunum vinsælu. Nýja Martin Scorsese-myndin Bringing Out the Dead kemur ný inn í sjötta sætið en í þessari myrku spennumynd leikur Nicholas Cage sjúkraflutningamann á ystu nöf. Tvær aðrar myndir koma síðan nýj- ar inn. Vélmennarómansinn Bicent- ennial Man með Robin Williams og Flawless með þeim Robert De Niro og Phillip Seymour Hoffman þar sem hinn síðarnefndi þykir fara á kostum sem samkynhneigður klæð- skiptingur er fær það starf að að- stoða íhaldssaman og fordómafullan De Niro við að ná sér eftir heilablóð- fall. Brúsi er að vanda ofursvalur í Whole Nine Yards. VINSÆLUSTU MYNDBÖNDIN A ISLANDI Nr. var vikur Mynd Útgefandi ; Tegund 1. NY 1 The Whole Nine Yards Myndform ; Gaman 2. 4. 2 The Green Mile Hóskólabíó : Drama 3. 1. 3 Double Jeopardy Sam myndbönd ; Spenna 4. 2. 3 Dogma Skífan : Gaman 5. 3. 5 The Bone Collector Skífan : Spenna 6. NÝ 1 Bringing Out the Dead Sam myndbönd l Spenna 7. 6. 2 Mugnolio Myndform ! Drama 8. 5. 3 The Insider Myndform ■ Drama 9. 8. 2 Anno and the King Skífan ; Drama 10. NÝ 1 Bicentennial Man Sam myndbönd : Gaman 11. NY 1 Flawless Góðar stundir i Gaman 12. 12. 6 Fucking Ámðl Hóskólabíó : Drama 13. 16. 2 Friends 6 (21-24) Sam myndbönd : Gaman 14. 7. 6 End of Days Sam myndbönd ! Spenna 15. 10. 9 Fight Club Skífan ! Spenna 16. 13. 2 Friends 6 (13-16) Sam myndbönd ; Gaman 17. 14. 2 Friends 6 (17-20) Sam myndbönd ; Gaman 18. 15. 10 Random Hearts Skífan ; Drama 19. 17. 3 Two Hands Bergvík : Spenno 20. 9. 8 The World is Not Enough Skífan : Spenna g í 1 Brad Pitt og Jennifer Aniston giftast Tjaldið sem brúðkaupið fór fram í. Courtney Cox-Arquette kemur til brúðkaupsins. Brriðka aldarin ÞAR KOM loksins að því, fallegasta par Hollywood er gengið í heilagt hjónaband. Athöfnin fór fram síðla kvölds á laugardag í risastóru fannhvítu tjaldi við ströndina á Malibu og síð- ustu geislar kvöldsólarinnar brugðu gullnum lit á fagurt andlit brúðar- innar. Jennifer keppti sjálf við feg- urð sólarinnar í drifhvítum silkikjól hönnuðum af Lawrence Steele og með slör yfir síðu hárinu. Brad, sem er ávallt jafn myndarlegur, beið brúðarinnar uppi við altarið og þótti sumum sem tár gægðust fram í augnhvarmana þegar brúður hans var leidd upp að altarinu, svo stoltur var hann af stúlkunni sinni. Allir bestu vinir brúðhjónanna, um 200 talsins, voru viðstaddir at- höfnina. Þar á meðal voru allir sjónvarpsvinimir hennar Jennifer, þau Lisa Kudrow, Courtney Cox Arquette, David Schwimmer, Matt Sæl og glöð á brúðkaupsdaginn, hr. og frú Pitt. Reuters LeBlanc og Matthew Perry. Þrátt fyrir þennan mikla gestafjölda var einum haldið úti fyrir dýrðina. Það var Nancy, móðir brúðarinnar, sem var ekki boðið til að vera viðstödd þennan stóra dag í lífi dóttur sinnar. Þeim mæðgum var sundurorða fyrir nokkrum árum og hefur ekki gróið um heilt á milli þeirra síðan. Heill her af gæslumönnum, vopn- uðum vélbyssum, sá til þess að eng- ir óboðnir gestir, þar með taldir fjölmiðlamenn, kæmust inn í veisl- una og lögregluþyrla flaug yfir svæðið til að ógna frá fljúgandi boð- flennum. Öll gæslan var vel þess virði því gestirnir gátu skemmt sér konung- lega inni fyrir í grískum dansi. Það var hugmynd Jennifer að hafa veisl- una í grískum stfl sem virðingarvott við grískan uppruna sinn. Gestimir tóku vel í þetta og bmtu diskana sína í þúsund mola til að óska brúð- hjónunum velfarnaðar að grískum sið. Hvað annað?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.